Dagur - Tíminn Reykjavík - 19.09.1997, Page 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 19.09.1997, Page 4
16 - Föstudagur 19. september 1997 4Dagur-®mrám UMBUÐALAUST Þrír sálmar Davíðs Davíð Oddsson heldur ræðu á afmælisfundi Verslunarráðs íslands í fyrradag. Myn&.Ba Forsætisráðherra þjóðar- innar hélt ræðu á afmæUs- fundi Verslunarráðs ís- lands, sem haldinn var í gær. Þetta var löng og mikil ræða og hefur verið vitnað til hennar í öllum fjölmiðlum síðan. Þetta virðist hafa verið ágæt ræða og lýst skilmerkilega skoðunum forsætisráðherra á mörgum málum, þótt yfirlýsingar um Evrópusambandið hafi vakið einna mesta athygli. Það er æv- inlega mikill kostur á ræðum Davíðs Oddssonar að hann talar mannamál; sveipar sig hvorki stirðbusalegri talnaspeki né fellur í gryfju stofnanamálsins, og klisjur eru honum h'tt tamar. Það má yfirleitt alltaf lesa eða heyra út úr ræðum hans hvort hann hefur í raun og veru ein- hverja mótaða persónulega . skoðun fog jafnvel sannfæringu í á því sem hann erl að tala um, en ekki einungis einhverja þokukenhda pólitíska afstöðu. f'1 Því er ómaksins vert að kynna sér skoðanir forsætisráðherra eins og þær birtust í ræðunni og eru settar fram í alllöngu máli í Morgunblaðinu nú í morgun. Og þá verða strax fyrir mér þrjú atriði sem fara má um nokkrum orðum, því hvert um sig er einkennandi fyrir stjórn- málamanninn Davíð. í fyrsta versi datt Davíð Oddsson reyndar á einum stað í ræðu sinni niður á stig klisjunn- ar. Hann sagði eitthvað á þá leið, að sögn Moggans, að ljóst væri að bæta þyrfti menntakerf- ið, en menntunin væri öflugasta tækið til að nýta sér þá mögu- leika sem byðust í breyttum heimi og við yrðum að h'ta á menntun sem mikilvæga íjár- festingu á nýrri öld. Þetta er nú að vísu laukrétt hjá forsætisráð- herra, en því miður er þetta að verða þreytuleg khsja, þar sem ekkert sérstakt virðist eiga að gera til að bæta umrætt menntakerfi. Þess sjást að minnsta kosti fá dæmi ennþá, þótt um þetta hafi verið talað kurteislega í nokkur misseri. Og ekki hljómar það sannfærandi að leggja beri sérstaka áherslu á menntakerfið um leið og bæði leikskóla- og grunnskólakenn- arar eru á leiðinni í verkfall, eða hreinlega að hætta störfum, vegna lélegra launa. í tilfellinu nú eiga kennarar að vísu í höggi við sveitarfélögin en ekki ríkið sem Davíð Oddsson stýrir, en maðurinn hefur verið for- sætisráðherra öll þau ár síðan það rann upp fyrir mönnum hversu mikilvæg menntunin yrði á tuttugustu og fyrstu öld- inni og það væri gaman að fara að sjá einhverjar hugmyndir hans um hvernig á að bæta menntakerfið, og það væri hka forvitnilegt að fá að vita hvern- ig á að fara að því án þess að tryggja börnunum ánægða kennara, fasta í sessi. Skilningsleysi á veiðileyfagjaldi í öðru versi varði Davíð kvóta- kerfið eins og venjulega og sagði sem svo að það hefði reynst vel, jafnvel þótt th væru góðir menn sem tryðu því í ein- lægni að hægt væri að auka af- rakstur sjávarútvegsins með því að leggja á hann nýja skatta. Hér er sem sé hafnað veiði- leyfagjaldi, eins og venjulega, en í afneitun sinni á því sýnir forsætisráðherra reyndar sjald- gæft skhningsleysi á því hvað fólkið í landinu er að hugsa. Oftast virðist hann nokkuð vel með á nótunum, en ekki í þessu