Dagur - Tíminn - 29.08.1996, Page 10

Dagur - Tíminn - 29.08.1996, Page 10
26 - Fimmtudagur 29. ágúst 1996 Jlagur-^tnnnrt a^bei^Sér^jaö -•°5saáöist SiUQa oóUJSBí hr«igd£ * Austuriandi . I leitifiaitiid Áttu sprenghlægilegar myndir í ijölskyldualbúminu? í Degi- Tímanum gefst kostur á að leyfa fleirum að njóta þeirra því þar birtast daglega myndir frá lesendum. Veitt verða verð- laun fyrir bestu myndirnar. Myndirnar sendist (merktar eigendum) til Dags-Tímans, Strandgötu 31, 600 Akureyri. Meö eyrun sperrt heitir fyrsta myndin og er frá Bjarney R. Jónsdóttur, Akureyri. „...leyfið mannin- um að ráða“ Fyrir rétt rúmlega fimmtíu árum eða 1945 var ótrú- legri lesningu fieytt inn á markaðinn með bókinni Að- laðandi er kona ánægð. Bókin, sem er eftir leikkon- una Joan Bennet, telur upp leiðbeiningar um snyrtingu og klæðnað kvenna en eins kemur Joan inn á ráð til þess að geðjast karlmönn- um: Leiðréttið aldrei karl- mann að öðrum viðstödd- um, málfæri hans, skoðan- ir né setjið út á hegðun hans eða siði. Setjið móðurtilfinning- una á hilluna og lcyfið manninum að ráða þá stuttu stund sem hann býð- ur yður út. Þér verðið sjálf- sagt undrandi yfiir, hve gaman það er að láta dekra þannig við sig. Biðjið og forðizt kald- hæðni. Karlmenn hata og hafa hatað hæðni allt frá því, er þeir voru á skóla- bekknum; þeir hötuðu hæðni kennarans, hæðni konunnar geta þeir aldrei fyrirgefið. Kennd eða ástleitin Og Joan heldur áfram. Við grípum niður í ráð um hvað skuii gera þegar karlmaður verður of nærgöngull við stúlku. Að undanteknum fáein- um tilfellum (sem auðveld- Iega má ráða við með dug- legum löðrungi) geta stúlk- ur sjálfum sér um kennt, þær örva mennina til þess að verða nærgöngula, en hegða sér síðan mjög svo bjálfalega. Níutíu og níu af hundrað karlmönnum vilja helzt komast hjá hvers konar „árekstri", hvort sem það nú er fyrir kjass eða meiri „fríðindi“. „Látið yður ekki í kjass og kossa..." Ef þér viljið komast hjá því, að karlmaður verði nærgönguii, sýnið það að honum finnist þér eftir- sóknarverð, skulið þér at- huga eftirfarandi: a. Drekkið ekki áfengi, svo þér verðið kennd eða ástleitin. b. Sýnið manninum ekki nein blíðuhót, þó sakleysis- leg séu. Það kann að mis- skiljast og er rangt gagn- vart manninum. c. Verið ckki kæruleysis- leg í orðum eða gróf, til þess að sýna hve „verald- arvön“ þér séuð. d. Verið ekki í einrúmi með manninum, farið ekki í heimsókn til hans í einka- herbergi hans, eða í ferða- lag með honum einum. e. Látið yður ekki í kjass og kossa, með þeim lykt- um, að verða móðursjúk og móðguð, er maðurinn held- ur yður fúsa til fylgilags við sig. f. Istuttu máli sagt: Lof- ið ekki meiru en þér viljið efna. Umsjón: Marín Guðrún Hrafnsdóttir. Heimilisfangið er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 58,602 Akureyri Viltu láta rödd þína heyrast - Hringdu virka daga kl. 10-11 - 462 4222 ...KEA vill veita góða þjónstu í fínasta veitihgasal hótelsins en rúmlega klukkustundar bið eftir for- r rétti getur varla talist boðleg. Sérstaklega þar sem bið eftir aðalrétti var drjúglöng líka. Skemmtilegt laugar- dagskvöld breyttist í heldur leiða stund. 150 manna veisla í hliðarsal er ekki afsökun fyrir lélegri þjónustu í aðalveit- ingasalnum því slíkar uppákomur eru fyrirsjáanlegar. KEA 0, Meinhornið 1. ...