Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.09.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.09.1997, Blaðsíða 5
JQagur-^ímtmt Fimmtudagur 25. september 1997 - 5 Fjölmiðlar Jón Axel kaupír Helgarpóstinn Meirihluti stjórnar Helgarpóstsins hefur selt eigur og rekstur blaðsins, en Ámundi Ámundason, sem keypti hlut Alþýðubandalagsins í blaðinu nýlega, segir söluna ólöglega. Stjórn Helgarpóstsins hefur selt Perluútgáf- unni, sem Jón Axel Ólafsson stýrir, rekst- ur og eigur blaðsins. Ámundi Ámundason segir söluna ólöglega. Páll Vilhjálmsson og meiri- hluti stjórnar Lesmáls ehf., útgáfufélags Helgar- póstsins, gekk í gær frá sölu á eignum og rekstri blaðsins til Perluútgáfunnar. Stjórnarfor- maður þess félags er Jón Axel Ólafsson, útvarpsmaðiu- til margra ára, en hann mun ætla sér að stofna nýja útvarpsstöð. Páll staðfesti í samtali við Dag-Tímann í gær að salan hefði verið samþykkt á stjórn- arfundi í gær, en vildi ekki gefa upp kaupverðið. Þá kom fram hjá honum að ekki hefði náðst í tiltekna stjórnarmenn til að boða þá á fundinn, en þar er átt við Amunda Ámundason eða fulltrúa hans. „Fyrir um hálfum mánuði var okkur fahð umboð af stjórn Helgarpóstsins að gera þær ráðstafanir sem kæmu félaginu til góða. Þá fóru af stað viðræð- ur sem enduðu með þessari sölu og var kallað til stjórnar- fundar í skyndi vegna hennar. Þeir stjórnarmenn sem náðist í mættu á fundinn," segir Páll Einstakir hluthafar hefðu rætt um að fara með félagið í gjald- þrot, en talið skynsamlegra og betra að fá eitthvað fyrir eigur félagsins og semja um skuldir. Ámundi Ámundason segist telja þennan gjörning kolólög- legan. „Ég hef afhent Páli bréf frá Jóni Magnússyni lögmanni um þetta og þar er þess krafist að stjórnarfundur og hluthafa- fundur verði haldnir hið fyrsta. Núverandi stjórn er ólöglega kjörin og hún á að fara frá. Þessir menn eru búnir að brjóta hlutafélagalögin í ellefu liðum. Ég vil að þessum ólöglegu at- höfnum Páls Vilhjálmssonar fari að ljúka,“ segir Ámundi. -S.dór. Ferðamál Bretum fjölgar Hvort sem Björk og Blur eða sterkt sterlingspund er ástæðan þá íjölgaði breskum og írskum vetrargestmn okkar um meira en fjórðung sl. vetur og gistinóttum þeirra á íslenskum hótelum helmingi meira, svo að margir þeirra stoppa hka leng- ur en áður. Sumargestum af þessum þjóðernum Qölgaði á hinn bóginn miklu minna og raunar ekkert núna í sumar. Næturgestum frá öðrum lönd- um fjölgaði aðeins um 14% að meðaltah sl. vetur og fækkaði t.d. frá ýmsum Evrópulöndum. Þessi uppsveifla hófst að marki árið 1996. Gistinætur Breta og íra á hótelum og gisti- heimilum hérlendis á tímabil- inu september-apríl voru um 32.000 síðasta vetur borið sam- an við tæplega 21.000 veturinn þar á undan, samkvæmt gisti- skýrslum Hagstofunnar. Þetta þýðir 54% fjölgun milli ára og svarar til þess að rúmlega 130 gestir frá þessum löndum hafi gist hérna á hverri nóttu allan síðasta vetur, vor og haust. Gistinætur breskra og ískra sumargesta voru aftur á móti aðeins 12% fleiri í fyrrasumar (maí-ágúst) en það næsta á undan og varla er að búast við mikilh fjölgun í sumar. - HEI Hestamenn nesiamenn a leiagssvæoi rans i vioioai eru vigremr pessa aagana eftir að þeim hefur verið heimilað að hafa hunda sína með í útreið- artúrum. Sá böggull fylgir þó skammrifi að hundarnir mega ekki vera lausir. Hundahald í Víðidal Hestamenn fá að halda hunda í Víðidal, en