Dagur - Tíminn Reykjavík - 18.09.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 18.09.1997, Blaðsíða 5
2Dagur-®mrám Fimmtudagur 18. september 1997 -17 LIFIO I LANDINU Hannes kýs dauðann Harðari refsingar gegn ofbeldisglœp- um. Mildari refs- ingu hvítflibba. Ein dauðarefsing bjarg- ar tugum manns- lífa. Hannes Hólm- steinn viðrar við- horf sín. Hannes Hólmsteinn Giss- urarson, prófessor í stjórnmálafræði og frjálshyggjumaður, er einn af þeim sem hlynntir eru dauða- refsingu. Ólíklegt er að dauða- refsing verði tekin upp hérlend- is enda eru ákvæði um það í stjórnarskránni frá 1995 að bannað sé í lögum að setja ákvæði þar að lútandi. Rök Hannesar eru einkum þessi: „Sinnir glæpir eru svo við- bjóðslegir að refsa verður fyrir þá með dauða. Til dæmis þegar lífið er murkað úr litlum stúlk- um eða fólk pyntað til bana. Það kemur í ljós þegar hag- fræðingar rannsaka refsingar að dauðarefsingar hafa mikil varnaðaráhrif. Bandarískur hagfræðingur, Isaac Ehrlich, rannsakaði þetta og komst að þeirri niðurstöðu að hver af- taka á morðingja sparaði á annan tug mannslífa. Þegar morðingjum og viðbjóðslegum glæpamönnum er sýnd linkind er það bara leiðbeining til þeirra um að halda grimmdar- verkum sínum áfram og færast jafnvel í aukana. Ríkið á að vernda smælingjana en þeir sem eru stórir og sterkir geta séð um sig sjálfir." Spurður um ísland segir Hannes: „íslendingar eru hrifn- ari af hjartnæmum óskum en kaldri greiningu staðreynda. Ef til vill á þetta líka síður við á ís- landi en annars staðar. Hér er sem betur fer h'tið um viðbjóðs- leg morð og níðingsverk. Hitt er annað mál að það á refsa harð- ar á íslandi fyrir ofbeldisaglæpi en mildar fyrir hvítfiibbaafhrot. Grundvallaratriðið er: „Gera menn öðrum mein?“ Spurður um dæmi í íslands- sögunni þar sem dauðarefsing hefði átt við, segir Hannes að hann finni fá slík dæmi eða engin. „Ég hef einkum í huga morð á litlum börnum eftir langvarandi pyntingar eins og nýverið í Belgíu. Eg er sann- færður um að fjöldi fólks er sammála mér um þetta þó að félagsfræðingar og sálfræðingar séu annarrar skoðunar. Þeir vilja hafa þetta fólk í meðferð til að hafa atvinnu. Alveg eins „Sálfræðingar vilja hafa afbrotamennina í meðferð til að halda vinnunni," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson sem er hlynntur dauðarefsingu. og þið fréttamenn hafið atvinnu af fréttum og búið til vondar fréttir þegar engar eru!“ BÞ Hausttilboð á innihurðum í september 15-20% afsláttur W* Eurobrass, Fracip og Futura handföng 15% afsláttur o o m ■n Hreinlætistækii Baðker og sturtubotnar í mörgum stærðum Baðker 150x70cm, 160x70cm, 170x70cm, 170x73cm, 170x80cm BYGGINGAVORUR Sturtubotnar 70x70cm, 75x90cn, 80x80cm, 90x90cm, 80x90cm, 80x100cm, 80x120cm Gerðu þér ferð - það borgar sig! Sími! dfi3 032 í )J ÞJOÐLEIKHUSIÐ Stóra sviðið kl. 20 ÞRJÁR SYSTUR Anton Tsjekhof Frumsýning föstud. 19/9 kl. 20.00 Örfá sæti laus. 2. sýn. laugard. 20/9 nokkursæti laus. 3. sýn. sunnud. 21/9 nokkur sæti laus. 4. sýn. fimmtud. 25/9 nokkur sæti laus. 5. sýn. sunnud. 28/9 ' nokkur sæti laus. FIÐLARINN Á ÞAKINU Bock/Stein/Harnick Föstud. 26/9, nokkur sæti laus. laugard. 27/9 nokkur sæti laus. Litla sviðið kl. 20.30 LISTAVERKIÐ Yasmina Reza Föstud. 26/9, laugard. 27/9 Sala áskriftakorta stendur yfir. Innifalið í áskriftarkorti eru 6 sýningar, 5 sýningar á Stóra sviðinu: ÞRJÁR SYSTUR GRANDAVEGUR7 HAMLET - ÓSKASTJARNAN KRÍTARHRINGURINN í KÁKASUS 1 eftirtalinna sýninga að eigin vali: LISTAVERKIÐ KRABBASVALIRNAR POPPKORN VORKVÖLD MEÐ KRÓKÓDÍLUM GAMANSAMI HARMLEIKURINN KAFFI MEIRI GAURAGANGUR Almennt verð áskriftarkorta kr. 8.220,- Eldri borgarar og öryrkjar kr. 6.600,- Miðasalan er opin alla daga í september frá kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.