Dagur - Tíminn - 30.08.1996, Blaðsíða 4
16- Fimmtudagur 30. ágúst 1996 jDagur-'íEmTmn
Jóhannes
is* eJ Sigurjónsson
Lauslæti í
fastari skorður
Lauslæti er ekki í nógu föst-
um skorðum í landinu. Pví
hljóta menn að fagna því
framtaki Háskólans á Akureyri
að boða til ráðstefnu um lauslæti
7. september nk. og er vonandi
að menn komi þar nokkrum
skikk á þetta fyrirbæri sem alltof
lengi hefur verið stundað skipu-
lagslaust með þessari þjóð.
Á umræddri ráðstefnu verður
talað fyrir og gegn lauslæti, rætt
um veraldarinnar lausung og
ijallað um ijölskyldur og fram-
hjáhöld.
Það sem maður þó helst vill
sjá á umræddum fundi er útvíkk-
un á lauslætishugtakinu. Yfir höf-
uð, þegar lauslæti ber á góma, þá
er einungis átt við lausbróka
konur sem hýrum augum hvarfla
út fyrir hin helgu vó hjónabands-
ins, ellegar frjálshuga karla sem
girnast konu náungans. Hámarks
lauslætishegðun, einhvers konar
ofurflangs, í augum landsmanna,
er svo káf og kli'pur klerka og
annarra „meintra" guðsmanna.
En lauslæti er í raun miklu loðn-
ara og teygjanlegra hugtak en
þröngur skilningur þjóðarinnar
vill alla jafnan hafa það. Hin
voðalega lauslætisvofa teygir sem
sé lokkandi arma sína um allt
þjóðfélagið, splundrar harðsúrr-
uðum og langvinnum sambönd-
um í pólitík, samanber Borgara-
flokk, Þjóðvaka og fleiri nýfýkna
framhjáhaldara af þeirri sort; og
spillir hingað til skírlífum og
öldruðum einbúum í ijölmiðla-
heiminum svo sem eins og Degi-
Tímanum.
Lauslæti er sem sé ekkert
einkamál hins lausgyrta eigin-
manns eða hinnar framhjáhlaup-
andi eiginkonu. Lauslæti er þjóð-
félagslegt vandamál, ekki fyrst og
fremst vegna þess að það sé í
sjálfu sér neitt athugavert við
lauslæti, nema e.t.v. á mæli-
kvarða hreintrúaðra, heldur
vegna þess að lauslæti er óút-
reiknanlegt og stýrist af nýjunga-
girni og skyndilosta fremur en
skynsemi og hagtölum mánaðar-
ins.
Vissulega eru ávextir lauslæt-
isins oft á tíðum miklu mun
ferskari og frambærilegri en af-
rakstur hinna löngu og staðgóðu
sambanda, og margir nóbelshaf-
ar og ólympíumeistarar í áranna
rás hafa sannanlega verið lausa-
leiksbörn. Því eru vissulega töl-
fræðilegir möguleikar á því að
t.d. Dagur-Tíminn vaxi og dafni
og verði feðrabetrungur. En al-
menna regian er samt sem áður
sú að skipulagslaust lauslæti er
sjaldnast affarasælt. Það þarf því
að koma skikk á Iauslætismál
þjóðarinnar og setja þeim fastari
skorður. Og vonandi verður laus-
lætismálastefnan á Akureyri
fyrsta skrefið í þá áttina.
Teitur Þorkelsson
skrifar
Þessi stóra ást
ú situr í sporvagni á ferðalagi
erlendis og horfist í augu við
aðiaðandi manneskju. Eitt-
hvað bærist innra með þór og þeg-
ar þú stígur út úr vagninum fyllistu
ónotalegri tilfinningu, eins og þú
sért að fara á mis við eitthvað, lít-
ur upp og augu ykkar mætast í síð-
asta sinn. Og í sömu mund og
sporvagninn hverfur fyrir giitu-
horn fiýgur í gognum hugann: „Var
þetta kannski stóra ástin í lífi
mínu?“
Sumir halda því fram að hægt
só að upplifa stóru ástina með
næstum hverjum sem er. Aðrir
trúa því að einhversstaðar loynist
manneskjan sem sé sú eina rétta.
En hvort sem ástin er „búin til“
eða „raunveruleg" í einhverjum
æðri skilningi er aðalatriðið að
henni þarf að halda við. Þannig er
alveg sama hversu djúp og yfir-
náttúruleg hin stóra ást er, einnig
hún mun deyja ef elskendurnir
hafa ekki viljann til að halda áfram
og lcggja sitt af mörkum. Lífið
samanstendur af stuttum augna-
blikum og hugmyndin um eilífa ást
sem getur sigrast á öllu á rætur
sínar í þeim augnablikum lífs okk-
ar þegar tilfinningin verður svo
yfirþyrmandi að ekkert annað
kemst að í huga manns. Sumir
telja sig jafnvel upplifa eitthvað
nálægt því daglega, eins og Ingi-
björg Haraldsdóttir tjáir í Ljóðinu
um hamingjuna.
