Dagur - Tíminn - 06.09.1996, Side 3

Dagur - Tíminn - 06.09.1996, Side 3
,2Bagur-'(Etnrám Föstudagur 6. september 1996 -15 ^jgpjijj 1 L í F I Ð í L A N D I N U Háskóli dreifbýlisins „Ég gat ekki pakkað saman börnunum mín- um, hundinum og manninum og flutt til Reykjavíkur.“ Fimmtíu og fjórir kandídat- ar víðs vegar af landinu brautskráðust á dögunum úr ijarskóla Kennaraháskóla íslands. Þetta eru fyrstu nem- endurnir sem ljúka heildstæðu háskólanámi með hjálp tölvu- netsins en í þau fjögur ár sem þeir hafa verið í skóla hafa þeir einungis verið um íjóra mánuði samtals í sjálfri skólabygging- unni við Stakkahlíð í Reykjavik. Námið er að fullu sambærilegt við staðbundna kennaranámið og því ljóst að þrautseigju þurfti til að stunda fullt nám með vinnu eða ummönnun barna og heimilis, nema hvoru tveggja væri. Dagur-Tíminn forvitnaðist um hagi ijögurra kvenna sem hlutu kennararéttindi sín með þessum hætti en í fyrsta út- skriftarhópnum voru einungis konur. Hvers vegna? „Það voru karlmenn en einhverra hluta vegna hættu þeir, flestir sögðust „Svarta hliðín eru laiinamáliiT* Dagbjört Hjaltadóttir frá Súðavík ásamt börnum sínum. ánægð með námið en segir gall- ann þann að Kennaraháskólinn sinni ekki þeirri gerð skóla sem hún kennir við, þ.e. þar sem eru fáir nemendur, aldurs- blandaðir bekkir og afar getu- blandaðir. Hún segir ennfremur að þörfin fyrir kennara á Vest- fjörðum sé alltaf brýn og nauð- synlegt sé að mennta kennara sem vilja vera á staðnum. „Það er mikill styrkur fyrir byggðar- lög Vestijarða að gera fólki mögulegt að ná sér í menntun sem það getur auðveldlega nýtt, eins og kennslu. Þannig mynd- ast festa í skólastarfið og hægt verður að móta starfið til margra ára en ekki bara eins og tveggja ára í senn eins og því miður hefur verið raunin. Það er einmitt það einstaka við íjar- námið, fólk þarf ekki að taka sig upp og því er hættan ekki til staðar að fólk komi ekki aftur að námi loknu.“ Hækkarðu mikið í launum með réttindunum? „Leiðbein- andalaunin eru nú það skelfileg að maður hvíslar þau ekki einu sinni en ætli ég hækki ekki um 15 þúsund krónur.“ „Mér fannst ég ekki geta tekið fjölskylduna upp einu sinni enn til þess að fara suður til Reykjavíkur.“ Sigurlína Jónsdóttir og Anna Lísa Brynjarsdóttir búa á Akureyri. Þær kenndu báðar með náminu auk þess að sjá um heimili og börn. Af hverju fóruð þið í íjarnámið? „Mig hefur alltaf langað að halda áfram en mér fannst ég ekki geta tekið fjölskylduna upp einu sinni enn til þess að fara suður til Reykjavíkur. Þegar maðurinn minn var í námi þurftum við að flytja tvisvar og mér fannst nóg komið af því,“ segir Sigurlína. „Mig langaði að mennta mig eitthvað meira en var með lítinn strák og tímdi ekki að setja hann í pössun og síðan fannst mér við íjölskyldan ekki getað flutt til Reykjavíkur. Fjarnámið hentaði mér því vel og var afskaplega gefandi en kreíjandi", segir Anna Lísa. Hvernig gekk? „Það sem skipti máli var að við hjónin unnum saman að þessu, ég hefði ekki getað þetta ein,“ seg- ir Anna Lísa og Sigurlína bætir við: „Mér fannst þetta ganga vel, en auðvitað var maður mis- jafnlega hress með sig, þá var gott að geta hringt í Önnu Lísu.