Dagur - Tíminn - 04.09.1996, Síða 4
16 - Miðvikudagur 4. september 1996
Ptgur-SIímmu
Umíhídaíauót
í imimingu Dags
Kristín
Árnadóttir
kennari skrifar
að er hreint ekki auðvelt
að vera innfæddur akur-
eyrskur brekkusnigill af
kaupfélagsættum. íhaldssemin
rótgróin, kaupfélagsmerkið
runnið saman við DNA-keðj-
una og þorpið, innbærinn, eyr-
in og Giljahverfið utan marka
hins byggilega heims.
Ég hef þó, af andlegu þol-
gæði (enda að hluta af þing-
eyskum ættum eins og Stefán
Jón), látið mér fátt um finnast
þótt kaupfélagsapótekið mitt
hafi orðið undir í samkeppn-
inni við markaðstorg Böðvars
og horft nokkuð saknaðarlaust
á skiltin um það að héðan í frá
yrðu menn að keyra út fyrir
bæjarmörkin vildu þeir kaupa
sér sleif, hvað þá heldur eitt-
hvað stærra, eftir að kaupfé-
lagsyfirvöld ákváðu að félags-
mönnum og öðrum bæjarbúum
yrði miklu betur þjónað með
rekstri útgerðarfyrirtækja í
öðrum landshlutum en versl-
unarekstri á Akureyri. Ég hef
sömuleiðis tekið því af stakri ró
að búið sé að reisa Legóhús í
fjörunni, allt í kringum glerslys-
ið, búið sé að rífa húsið hans
Tóbaks-Steina, risin sé ný út-
gáfa af Bláa bandinu utan í
einu fallegasta húsi brekkunn-
ar, Menntaskólanum, Skáta-
garðurinn orðinn óræktarflag
og Ráðhústorg einhver stein-
runnasti staður í byggð á ís-
landi og þó víðar væri leitað.
Allt þetta er þolanlegt, enda ut-
an daglegrar snertingar og
hefur því engin teljandi áhrif á
sálarlíf mitt, allra síst á morgn-
ana.
En með síðustu breytingiun í
fjölmiðlaheiminum er farið að
sverfa allverulega að kaupfé-
lagsgenunum og hrikta í akur-
eyrsku frumeindunum. Ég fæ
nefnilega ekki lengur Dag,
blaðið sem ég hef samvisku-
samlega keypt síðan ég flutti
aftur á æskustöðvarnar fyrir 11
árum, blaðið sem flutti mér
fréttir af sauðburði og hey-
skaparhorfum í Eyjafirði, afla-
brögðum á Kópaskeri, mannlífi
á Raufarhöfn, leiksýningum á
Húsavík og óspektum utanbæj-
armanna á Akureyri.
Aðal Dags heitins var að
vera staðbundið mótvægi við
blað allra landsmanna, Morg-
unblaðið, og þjónaði átthaga-
þörfum mínum með notalegum
smástaðarsvip sem gaf mér
sömu öryggistilfinningu og veð-
urfréttirnar, dánarfregnirnar og
jarðarfarirnar á gömlu gufunni
(þessi innbyggða þörf fyrir að
taka skeytin ku reyndar líka
vera sér norðlensk). Nú er það
öryggi fyrir bí og við mér blasa
frásagnir af kosningabaráttu
Clintons, skilnaðarraunir Karls
og Díönu, pólitískar raunir
Knúts Bruun í Hveragerði og
óánægja jafnt starfsmanna sem
neytenda með nýtt leiðakerfi
SVR í nútímaútgáfimni af Degi.
Einhvern veginn fara þessar
umheimsfréttir illa saman við
morgunstundirnar hjá mér og
morgunmaturinn meltist sýnu
verr nú en í síðustu viku, þegar
helstu fyrirsagnirnar snerust
um mér öllu nærtækari mál-
efni.
Nú má ekki skilja orð mín
sem svo að nýja blaðið sé
slæmt, síður en svo. Það er
bara ekki blaðið mitt lengur,
heldur einhvers konar lands-
byggðarbensínstöðvarútgáfa af
Morgunblaðinu, en ég tel mig
alls ekki þurfa annað slíkt um-
heimsfréttablað, þó í sauðalit-
unum sé.
Og mér er alls ekki grunlaust
um að ýmsir aðrir en ég, hvort
heldur þeir eru innfæddir eða
aðfluttir og hvort sem í þeim
eru kaupfélagsgen eður ei,
syrgi gamla, góða Dag og þyki
þeir hafa misst vin sinn í
tryggðum. Þessa staðreynd
verða aðstandendur hins nýja
blaðs að horfast í augu við og
gera upp við sig hvort þeir
hyggjast þjóna áfram dyggum
akureyrskum lesendum eða
láta Akureyrarsíðu Morgun-
blaðsins þá þjónustu eftir í
framtíðinni.
UórVient M*
J „vnlandi®
ferð
I
sv?r*w*w"ro
va%' au
i oríf on f,n " / I
P/9G/V/)P
/Þ#Ó7T/9G/)ÆPOK, PA/P&
VP/r£XX&?TLJMÞ£WH/yAL
P//V/Ð P/Z//PPO'
'l
Við sjáum ekki Guð og Hermann
Sögur gengu fyrr á tíð um
vinsældir Hermanns Jón-
assonar fyrrum forsætis-
ráðherra í kjördæmi hans á
Ströndum. Hann varð þingmað-
ur Strandamanna á fjórða ára-
tug aldarinnar og síðar Vest-
firðinga allt fram til 1967, eftir
breytingar á kjördæmaskipan
landsins árið 1959. í síðara
bindi ævisögu Ilermanns, Ætt-
jörð mín kæra, sem Indriði G.