Á hverjum morgni
vakna ég viö hliö þér
og hugsa:
þarna er hún lifandi komin.
hamingjan.
Ástarkveðjur, Teitur
Bleikir smokkar
Frá því er greint í Degi-Tímanum í gær
að virðulegur reykvískur forstjóri hafi
verið með útlenda gesti í Reykholti að
virða fyrir sór fræðasetur Snorra Sturlusonar
eflaust til að dásama þá miklu menningu og
andagift sem sveif yfir vötnunum á þessum
stað í eina tíð. En samkvæmt Dags-Tíma frétt-
inni varð skoðunar- og pílagrímsferð forstjór-
ans og vina hans heldur endaslepp því þegar
þeir voru að skoða Snorra-
laug, þann helgidóm, kem-
ur fljótandi á móti þeim
bleikur smokkur „með
einhverju gumsi í „ eins og
það var orðað.
Garri getur tekið undir
að slík sjón er ekki sérstak-
lega menningarleg og kannski ekki heldur
það sem maður vill helst sína útlendum vin-
um sínum og viðskiptamönnum þegar þeir
sækja mann heim. Reyndar er sjón af þessu
tagi orðin sjaldséð á almannafæri og hefur
einna helst sést í sjónvarpsfréttum þegar ver-
ið er að tala um liátíðina „Halló Akureyri".
Hins vegar var talsverð (jömiðlaumfjöllun um
notuð hjálpartæki ástarlífsins af þessu tagi
fyrir allmörgum árum í Reykjavík þegar al-
gengt varð að þau ræki upp á strendur höfuð-
borgarinnar við Ægissíðu úr skolpkerfi borg-
arinnar Raunar rak ekki einvörðungu smokka
á þá strönd heldur líka dömubindi og salern-
ispappír og Indriði G. Þorsteinsson þáverandi
ritstjóri Tímans gerði ströndina ódauðlega
með því að kalla hana „dömubindaströndina"
í stríðsletri í Tímanum. Það uppnefni skilaði
þeim árangri að borgaryfirvöld tóku sig til,
byggðu skolpræsi út í sjó og hreinsuðu þannig
ströndina. Óbeint má því segja að það sé
Indriði G. sem sé ábyrgur fyrir hinum ill-
ræmda holræsaskatti sem íbúðareigendur í
Reykjavík hafa verið áð kvarta sem mest und-
an upp á síðkastið.
Indriði og Geir
Og líkt og Indriði G. virðist Reykoltsklerkurinn
Geir Waage ætla að hrópa bleika smokka burt
úr umhverfi sínu, því Geir neitar staðfastlega
að bera nokkra ábyrgð á bleika smokknum
sem reykvíski forstjórinn fann í Snorraiauk.
Geir segist hreinsa laugina reglulega og að
það sé af og frá að þar viðgangist hinn
minnsti óþrífnaður. Minnir framganga for-
manns Prestafólagsins í þessum neitunum
hans óneitanlega á það þegar hann neitaði að
viðurkenna að ákveðin um-
mæli hann viðhafði í Lang-
holtsdeilunni hafi mátt
túlka á tiltekinn hátt. Þá
orðaði-hann það að vísu
þannig að „með öllu óleyfi-
legt væri að túlka ummælin
á tiltekin hátt.“ Nú er líka
óleyfilegt að túlka þennan bleika smokk sem
svo að óþrifnaður viðgangist í Snorralaug.
Geir Waage segist hins vegar ekki
geta tekið ábyrgð á því hvað fíkur um loftin
blá og má skilja hann sem svo að vel sé hugs-
anlegt að einhver bleikur foksmokkur hafi
endað í Snorralaug fyrir tilviljun einmitt þeg-
ar reykvíski forstjórinn kom þangað með vini
sína.
Tengsl við Langholtskirkju?
Bleika smokkaævintýrið í Reykholti virðist því
ekki eins ógeðslegt og mátt hefði ætla við
virstu sýn. Hins vegar vekur það óneitanlega
athygli að virðulegir forstjórar í Reykjavík
skuli vera að tala um það á manamótum að
þeir hafi sé bleika smokk í Snorralaug. Hið
tortryggna eðli Garri beinlínis krefst þess að
hann geri ráð fyrir að hór gæti verið um eitt-
hvað samsæri að ræða og óneitanlega væri
það góð samsæriskennig að útskýra frægð
hins notaða bleika smokks í Snorralaug með
því að forstjórinn væri listvinur sem hefði
mikla samúð með organistanum í Langholts-
kirkjumálinu í baráttu hans við svartstakka-
prestana úr Holtakirkjunum.
