Dagur - Tíminn - 06.09.1996, Síða 11

Dagur - Tíminn - 06.09.1996, Síða 11
glagur-ÍEmmm Föstudagur 6. september 1996 - 23 FÍNA FRÆGA FÓLKIÐ Hundalíf í HoUywood Söngkonan Paula Abdul hefur fundið draumaprins- inn. Sá heppni heitir Brad Beckerman og er 29 ára millj- arðaerfmgi. Ef þau giftast þá verður Ahdul í hópi þeirra rík- ustu í Hollywood en hún þarf að fórna ýmsu til að vera með nýja kærastanum. Hann þolir ekki hundana hennar, Ricky og Peggy Sue, sem henni eru svo ástkærir að hún kallar þá börn- in sín og þeir hafa jafnvel feng- ið að sofa í rúminu hjá henni. Brad er svo illa við hundagrey- in að hann hefur sett söngkon- unni úrslitakosti - annað hvort hann eða hundarnir. Þó svo kjölturakkarnir séu Abdul kær- ir þá vega þeir ekki meira en milljónirnar hans Brads og hún gaf hundaræktanda litlu greyin. Paula Abdul leitaði huggunar hjá hundunum sínum þegar hún skildi við leikarann Emilio Estevez fyrir tveimur árum en nýja kærastanum líkar ekki við litlu greyin. FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ Lokað vegna jarðarfarar Aðalskrifstofa félagsmálaráðuneytisins í Hafnar- húsinu verður lokuð frá kl. 13.00 í dag vegna út- farar Hallgríms Dalberg, fyrrverandi ráðuneytis- stjóra í félagsmálaráðuneytinu. Félagsmálaráðuneytið, 6. september 1996. WÓUUS1USAW8AND y ÍSIAN05 J Þing Þjónustusambands íslands Framkvæmdastjórn Þjónustusambands íslands hefur ákveðið að næsta reglulegt þing sambandsins verði haldið laugardaginn 7. desember 1996. Nánari staðsetning og dagskrá verða send aðildarfé- lögum. Framkvæmdastjórn Þ.S.Í. Clötœiííftð Leikkonan Robin Givens, fyrrverandi eiginkona hnefaleikakappans Mike Tyson, berst nú fyrir að halda forræði yfir ættleiddum syni sínum eftir að lífmóðir guttans fór fram á að fá hann aftur. Strákurinn heitir Buddy og er Járnmaðurinn Mike Tyson og leikkonan undurfagra Robin Givens á með- an allt lék í lyndi. Teitur Þorkelsson skrifar Losti og ást Það er svo mildð af sexý strákum sem mig langar til að sofa hjá að ég veit ekkert hvað ég á að gera. Hvernig er eiginlega hægt að ákveða hvaða gæja maður á að velja?“ Þetta sagði ein vinkona mín við mig um daginn, nýlega hætt með kærastanum. Smám saman áttaði ég mig á því að hún virtist í alvöru girnast fjiildann allan af karlmönnum án þess að vera til í eitthvað meira en nokkrar nætur með flestum þeirra. Hún var líka viss um að það skipti ekki máli hversu mörgum hún myndi sofa hjá, svölunin yrði aldrei endan- leg. Það væri engin lausn að rasa út einu sinni og reyna þannig að útrýma allri girnd úr kroppnum fyrir lífstíð. Þannig kom það í ljós eftir nokkrar samræður að í raun- inni var hún ekki að eltast við þessa ómögulegu svölun lostans heldur var markmiðið að ná sér í „einhvern almennilegan mann“. En með því að einblína á þá karlmenn sem henni fannst sexý var vinkona mín á villigötum í leit sinni að þessum almennilega. Því þótt kynferðis- legt aðdráttarafl skipti miklu í samskiptum kynjanna mun lostinn einn og sér ekki geta fætt af sér ástina. Ástin fæðir hins vegar af sér lostann ásamt ótal öðrum eftirsóknarverðum tilfinningum. Það er einmitt í því sem kraftur hennar er fólg- inn, þess vegna sem hún er æðri. Ástarkveðja, Teitur. Robin Givens með ættleiddum syni sínum, Buddy. þriggja ára en Givens tók við uppeldi hans þegar hann var aðeins nokkurra mánaða gam- all. Þegar hún síðan hafði sam- band við lífmóðurina fyrir skömmu í von um að fá lítinn bróður eða systur fyrir Buddy þá fékk hún kaldar kveðjur og raunveruleg móðir drengsins, sem hefur eignast tvö börn til viðbótar, sagðist ætla að berjast með kjafti og klóm til að fá Buddy aftur í sína forsjá. Givens sagði slíkt ekki koma til mála og ef máhð færi fyrir dóm- stóla þá myndi hún örugglega sigra. Givens er nú 31 árs en hún ákvað að ættleiða eftir að hafa gefist upp á að leita að hentugum barnsföður. Hún og Tyson höfðu reynt að eignast erfingja þegar þau voru gift en leikkonan missti fóstur. Síðan þau skildu fyrir átta árum hefur hún ekki átt í langtíma sam- bandi við karlmenn, þó svo ein- staka kunnir kappar hafi læðst inn fyrir rúmstokk hennar af og til og nægir þar að nefna hjartaknúsarann Brad Pitt. Robin Givens með kvennabósan- um Brad Pitt. Barist um forræðið Sjálfsbjörg á Akureyri og nágrenni Haustferðin okkar liggur til Hofsóss á Vesturfarasafnið og til Siglu- fjarðar á Síldarminjasafnið laugardaginn 14. sept. nk. kl. 9.30. Þátttökugjald kr. 2.100. Innifalinn akstur, veitingar og aðgangseyrir á söfn. Skráning á Bjargi, sími 462 6888, fyrir 11. sept. Stjórnin. r AKUREYRARBÆR ATVINNUMÁLASKRIFSTOFA Atvinnumálanefnd Akureyrar Styrkir til atvinnuþróunar á Akureyri Atvinnumálanefnd Akureyrar mun tvisvar á ári veita styrki til þróunar atvinnulífs á Akureyri. Hér með er auglýst eftir umsóknum um slíka styrki. Heildarupp- hæð til ráðstöfunar nú er 1.200.000 krónur en áætl- að er að veita allt að 6 styrki að þessu sinni. Styrkirnir eru ætlaðir einstakiingum sem vinna að atvinnuskapandi verkefnum eða hafa hug á að stofna til eigin rekstrar. Einnig minni fyrirtækjum sem vilja efla þann rekstur sem fyrir er. Leitast skal við að verkefnin stuðli að nýsköpun, þróun, hag- ræðingu, markaðssetningu eða uppbyggingu í at- vinnumálum Akureyrarbæjar. Styrkir til einstakra verkefna geta numið allt að 50% af áætluðum kostnaði við framkvæmd hvers verkefn- is. Hámarksstyrkupphæð er 400.000 krónur og greið- ist styrkurinn samkvæmt framgangi verkefnisins. Atvinnumálaskrifstofa Akureyrarbæjar hefur umsjón með styrkveitingunni og liggja eyðublöð frammi á skrifstofunni að Strandgötu 29, sími 462 1701. Umsóknarfrestur er til 23. september 1996.

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.