Dagur - Tíminn - 29.08.1996, Side 6

Dagur - Tíminn - 29.08.1996, Side 6
22 - Fimmtudagur 29. ágúst 1996 ©agur-Œtmtmt Samkeppnin leiddi til uppboðsstríða íslenska útvarpsfélagið 10 ára Sú var tíðin að það var ein prentsmiðja á þessu landi sem mátti prenta dagblöð og dagblöð þurftu að sækja um útgáfuleyfi til konungsins. Það má líta á breytingarnar á út- varpslögunum, fyrir rúmum áratug, sem viðleitni stjórn- valda til að hverfa frá þeirri gömlu hugmynd að ríkið eitt ætti að halda utan um rekstur af þessu tagi. Þætti okkur t.d. eðlilegt að gefið væri út eitt dagblað af ríkisfyrirtæki á ís- landi í dag?“ spurði Páll Bald- vin Baldvinsson, framkvæmda- stjóri dagskrársviðs Stöðvar 2 og Bylgjunnar, þegar Dag- ur-Tíminn leit við í glæsilegum húsakynnum íslenska útvarps- félagsins í vikunni. íslenska útvarpsfélagið var stofnað árið 1986 utan um rekstur Bylgjunnar, fyrstu út- varpsstöðvar í einkarekstri á ís- landi. Sama ár komst Stöð 2 í loftið, en 1990 keypti ÍÚ meiri- hluta þar eins og menn muna. Jón Óttar Ragnarsson og fé- lagar hugðust í upphafi reka nánast eftirlíkingu af erlendum kapalstöðvum sem rúllaði á kvikmyndum allan sólarhring- inn. „En þeir breyta fljótt um kúrs og fara að taka inn fram- haldsþætti, setja af stað frétta- þjónustu og ráða íþróttafrétta- menn,“ sagði Páll. „Það var líka greinilegt að það var talsvert mikið af fýsilegu sjónvarpsefni á lausu sem íslendingar fengu ekki að njóta.“ Félagið fékk leyfi til að útvarpa á tveimur rásum þegar það keypti út- varpsstöðina Stjörnuna fyrir nokkrum árum og sagðist Páll Baldvin allt eins eiga von á að Stjarnan yrði aftur send í loftið, ingaraðilum til Islands. „Það þá á öðrum forsendum en Bylgjan. „Þrótmin verður í átt að frekari sérhæfingu." Rökfastir unglingar Þegar íjórar stöðvar eru farnar að sjónvarpa efni fyrir 270.000 hræður er lfldegt að þjónusta þeirra sérhæfist með tímanum, að mati Páls. „Við þurfum hins vegar að koma okkur upp almennilegum tækjrnn sem mæla allan sólar- hringinn, á tilteknum fjölda heimila, alla horfun allra heim- ilismanna, til þess að átt okkur á horfuninni." Slík fjárfcsting hefur hingað til verið of dýr, en Páll sagðist vona að stöðvarnar tækju sig saman um hana í framtíðinni. „Það taka ábendingum frá áhorfendum með fyrirvara. í kröfum um dag- skrárefni ríkir ákaflega mikil óbilgirni gagnvart öðrum. Þeir sem setja mál sitt fram af mestri sanngirni og best- um rökum eru unglingar og börn.“ verður að hafa verið dæmi um uppboðs- stríð um tiltekið sjónvarpsefni hér á síðasta misseri." Aðspurður hvort hætta sé á að erlendir dreifingaraðilar muni í framtíðinni hafa meiri völd yfir því hvaða efni verður á skjám íslenskra áhorfenda í framtíðinni í kjölfar þess að sjónvarpsstöðvunum hefur fjölgað, kvaðst Páll ekki svo vissum það. Þótt menn neyðist til að kaupa misgóða pakka af myndum og þáttum, þá sé þeim í sjálfsvald sett hversu margar þeirra eru settar á skjáinn. „Fréttir eru skemmtun“ „Fréttir manna á milli eru skemmtiefni og hví skyldu þær þá ekki vera það líka í fjölmiðl- Frá tíu ára afmælisveislu íslenska útvarpsfélagsins. Uppboðsstríð Páll átti ekki von á að baráttan um áhorfendur ykist gríðarlega með tilkomu Stöðvar 3. Hins vegar hefur samkeppnin nú þegar hækkað verð á sjón- varpsefni frá erlendum dreif- um? Áhorfandinn verður að hafa áhuga á að horfa á frétta- tímann til enda og þess vegna verður hann að vera spenn- andi, skemmtilegur, sorglegur og fræðandi,“ sagði Páll þegar tortryggni áhorfenda gagnvart mismunandi framsetningu sjón- varpsfrétta bar á góma. Hann var hins vegar ófáan- legur til að láta í ljós skoðun sína á því hvort sam- keppnisaðilinn, Ríkissjónvarpið, hefði dagað uppi í framsetningu á fréttum, en kímdi þó. „Víst veit ég það að það hafa alltaf heyrst gagnrýn- israddir um að fréttastofa Stöðvar 2 taki pólitískt litaða afstöðu," sagði Páll, en hann taldi dæmin hafa sannað að af- staðan væri ekki einlit og fréttastofan jafn óháð peninga- og póhtískum öflum og aðrar fréttastofur landsins. Reynsluleysi rithöfunda Lengi hafa forsvarsmenn Stöðv- ar 2 lofað auknu innlendu dag- skrárefni þegar hagur fyrirtæk- isins batnaði. Enn