Garri
Það má ekki
Þorsteinn
Gunnarsson
skrifar
Það er svo gaman að lifa í
Eyjum, af því ekkert má
gera! Þessi „má ekki“
stefna endurspeglast svo í
þankagangi fólks.
í fyrrahaust virtist sem
Ifeimaey væri á góðri leið með
að sökkva í sæ vegna svartsýn-
isböls sem hér réði ríkjum?
Bæjarstjórn boðaði til borgara-
fundar vegna barlómsins sem
gripið hafði um sig. Fundurinn
leiddi ekkert af sér, en dugði
samt til að kæfa umræðuna - af
því að það mátti hvort sem er
ekkert gera í málinu.
Sannarlega er fjör á þrett-
ándagleði Týs í Eyjum. Gaman
var á degi tónlistarfólks í vetur,
Dögum lita og tóna í Akóges,
sumir hafa gaman af sjóstang-
veiði, Pæjumót Þórs og Shellmót
Týs ásamt landsmótinu í golfi
voru bæjarfélaginu til sóma í ár,
þjóðhátíðin og jónsmessugleði
klikka aldrei, alltaf gaman að
fara á leikrit LV, tónleika af
ýmsu tagi, á fyrirtækjasýning-
una Vor í Eyjum og svona mætti
lengi telja. En þegar málið er
skoðað ofan í kjölinn stendur
íþróttahreyfingin í Eyjum fyrir
öllum stærstu uppákomunum,
þrátt fyrir að uppskera van-
þakklæti heimsins vegna
skuldahala sem nemur 60-70
millj. kr. Að langmestu leyti eru
þetta fastir liðir eins og venju-
lega.
Bæjaryfirvöld eru væntan-
lega ánægð með allt þetta
einkaframtak, enda þarf bær-
inn ekkert að gera. Það má
ekki.
Eitt það skemmtilegasta sem
gerist í þessu bæjarfélagi ár
hvert er lundapysjutímabilið.
Yndislegt er að fara í björgun-
arleiðangra seint á kvöldin,
þarna myndast einstök tengsl
við náttúruna. Bærinn stendur
ekki fyrir þessu.
En af hverju ekki að nota
tækifærið og markaðssetja
þetta - fá íleiri og öðruvísi
ferðafólk, alla Qölskylduna. En
það má ekki, að mér skilst,
þrátt fyrir að gullin tækifæri til
markaðssetningar drjúpi af
hverju strái. Sál steinsteypu eða
fólksins? Er ekki gaman að geta
farið í leikhús tvisvar á ári, bíó
einu sinni í viku, á menningar-
viðburði einu sinni í mánuði,
farið á vídeóleigu nokkrum
sinnum í viku, sest niður á
bókasafninu, skroppið á tvo eða
þrjá kappleiki í mánuði, taka
bryggjurúnt, skreppa út í Klauf,
fara í sund og horfa á og njóta
okkar yndislegu náttúru? Jú, að
sjálfsögðu. Það gerist ekki
betra. Þurfum við nokkuð
meira? Jú, en það má ekki.
í höfuðborginni okkar er
Ingibjörg Sólrún að slá í gegn.
Þar verðum við vitni að hverri
uppákomunni á fætur annarri
þar sem allt iðar af lífi.
Mikið væri gaman að sjá ein-
hverja svona tilbreytingu í Eyj-
um. En líklega eigum við það
ekki skilið af því svona stjórnun
viljum við hafa. Eða hvað? Pól-
itískt andvaraleysi er ríkjandi í
okkar samfélagi. Bærinn má
ekkert gera, hér má ekkert
gera. Hreint út sagt verður mér
órótt að hugsa um þennan ve-
sældóm sem hér ríkir á mörg-
um sviðum.
Betri Eyjar verða ekki byggð-
ur með því að eyða milljónum í
steinsteypu eða tjöru. Betri Eyj-
ar verða fyrst og fremst byggð-
ur með því að næra sál fólksins,
ýta undir bjartsýni, þátttöku og
virkja fólkið í bænum til góðra
verka á sem fiestum sviðum.
Bærinn getur þar lagt hönd á
plóginn, ef yfirvöld hefðu dug
og þor að taka af skarið og
brydda upp á nýjunum. Nóg er
af hugmyndasmiðum í þessum
bæ. En þeir eru kannski ekki
nógu sniðugir að koma sér á
framfæri, eins og þingmaðurinn
okkar og mótorhjólatöffarinn á
bikarúrslitaleiknum...