bara í bandi. að er verið að rýmka þetta þannig að menn geti sameinað hesta- mennsku með sínum hund- um,“ segir Kristbjörg Steph- ensen, skrifstofustjóri hjá heilbrigðiseftirliti Reykjavík- ur. Borgaryfirvöld hafa breytt samþykkt um hundahald og leyft hestamönnum að vera með hunda í Víðidal. Það er þó skilyrt því að þeir séu með sína hunda í taumi. Breyting- in var gerð vegna óska frá Hestamannafélaginu Fáki og eftir jákvæða umsögn frá heilbrigðiseftirliti. Eftir sem áður er bannað að vera með hunda í Elliðaárdal, Öskju- hlíð og Viðey. Um 1100 hundar eru skráðir í borginni og hefur sá flöldi verið nokkuð stöðugur á undanförnum árum. Fyrir nokkru lækkaði hundagjaldið úr 8.500 krónum í 7.400 krónur. Viðbúið er að þetta gjald muni hækka á næstunni vegna aukins launakostnaðar í framhaldi af gerðum kjara- samningum. Ákvörðun um hækkun gjaldskrár hefur ekki verið tekin. -grh Reykjanesbær A-flokkar í eina sæng á Reykjanesi Nær öruggt þykir að Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur bjóði fram saman í Reykja- nesbæ í vor. Flest bendir einnig til að veruleg endurnýjun verði á lista þeirra. Fátt virðist geta komið í veg fyrir sameiginlegt fram- boð A-flokkanna í bæjar- stjórnarkosningum í Reykjanes- bæ næsta vor. Flokkarnir eru saman í minnihluta og hafa starfað náið saman í nærri 2 ár. „Við vitum það núna eftir þessa reynslu að við getum þetta. Ég sé ekki hvað ætti að koma í veg fyrir að við förum saman fram næst,“ segir Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúi Alþýðubandalags- ins. Formleg ákvörðun um fram- boðsmálin verður væntanlega tekin fijótlega. Sameiningar- málin verða rædd á fundi í Al- þýðuflokknum á fimmtudag og á aðalfundi Alþýðubandalagsins í október. Jóhann segir að væntanlega verði ekki aðeins um að ræða formlegt samstarf A-flokkanna heldur verði einnig leitað eftir samstarfi við aðra jafnaðar- og félagshyggjumenn. Rætt er um stofnun bæjarmála- flokks og áhugi virðist á að halda opið prófkjör, fremur en að flokkarnir skipti sætum fyr- irfram á milh sín. Líklegt er að mörg ný andlit sjáist á framboðslista bæjar- málafélagsins nýja. Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag hafa 5 fulltrúa í bæjarstjórn, en svo kann að fara að aðeins 2 þeirra gefi kost á sér áfram, Jó- hann Geirdal og Kristján Gunn- arsson. -vj Síldveiði Sfldin öll í bræðsluna au þrettán sfldveiðiskip sem fengu leyfi til að veiða samtals um 10 þús- und tonn af sfld úr norsk-ís- lenska sfldarstofninum í norsku fiskveiðilögsögunni hafa flest veitt sinn kvóta og landað afl- anum hérlendis. Samherjaskip- ið Þorsteinn EA landaði fyrstur í fyrradag í Neskaupstað, 770 tonnum, eða öllum kvótanum í einni veiðiferð. Sfldin fékkst um 75 mflur frá norsku ströndinni. Síldin sem nú veiðist við Noreg er svipuð og sú sem fékkst við Jan-Mayen. Bjarni Bjarnason skipstjóri seg- ir sfldina svipaða að gæðum og þá sem íslensku skipin voru að veiða í vor í Smugunni. Sfldin fer væntanlega öll til bræðslu, því þrátt fyrir að skip- in séu fiest útbúin kælitönkum og ísi sfldina er sjórinn við Nor- egsstrendur og víða í hafinu milli íslands og Noregs um 10° heitur og því erfitt að viðhalda þeim gæðum sem nauðsynleg eru til manneldis. Auk þess var veður fremur slæmt á veiði- svæðinu, en þar voru t.d. Fær- eyingar nokkuð fjölmennir og að mokfiska. GG

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.