Dagur - Tíminn - 10.09.1996, Side 3

Dagur - Tíminn - 10.09.1996, Side 3
|DagurJðImTOm Þriðjudagur 10. september 1996 -15 LÍFIÐ f LANDINU Hagsmunir fórnarlamba fótum troðnir? Til eru íslensk lög frá 1938 sem heimila svokallaða afkynjun kynferðisafbrotamanna. Afkynjun er þegar kynkirtlar karla eða kvenna eru numdir í burtu eða þeim eytt þannig að starfsemi þeirra Ijúki að fullu. Þessum aðgerðum hefur aldrei verið beitt þrátt fyrir kröfur tiltekinna lögmanna og má þar sérstaklega rifja upp 10 ára gamalt mál þegar þjóðin klofnaði í tvennt í kjölfarið á kröfu Svölu Thorlacius lögmanns um að alræmdur kynferðisafbrotamaður yrði vanaður. s síðustu viku voru samþykkt lög í Kaliforníu um vönun barnaníðinga eftir annað brot þeirra. Hrottafengnar fregnir frá Belgíu og vxðar af barnaklámi, misþyrmingum og morðum misnotaðra barna, hafa vakið upp reiði og óhug hérlendis sem annars staðar. Framleiðsla barnakláms á ís- landi hefur ekki svo vitað sé orðið að veruleika en siíjaspell og kynferðisleg afbrot eru stað- reyndir hér sem annars staðar og telja sumir að fyrr á öldum hafi smæð þjóðfélagsins og upp- lýsingaskortur beinlínis aukið Qölda slíkra mála. Margt bendir einnig til að nokkurs konar miðaldamyrkur hafi legið yfir kynferðisafbrotum allt fram á 9. áratuginn og hagsmunir fórnarlambanna ekki alltaf set- ið í öndvegi. Hörð viðbrögð Svala Thorlacius mætti hörðum viðbrögðum eftir að hún skrif- aði greinina í Morgunblaðið fyr- ir 10 árum. Hún gekk í stuttu máli út á að sýna að stoð væri í lögum til að beita þessari refs- ingu, enda mat hún afbrot við- komandi það alvarleg og mörg að engin lausn dygði önnur. „Það varð mjög mikið uppi- stand. Menn risu margir upp og lagaprófessorar viðruðu þá skoðun sína að þeir teldu hrika- legt að tala um vönunaraðgerð- ir á fólki. Minna var talað um fórnarlömbin sem verða fyrir þessum mönnum. Þeim virtist síður vorkennt,“ segir Svala. Lögin eru frá 1938 undir nafninu Læknisaðgerðir og læknismeðferð. Þar segir m.a.: „Afkynjun skal því aðeins leyfa að gild rök liggi til þess að óeðlilegar kynhvatir viðkom- anda séu líklegar til að leiða til kynferðisglæpa eða annarra hættulegra óbótaverka, enda verði ekki úr bætt á annan hátt.“ Landlæknir þarf að veita umsögn og lögreglustjóri að samþykkja að undangengnum dómsúrskurði. Svala Thorlacius. „Það varð mjög mikið uppistand. Menn risu margir upp og laga- prófessorar viðruðu þá skoðun sína að þeir teldu hrikalegt að tala um vönunar- aðgerðir á fólki. Minna var talað um fórnarlömbin sem verða fyrir þessum mönnum. Áhrif nasismans „Það komst m.a. í umræðuna á sínum tíma að þessi lagasetning hefði verið undir áhrifum frá nasistum," segir Svala. En hefur hún efast um á þeim 10 árum sem liðin eru að krafa hennar hafi verið rétt- mæt? „Nei. Ef þetta hefði náð fram að ganga gagnvart þess- um tiltekna manni þá væru fórnarlömb hans væntanlega færri en raun ber vitni á þeim 10 árum sem liðin eru.“ Svala er ennfremur svartsýn á að fyrrgreindri lagaheimild verði nokkru sinni beitt. „Mér finnst það mjög ósenrúlegt. Það virðist vera litið þannig á að skerðingin á mannréttindum kynferðisafbrotamannanna vegi þyngra en hagsmunir fórnar- lambanna. Ég get a.m.k. ekki skilið það öðruvísi.“ Ríkissaksóknari fór fram á vönun Hallvarður Einarsson ríkissak- sóknari gerði eitt sinn tilraun í ákæru til að fara fram á að ákveðinn einstaklingur yrði vanaður. „Það eru áratugir síð- an og þeirri kröfu var hafnað. Ég veit ekki hvort önnur dæmi eru um þessa kröfu í málshöfð- un eða málatilboði ákæruvalds en ég taldi þetta mál mjög al- varlegt,“ segir Hallvarður. Egill Stephensen saksóknari segir að vönun sé aðferð sem ekki sé tíðkuð í nútíma réttar- ríkjum og þær þyki ekki mann- úðlegar. Hann staðfestir þó að fyrrgreindur þáttur laganna frá 1938 sé enn í gildi en ekki sem hluti af refsingu heldur fyrir- byggjandi aðgerðir að tilhlutan heilbrigðisyfirvalda. Hvað sem því líður og skilgreiningu hug- taka, er þess sennilega að vænta að þjóðir heims muni þyngja refsiramma siim gagn- vart barnaníðingum og finnst mörgum túnabært. Björn Þorláksson. Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 - 24. útdráttur 1. flokki 1990 - 21. útdráttur 2. fiokki 1990 - 20. útdráttur 2. flokki 1991 - 18. útdráttur 3. flokki 1992 - 13. útdráttur 2. flokki 1993 - 9. útdráttur 2. flokki 1994 - 6. útdráttur 3. flokki 1994 - 5. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. nóvember 1996. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í DV þriðjudaginn 10. september. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, (bönkum, sparisjóðum og verðbréfa- fyrirtækjum. cSo HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS I 1 HÚSBRÉFADEILÐ • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKlAVlK • SlMI 569 690

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.