Dagur - Tíminn - 10.09.1996, Qupperneq 2
14 - Þriðjudagur 10. september 1996
JDagur-ÍEmTtmt
FJÖLMIÐLALÍFIÐ í LANDINU
Dagur-Tíminn hefur nú komið lesendum fyrir sjónir í rúma viku.
Til að auðvelda lesendum að nota blaðið og vera í góðu sambandi Munið einnig þjónustulínuna sem er gialdfrí: 800 7080.
við pað bendum við a ymsa blaðhluta og efnisþætti.
HJartans mát
Rúnart Júllustonar
MATAHTÍMIA
Jbtgur'Ctmtmt
Dagur-Tíminn kemur að öllu jöfnu út í tveimur blaðhlutum, þriðjudag til laugardags. Fréttablaðið
er 12-16 síður og færir fréttir og fréttaskýringar af öllu landinu. „Líflð í landinu“ er heitið á
hinu blaðinu. Þar er fjallað um ýmsar hliðar mannlífsins, menningu og listir og birtir íjölmargir
dálkar til fróðleiks, upplýsingar og skemmtunar. Tvö blöð í einu! Aukið hagræði og auðveldar lesend-
um að finna fyrst sitt efni!
Á markaðslorgí hugsjóaanna
'71 “ y*7? y,V~^TT
I iii ! íííí X i
Þegar spádómar rætast
Þjóðmál fá umfjöllun í fréttablaðinu. Dagur-Tíminn birtir meðal annars aðsendar greinar í þessari
opnu. Þjóðmálasíðan er opin öllum hvar í flokki sem þeir standa (eða utan flokka), án tillits til
búsetu, stéttar eða kynferðis! Vinsamlega hafið samband við ritstjórn til að fá greinar birtar.
Blaðið áskilur sér rétt til að haga birtingu eftir rými og aðstæðum; þá er lengd greina sem birtar eru
takmörkuð. Hæfileg lengd er 2 vélrituð blöð með tvöföldu h'nubili.
Gestaleiðari er venjulega skrifaður að ósk ritstjórnar, en tekið er við greinum sem óskað er að kom-
ist að x þeim dálki, (Möðruvellir), lengd er hæfileg eitt vélritað blað með tvöföldu línubili.
Um helgar birtir Dagur-Tíminn aðsendar greinar og aðrar sem ritstjórn biður um undir heitinu
„Þjóðmálaumræðan." Hér gefst tækifæri tii að fá birtar ítarlegri greinar en ella um þjóðmál;
hæfileg lengd er 3-4 vélritaðar síður með tvöföldu línubili.
Athugasemd: í síðasta helgarblaði endurbirti blaðið grein sem Ögmundur Jónasson skrifaði fyrir
blaðið. Upphaflega birtist hún ekki í fullri lengd og eru höfundur og lesendur beðnir velvirðingar á
því.
✓
slendingaþættir Dags-Txm-
ans fylgja helgarútgáfunni
og koma inní almexma
fréttablaðinu. Þar er að finna
þjóðlegan fróðleik, lesbókarefni
og minningagreinar. Þeir sem
vilja fá minningagreinar birtar
í íslendingaþáttum eru beðnir
að skila þeim eigi síðar en á
hádegi miðvikudag fyrir birt-
ingu. Minningagreinar eru að-
eins birtar í íslendingaþáttum.
Beðið er um vélritaðar greinar
eða á tölvudisklingi - sem er
æskilegast. Tekið er á móti
greinum hjá á Akureyrarrit-
stjórn að Strandgötu 31, og
Reykjavlkurritstjórn, Brautar-
holti 1.
'&M JDagíœ
IHIIIHIIIIIBHmiJljllljljJII
FIÁRDRÁTTOR
HEFST í
Helgarútgáfa Lífsins í iandinu er vegleg: venjulega 24 blaðsíð-
ur með ýmiskonar efni. Lögð er megináhersla á viðtöl. Mun-
ið einnig „Matargatið", íjórar blaðsíður um mat og matar-
menningu. Auðvelt er að geyma það sem sérrit.
Raddir fólksins eiga greið-
an aðgang að blaðinu.
Sendið bréf eða hringið
og látið ykkar skoðun í ljós.
Bréf til blaðsins fá skjóta birt-
ingu ef þau eru ekki löng, hálf
blaðsíða með tvöföldu línubili
er hæfileg lengd. Þeir sem
kjósa að hringja til að koma
skoðunum sínum á framfæri
við þennan dálk geta haft sam-
band við ritstjórn á morgnana
milli kl. 10-11.
Vertu í sambandi við besta tíma dagsins!
Sími Akureyri: 460 6100 - Símbréf: 462 7639
Sími Reykjavík: 563 1600- Símbréf: 551 6270
Heimilisfang fyrir aðsendar greinar:
Strandgata 31, Akureyri - Brautarholt 1, Reykjavík
Netfang fyrir þá sem senda tölvupóst: ritstjori@dagur.is
Gjaldfrí þjónustulína fyrir nýja áskrifendur og auglýsendur: 800 7080
Vinsamlega hafið aðsendar greinar á tölvudisklingi ef mögulegt er.