Dagur - Tíminn - 30.08.1996, Blaðsíða 10
22 - Fimmtudagur 30. ágúst 1996
Halló Akureyri!
Halló Akureyri, „íjöl-
skylduhátíðin“ alræmda,
hefur komið róti á hug
manna og vakið heitar deilur
um réttmæti samkoma af þessu
tagi. Það er gott að þetta mál
skuli ekki liggja í þagnargildi og
gleymast, svo mikilvægt sem
það er að kryfla það til mergjar.
Hér er um að ræða, hvort Akur-
eyri eigi að „gera út“ á verslun-
armannahelgarfyllirí unglinga
og keppa við Vestmannaeyjar
um hylli dópsala og skúrka, eða
taka til rækilegrar end-
urskoðunar hvaða siðferðisleg-
ar skyldur þarf að hafa að leið-
arljósi þegar fjöldasamkomur
eru fyrirhugaðar. Ég skora á
Akureyringa að sjá til þess að
umræðurnar haldi áfram, þar
til vilji bæjarbúa í þessum efn-
um er öllum ljós.
Aðstandendur hátíðarinnar,
með Halló-generalinn Magnús
Má í broddi fylkingar, hafa
kvartað sáran undan íjölmiðl-
um, sem þeir saka um að hafa
gefið ranga mynd af samkomu
þessari.
Því er til að svara, að fjöl-
miðlar hafa gegnt skyldu sinni í
þessu máli; þeirri skyldu að
flytja fréttir og greina frá því,
sem er athyglisvert og frétt-
næmt. Það er hvorki athyglis-
vert né fréttnæmt að fjölskyldu-
fólk í Kjamaskógi, hagaði sér
ekki eins og svín; það er ekki
heldur athyglisvert og frétt-
næmt að fjöldi fólks, sem tjald-
aði á íþróttasvæði Þórs, lét vera
að brjóta og bramla, svalla,
misþyrma, nauðga, selja og
neyta eiturlyfja, útsvína um-
hverfi sitt og halda vöku fyrir
íbúum Glerárhverfis með org-
um og ólátum nótt eftir nótt,
ganga örna sinna undir svölum
þeirra og míga inn um bréfa-
lúgur. Það er hinsvegar athygl-
isvert og fréttnæmt, að mikill
fjöldi ungmenna kom til Akur-
eyrar þessa helgi, til að stunda
þessháttar hópfyllirí og svall
sem hefur um langt árabil ein-
kennt útihátíðir um verslunar-
mannahelgina.
Frægastir skipuleggjendur
slíkra orgía eru án efa Vest-
mannaeyingar, en margir aðrir
hafa róið á þessi mið í áranna
rás og nægir að nefna Húna-
vershátíðarnar makalausu og
Uxahátíðina í fyrra.
Aðstandendur allra þessara
hátíða hafa alltaf haldið því
fram að þær hafi heppnast vel,
fáeinir ólátaseggir hafi vissu-
lega spillt gleðinni nokkuð og
salernisaðstæður hefðu getað
verið betri. Þeir hafa, eins og
Magnús Már og félagar, verið
ófúsir til umræðna um þá
harmleiki sem hafa hent fjölda
ungmenna á þessum samkom-
um.
Það er ábyrgðarleysi að víkja
sér undan því að ræða opin-
skátt um þær kringumstæður
sem skapaðar eru með þessum
samkomum og hafa valdið
skefjalausu unglingafylliríi,
misþyrmingum, nauðgunum og
öðrum kynferðisafbrotum, eit-
urlyfjasölu og neyslu sem hefur
ánetjað fjölda ungmenna óvið-
ráðanlegri fíkn.
Það mátti öllum vera ljóst, að
allt þetta myndi gerast á Akur-
eyri. Reynslan frá fyrri sam-
komum og aukinn fjöldi að-
komu-ungmenna ár frá ári,
ásamt þeim teiknum um vax-
andi áhuga unglinga fyrir Akur-
eyrarsamkomunni, sem fram
kom í fjölmiðlum hefði átt að
vera næg aðvörun, þeim sem
báru ábyrgð á skipulagi og
framkvæmd hátíðarinnar. Það
hefði einnig átt að gefa aðvör-
unum Þórarins Tyrfingssonar
meiri gaum en gert var, en
hann talaði um „amfetamín-
sprengingu“ eftir verslunar-
mannahelgina 1995. Fjöldi
ungmenna hefur leitað til
S.A.Á. í ár, orðnir forfallnir
sprautufíklar á minna en einu
ári eftir að þeir kynntust amfet-
amíni í fyrsta sinn.
