Dagur - Tíminn - 10.09.1996, Qupperneq 1
LÍFIÐ í LANDINU
Þriðjudagur 10. september 1996 - 79. og 80. árgangur -171. tölublað
Systkinin Heiðar Ást-
valdsson og Guðrún
Pálsdóttir kenndu og
sýndu dans saman í
fjölda ára. Þau voru vin-
sæl á skemmtistöðum
og sýndu m.a. í þrjá
mánuði samfleytt á
Hótel Borg og í Lídó.
„ENGINN HINNA STRÁKANNA
NENNTIAÐ DANSA"
Haustið 1956, fyrir réttum
40 árum, birtust nýstár-
legar auglýsingar á
símastaurum Sigluíjarðarbæjar
þar sem ungur Siglflrðingur
bauðst til þess að kenna sveit-
ungum sínum að dansa. Þetta
var upphafið af miklmn dans-
ferli Heiðárs Astvaldssonar
danskennara en hann hefur í
40 ár kennt íleiri íslendingum
að dansa en nokkur annar og
þar að auki meirihluta ís-
lenskra danskennara. En það
er ekki bara dansafmæli hjá
Heiðari því hann verður sextug-
ur 4. október næstkomandi, -
við forvitnuðumst eih'tið um
þessi tímamót.
Dansaði alltaf mikið
heima á Siglufirði
„Ég geri lítið af því að halda
upp á afmæli, móðir mín átti af-
mæli þennan sama dag og við
fórum alltaf til hennar. Ég er
líka vanur því að kenna á þeim
degi og hef ekki hugsað mér að
breyta því núna. Ég hef hins
vegar í huga að halda eitthvað
upp á dansafmæhð og ætla þá
að gera eitthvað með nemend-
um mínum í vor.“
Aðspurður hvort hann hafi
frá byrjun ætlað sér að verða
danskennari segir Heiðar það
frekar tilviljun. „Ég dansaði
alltaf mikið heima á Siglufirði
og sat ekki nema tvö til þrjú lög
á skólaböllunum, en það stafaði
ai' pVi' ao“ i' n'eKkhum rrunurri
voru 20 stelpur og 6 strákar og
enginn hinna strákanna nennti
að dansa.
Lífsregla að vera
kurteis
Stelpurnar beinlínis ætluðust til
þess að ég sæi um dansinn og
mér var lögð sú lífsregla, af
móður minni, að ég ætti að vera
kurteis og dansa við allar stúlk-
urnar sem ég þekkti en ekki
bara þær sætustu. Nú ég þekkti
alla í skólanum þannig að ég
dansaði við stelpurnar í hinum
bekkjunum líka.“
Þegar Heiðar fór suður í
Verslunarskólann fór hann
einnig í danstíma og þar með
hófst dansmenntunin. „Síðan
fór ég til Englands í nám og
komst að því að sú ágæta dans-
þekking sem ég hafði héðan af
íslandi gagnaðist mér lítið, ég
gat bara ekkert dansað á böll-
unum. Síðan þróaðist þetta og
Þegar ég var í lögfræði í Há-
skólanum ákvað ég að gera hlé
á námi til þess að fara aftur í
dansinn og þetta æxlaðist þann-
ig að ég er enn að kenna dans
og“ vertf1 varrir íógrjfajoífigTrr- uf“
þessu.“
Kann ekkert annað en
kenna dans!
Heiðar segist aldrei hafa séð
eftir því að snúa sér alfarið að
dansinum enda hafi hann haft
mikla ánægju af kennslunni og
ekki síst núna síðustu árin. „Ég
hef meiri þekkingu og reynslu
en áður og hvort tveggja er
þýðingarmikið fyrir kennara.
Það er líka gríðarlega mikill
dansáhugi í landinu í dag og
fólk vill t.a.m. að danskennsla
verði skyldufag í skólum." Og
þú dansar alltaf á fullu sjálfur?
„Já, enginn ástæða til annars
enda er ég við hestaheilsu og í
hreinskilni sagt þá kann ég
ekkert annað en að kenna
dans.
mgh
TÚLKUR í
MEIRIHLUTA
Á HÓLUM
Stúlkur verða í yfirgnæfandi
meirihluta nemenda við
Bændaskólann að Hólum í
Hjaltadal næsta vetur. Alls
munu 34 nemendur stunda
nám við skólann, og þar af eru
stúlkurnar 28. Þá verða stúlkur
um þriðjungur nemenda við
Bændaskólann að Hvanneyri í
Borgarfirði á vetri komanda.
Tvær námsbrautir verða
starfræktar við Hólaskóla næsta
vetur; á sviði hrossaræktar og
ferðamála. Nemendur í hrossa-
rækt verða alls 29 og 11 þeirra
koma erlendis frá, allt stúlkur -
en þær stúlkur sem nema
hrossarækt á Hólum á vetri
komanda verða alls 23. Fimm
nemendur, allt stúlkur, verða á
ferðamálabraut Hólaskóla
næsta vetur. Nám í ferðamálum
yfir heilan vetur er nú í fyrsta
sinn í boði á Hólum - en áður
hefur það aðeins verið í formi
styttri námskeiða. Fiskeldis-
braut á Ilólum verður ekki
starfrækt á vetri komanda
vegna nemendafæðar. Verka-
skipting er milli bændaskólanna
tveggja í landinu. Á Hólum í
Hjaltadal er lögð áhersla á
kennslu í hrossarækt, ferðamál-
um og fiskeldi. Á Hvanneyri í
Borgarfirði er hinsvegar veitt
almenn menntun með hliðsjón
af hefðbundnum greinum í ís-
lenskum landbúnaði.
í samtali við Dag-Tímann
kvaðst Valgeir Bjarnason,
starfsmaður skólans, enga ein-
hlíta skýringu hafa á því hvers
vegna hlutur stúlkna í búfræði-
námi á Hólum hafi aukist svo.
„Talandi um hrossaræktar-
brautina virðist þróunin ein-
faldlega vera sú að erlendis séu
stúlkur einfaldlega áhugasam-
ari en strákar um íslenska
hesta. Eðli búfræðináms hefur
einnig verið að breytast á
síðustu árum. Hér voru
strákar í meirihluta
nemenda fram á
síðustu ár þó hlutur
stúlknanna hafi
aukist ár frá ári,“
sagði Valgeir.
Að sögn Magnús-
ar B. Jónssonar,
skólastjóra á Hvann-
eyri, munu 22 nem-
endur byrja í almennu
búfræðinámi við skól-
ann í haust og að
minnsta kosti 8 nemendur
til viðbótar um áramót. Á
síðara ári almenns búfræði-
náms verða 30 nemendur í vet-
ur. Þá er að Hvanneyri starf-
rækt háskóladeild í búvísindum
og tekur nám við hana þrjá vet-
ur. Teknir eru þar inn nemend-
ur annað hvert ár og í haust
munu sextán byrja í þessu námi
og níu ljúka því á vormánuðum.
JiLv1 r. .iv.tcvívÍ1' Ji=sy?<
almennri deild og háskóladeild
eru stúlkur.
Magnús B. Jónsson segir að
almennt sé áhugi fyrir búfræði-
námi á háskólastigi að aukast,
fólk sem áhuga hafi á landbún-
aðarmálum telji að í slíku fehst
atvinnuöryggi ef það vilji starfa
við greinina og ekki síður hafi
umræða um sí- og endurmennt-
un örvað fólk í þessum efnum.
-sbs.
HÚN ERKOMINH
Litla krossgátan.
Þið finnið hana á bls. 24.