Dagur - Tíminn Reykjavík - 18.09.1997, Blaðsíða 3
^Utgur-®ímmn
Fimmtudagur 18. september 1997 -15
Fólker
heitt og
reitt
Allt bendir til þess
að leikskólakennar-
ar um allt landfari
í verkfall eftir helg-
ina og þúsundir
barna upp í sex ára
aldur verði án
gœslu. Hvers vegna
að beita neyðar-
vopni á borð við
verkfall? Því svara
nokkrir leikskóla-
kennarar á Akur-
eyri og í Reykjavík.
Þetta er neyðarúrræði til
að koma viðsemjendum
okkar, launanefnd sveitar-
félaganna, að samningaborð-
inu. Pað er mjög mikill baráttu-
hugur í leikskólakennurum.
Fólk er mjög heitt og reitt. Laun
leikskólakennara eru mjög lág
og það kemur ekkert af viti frá
launanefndinni. Þetta er spurn-
ing um að starfið sé metið til
launa svo að hægt sé að lifa af
því og fá fólk til vinnu,“ segir
Maríanna Einarsdóttir.
Maríanna og Anna María
Guðmundsdóttir eru leikskóla-
kennarar á leikskólanum
Smárahvammi í Kópavogi. Þær
eru sammála um að það sé
mikill baráttuhugur í leikskóla-
kennurum en lítil viðbrögð hafa
fengist frá foreldrum.
„Ekki gott mál“
„Þeir sem hafa talað við mig
hafa sagt: við styðjum ykkur. En
það er bara lítill hópur sem
segir þetta að fyrra bragði,“
segir Maríanna. Þær telja að
foreldrar séu lítið farnir að búa
sig undir verkfall en auðvitað
má búast við að vinnustaðir
fyllist af börnum ef verkfallið
skellur á. Sjálfar vonast þær til
þess að samningar takist sem
fyrst enda kemur það niður á
börnunum ef verkfallið skellur
á. Ekkert hefur þó gerst í samn-
ingaviðræðum undanfarna
daga og eru horfurnar því ekki
góðar.
Anna María kveðst finna
stuðning í sínu nánasta um-
hverfi við kröfum leikskóla-
kennara, aðallega frá fjöl-
skyldu, vinum og kunningjum.
Hún er nýbyrjuð á Smára-
hvammi og finnst auðvitað
„ekki gott mál“ að byrja á því
að fara í verkfall.
Betur launað í verslun
Á Smárahvammi eru þrír leik-
skólakennarar í fullu starfi,
hinir eru í hlutavinnu. Marí-
anna segir að kjör leikskóla-
kennara séu svo slæm að leik-
skólakennarar, sem eru í fullri
vinnu, finni sér frekar starf
annars staðar þar sem launin
eru betri. Anna María nefnir
sem dæmi skrifstofuvinnu eða
vinnu í verslun.
Grunnlaun leikskólakennara
fyrir 100 prósenta vinnu eru
ríflega 82 þúsund í dag en leik-
skólakennarar kreflast þess að
launin fari í 110 þúsund krón-
ur. Þeir vilja breyta taxtakerf-
inu þannig að launað sé eftir
stærð leikskóla, fjölda barna,
álagi og ábyrgð.
„Á stærri leikskólunum er
álagið meira, fleiri börn, fleiri
samstarfsmenn sem þarf að
stýra, fleiri foreldrar að hafa
samskipti við og yfirsýn þarf að
vera meiri," segir Maríanna.
-GHS
Námið bætir launin
lítið
Anna Elísa Ilreiðarsdóttir hefur
verið leikskólakennari í sjö ár.
Hún kennir nú á leikskólanum
Iðavöllum á Akureyri og vonar
að það semjist fyrir mánudag-
inn. Ef ekki er hún tilbúin í að
herða sultarólina í nokkuð
langan tíma þó ekki geti hún
hugsað sér að segja skilið við
starf sitt.
„Ég ætla ekki að taka sökina
á mig ef þjóðfélagið fer allt á
annan endann á mánudaginn.
Það er viðsemjandanna að
hugsa máhð og þetta er fyrsta
verkfallið sem við förum í
þannig að það er Ijóst að við
notum þetta
ekki nema
þegar allra
leiða hefur
áður verið
leitað."
Pú ert mjög
óánœgð með
launin?