Þorsteinsson skráði segir svo
um vinsældir þingmannsins í
kjördæmi hans.
„Margar sögur gengu um
vinsældir Hermanns Jónasson-
ar á Ströndum. Ein var á þann
veg, að eitt sinn fyrir kosningar
hafi biðin eftir þingmanninum
INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON
HERMANN
IÓNASSON
Ævisaga Hermanns Jónassonar
forsœtisrádherra
verið orðin í lengra Iagi. Vatt þá
ónefndur sjálfstæðismaður á
Hólmavík sér að Ragnari
Valdimarssyni, bílstjóra á sama
stað, og sagði ; Jæja, hvernig er
það með hann Hermann, held-
urðu að nokkur kjósi hann fyrst
hann lætur ekki sjá sig? Ragnar
svaraði að bragði: Við trúum nú
á Guð þótt við sjáum hann ekki.
Þessi orð voru auðvitað sögð í
gamni, en bflstjórinn vissi nú
hvað hann söng. Það sannaðist
líka í kosningunum að Stranda-
menn treystu þingmanni sínum
sem jafnan áður og traustið var
gagnkvæmt og varanlegt."
Umsjón:
Sigurður Bogi Sævarsson.
Loksins landsfundur
Forsetakosningarnar eru
nú afstaðnar og flokks-
bundnir sjálfstæðismenn
um land allt eru hættir að
velta fyrir sér hvort Davíð
Oddsson formaður ætlar í for-
setaframboð eða ekki. For-
maðurinn hefur heldur ekki
gefið út að hann hyggist hasla
sór völl á neinum öðrum vett-
vangi eftir að þetta varð ljóst
með forsetaframboðið og því
telja menn
óhætt að drífa
í því að halda
landsfund.
Flestir muna
hvers vegna
landsfundin-
um var frest-
að í fyrra en
trúlega eru
þeir mun
færri sem
muna hvað
átti að ræða á
þeim fundi,
enda ekki von
því til stóð að
ræða um stöðu kvenna í
flokknum en það er fyrir
margra hluta sakir ekki
minnisstætt mál.
Móðurlegu og gáfu-
legu konurnar
Fyrir það fyrsta eru eiginlega
engar konur í áberandi hlut-
verkum í ílokknum. f öðru
lagi þá hefur þeim konum
sem eitthvað
reyna að
sprikla í flokks-
pólitíkinni ver-
ið komið vand-
lega fyrir í
skúmaskotum flokksappar-
atsins, þar sem þær láta lítið
á sér bera. Fylkingar kvenn-
anna eru tvær og báðar álíka
skaðlausar strákunum í for-
ustunni. Annars vegar eru
það móðurlegu týpurnar sem
sjá um basara og kökubakst-
ur á mannamótum á vegum
flokksins. Mæðraveldi köku-
gerðarinnar hefur skipulagt
sig í Landssambandi sjálf-
stæðiskvenna. Hins vegar eru
það dragtklæddu gáfulegu
týpurnar með gullspangar-
gleraugun, sem vilja ekki
gera greinarmun á stöðu
karla og kvenna í flokknum.
Þessar konur hafa sérhæft sig
í að tala með spekingslegum
svip um landsmálin og listirn-
ar og hafa jafnvel skoðanir
sem búið er að handera fyrir
þær á hinum ýmsu málum.
Þetta eru hinar pólitísku
borðdömur strákanna í
flokknum og bráðnauðsynleg-
ar til uppfyllingar á fundum
og mannfögnuðum. Borð-
dömufélagið í
Sálfstæðis-
fiokknum gegn-
ur undir nafn-
inu „Sjálfstæðar
konur" og er,
líkt og Lands-
sambandið,
áhrifslaus sögn í
setningafræði
sjálfstæðisstefn-
unnar.
Friðrik
sterkasta
konan
Landsfundurinn sem nú hefur
verið blásið til á einmitt að
ræða jafnréttið í flokknum og
þá staðreynd að konur virðast
ekki eiga auðvelt með að ná
þar frama. Eðli málsins sam-
kvæmt mun ekkert nýtt ger-
ast í þessum málum, ekki síst
vegna þess að móðurlegi
armur kvennablómans er
staðfastlega þeirrar skoðunar
að gáfulegi armurinn eigi að
drífa sig í köku-
bakstur en gull-
spangarkonurn-
ar vilja að þær
móðurlegu ger-
ist borðdömur.
Ofan á innbyrðis kritur af
þessu tagi bætist svo það, að
viðvarandi áhrifaleysi og und-
irgefni hefur fælt áræðnari
konur frá flokknum. Þar
finnst því einfaldlega engin
sem sker sig úr sem ótvírætt
leiðtogaefni og ga:ti t.d. ógnað
Friðriki Sophussyni í varafor-
mannsstóli - jafnvel þó konur
í flokknum telji eðlilegt að
varaformaðurinn sé kona.
Niðurstaðan verður því ein-
faldlega sú að Friðrik er lang
sterkasta konan í flokknum
og því sjálíkjörinn í það emb-
ætti. Garri.