Dagur - Tíminn - 05.09.1996, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn - 05.09.1996, Blaðsíða 2
2 - Fimmtudagur 5. september 1996 IDagur-ÍDtnrám Þær sögur ganga sta- flaust þessa dagana að til standi að um stólaskipti verði í ríkisstjórninni. Ein sagan segir að vilji sé fyrir því að Páll Pétursson frá Höllustöðum taki við heil- brigðisráðuneytinu en Ingi- björg Pálmadóttir fari í fé- lagsmálin. Páll mun hinsveg- ar telja að hann eigi eftir óunnin verk í félagsmálun- um og sé þess ófús að tak- ast á við hin heitu heilbrigð- ismál. Til vara er bent á Guðmund Bjarnason sem heilbrigðisráðherra, hann er hagvanur í því ráðuneyti... Fleira er rætt í þessum dúr. í gær fullyrtu menn í kerfinu að Davíð Oddsson væri þess mjög fýsandi að hætta í þólitík og taka við forstjórastarfinu í Landsvirkj- un. Davíð vilji standa upp þegar hann sé búinn að tryggja Birni Bjarnasyni menntamálaráðuneyti við- eigandi embætti í stjórn Sjálfstæðisflokksins, for- mennsku flokksins. Sagan segir að Friðrik Sophussyni sé ætlað að fara fram í borg- arstjórnarkosningum sem trompið gegn Ingibjörgu Sólrúnu. Þetta er ekki selt dýrara verði en það var keypt... F R É T T I R Bæjarábyrgð veitt fyrir 15 milljón króna láni til fullnaðarfrágangs Tekjur kirkjugarða skertar um 50% á síðustu 7 árum. Nýtt líkhús og kapella Kirkjugarða Akureyrar við kirkjugarðinn á Ak- ure)TÍ hefur enn ekki verið tek- ið í notkun, þar sem ijárhags- legar forsendur hafa brostið. Þessa dagana er verið að vinna úr útboði á húsgögnum í húsið en kostnaðaráætlun vegna hús- gagnakaupa er um 1,5 milljónir króna. Jafnframt er verið að teikna inn ýmis „aukahúsgögn" í kapelluna, eins og t.d. ræðu- púlt, altari o.fl., en kapellan mun taka um 45 manns í sæti. Stefnt er að því að taka húsið í notkun á haustdögum en form- legur vígsludagur hefur enn ekki verið ákveðinn. Byggingakostnaður er um 50 milljónir króna og búnaður inn- anhúss áætlaður 5-6 milljónir, þ.e. húsbúnaður, kæhtæki o.fl. Kirkjugarðar Akureyrar fengu nýlega 15 milljón króna bæjarábyrgð tfl að ljúka fulln- aðarfrágangi á húsinu svo hægt verði að taka það í notkun. Vegna samkeppnislaga verður að reka húsið sem útfararstofn- un í séreignarformi en ekki sem kirkjugarða því þar með er far- ið að mismuna einhverjum samkeppnisaðilum úti í bæ, sem vfldu stofna útfararstofnun og nýta sér afnot af þessu nýja Kristján V. Guðjónsson, starfsmaður Kirkjugarða Akureyrar, við iíkgeymsluskápa í hinu nýja húsi. Mynd: jðr, Hm húsi. Á Akureyri fara fram um 100 útfarir á hverju ári, og til þess að bera ekki skarðan hlut frá borði íjárhagslega þyrfti að hafa a.m.k. 60 þúsund króna tekjur af hverri útför til að standa undir rekstri, en auðvit- að er það ekki inni í myndinni. Líkhúsið er greitt af kirkju- garðseigendum og er í eigu Ak- ureyringa og verður það áfram. Engar krufningar munu fara fram í húsinu, heldur verður þar eingöngu líkgeymsla, virðu- leg aðstaða til kistulagningar og aðstaða til að sinna börnum að- standenda í kyrrþey í kringum kveðjustund sem ekki geta farið fram í kirkju vegna ungs ald- urs. Tekjur Kirkjugarða Akureyr- ar hafa verið skertar um 50% síðan árið 1989 en fram til árs- ins 1992 höfðu þeir tekjur sem voru ákveðinn hundraðshluti af innheimtum aðstöðugjöldum, útsvörum og tekjuskatti sem nægði til viðhalds og reksturs. Kirkjugarðarnir gátu þá rækt