„Já, þau
mættu vera
betri og sér-
staklega finnst
manni skítt að
það borgi sig
ekkert orðið að læra. Ef ég
hefði haldið áfram sem ófag-
lærð og náð mér í starfsreynslu
á meðan á námi stóð væri ég
tiltölulega h'tið lægri í launum
en ég er í dag.“
91.000 krónur
Laun Önnu eru nú 91.000 krón-
ur og er hún aðstoðarleikskóla-
stjóri með mikla starfsreynslu
og endurmenntun. Ekki há laun
það. - En finnst henni fólk al-
mennt hafa þá trú að starf leik-
skólakennara sé það ábyrgðar-
mikið og mikilvægt að það beri
að launa þokkalega? „Já, fólk
hefur skilning á þessu enda
skiptir miklu máh fyrir börnin
og foreldrana að starfsfólkið sé
stöðugt eða m.ö.o. að það séu
ekki miklar mannabreytingar
sem óhjákvæmilega fylgja lág-
um launum." -mar
Vill sjá fleiri leikskóla-
kennara
„Þetta er góð vinna og mér
líður vel í vinnunni,“ segir Örn
Arnarsson leikskólakennari í
Kiðagili á Akureyri sem hefur
starfað sem slíkur í ijögur ár.
Hvaða laun ertu með?
„Sem aðstoðarleikskólastjóri
er ég með 88.000 krónur eftir
fjögurra ára starf. Ég er næstur
á eftir leikskólastjóra í launum
og vinn frá 8-4 ellefu mánuði á
ári þannig að það er ekki hægt
að bera þetta saman við laun
kennara. Á móti segja þeir að
við séum bara með átta barn-
gildi á mann. 5 ára barn er eitt
barngildi og tveggja ára barn er
tvö barngildi. Þetta er auðvitað
plús en þessi börn eru hjá okk-
ur í 8 - 9 og 1/2 tíma fimm daga
vikunnar, þau borða hjá okkur,
sofa hjá okkur og gera allt með
okkur.“
Hafa gott af að vera í
leikskóla
Örn segir að öll börn hafi gott
af að vera í leikskóla þó tíma-
lengdin á dag sé heldur mikil
hjá mörgum. „Sex tímar er
draumastaðan fyrir börn og
foreldra og hvort sem annað
foreldranna er heima eða ekki.
Það hafa öll börn gott af því að
vera á leikskóla."
Finnst þér fólk almennt sgna
starfinu skiln-
ing og þá að
það þurfi
menntunar
við?
„Það skiptist
í tvo hópa. í
margra augum
eru starfsmenn
leikskóla að
þrífa skít og
skeina en þetta
er náttúrulega
miklu meira en
það. Yngra
fólkið lítur öðruvísi á þetta og
vill að fagfólk sé með börnin
þess.“
Erni lýst illa á að þegar hafi
menn lækkað launakröfur sínar
niður í 105 þúsund krónur í
byrjunarlaun á mánuði. „Það er
í raun fáránlegt að slaka svona
strax á og við hefðum átt að
halda okkur við 110 þúsundin. -
En ég treysti Björgu Bjarna-
dóttur engu að síður fullkom-
lega fyrir þessu."
Treystirðu þér í langt verk-
fall?
„Persónulega get ég verið í
verkfali fram að áramótum en
„Ég cetla ekki að
taka sökina a
mig ef þjóðfélagið
fer allt d annan
endann d mdnu-
daginn. “
Maríanna Einarsdóttir og Anna María Guðmundsdóttir, leikskólakennarar
á leikskólanum Smárahvammi í Kópavogi, í góðum félagsskap Arons Pét-
urs, Önnu Líneyjar og Andra Más, sem öll voru fljót að stökkva til þegar
Ijósmyndarinn kallaði. Myn&.E.ói.
Anna Elísa Hreiðarsdóttir aðstoðarleikskólakennari segir að það borgi sig
ekki launalega að fara í Fósturskólann. Myn& Brink
Örn Arnarsson aðstoðarleikskólakennari sagði að það að ýta börnum í
rólu væri kannksi táknrænt. „Við komum þeim af stað en síðan sjá þau að
miklu leyti um sig sjálf.“ Myn&Bnnk
ég mun ekki íjárfesta í neinu á
næstunni. Ég ætlaði að fara að
kaupa heimihstæki en bíð með
það núna.“
Mannabreytingar það
versta
Það að geta haldið sama fólkinu
á leikskólunum er það mikil-
vægasta að mati Arnar. „Þetta
er lýjandi starf í ellefu mánuði
á ári. Við tökum fjölskyldumálin
inn á okkur og börnin breytast
eðlilega þegar um skilnað eða
vandræði er að ræða. Við erum
aldrei búin þegar vaktinni lýk-
ur, maður hefur áhyggjur af
sumum börnum og er auðvitað
ekki sama. - En það er ótækt að
það sé alltaf nýtt og nýtt fólk á
leikskólum en þannig verður
það á meðan launin eru svona
lág að menn hlaupi þegar í stað
í sjoppu eða skúringar til að
hafa það betra.“ -mar