Dagur - Tíminn - 06.09.1996, Síða 5
|Dagur-®mtttm
Föstudagur 6. september 1996 -17
VIÐTAL DAGSINS
Peningagnótt
er lukka gjaldkerans
Guttomur Óskars
son fréttaritari
Tímans á Sauðár-
króki í 40 ár
s
g starfaði sem aðalgjald-
keri Kaupfélags Skagflrð-
inga í 43 ár samfellt. Það
var skemmtilegur tími, enda
var aldrei þurrð í peningakassa
félagsins. Það er mikil lukka hjá
gjaldkera að lenda aldrei í
neinum vandræðum þegar
greiða þarf reikninga," segir
Guttormur Óskarsson á Sauðár-
króki.
Um 40 ár eru liðin síðan
Sauðkrækingurinn Guttormur
Óskarsson gekk í björg með
Tímanum og gerðist fréttaritari
blaðsins í sinni heimabyggð. Þá
hafði Jón Helgason, ritstjóri
Tímans, samband við Guttorm
og bauð starfið sem hann hefur
gengt með sæmd allt fram á
þennan dag - og mun áfram
gera. María Björk Ingvadóttir á
Sauðárkróki mun þó að mestu
annast fréttaöflun fyrir Dag-
Tímann á staðnum - og af öllu
Norðurlandi vestanverðu.
Framsóknarmaður
uppá gamla móðinn
„Já, þetta byrjaði með því að
Jón Helgason hringdi í mig og
bauð mér að taka þetta að mér
- sem ég og gerði. Við þekkt-
umst frá því ég starfaði í
fræðsludeild Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga á árun-
um 1944 til 1946, þá undir
stjórn Ólafs Jóhannessonar,
sem seinna varð forsætisráð-
herra og þingmaður Framsókn-
ar hér í kjördæminu. Farsæll
leiðtogi sem naut almenns
trausts," segir Guttormur, sem
sagður er framsóknarmaður
uppá gamla móðinn. Ósagt skal
um það látið, en hitt er annað
mál að um liðna helgi fór hann
í Varmahlíð og sótti í 54. sinn
héraðsmót Framsóknar á Norð-
urlandi vestra. Ekki er vitað um
aðra sem sýnt hafa viðlíka
tryggð þessum samkomum,
sem Guttormur segir alla tíð
hafa einkennst af „ ... góðum
anda og almennri glaðværð,"
svo notuð séu orð hans sjálfs.
í læri hjá Erlingi
„Mér hefur alla tíð fallið vel við
starf fréttaritarans. Það hefur
gefið mér mörg tækifæri til að
kynnast mönnum, málefnum og
athafnalífi hér í Skagafirði,
tækifæri sem ég hefði ekki
annars fengið. Það var svo fljót-
lega eftir að ég hóf störf hjá
Tímanum að Erlingur Davíðs-
son, sem þá var ritstjóri Dags,
fékk mig til starfa hjá sér. Það
var ekki síður skemmtilegt en
að starfa hjá Tímanum - og
stundum segi ég að það sem ég
kunni í blaðamennsku hafi ég
lært hjá Erlingi á Degi. Hann
var skemmtilegur maður.
Einhverju sinni hringdi ég til
hans og hafði yfir í símanum
frétt um útskrift nemenda í Iðn-
skólanum á Sauðárkróki. Þar
varð efstur á prófum Frosti
Frostason frá Frostastöðum hér
í Skagafirði. Þá varð Erlingi að
orði: „Mikið heitir þessi piltur
kaldraralegu nafni.“ Nei, ég
minnist engra sérstakra frétta á
mínum ferli í þessu fréttaritara-
starfi sem eru mér sérstaklega
minnisstæðar, þegar ég lít til
baka,“ segir Guttormur.
Gamlir menn eru
vanafastir
Guttormur segir að sérstaklega
hafi verið á orði haft hve Dagur
hafi verið vel skrifað blað þegar
Erlingur Davíðsson ritstýrði því,
og skrifaði reyndar að mestu
leyti einnig.
„Nóbelskáldið okkar, Halldór
Laxness, sagði einhverntímann
að Dagur væri best skrifaða
blað landsins. Já, ég held að ég
geti verið honum sammála í því
efni. Sömuleiðis átti Tíminn á
sínum bestu árum marga afar
góða blaðamenn og snjalla, svo
sem þá Jón Helgason, Andrés
Kristjánsson, Þórarinn Þórar-
insson og vin minn og sýslunga
Indriða G. Þorsteinsson, sem ég
hef þekkt allt frá barnæsku
hans.
Bæði Dagur og Tíminn hafa
alla tíð verið mjög virkir þátt-
takendur í lífi og starfi íslenskr-
ar þjóðar," segir Guttormur -
sem bætir því við að sér finnist
hið nýja sameinaða blað nokk-
uð gott. „Hitt er svo annað mál
að gamlir menn eins og ég eru
alltaf vanafastir. En ef breyting-
arnar á blöðunum eru í takt við
lífið í landinu er þetta allt x
góðu lagi. í veröldinni er allt
breytingum háð.“ -sbs.
„Mér hefur alla tíð fallið vel við starf fréttaritarans. Það hefur gefið mér
mörg tækifæri til að kynnast mönnum, málefnum og athafnalífi hér í
Skagafirði,“ segir Guttormur Óskarsson m.a. hér í viðtalinu.
