Dagur - Tíminn - 30.08.1996, Blaðsíða 1
Föstudagur
30.ágúst1996
79. og 80. árgangur
164. tölublað
Fjórfaldur l.vinningur
LÍFIÐ í LANDINU
HVAR ER EFNA-
HAGSBATINN Á
MÍNU HEIMILI?
✓
Idag heldur Dagur-Tíminn
áfram umflöllun sinni um
lífskjör fólksins í landinu.
Talað er við fólk sem kemur sitt
úr hverri áttinni, kennara, há-
skólanema, eldri hjón í Kópa-
vogi og hjón á miðjum aldri á
Akureyri. Þetta fólk á það sam-
eiginlegt að kannst ekki við að
batinn í þjóðarbúskapnum sé
ekki kominn inn á þeirra heim-
ili. Frekar hafi þróunin jafnvel
verið í hina áttina að erfiðara
sé orðið að ná endum saman í
rekstri heimilisins.
Sú spurning vaknar óneitan-
lega hvernig þetta fær staðist
miðað við þær opinberu tölur
sem birtast um t.d. aukna
neyslu á ýmsum sviðum. Nær-
tækast er að álykta sem svo að
batinn sæki heimiiin ólíkt heim
eftir þjóðfélagshópun og jafnvel
aldri. Er hugsanlegt að góðærið
sé fyrst og fremst hjá þeim sem
betur mega sín? Ýmislegt virð-
ist raunar benda í þá átt. Eins
og fram kom hjá forstjóra Þjóð-
hagsstofnunar í gær virka háir
vextir eðliiega í þá átt að þeir
sem skulda eiga erfiðara. Und-
anfarin ár hafa vextir einmitt
verið tiltölulega háir sem kem-
ur þyngra niður á þessum hópi
skuldara, sem ekki síst er ungt
fólk. Það er því ekki ósennilegt
að ákveðin kynslóðaskipti geti
verið í því hversu snemma
ferskir vindar hins efnahags-
lega vors fara að blása inn á
heimili fólks.
Fleira má tína til. Stóraukin
einkaneysla er ekki síst til kom-
in vegna aukinna bílakaupa og
utanlandsferða. Hafa bílakaup
aukist um 30% það sem af er
árs og utanlandsferðir um 18%.
Eins og fram kemur hér í opn-
unni eru það einmitt þessir liðir
sem tekjulágt fólk „sparar við
sig“ og styður það þá skoðun að
efnahagsbatinn komi skýrar
fram hjá þeim sem betur mega
sín. Þeir eigi því bróðurpartinn
af aukinni neyslu á íslenskum
heimilum.
Einnig hefur komið fram að
aukin einkaneysla er ekki bara
fjármögnuð með auknum kaup-
mætti. Þar koma til sögunnar
verulega auknar lántökur ein-
staklinga enda framboð á láns-
fé mikið. Enn hærri skuldir
heimilanna er vissulega nokkuð
sem margir hafa áhyggjur af og
var ekki á bætandi segja sumir.
Ferðir/flutningar
Heilsuvernd
49.300 kr.
Matvörur
44.000 kr.
Aðrar vömr/þj
Tomstundir/
menntun
H 26.200 kr
Húsgögn/
heimilisbúnaður
Fatnaður 17.300 kr.
læði/orka
.500 kr.
Orkukostnaðurinn er tæpur fjóröungur af húsnæðisliðnum, einkabíllinn um 85%
af liðnum ferðir/flutningar og orlofsferðir og útgjöld á veitingahúsum tæpur
helmingur af liðnum aðrar vörur og þjónusta.
MEÐALHEIMILISÚT-
GJÖLD 238 ÞÚS.KR.
ÁMÁNUÐI:________
ÞEIR TEKJULÆGSTU
SPARA í BÍLUM OG
ORLOFSFERÐUM
Heimilisútgjöld á íslensku
meðalheimili (3,6
manns) eru kringum
238 þús. kr. á mánuði, sam-
kvæmt framreiknaðri neyslu-
könnun Hagstofunnar 1990.
Heimilisútgjöld hjá embættis-
mönnum, stjórnendum, sér-
fræðingum og iðnaðarmönnum
eru jafnaðarlega 275-280
þús.kr. á mánuði, en hjá fiski-
mönnum, bændum og verka-
fólki kringum 215 þús.kr. að
meðaltali. Athygli vekur að
þessi mismunur kemur að lang-
mestu leyti fram á einungis
þrem útgjaldaliðum: Þ.e. kring-
um helmings mun á rekstrar-
kostnaði eigin bíls/bila, orlofs-
ferðum/veitingahúsum og í hús-
gagnakaupum. í þessa þrjá liði
fara um 45 þús.kr. á mánuði á
heimilum verkafólksins og
hinna tekjulægri hópanna, en
kringum tvöfalt hærri upphæð
hjá stjórnendum og sérfræðing-
um (sem fara með nærri 60
þús. kr. á mánuði í einkabíla-
kostnað). Lágtekjuhóparnir
virðast aftur á móti lítið spara
við sig í matarinnkaupum um-
fram þá hærra launuðu og
heldur ekki í fatakaupum. Og
þeir lægst launuðu eyða t.d.
tvöfalt meira í tóbak heldur en
þeir tekjuhæstu.
SÁRÍN ,
ÝFÐ
BORGAR-
MÁNAÐARÚTGJÖLD
meðalf jölskyldu
= 238.300 kr.
LEIKHUSI
Samkvæmt heimildum
Dags-Tímans er uggur í
starfsmönnum Leikfélags
Reykjavíkur eftir að Þórhildur
Þorleifsdóttir leikhússtjóri sagði
upp markaðsdeildinni vegna
endurskipulagningar á starf-
semi hennar. Núverandi mark-
aðs- og kynningarstjóri segir
tímasetninguna afleita enda
mikil undirbúningsvinna fram-
undan vegna 100 ára leikaf-
mæli Leikfélags Reykjavíkur.
LÓA
Sjá nánar á bls. 17