þær skyldur sem þeir hafa við aðstandendur. Árið 1992 var hlutdeild í tekjuskatti skert um 20% og árið eftir var lögum um tekjustofna sveitarfélaga breytt þannig að aðstöðugjöld voru felld niður og ný lög um kirkju- garða gerðu ráð fyrir að kirkju- garðarnir greiddu af tekjum sínum allan kostnað af prests- þjónustu við útfarir. GG FRÉTTAVIÐTALIÐ Fundurinn styrkti læknasamtökin Katrín Fjeldsted formaður Félags íslenskra heimilislœkna. Einstakir hópar lækna geri ekki samkomulag um skipulagsbreytingar á heilbrigðisþjónustu nema með samþykki heildarsamtakanna. Katrín Fjeldsted, formaður Félags ís- lenskra heimilislækna, kvaðst ánægð með auka aðalfund Læknafélags Is- lands sem haldinn var í gær. „Fundurinn veitti okkur algeran stuðning við okkar kjarabaráttu. Hann lýsti eindregnum stuðningi við kröfur heimilislækna um bætt launakjör og stjórn og samninganefnd fékk stuðning fundarins í því að leiða samningana til lykta með það að markmiði að leið- rétta grunnlaun heilsugæslulækna. Ég tel að læknasamtökin séu styrkari eftir þennan fund,“ sagði Katrín. f þeim ályktunum sem samþykktar voru kemur hins vegar fram talsverð gagnrýni á stefnuáætlun heilbrigðis- ráðuneytisins sem kynnt var fyrr í sumar, sem styrkja átti stöðu heilsu- gæslunnar innan heilbrigðiskerfisins og heimilislæknar höfðu áður lýst stuðningi við. M.a. segir orðrétt: „Læknafélag íslands hafnar í óbreyttri mynd stefnuyfirlýsingu heilbrigisráðu- neytisins um „aðgerðir til að efla heilsugæslu og hafa áhrif á verkaskipt- ingu í heilbrigðisþjónustu.“ Einnig eru gagnrýnd þau vinnubrögð sem viðhöfð voru þar sem ekkert samráð hafi verið haft við heildarsamtök lækna í þessari vinnu. Voru heimilislæknar ekkert ósáttir með þessa afgreiðslu fundarins? „Þetta var eitthvað sem við áttum allt- af von á að kæmi. Orðalagið „í óbreyttri mynd“ er milt og kveður ekki upp úr með neitt sérstakt í plagginu. Það þýðir að það er margt í þessari stefnuyfirlýsingu sem menn sætta sig vel við en annað er óunnið og þarf að vinna betur. Þetta eru mál sem hægt er að leysa,“ sagði Katrín. í annarri ályktun er þeirri stefnu Læknafélagsins lýst að sjúklingar geti ætíð leitað til þess læknis sem það kýs án þess að tryggingaréttur skerðist. „Þetta er endurtekning á ályktun sem samþykkt hefur verið áður,“ sagði Katrín. Margt óunnið í ályktun fundarins segir m.a. „Það er stefna Læknafélags íslands að félags- menn, samtök eða samninganefndir innan LÍ geri ekki samkomulag við heilbrigisyfirvöld um veigamiklar skipulagsbreytingar í heilbrigðisþjón- ustu sem varða aðra lækna, nema með samþykki stjórnar eða á aðalfundi LÍ,“ segir orðrétt. Er þetta ekki talsvert hörð gagnrýni á þá vinnu sem fram fór fyrr í sumar og þið höfðuð lagt blessun ykkaryfir? „Við heimilislæknar lítum svo á að við höfum verið að skilgreina okkar starfsvetvang og vinna að framgangi hans. Á þeim sviðum þar sem um er að ræða mögulegan ágreining við aðra sérgreinalækna er heilmikið óunnið. í þessum ályktunum er gengið út frá að það sé unnið í samráði við heildarsam- tök lækna,“ sagði Katrín, aðspurð hvort í ofangreindum ályktunum felist ekki viss gagnrýni á þá stefnumótun sem kynnt var fyrr í sumar. Samingafundur í deilu heilsugæslu- lækna við ríkið hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara í dag. HA

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.