Dagur - Tíminn - 04.09.1996, Síða 3

Dagur - Tíminn - 04.09.1996, Síða 3
jQagur-ÍEmnmt Miðvikudagur 4. september 1996 -15 LÍFIÐ í LANDANUM Ljúfa lífið heillar meira en gallabuxur Áætlað er að 20.000 íslendingar fari í borgarferðir í haust. Kaupmenn hafa síðustu ár kvartað sáran undan þessum „verslunarferðum“ en svo virðist sem íslendingar séu að verða dannaðri í sinni verslunarhegðun og sæki meira í næturlíf, söngleiki, fótbolta og veitingastaði en Levi’s-búðirnar. Hér einu sinni spurði fólk fyrst: Hvar er best að versla? Sú spurning kemur ekki lengur fyrst. Fólk leggur nú áherslu á að fá að skoða, upplifa og gera eitthvað. Ég held að það sé enginn vafi á að skýringin sé sú að íslenskir kaupmenn hafa fært sig nær raunveruleikanum, þökk sé verslunarferðum íslendinga er- lendis áður fyrr. Ég segi alltaf að Neytendasamtökin kunna ekki að þakka okkur ferðaskrif- stofufólki fyrir það að hafa haft áhrif á verðlag á íslandi,“ sagði Laufey Jóhannsdóttir, fram- kvæmdastjóri Plúsferða, að- spurð um hvað brynni heitast á fólki sem kæmi til Plúsferða að kaupa sér borgarferð til Bret- lands. „Fólk er ekki að fara í verslunarferðir. I>að er að fara til að lyfta sér upp.“ Laufey segir að það sé eink- um þrennt sem ræður vali fólks á borgum. í fyrsta lagi áhuga- svið, t.d. leikhúsáhugafólk sem fer til London bara til þess að fara í leikhús. t>á kostnaður ferðarinnar og að lokum hvort staðurinn hefur upp á eitthvað sérstakt að bjóða. \ Myndir: lóa Eftir hveiju sækist fólk? 18-30 ára: Hvar er djammið og fjörið? 30-50 ára: Blandar saman skemmtun, veitingastöðum og skoðunarferðum. Þessi hópur virðist fjölmennastur í haustferðunum. 50-80 ára: Hvað er að sjá, hvaða skoðunarferðir er boðið upp á? Ríkari ferðir Andri Már Ingólfsson, eigandi Heimsferða, tók í sama streng. „Fyrirspurnir fólks eru miklu blandaðri en áður fyrr. Fyrir nokkrum árum leitaði fólk eftir því að komast sem ódýrast í ódýra borg til þess að versla. Mér finnst það mjög jákvæð þróun að fólk er ekki bara að fara og fá sér góðan bjór og versla í þrjá daga. Fólk vill miklu ríkari ferð í dag. Með nánast hverri einustu bókun hjá okkur er pöntun á söngleiki, leikhús, fótbolta eða huggulega veitingastaði.“ Kaupmenn hafa reglulega kvartað sáran undan verslunar- ferðum íslendinga á haustin en Andri taldi ólödegt að menning- arlífið hér liði fyrir ásókn fólks í erlenda menningu. „Fólk verð- ur seint fullsatt af menningu." Verslunaræðið ýkt Dagur-Tíminn ræddi við Simon Brookes, ferðamálafulltrúa Newcastleborgar, á dögunum og sagði hann verslunaræði ekki einkenna íslensku ferða- mennina. „íslendingar eru þekktir fyrir það í borginni að sækja einna mest í næturlífið. Þeir eru opnir og Ifflegir eins og Newcastle-búar enda kunna borgarbúar vel að meta ís- lenska ferðamenn.“ í Newcastle er ein stærsta verslunarmiðstöð Evrópu og Simon sagði hana vissulega laða íslendingana að. „En ég komst að því fyrir mörgum ár- um að íslendingar sjá lengra en komast í skoðunarferðir um orðsporið sem af þeim fer,“ héraðið. lóa sagði Simon og átti þá sérstak- lega við áhuga íslendinga á að Ferðamálafrömuðir á Bretlandseyjum leggja mikið á sig til að laða landann þangað. „ Verslunaróðir er ekki rétta orðið. Þeir hafa gaman af að versla ef verðið er hagstœtt, eins og flestir. Það eru líka til ýkjusögur af Bretum sem fara frá Suður-Eng- landi yfir til Frakklands og hlaða bíla sína af því sem þeir kalla „ódýran“ franskan bjór, þó það sé ofar mínum skilningi að nokkur vilji drekka franskan bjór. En sög- urnar hafa tilhneigingu til að magnast upp, “ segir Simon Brookes, ferðamálafulltrúi Newc- astle-borgar. í vinsœlustu verslunum íslendinga í Newcastle, m.a. Levis ogRiverls- land, höfðu verslunar- stjórar sömu sögu að segja og ferðamálafröm- uðir hér. Fram kom að ís- lendingar keyptu ekki meira en aðrir ferðamenn og vœru vingjarnlegri en breskir kúnnar. Þá virtust verslunarstjórarnir nokk- uð sammála um að ís- lendingar hefðu hamstr- að meira fyrir nokkrum árum og gátu sér til að verðlag á íslandi vœri farið að nálgast breskt verðlag. ORÐSPORIÐ: „Ah, já Íslendingar. Þeir eru geggjaðir! Það bilaði einu sinni rúta á hraðbraut- inni og þeir kölluðu til 10 leigubíla fyrir 40 manns. Ég setti 40 töskur í bílana - og ég lýg því ekki, þœr voru allar tómar! Á heim- leiðinni gátu þeir hins vegar ekki haldið á öllu draslinu, “ sagði kampa- kátur leigubílstjóri í Glasgow.

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.