“ Hvernig er að ljúka kenna- námi í dag? „Svarta hliðin eru launamálin,“ segja þær í kór og Anna Lísa nefnir ennfremur að það sem einnig er slæmt sé hve bekkjardeildir eru stórar. Hækkiði mikið í launum við gráðuna? „Ég held að það séu 8-10 þúsund krónur miðað við 100% starf,“ segir Anna Lísa. „Ég hækka ekki neitt enda var ég búin að ljúka uppeldis- og kennslufræðinni áður, en ég vildi ná í kjarnann til þess að geta kennt í grunnskóla,“ segir Sigurh'na. Var þetta þess virði? „Jú, það er alltaf þess virði að víkka sjóndeildarhringinn, þetta var líka mjög skemmtilegt", segja þær Sigurlína og Anna Lísa að lokum. Sigurlina Jonsdottir og Anna Lísa Brynjarsdóttir frá Akureyri. ekki hafa efni á að halda áfram og minnka við sig vinnu," segir Dagbjört Hjaltadóttir frá Súða- vík. „Einhverjir fengu prófin sína líka, ja, ég segi nú ekki gefíns, en við fréttum að þeir hefðu útskrifast á fyrstu mán- uðum námsins." Engin skemmri skírn Dagbjört hefur kennt við grunnskólann á Súðavík í 11 ár og segist lengi hafa ætlað í nám en tækifærið hafi fyrst boðist þegar íjarnámið varð mögulegt. „Ég gat ekki pakkað saman börnunum mímun, hundinum og manninum og flutt til Þóra Kristinsdóttir með dæturnar þrjár, sú yngsta fæddist 1995 á næst síðustu önninni. Til samans eignaðist útskriftarhópurinn 10 börn á skólagöngunni. „Vinn 1 skorpum“ „Það er um að gera að drífa sig út og nota þessa menntun.“ óra Kristinsdóttir býr á Reykjum í Hrútafirði og er ein þeirra sem lauk ijar- náminu. Hún segir að upphaf- lega hafi íjölskyldan ætlað að vera eitt ár fyrir norðan en síð- an hafi hún lent í kennslu við Héraðskólann á Reykjum og þau hjónin stofnað svínabú, þannig að dvölin lengdist. „Ég fór í Háskólann í einn vetur og keyrði á milli um helgar en gafst upp á því. Ég sá samt allt- af eftir að hafa hætt námi og greip því tækifærið sem gafst með fjarnáminu fegins hendi. Ekki gat ég flutt svínin og allt suður,“ segir Þóra og hlær. „Ef maður býr úti á landi er alltaf gott að hafa kennaramenntun." Hvernig gekk að reka bú, læra og hugsa um börnin? „Ég kann vel við að ráða tíma mín- um sjálf og vinn í skorpum. Ég notaði kvöldin mikið og fram á nætur og reyndi að láta stelp- urnar mínar ekki finna mikið fyrir þessu. Það komu auðvitað álagspunktar og þá rn-ðu þær dálítið svekktar en yfirleitt gekk þetta vel. Mér fannst líka svo stórkostlegt að vera í námi aft- ur en ekki bara að hugsa um smábörn og búskapinn.“ Þóra kennir fulla stöðu við Barnaskóla Staðarhrepps í vet- ur en hann er að Reykjum. „Maður verður að trappa sig niður, það er búið að vera svo mikið að gera hjá manni en það er um að gera að drífa sig út og nota þessa menntun.“ En hækk- arðu eitthvað í launum? „Já, það munar töluverðu en það eru líka aðrar forsendur núna heldur en þegar ég byrjaði að kenna, þá fékk maður lítið met- ið af þeim einingum sem maður hafði lokið ef ekki var búið að klára fagið alveg.“ mgh Reykjavíkur. Mér fannst það ótækt og hafði velt fyrir mér hvort ég ætti þá að bíða alveg með námið þar til börnin yrðu stór.“ Hvernig gekk síðan að læra með kennslunni og umsjá heim- ilis? „Ég er afar óskipulögð en þetta gekk alveg ljómandi vel. Fjölskyldan hvatti mig áfram og stóð með mér í þessu og það skipti miklu máli. Stundum var þetta ansi erfitt, enda fóru menn e.t.v. offari í því að sanna að þetta væri nú engin skemmri skírn og stæði dagskólanáminu jafnfætis. Það var samt skrítið að vera í öllum þessum hlut- verkum, kennari í skólanum, nemandi sem er að skrifa á milli eyrnanna á einhverjum kennuriun og síðan eiginkona og móðir. Þetta er annars orð- inn lífstíll hjá mér“, segir Dag- björt og hlær, „núna verð ég lík- lega að læra mig niður og er farin að huga að einhverjum valgreinum sem ég get tekið í vetur.“ Dagbjört segist nokkuð

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.