Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.09.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.09.1997, Blaðsíða 6
t 6 - Fimmtudagur 25. september 1997 ^lOagur-Œtmhm Málsatvikin þegar fjögurra ára gömul telpa var misnotuð í umsjá barnaverndar- yfirvalda: s Iársbyrjnn 1995 barst félags- málayfirvöldum í Hafnarfirði tilkynning vegna telpunnar sem fædd er í apríl árið 1992. Vegna félagslegra erfiðleika hafði íjölskylda hennar notið stuðnings um árabil og varð úr að stúlkan yrði vistuð á heimili dæmda og eiginkonu hans í þrí- gang á árunum 1995-1997. Hjónin höfðu þá um árabfi tekið við fjölmörgum börnum til skammtímavistunar fyrir fé- lagsmálayfirvöld, enda hafði heimilið meðmæli barnavernd- aryfirvalda. Málið fellt niður Við reglubundna eftirlitsheim- sókn starfsmanna barnavernd- arnefndar Hafnarfjarðar sumar- ið 1996, greindi húsfreyja dæmda frá grunsemdum um um að stúlkan hefði mátt þola kyn- ferðislega áreitni. Eftir viðræður sérfróðra aðila við telpuna var borin fram kæra tfi RLR og m.a. leitað eftir upplýsingum frá nán- asta aðstandanda. Kærumálið var hins vegar fellt niður á miðju ári 1997 þar sem gögn þóttu ekki hafa komið fram er leiddu til saksóknar. Strax brugðist við Með bréfi dagsettu 5. febrúar 1997 barst sýslumannsembætt- inu á Húsavík kæruerindi frá félagsmálayfirvöldum í Hafnar- firði vegna ætlaðra kynferðisaf- brota Karls Sigurðssonar gagn- vart telpunni. Skömmu áður hafði starfsfólki Félagsmála- stofnunar Hafnarijarðar borist tilkynning um hið meinta brot. Marta G. Bergmann, félags- málastjóri í Hafnarfirði, fór strax ásamt sálfræðingi og fé- lagsfræðingi á heimili Karls og að kveldi 3. febrúar ræddi sál- fræðingur við telpuna í einrúmi. Viðtalið var tekið upp á mynd- band og voru notaðar brúður tfi að auðvelda barninu frásögn- ina. Að loknum þessum aðgerð- um var telpan tekin af heimili Karls og færð á vistheimili fyrir börn í Reykjavík. Telpan gekkst undir skoðun á Barnaspítala Hringsins. Ekki voru sýnilegir áverkar á kynfæriun hennar. Játaði strax Karl Sigurðsson játaði skýlaust sakargiftir. Hann greindi frá að mjög kært hefði verið milli hans og telpunnar og hún kallað hann afa. Hann sagði að við upphaf síðustu vistunar hefði orðið nokkur breyting á hegðun telpunnar í þá átt að hún hefði sýnt honum kynferðislega tfi- burði. Karl kannaðist við að hafa haft lauslegar spurnir um að telpan hefði mátt þola kyn- ferðislega áreitni veturinn 1995- 1996. Fyrir dómi játaði ákærði að vegna atferlisbreytingar telpunnar hefði hún haft kyn- ferðisleg áhrif á hann. Hann leitaði sér aðstoðar hjá geðlækni eftir að hafa játað brot sín. Alvarlegt brot í niðurstöðu dómsins segir að með játningu, studdri öðrum gögnum málsins, þyki sannað að ákærði hafi haft í frammi kynferðislega áreitni með þukli auk þess að gerast sekur um kynferðismök. Hann er talinn sakhæfur og brot hans alvar- legs eðlis. Honum hafi verið trúað fyrir uppeldi í skamman tíma vegna erfiðleika stúlku- barns en hann misnotað að- stöðu og trúnaðartaust barns- ins. Ákærði mátti gera sér grein fyrir að háttsemin myndi valda barninu andlegu tjóni. Ólafur Ólafsson héraðsdómari dæmdi í málinu. Martröð barnavernd- aryfirvalda “Þetta mál er á alla kanta martröð barnaverndarstarfs- manna," segir félagsmálastjór- inn í Hafnarfirði og dylst engum hugur um réttmæti þeirra orða. En hvaða hæfniskröfur eru gerðar þegar um ræðir vistun skjólstæðinga? Reynsla af barnauppeldi er lögð til grundvallar og grandvarleiki í samfélaginu. Þannig krefjast barnaverndaryfirvöld sakar- og heilbrigðisvottorðs og eftir að lögin um Barnaverndarstofu tóku gildi er leitað umsagnar stofnunarinnar þegar um ræðir lengri fóstrun. Til styttri tíma hefur aftur verið stuðst við álit staðbundinna nefnda. „Við töld- um þetta eitt besta heimili okk- ar og þetta er mjög sorglegt. En það var mjög reglubundið eftir- lit með telpunni og brugðist við strax,“ segir Marta. Önnur börn sköðuð- ust ekki Hún segir að engin nefnd nema barnaverndarnefnd Reykjavík- ur hafi sérstakt vistheimili fyrir börn og þess vegna hafi aðrar nefndir þurft að vista börn á einkaheimilum. „Ég tek fram að einkaheimili eru í flestum til- fellum mjög góður kostur, börn- unum líður vanalega best þar. Barnaverndarnefnd Hafnar- ijarðar hefur vistað á þessu tfi- tekna heimili til lengri tíma og það gekk altaf vel þangað til þetta atvik kom upp. Eftir það var strax gripið til viðeigandi ráðstafana og meðal annars kannað hvort fleiri börn hefðu orðið fyrir skaða. Svo er ekki að mati okkar,“ segir Marta. Nauðsyn á Barna- verndarhúsi Athygli vekur að í dómnum er nánast gengið út frá því að telp- an hafi orðið fyrir kynferðis- legri misnotkun áður en hún var send í síðasta skipti til vist- unar í Reykjadalinn. Breytt hegðun telpunnar rennir stoð- um undir það, en þrátt fyrir þetta þóttu ekki nægar sannan- ir þegar málið var kært til RLR í fyrra. „Það er greinilega eitt af þessum málrnn sem lenda í skúffunni,“ segir Marta Berg- mann. En er hægt að draga ein- hvern lærdóm af ofangreindu? „Ég fundaði með Barnavernd- arstofu og styð það eindregið að komið verði á fót sérstöku Barnaverndarhúsi. Sú umræða varð til að hluta til vegna þessa máls. Það þarf að vera hægt að koma börnum fyrir strax á sér- hæfðu heimili sem grunur leik- ur á að hafi lent í kynferðislegri misnotkun. Ég styð mjög þá hugmynd því það er erfitt að fara með slík mál á einkaheim- ilum.“ Dagur-Tíminn spurði Mörtu að lokum hverrng litla telpan hefði það. „Það er allt gert fyrir hana sem hægt er,“ sagði hún. í I -

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.