Dagur - Tíminn - 05.09.1996, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn - 05.09.1996, Blaðsíða 11
jDagur-®ínnmt Fimmtudagur 5. september 1996 -11 4 GOLF • Landsliöiö Bjðrgvin mættur Handsliðiðáný Ragnar Ólafsson, landsliðs- einvaldxn’ valdi Birgi Leif Hafþórsson úr Leyni og Björgvin Þorsteinsson, frá Golf- klúbbi Akureyrar í landsliðs- hópinn sem tekur þátt á Alþjóð- lega ítalska golfmótinu sem fram fer 18.-22. þessa mánaðar á Circolo Golf Villa d’este vellin- um. Það vekur óneitanlega at- hygli að sjá Björgvin í landslið- inu að nýju. Hann er í hópi mestu afrekskylfmga landsins og hefur sex sinnum orðið ís- landsmeistari. en meira en ára- tugur er síðan hann lék með ís- lenska Uðinu síðast. Hann hefur verið í baráttu um verðlauna- sæti á ófáum mótum í sumar og það var góður árangur hans á tveimur síðustu stigamótunum, sem sannfærði Bagnar um að velja hann. „Aldurinn skiptir ekki máli í golfi, heldur skorið," sagði ein- valdur þegar Dagur-Tíminn sló á þráðinn til hans í gær. „Björg- vin er búinn að skila árangri, bæði í fyrra og í sumar og hefur komið sérstaklega sterkur út á síðustu mótunum. Hann er að spila jafnt golf og ég er viss um að hann á eftir að bæta sig enn meira,“ sagði Ragnar. Sjálfsagt eru ekki margir ís- lenskir kylfingar með meiri reynslu, heldur en Björgvin, en Ragnar hefur þá skoðun að hann þurfi að fá reynslu af al- þjóðlegum mótum á nýjan leik. „Það er orðið það langt síðan hann lék síðast með landsliðinu og reynsla er ekkert sem menn rífa upp úr rassvasanum, þegar þeir þurfa á því að halda. Hann þarf að kynnast því á nýjan leik og boðið til okkar um að spila á mótinu á Ítalíu er mjög gott tækifæri fyrir hann. Því má svo bæta við að Björgvin er 43 ára, þremur ár- um eldri en landsliðseinvaldur- inn og 24 árum eldri en félagi hans í landsliðinu, Birgir Leifur Hafþórsson. ENSKA KNATTSPYRNAN Derbysá við meisturunum Igærkvöld var leikið í ensku úrvalsdeildinni en óvænt- ustu úrslitin urðu í leik Derby og Man. Utd. þar sem ný- liðarnir náðu jafntefli gegn meisturunum. Chelsea nældi í jafntefli gegn Arsenal með jöfn- unarmarki á síðustu sekúnd- unni og Newcastle lagði Simd- erland í nágrannaslag. Daninn Jakob Laursen kom Derby yfir gegn Utd. með skoti úr aukaspyrnu efst í markhorn- ið en undrabarnið David Beck- ham sá um að tryggja Utd. ann- að stigið. Liverpool nældi í þrjú mikil- væg stig í Conventry. Það vakti athygli að dómarinn vísaði 6 leikmönnum af leikvelli en þeir fengu þó allir að koma inn á aftur eftir að hafa losað sig við skartgripi sína. Arsenal-Chelsea 3:3 (Merson 44, Keown 64, Wright 77) (Leboeuf víti 6, Vialli 30, Wise 90) Blackburn-Leeds 0:1 (Harte 40) Coventry-Liverpool 0:1 (Babb 68) Derby-Man Utd 1:1 (Laursen 25) (Beckham 38) Everton-Aston Villa 0:1 (Ehiogu 62) Middlesbrough-West Ham 4:1 (Emerson 12, Mustoe 28, Ravanelli 52, Stamp 81) (Hughes 57) Southampton-N. Forest 2:2 (Dryden 53, Le Tissier 89) (Camp- bell 4, Saunders 23) Sunderland-Newcastle 1:2 (Scott víti 19) (Beardsley 52, Ferd- inand 62) Wimbledon-Tottenham 1:0 (Earle 3) Björgvin Þorsteinsson er kominn í landsliðið á ný. Gönguskíði Unglingalandsliðshópurinn á skíðum, sem hélt í strangar æfingabúðir. Fremri röð frá vinstri: Baldur ingvarsson, Susan Kathleen Bailey, Árni Gunnar Gunnarsson, Gísli Harðarson, Rögnvaldur Snorri Björnsson, Helgi Heiðar Jó- hannesson, Þóroddur Ingvarsson, Jón Garðar Steingrímsson, Ingólfur Magnússon og Olafur Th. Árnason. Sumaræfíngar á Ifröllaskaga að var mjög góður andi í hópnum, þetta var skemmtileg ferð og and- inn í hópnum var góður. Auðvit- að vorum við þreytt en ekkert Iíkamlega örmagna,“ segir Gísli Ilarðarson á Akureyri, ung- lingalandsliðsmaður í skíðagöngu í samtali við Dag- Tímann. Unglingalandsliðið í skíðagöngu fór í æfingaferð um Tröllaskaga dagana 21.-25. ágúst. Hópurinn kom saman í Ólafsfirði þar sem gengist var undir þrekæfingu, en síðan tók við þriggja tíma rösk ganga yfir í Héðinsfjörð þar sem gist var í tjaldi um nóttina. Daginn eftir var farið til Sigluijarðar, þar sem hópurinn var við æfingar. „Við höfum farið i tvær æfinga- ferðir í sumar. Annarsvegar æfðum við í Olafsfirði snemma í sumar og hlupum þar um íjöll og firnindi. Hinsvegar æfðum við í hér á Akureyri og sú æfing endaði með þátttöku okkar í Tröllaskagatvíþrautinni," sagði Gísli Harðarson. Ennfremur sagði Gísli að ef til vill yrði farið í æfingaferð til Skandinavíu í kringum áramót- in, og þá myndu menn hugsan- lega taka þátt í einhverri gönguskíðakeppni. -sbs./-fe. Á þessari mynd eru að ofan, frá vinstri: Gísli Harðarson Akureyri, Jón Garðar Steingrímsson Siglufirði, Baldur Helgi Ingvarsson Akureyri, Árni Gunnar Gunnarsson Ólafsfirði, Ólafur Th. Árnason ísafirði, Ingólfur Magn- ússon Siglufirði og fremstur er Helgi Heiðar Jóhannesson frá Akureyri. Sigurgeir Svavarsson er standandi en hann sá um samæfingar hópsins. Á myndina vantar þá Rögnvald Snorra Björnsson og Þórodd Ingvarsson frá Akureyri og Lísebet Hauksdóttur frá Ólafsfirði.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.