Dagur - Tíminn - 29.08.1996, Síða 4
20 - Fimmtudagur 29. ágúst 1996
Jflagur-^tmom
Pétur
Gunnarsson
skrifar
Fyrst er að vilja ...
Þegar ég hungraður bið um
brauð, býður mér heimurinn
steina,” söng útvarpið allan
okkar uppvöxt og hlálegt er að
þetta skuli í svo ríkum mæli vera
orðin lýsing á starfsemi þess. Eink-
um þar sem það hefur ágætum
bökurum á að skipa, fyrsta flokks
hráefni og alla burði til að halda
úti metnaðarfullri dagskrá
En peningar eru jú afl þeirra
hluta sem gera skal og ekki skal
dregið í efa fjársvcltiö sem stofn-
unni er haldið í af óábyrgum aðil-
um.
Þó megum við gæta þess að láta
ekki vanefnasönginn verða að við-
kvæði, vögguvísu, afsökun. Satt að
setja rekur mig ekki minni til að
hafa heyrt ráðamenn RÚV auglýsa
hátt og skýrt stefnu sína óskadag-
skrá, meta hana til fjár og leiða
síðan í ljós hve miklu skakkar.
Sem ætti þó að vera forsenda
fyrir þvf að hægt sé að gera kröfu á
hendur fjármálavaldinu um það
sem á vantar. Núverandi öndunar-
vél er með öllu óþolandi. Og til-
burðir til að hressa uppá rekstur-
inn með auknum auglýsingum eins
og hvert annað örvæntingaræði
eiturætu. Nefskattur plús framlag
ríkisins ættu einfaldlega að duga til
að reka heilabú þjóðarinnar af
myndarskap — þótt ekki sköðuðu
þær tekjur sem búið aflaði sér
sjálft.
Ein er sú aukabúgrein sem mig
dreymir um að sjá RÚV starfrækja.
Það er nýting á þeirri óþrjótandi
auðlind sem flæðir og vellur undir
fótum þess. Efnið sem það hefur
framleitt í gegnum tíðina. Af
hverju opnar útvarpið ekki búð
(nógur er víst góltílöturinn í and-
dyrinu) með drcillngu út um allar
jarðir þar sem miðlað væri snæld-
um með völdu efni útvarpsins?
Stálþráðurinn er fyrir löngu
orðinn að segulbandi sem er orðið
að kassettutæki, sem er orðið að
vasakríli með eyrnatappa í annari
hverri hlust. Öðrum hverjum bíl.
Fólk þyrstir í efni, en fyrir ein-
hverja hlaigilega meinloku hafa ís-
lenskir framleiðendur ekki tekið
við sér. Hvarvetna á byggðu bóli er
kassettugerðin blómlegur iðnaður
og heilu stæðurnar af eyrnaefni í
„bóka“búðum. Hér er að vísu rekið
Blindrabókasafn, en skilyrði, því
miður, að vera blindur eða sann-
anlega fársjúkur til að fá aðgang.
Hljóðbókaútgáfa er byrjuð að
standa í lappirnar, en veldur að-
eins örfáum titlum.
Risinn á þessum eyrnamarkaði,
sjálft Ríkisútvarpið, sefur. Af hverju
ekki að svara brýnni þörf og mala í
leiðinni gull, skapa störf fyrir
tæknilið, umbúðasmiði, afgreiðslu-
fólk — fyrir utan höfunda efnis?
En þetta var útúrdúr, erindið
var að lýsa eftir dagskrárstefnu
RÚV. „Fyrst er að vilja; afgangur-
inn er tækni,“ segir biskupinn í
Kristnihaldi undir Jökli. Fyrst er
að gera heyrinkunna og berjast
fyrir metnaðarfullri dagskrá — og
þá mun „allt þetta veitast yður að
auki.“
linumenii og Herra Norðurland
Garri sá það í Degi í gær að hætt hefur
verið við keppnina um „Herra Norður-
land“. Einhver maður sem titlaður er af
blaðinu skemmtanastjóri Sjallans er borinn
fyrir þeirri afsökun að þátttaka hafi ekki verið
næg til þess að halda þessa skemmtun. þó
kemur fram í fréttinni að tveir þeirra Norð-
lendinga sem boðað höfðu þátttöku muni ætla
að taka þátt í keppninni um Herra ísland,
sem haldin verður síðar í
Reykjavík. Satt að segja
þykir Garra rök skemmt-
anastjórans um þátttöku-
leysi léttvæg því greinilegt
er að unnt hefði verið að fá
þessa tvo til að keppa um
Norðurlandstitlinn ef vilji
væri fyrir hendi
Tveir jafnvel betra en margir
Raunar er vel hægt að ímynda sér að slík
„Herra-keppni“ yrði jafnvel enn meira spenn-
andi þegar keppendur eru aðeins tveir, heldur
en ef um heila hjörð herramanna væri að
ræða. Það er einfaldlega eitthvað karlmann-
legt við átök þar sem maður mætir manni,
einn og móti einum, eins og þegar íslenskir
karlar í aldanna rás hafa gripið hvern annan
glímutökum, - einn á móti einum - stigið og
tekist á, gjarnan í hvítum sokkabuxum. En
enga slíka karlmannlega átakaskemmtun vill
skemmtanastjórinn í Sjallanum á Akureyri
bjóða upp á og því e.t.v. eðlilegra að titla
manninn leiðindastjóra.