Blessuð börnin
Halldórsdóttir
/ morgun þegar við vöknuðum
var haustlykt af golunni -
eitt gult blað á öspinni
og við sem vissum varla hvert
sumarið fór....
að sem er efst í huga mér
á þessum síðsumardögum
er reyndar ekki vandi
þjóðarbúsins á nokkurn hátt
eða hörmungar úti í heimi,
aldrei slíku vant, heldur það
sem stendur hjartanu næst og
eru mín eigin börn og það er að
skólinn er að byrja eftir sumar-
frí. Allt í einu rann það upp fyr-
ir mér á miðju sumri að ég á nú
tvö börn á skólaaldri og litla
stúlkan mín, sem hefur beðið
og beðið í tvö ár eftir því að
fylgja bróður sínum í skólann,
er nú komin með skólatösku á
bakið, íþróttatösku í aðra hend-
ina og blokkflautu í hina á leið
inn í ævintýraheiminn, sem
fram að þessu hefur verið
henni að mestu hulinn, skól-
ann!
Og ég velti því fyrir mér
hvort sé erfiðara, að vera for-
eldri og sleppa barninu af stað í
skólann, eða að vera sex ára og
byrja í skóla. Ég er hreint ekki
viss.
Af umræðunni að dæma er
ekkert sem gengur upp í skóla-
kerfinu. Kennarar hafa ekki
nægileg laun til þess að vilja
vera kennarar, og kennarar
vilja helst ekki fara út á land að
kenna dreifbýlisbörnum. Bxíið
er að færa grunnskólana frá
ríkinu yfir á sveitarfélögin, svo
nú getum við sagt „skólarnir
okkar“, en þá sögðu einhverjir
kennarar og skólastjórar upp
og vildu ekki vinna við svoleiðis
aðstæður. Reynt hefur verið að
stofna skólamálaskrifstofur út
um allt í stað fræðsluskrifstof-
anna, en ekkert gengur að
manna þær allai’, alltjent ekki
enn. Og oddvitanefndir, bæjar-
og sveitarstjórnir að ógleymd-
um sjálfum skólanefndunum og
foreldrafélögunum, allt þetta
fólk situr sveitt og uppgefið yfir
endalausri vinnu að skólamál-
unum, skólakerfinu.
Og allt í þágu blessaðra
barnanna, sem þurfa svona
stórt batterí til þess að geta
byrjað og endað farsællega í
skóla.
Úff! hugsa ég og hrylli mig
yfir morgunkaffinu. Af hverju
finnst mér alltaf að málin séu
ekki í réttri forgangsröð? Sjálf-
sagt eina foreldrið á landinu
sem finnst meira áríðandi að
börnin hafi góðan leikvöll, tón-
listarnám inni í stundatöflunm
og viðunandi hvíldaraðstöðu,
nú og aukna áherslu á verk-
mennt en þurrt bóknám daginn
út og inn, ásamt því að læra að
fylla út skattskýrslur og halda
ræður og tjá sig, heldur en það
þurfi mörg stöðugildi af sál-
fræðingum á skólamálaskrif-
stofuna.
Ég kem alltaf að sama punkti
í vangaveltum mínum: af hverju
eru börnin ekki sjálf spurð? Til
dæmis látin vinna þemaverk-
efni, hvernig viljum við hafa
leikvöllinn okkar, skólann okk-
ar, hvað viljum við gera í smíð-
um, í hvernig vettvangsferðir
viljum við sjálf fara?
Kannski fáum við fullorðna
fólkið þá líka spurrúngu eins og:
Af hverju er alltaf verið að
mata okkur? Börn eru nefni-
lega uppáfinningasöm eins og
allir foreldrar vita og varhuga-
vert að reyna að steypa þau öll
í sama mótið. Mér hlýnaði veru-
lega um hjartarætur þegar
fréttir bárust af verkefni sem
leikskólabörn á Blönduósi unnu
og er nú orðið frægt. Þau fundu
að sjálfsögðu einföldustu lausn-
ina, fluttu bara rækjuvinnsluna
niður á bryggju þar sem hún
getur verið í friði og fólk haft
frið fyrir henni. Svona fréttir
eru því miður ekki algengar.
En allar þær umræður um
skólamál við vini og kunningja,
allar þær ímyndanir og spurn-
ingar sem venjulegt foreldri
veltir fyrir sér taka ekki úr
manni kvíðann þegar að alvör-
unni er komið og klukkan er
orðin hálfátta á morgnana og
tími kominn til þess að vekja
þau stuttu, svo þau geti náð
skólabílnum. Hvað verður um
litla, óstýriláta stúlku í ævin-
týraheiminum? Verður henni
strítt, kannski lögð í einelti?
Skemma stóru krakkarnir allt
fyrir þeim litlu, eins og þegar
ég var í skóla, eða er kannski
einhver gæsla? Hvernig skyldi
öryggis barnanna vera gætt?
Skyldu vera belti í skólabflun-
um? Hver hjálpar þeim í sturt-
unni? í matsalnum?
Þegar ég kyssi þau bless í
morgunskímunni, horfir htla
daman á mig athugul, klyfjuð af
töskum og alls kyns skólavarn-
ingi, og sjálfsagt sér hún eymd
mi'na og kvíða: „Þetta er allt í
lagi, mamma, við verðum kom-
in heim aftur klukkan hálffjög-
ur.“
... kannski feykti golan því
burtu
þegar börnin fóru í vinnuna
með tösku -
og fuglarnirflugu heim.