Hinn gagnmerki og áhrifa-
mikli stjórnmálamaður
Pierre Elliott Trudeau,
sem lengi var forsætisráðherra
Kanada, bendir á það í nýlegri
ævisögu (Memoirs, 1993), að
Vesturveldin hafi haft ranga
stefnu gagnvart sósíah'sku ríkj-
unum, þegar kerfi þeirra féll í
lok 9. áratugarins. Þannig hafi
Sovétlýðveldunum verið boðað
af ótal erindrekum Thatchers
og Reagans, að þau ættu ekki
annars úrkosta en taka upp
frjálsan markað samstundis:
Þau áttu sem sagt „að fara í
kalt bað að kveldi og afnema
hömlur um nóttina", eins og
Þeir sem nú halda því fram
að svallið og afleiðingar þess
hafi verið ófyrirsjáanlegt, hafa
ekki þá dómgreind og andlegt
atgerfi til að bera að þeim sé
treystandi til að stjórna sam-
komum sem þessum. Ég legg
áherslu á að ég er ekki að kasta
hnútum í Magnús Má einan;
ijöldi fólks lætur sem ekkert sé
og auðvelt verði að koma í veg
fyrir vandamál að ári. Jakob
Björnsson hinn röggsami bæj-
arstjóri vor, ásamt fjölmörgum
svokölluðum hagsmunaaðilum,
er bjartsýnn á að betur muni
takast til næst; og virðist ekki
sjá nokkra ástæðu til að yfir-
vega þann möguleika, að neita
að taka þátt í þessum leik.
Enda græða svo margir á þessu
að erfitt er að vera með nokk-
urn tepruskap.
Hvað þarf margar milljónir
til að við getum sætt okkur við
að 15 ára stúlkum sé nauðgað,
hann komst að orði. Trudeau
minnti á það, að alls konar höft,
sem sett höfðu verið á Vestur-
löndum í seinni heimsstyrjöld,
m.a. skömmtun gjaldeyris, mat-
arbirgða o.fl., hefðu verið við-
loðandi allt að 15 árum eftir að
styrjöldinni lauk. En sósíahsku
ríkin máttu ekki þola neina bið.
Afleiðingin varð glundroði, at-
vinnuleysi og fjármálaspilling. f
öðrum sósíalískum ríkjum, m.a.
Júgóslavíu, jók frelsisæðið á ör-
yggisleysi og kynþáttamisklíð,
þegar tilteknir hópar óttuðust
um sjálfstæði sitt. Telur Tru-
deau þann kost hafa verið mikl-
um mun betri að gefa öllum
ungir menn stungnir hnífi, eit-
urlyf seld eins og grænmeti á
útimarkaði, ósjálfbjarga börn
geymd ofurölvi með merkimiða
eins og bögglar í geymslu þar
til einhver vitjar þeirra? Allt
þetta gerðist á Akureyri um
verslunarmannahelgina.
Á borgarafundi um „Halló
Akureyri" átti Magnús Már í
vök að verjast og var þess jafn-
vel krafist að „skipstjórinn" yrði
rekinn. Þessu svaraði virtur og
vammlaus Akureyringur á þann
veg að skipstjórinn hefði fiskað
og því ekki nein ástæða til að
reka hann.
Ég held því fram að skip-
stjórinn hafi róið á óhelg mið og
fengið slæman afla, auk þess
sem áhöfnina skorti dug til að
vinna hann. Það er því óhjá-
kvæmilegt að reka skipstjórann
ásamt allri áhöfninni, úrelda
dallinn og gera útgerðinni það
ljóst í eitt skipti fyrir öll, að ef
hún hyggst sækja á sömu mið
aftur, verði hún svift kvótanum
og rekstrarleyfið tekið af henni.