Það er til fyrirmyndar að fara með börnin í sunnudagaskólann, en tæpast guði þóknanlegt að r skálma inn kirkjuna með farsíma af stærstu gerð og geyma við hlið sér til þjónstu reiðubúinn ef einhver skyldi hringja. Nema viðkomandi hafi viljað opna almættinu alla möguleika til að ná sambandi. Guðsbarnafaðir 0, Mein- hornið 1. ápjaBfr - og svo eru það starfsmenn í myndabandaleigun- um, fisksalarnir og margir aðrir sem koma óorði á r sjálfa sig og aðra með því að slá ekki inn viðskipti í sjóðsvélar. Viðskiptavinir eiga alltaf að fylgjast með að ekki sé svikið undan skatti með þessum hætti og láta til sín heyra. Hátt og snjallt yfir búðarborðið! Það virkar! Hver borgar skatt þess sem svíkur undan? Meinhornið, hátt og snjallt! ísland - ruslakista fyrir ólöglegar oggallaðar vörur: Bifreiðaeigendur í „Matador" með Matador Þann 14. ágúst sl. vísaði ég lögreglunni á ólöglega Matador hjólbarða undir tengivagni vöruflutningabíls á Akureyri. Runólfur Oddsson innflytjandi hjólbarðanna brást við þessu atviki og umfjöllun um það, með svipuðum hætti og svindlar- inn sem sagði: „Aðrir sv; 'dla meira en ég.“ Ólögleg reglugerð? Runólfur lýsir þeirri skoðun sinni í Degi þann 27. ágúst sl., að íslenska reglugerðin um búnað ökutækja mismuni erlendum og íslenskum framleiðendum og stangist því á við EES samn- inginn og fullyrðir jafnframt að gallaðir hjóibarðar eins og þeir sem hann hafði á boðstólum, séu seldir um alla Evrópu. Aðrir selja lélegri vöru en ég í tilraun til að bera í bætifláka fyrir sína gölluðu vöru, full- yrðir Runólfur að víða á þjóðvegum landsins séu leifar af tættum sóluðum vörubflahjólbörðum og að slíkir vörubfla- hjólbarðar séu notaðir undir framöxla rútubfla. Við þessari alvarlegu vísbendingu verðum við neytendur, fólksflutninga- fyrirtækin og yfirvöld að bregðast, en einn „glæpur“ upphefur ekki annan, og sú staðreynd stendur óhögguð, að allstaðar þar sem Evrópustaðallinn gildir, er bannað að nota gallaða vöru eins og umrædda Matador hjólbarða undir bíl eða tengi- vagn eins og þann sem stöövaöur var á Akureyri. í leit að ólöglegum Matador hjóibörðum Runólfur reyndi símleiðis að fá mig til að draga í land með fullyrðingar mínar rnn að hjólbarðarnir væru ólöglegir, m.a. með því að upplýsa mig um að fyrirtæki í eigu Eimskipafélags íslands hf. hafi notað gallaða Matador hjólbarða undir vöru- flutningabfla sína, og að stjórnarmenn þar á bæ séu ekkert hrifnir af þessu framtaki mínu. Ekkert veit ég um þau „góðu“ sambönd sem Runólfur telur sig hafa við eigendur viðkom- andi flutningafyrirtækis, né heldur gremju þeirra í minn garð. En það mun væntanlega koma í ljós þegar þessir ólög- legu hjólbarðar finnast, hvernig allt er í pottinn búið og hvort fyrirtækið hafi vísvitandi verið að brjóta lög. Staðreyndir málsins: Matador hjólbarðarnir sem lögreglan skoðaði á Akureyri, voru ólöglegir hvað sem innilytjandinn Runólfur Oddsson segir. Runólfur hefur sjálfur upplýst að fleiri slíkir Matador hjólbarðar frá sér séu í umferð. Það verða yfirvöld sem munu skera úr um hvor só sekur um ólöglegt athæfi, seljandinn eða kaupandinn. Vilhjálmur Ingi.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.