En óneitnalega vekur það athygli að aðeins
tveir norðlenskir karlmenn hafa til að bera
það sjálfsálit eða kannski öllu heldur þá
sjálfsímynd að telja sig eiga erindi í keppni
um Herra Norðurland. Þetta kann vitaskuld
að stafa af eðlilegum ástæðum, sem Garri
þekkir ekki til hlýtar, en óneitanlega er freist-
andi að leytast við að velta upp einhverri
skýringu á þessari hlédrægni.
Hvað veldur?
Eru það kannski norðlensku konurnar sem
hafa valdið þessu? Eru þær slíkar valkyrjur
að hafa drepið niður allt sjálfsálit og sjálfs-
traust karlanna? Eða eru
þær e.t.v. svo auðmjúkar
dúkkulísur að hið karl-
mannlega verndareðli norð-
lensku karlanna beinlínis
bannar þeim að und-
irgangast jafn tepruleg ör-
lög eins og að sýna sig á
sviði eins og hverja aðra fegurðardrottningu?
Hvorug þessara skýringa er þó líkleg til að
vera sú rétta. Sannleikurinn er auðvitað sá að
höfuðstöðvar þess vinnustaðar þar sem Garri
hefur unnið undanfarin áratug eru nú komn-
ar á Norðurland og því væri ekki nema eðli-
legt að Garri færi að sjást á almannafæri
norðan heiða í meira mæli en verið hefur.
f ljósi þess sem margoft hefur komið fram í
fyrri pistlum Garri - að Garri og línumenn
Landsvirkjunar og RARIK séu einmitt afskap-
lega svipaðar týpur þegar kemur að karl-
mennskunni - þá er ekki óeðlilegt að norðan-
menn fari heldur hjá sér þegar hætta er á
samjöfnuði á götum úti við slík karlmenni
sem h'numennirnir og Garri eru. Þetta er hins
vegar ástæðulaus ótti því Garri hefur ekki í
hyggju að skyggja mikið á aðra karla úti um
land, jafnvel þó svo að nýja blaðið kunni að
krefjast þess að hann þvæhst vítt og breitt um
hin byggðu ból landsins. Skemmtanastjóri
Sjallans á Akureyri getur þess vegna óhrædd-
ur haldið áfram sínu striki með keppnir um
Herra Norðurland, Garri mun halda sig til
hlés og skemmtanastjórinn mun sleppa við að
vera uppnefndur leiðindastjóri. Garri
Teitur Þorkelsson
skrifar
Forleikur
Sinfóm'ur sem fela f sér ástri'ðu-
fulla tjáningu tilllnninga byrja
sjaldnast með ofsa. Eins og vel
heppnaður ástaleikur byrja þær á
forleik. Það fyrsta sem eyrun nema
gætu verið nokkrar fiðlur en fleiri
hljóðfæri og tilbrigði við meginstef-
ið eru smám saman kynnt til sög-
unnar, tónarnir daðra við þig og
gefa fyrirheit um þann samhljóm
sem er í vændum. Þannig gerir for-
leikurinn þér kleift að njóta tón-
verksins til fullnustu, skynja
hvernig öll hljóðfærin leggjast á
eitt við að lyfta sálinni og upplifa
hreina og kraftmikla tilfinningu.
í ástarlíiinu gegnir forleikurinn
að mörgu leyti sama hlutverki
nema hvað hann getur falist í
margskonar hegðun við næstum
hvaða kringumstæður sem er.
Hann þarf ekki endilega að felast í
rómantískum kvöldverði með tangó
í eftirrétt og enda í munúðarfullum
samfórum í brúðarsvítu hótel Ritz í
París til þess að veita þér ánægju
og þjóna tilgangi sínum.