Um leið og ég krefst þess af
bæjarstjóra vorum að hann
hætti að gera lítið úr vandamál-
inu og vindi sér í að láta birta
lista yfir öll afbrot og voðaverk
sem framin voru á Akureyri
umrædda helgi, ásamt rækilegri
úttekt á þeim skemmdarverk-
um og ónæði sem bæjarbúar
urðu fyrir; óska ég honum vel-
farnaðar í því mikilvæga starfi
að efla Akureyri sem menning-
arbæ og griðastað allra sem
unna fögru mannlífi. Það mun,
þegar til lengdar lætur, gefa
bæjarbúum meira í aðra hönd
en þær krónur sem „hagsmuna-
aðilar“ fengu í kassa sína þessa
endemishelgi.
Að lokum. Hver var þáttur
„hagsmunaaðila" í kostnaði við
hreinsun bæjarins og löggæslu?
Sigurður Jónsson.
þessum ríkjum tíma og tækifæri
til að umbreyta hagkerfi sínu —
fremur en fleygja þeim í hvirfil-
vind upplausnar og hörmunga.
Við eigum einn hagfræði-
kappa hérlendis, próf. Þorvald
Gylfason, sem skrifaði sérstaka
bók með norrænum félögum
sínum og hvatti til sem skjót-
astrar einkavæðingar í Sovét-
ríkjunum. Svo mikið þótti til
höfundar koma, að honum hefir
verið falið að endurhæfa efna-
hag Svíþjóðar ásamt breskum
samherjum. Þessir menn virð-
ast ekki trúa á gamla róm-
verska boðorðið: „Flýttu þér
hægt.“ Viðskiptafræðingu
Bréfleiðis...
99
Heimilisfangið er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 58,602 Akureyri
Flýttu þér hægt
66
jOugur-®hrm:m
Títtnotaður
farsi
Að segja að tími flokks-
blaða sé liðinn er títtnot-
aður farsi í umfjöllun um
fjölmiðlun hér á landi. Hitt
er svo annað að þetta er
bæði satt og rétt - einsog
dæmin sanna. Þessi stað-
reynd er jafnframt í sam-
ræmi við gjörbreyttan
veruleika íslenskra stjórn-
mála. Fæstir hafa hug-
mynd um á hvaða al-
mennu línu Sjálfstæðis-
flokkurinn er, sem og aðrir
flokkar - til dæmis þeir
sem meintir fylgja vinstri
línu. Og hvaða stefnum og
straumum ættu svo flokks-
málgögn að fylgja þegar
stefna stjórnmálaflokka er
jafn óljós og raun ber
vitni. í raun og veru eru
stjórnmálaflokkar fyrst og
fremst hagsmunabandalög
fólks af svipuðu sauðar-
húsi - sem gjarnan eru
ættingjar, starfsystkin, ná-
grannar og annað slíkt.
Sáralitil
völd
Leiða má að því rök að
völd stjórnmálamanna séu
orðin sáralítil. Þekktur
refur á leiksviði stjórnmál-
anna sagði fyrir margt
löngu að þingmönnum og
ráðherrum bæri að varast
að vera hvers manns við-
hlægjandi og leikbrúða í
höndum þrýstihópa og
hagsmunaafla. Að hafa
þessi orð yfir er auðvitað
virðingarverð viðleitni.
Hitt er svo annað að valdið
á íslandi er ekki lengur
þrískipt, það er löggjafar-,
framkvæmda- og dóms-
vald, heldur hafa þeir, sem
skotsilfur eiga, ægimikil
völd - og frítt spil innan
þess almenna ramma sem
löggjafavaldið setur. Jafn-
framt eru mikil völd feng-
in í hendur leiðtogum
verkalýðsfélaga og ann-
arra hagsmunabandalaga.
Herm
þúmér
í ævintýrinu um Mjallhvít
og dvergana sjö voru höfð
fyrir þau fleygu orð „Speg-
ill, spegill, herm þú mér.“
Inntak þessara orða er
gott fyrir blaðamenn nú-
tímans að hafa í huga,
enda er þeirra hlutverk að
endurspegla veruleika líð-
andi stundar til lesenda
sinna. Og saimleikurinn er
sá að vettvangur þeirra at-
burða sem endurspegla
þarf af blaðamönnum er
ekki endilega á vettvangi
stjórnmála, hvað þá held-
ur í ranni stjórnmála-
flokka sem enginn veit
hvaða stefnu fylgja. Þar
með nálgumst við kjarna
málsins, sem er sá að tími
flokksblaða er liðinn.
Umsjón:
Sigurður Bogi Sævarsson.