hefur ekki rofað til í þeim efnum, ef frá eru taldir snöggsoðnir spjall- þættir, en samkvæmt Páli er bæði íslenskt leikið efni og heimildarmyndir í sjónmáli. Vonast er til að sum verkefnin komist í tökur í haust og á skjá- inn síðar á árinu. „Ég óttast að það megi kenna bæði rekstrar- aðilum þessa fyrirtækis og þeim sem hafa haldið utan um sjóði niðri í sjónvarpi um að þessi þróun í t.d. heimildamynda- gerð, í strangri klassískri skil- greiningu kvikmyndafræðinnar, skuli ekki vera komin lengra. Þetta er ekki öll skýringin. Það hefur ennþá ekki tekist að fá Páll Baldvin Baldvinsson, dagskrárstjóri á Stöð 2. rithöfunda landsins til að sinna þessari tegund af skáldskap af alvöru; menn eru svo uppteknir af bókstafnum að þeir átta sig ekki á að hann getur breyst í mjmd.“ Það mætti velta fyrir sér hvort íslenska þjóðin sé ekki einfaldlega of mannfá til að halda uppi ört vaxandi Ijár- frekri menningu. Páll sagðist ekki telja að við ættum að láta dýrari menningarfyrirbæri, svo sem sjónvarp og kvikmyndir, af- skipt. Það væri einyrkjaeðli ís- lenskra listamanna, m.a. kvik- myndagerðarmanna, sem stæði þessum iðnaði fyrir þrifum. Kraftar kvikmyndagerðar- manna væru of dreifðir í tugum smárra einyrkjafyrirtækja. Með því að slá saman í 3-4 stór fyr- irtæki væru möguleikarnir meiri. Hreyfingu á loftið „íslenska útvarpsfélagið reynd- ist fyrst og fremst vera einhvers konar hreyfill í íslenskri menn- ingarsögu. Það setti atburði 1' gang. Við áttum okkur kannski ekki á því fyrr en eftir 30-40 ár hvort það hefur allt verið til góðs eða ills, enda ekki hreyfl- inum að kenna þótt alls kyns lofttegundir fari á hreyfingu." LÓA HRAFN JÖKULSSON ritstjúri Alþýöubladsins og varaþingmaður S Eg held að Stöð 2 muni halda sjó ,í framtíðinni og verða æ öflugri á fjöl- miðlamarkaðnum. Eg tala nú ekki um á meðan Ríkisútvarpið Hafa náð góðu pólitísku jafnvægi Klerkurinn sterk- asta vopnið er látið reka á reiðanum undir stjórn þessa furðulega klerks. Ég held að þeir hjá íslenska út- varpsfélaginu biðji fyrir áframhaldandi starfi hans á hverjum degi,“ segir Hrafn Jök- ulsson ritstjóri um framtíð ís- lenska útvarpsfélagsins. Hrafn vildi nota tækifærið og óska íslenska útvarpsfélaginu til hamingju með afmælið. Hann sagði bæði Bylgjuna og Stöð 2 hafa sett verulega mark sitt á þróun ijölmiðla, að miklu leyti til góðs. „Stöð 2 og Bylgjan hafa þrátt fyrir ýmsar hremm- ingar veitt RÚV myndarlegt og öflugt aðhald og eiga sérstakt hól skilið fyrir að hafa breytt yfirbragði og áherslum í frétta- flutningi ljósvakamiðla. Þær hafa knúið Ríkisútvarpið til að horfast í augu við breytta tíma, en fréttastofa Sjónvarpsins er þó ákaflega staðnað apparat ennþá.“ Aðspurður um afþrey- ingargildi Stöðvar 2 og Bylgj- unnar sagði Hrafn að það væri ótvírætt, en að sama skapi ekki mjög merkilegt. Dagskrá Stöðv- ar 2 hafi aldrei höfðað til hans. „Hún er ekki mjög metnaðar- full. Byggist upp á rútínuþátt- um, bandarísku framhaldsefni og misgóðum bíómyndum. Inn- lend dagskrárgerð hefur alltaf verið lftil og handahófskennd og þar ætti stöðin að taka myndarlega á í tilefni afmælis- ins.“ Hrafn sagði að lokum að hann teldi erfitt fyrir nýja aðila að brjótast inn á ljósvakamark- aðinn af einhverjum krafti. Stöðvar 3 dæmið sýndi það. BÞ Guðný Guðbjörnsdóttir alþingismaður Kvennalista Fréttirnar á Stöð 2 eru oft betri en hjá RÚV, ekki síst út frá sjónarmiði kvenna og Reykjavíkurborgar. Hins vegar eru fréttastofur Bylgjunn- ar og Stöðvar 2 stundum svolít- ið fljótar á sér hvað varðar við- kvæm mál og það má gagnrýna þær fyrir það. Hvað menningar- mál varðar, finnst mér afleitt hvað innlend dagskrárgerð er lítil,“ segir Guðný Guðbjörns- dóttir alþingismaður. Guðný segir að Stöð 2-Bylgj- unni hafi tekist betur en hún hafi átt von á að hafa gott pólit- ískt jafnvægi í fréttaflutningi. Hún telur stöðu þeirra sterka, jafnvel fullsterka. „Annars er það ágætt. Það þurfa að vera sterkir miðlar og ábyrgir, en ég vonast til að þetta nýja dagblað, Dagur-Tíminn, muni sýna að það sé pláss fyrir íleiri á mark- aðnum. Það vantar meiri breidd." -BÞ

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.