Augntillit á réttum augnablik-
um, létt snerting eða tvíræð at-
hugasemd geta haft samskonar
áhrif. Gönguferð að kvöldlagi, nán-
ar samræður og ljúfur dans heima
í stofu. Allt þjónar þetta sama til-
ganginum, tvær manneskjur stilla
saman strengi sína og hjörtun fara
að slá í takt. Með því að gefa sig
kynórum á vald í nokkur augnablik
og hringja sem snöggvast í mak-
ann rétt áður en þið hittist gæti
verið hægt að setja tóninn fyrir
eitthvað annað og meira en ýsu og
kartöflur þegar heim er komið.
Ástarkveöjur, Teitur
Sj álfstæðisbarátta
á heiðum uppi
Unnar
Ingvarsson
skrifar
Nú nýverið hefur forseti
Ferðafélags fslands, Páll
Sigurðsson prófessor og
náttúruunnandi, ákallað dóm-
stóla landsins í hinu morgun-
blaði landsmanna, og beðið
þess að íslenskir dómstólar,
dugi þeim nú vel í baráttunni
við nokkra norðlenska bændur í
slagnum um Auðkúluheiði.
Helst er að skilja á prófessorn-
um að bændurnir hafi ekkert
vit á hálendinu, og hvað þá
skilning á göfugri starfsemi
Ferðafélagsins, heldur ætli að
reisa allskyns hús og hótel á
viðkvæmum svæðum, - að í
þeim búi vonglaður jarðvöðull
sem öllu ætli að bylta þegar
hann komi höndum sínum ylir
Hveravelli.
Ferðafélag íslands er eílaust
hinn þarfasti félagsskapur enda
skilst mér að það hafi verið
stofnað fyrir tæpum 70 árum til
að hvetja til ferðalaga og auka
þekkingu á landinu. Ferðafé-
lagið hefur líklega staðið sig
með ágætum á þessu sviði,
sæluhús hafa risið víða um land
og eru til mikils hagræðis fyrir
ferðamenn.
Ég hef alltaf litið á Ferðafé-
lagið sem félagsskap áhuga-
manna um ferðalög um landið,
sérstaklega um hálendi íslands.
Þess vegna kemur mér og fleir-
um verulega á óvart þegar fé-
lagið hefur nú nokkurs konar
sjálfstæðisbaráttu á heiðum
uppi. Telur sér misboðið þegar
einhver annar ætlar að fara inn
á það svið að hýsa og aðstoða
ferðamenn.
Eins og forseti Ferðafélags-
ins hefur eflaust tekið eftir, þá
Qölgar ferðamönnum með
hverju árinu og þeim verður að
veita sómasamlega þjónustu.
Góð tjaldstæði og hótel eru afar
mikilvæg, og ég tel að ef þeim
er haganlega fyrir komið, þá
verndi þau landið en skemmi
ekki. Auðvitað er mikilvægt að
húsin standi nokkuð frá við-
kvæmustu svæðunum og séu
helst í hvarfi frá náttúruperlun-
um sjálfum.
Ég hef það á tilfinningunni
að það skipti í raun litlu máli
hvaða aðilar hyggðust byggja í
nágrénni við skála Ferðafólags-
ins. Ferðafélagið virðist hafa
ákveðið að það hafi eignarhald
á svæðinu og aðrir eigi ekki að
koma þar nærri. Maður hlýtur
að spyrja sig hvaða hvatir liggi
að baki. Getur verið að þeir
tæplega 6000 ferðamenn sem
gistu skálana á Hveravöllum
árið 1995 ráði mestu um ástæð-
ur Ferðafélagsins. Er þetta sem
sagt spurning um peninga? Eða
hyggst Ferðafélagið halda
áfram að sinna hlutverki sínu
að kynna íslendingum landið og
gera mönnum færara að ferðast
um það, án þess að skemma
náttúruna.
Hver sem niðurstaðan verð-
ur hjá dómstólum í þessu máli,
þá er ljóst að Ferðafélagið verð-
ur að lúta stjórnvaldi á Hvera-
vöilum eins og annars staðar.
Félagasamtök eins og Ferðafé-
lagið hefur ekki og getur ekki
fengið yfirráðarétt yfir þessum
svæðum. Það er mín von að
Ferðafélagsmenn sjái að sér og
hefji gott samstarf við alla þá
sem eiga land á hálendinu. Án
samstarfs um þessi mál er hætt
við að bæði náttúra landsins og
uppbygging ferðaþjónustu bíði
skaða af.