tilfelh, því stuðningsmenn veiði- leyfagjalds eru fæstir að hugsa um það gjald sem tekjuhnd eða nýja skatta. Flestir h'ta einfald- lega á það sem réttlætismál að hér vaxi ekki upp erfðastétt fá- einna sægreifa sem eiga fiskinn í sjónum og geta ráðskast með hann að vild. Mín vegna mætti breyta skattakerfinu einhvern veginn til að vega upp á móti veiðileyfagjaldi, ef svo ólíklega færi að það gengi nærri sjávar- útvegsfyrirtækjunum, en um- framt allt má ekki staðfesta enn frekar en orðið er þá stétta- skiptingu í þessu landi sem skh- yrðislaus eign útgerðaraðalsins á kvótanum er. Þetta er spurn- ing um réttlæti, ekki spurning um hagfræði og það er leiðin- legt að Davíð Oddsson skuh ekki átta sig á því, eða kannski hafa látið lélega ráðgjafa blekkja sig um hvað býr að baki kröfunni um veiðileyfagjaldið. Að opinbera í sér sálina í þriðja versi nefndi Davíð í ræðunni hjá verslunarráðs- mönnum að samneysla væri hér meiri en í þessum frægu helstu nágrannalöndum, sem börnin eru farin að leita að á landa- bréfum og furða sig á að finna hvergi. Og í framhaldi af því að endurskoða þyrfti velferðar- kerfið enn nánar í næstu fram- tíð. Nú má vissulega endur- skoða velferðarkerfið alveg út í það óendanlega fyrir mér, bara ef það er ekki um of skorið nið- ur við trog, en því miður óttast ég að það sé nú einmitt merk- ingin í orðum forsætisráð- herra. Og hefur þó ýmislegt ver- ið gert á því sviði nú þegar, eins og alræmt er. í Morgun- blaðinu í morg- un er líka birt frétt um ályktun geðlæknafélags- ins um að hug- myndir um nið- urskurð í mál- um geðveikra séu fyrir neðan allt velsæmi, og þá riíjaðist. allt í einu upp fyrir mér eitt augnabhk úr sjón- varpsviðtali við Davíð Oddsson fyrir nokkrum árum; þá var hann að lýsa skoðunum sínum á jólabókunum þáverandi og nefndi sérstaklega bók Einars Más Guðmundssonar, Engla al- heimsins, sem fjallar um geð- veikan mann og fór Einar Már ekki í felur með hver hefði verið fyrirmynd sín að söguhetjunni. Það kemur fyrir að Davíð Oddsson opinberar í sér sáhna á mér liggur við að segja fal- legri hátt en títt er um íslenska stjórnmálamenn og það gerðist í þetta sinn, eitt sekúndubrot, þegar Davíð nefndi að hann hefði kannast við fyrirmynd Einars Más og allt var þetta svona heldur hlýlegt og virtist lýsa skhningi forsætisráðherra á þeim ógöngum sem mennirn- ir geta lent í. En í starfi sínu hefur hann svo sem sagt hagað málum þannig að geðlæknar telja fyrir neðan aht velsæmi. í þessum örstutta viðtalsbút ann- ars vegar og frétt um ályktun geðlæknafé- lagsins hins vegar, ásamt með orðum Davíðs hjá verslunarráðs- mönnum um að enn þyrfti að endurskoða vel- ferðarkerfið - í þessu öhu sam- an birtust þær mótsagnir í persónu og ferli forsætisráð- herra lýðveldis- ins sem við fjandvinir hans eigum svo erfitt með að sam- ræma. Maður- inn virðist hafa th að bera bæði samúð og mannskilning, jafnvel viturleik þegar best lætur, en í póhtík sinni er hann svo ahtof oft að gera eitthvað aht annað. Pistill Illuga var lesinn í morgunútvarpi Rásar 2 í gœr. Maðurinn virðist hafa til að bera bœði samúð og mannskilning, jafnvel viturleik þegar best lcetur, en ípólitík sinni er hann svo alltofoft að gera eitthvað allt annað.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.