Dagur - Tíminn - 10.09.1996, Síða 6

Dagur - Tíminn - 10.09.1996, Síða 6
18- Þriðjudagur 10. september 1996 MENNING O G LISTIR Bubbi Morthens gefur út ljóðadisk Mynd: ÞÓK Bubbi Morthens brýtur blað í listsköpun sinni í haust þegar Mál og menning gefur út geisladisk með frumsömdum Ijóðum hans. Ljóðin eru samin á síðustu sex árum og les Bubbi þau sjálfur við undirleik nokkurra góðra manna. Bubbi var að drekka morgunkaffið sitt einn morguninn í síðustu viku þegar Dagur- Tíminn sló á þráðinn. - Hvað ertu að gera Bubbi? „Akkúrat þessa stundina er ég að drekka malað kaffl frá Indónesíu og vakna. Ég var að klára hljóðljóðadiskinn í gær- kvöldi.“ - Hljóðljóðadiskur? „Já, þetta eru 26 ljóð og svo er ég með grænlenskan og brasilískan trommara, Guðna Fransson og fleiri sem spila undir." - Þú hefur ekki gert þetta áður? „Þetta er í fyrsta skipti sem svona er gert á íslandi. Það er nú ekkert annað.“ - Þín hugmynd? „Já, ég fékk hana sjálfur.“ - Og henni fagnandi tekið? Nei — eða jú, henni var fagnandi tekið þegar ég var bú- inn að skila handritinu til Máls og menningar. En ekki fyrst.“ - Nú hafa menn ekki síður lesið textana þína en hlustað á tónlistina. Eru þessi ljóð í svipuðum dúr og söngtexta- gerðin? „Neinei, allt öðruvísi. Miklu strangari form og meiri hnit- miðun. Það má þó kannski finna svipaðar myndlíkingar en formið er gjörólfkt." - Um hvað skrifarðu? „Þarna má finna allt á milli himins ogjarðar." - Ertu að deila á það sem betur mætti fara? „Nei.“ - Enginn fyrirlestrarbragur? „Nei, maður predikar ekki í Ijóðum. Um leið og maður gerir það þá er ljóðið dautt. Það er hægt að predika í músík en ekki í ljóði.“ - Fær maður sýnishorn? „Ja, ljóðin eru náttúrlega með músík þannig að þau skila sér kannski ekki alveg án und- irleiks en þó dettur mér í hug lítil mynd sem hægt væri að birta. Saklaus mynd um sam- farir: Kyssti mig engiil Kyssti mig engill eitt sekúndubrot þakti varir mínar silfruðum vökva enginn skuggi ekkert hljóð sem varaði mig við aðeins logandi varir olíusvört augu liggjandi með útbreidda vœngi hvíslaði hún þú kannt þetta. - Ástin er ótæmandi yrkis- efni? „Já, hún er það. En á diskin- um er líka mikið af ljóðum úr eiturlyfj averöldinni. “ - Og hvað er fleira á döfinni? „Ég er að klára plötu sem ég byrjaði upptökur á 10. septem- ber. Eyþór Gunnarsson er verk- stjóri og þar má finna sitt lítið af hveiju." - Nýr tónn — ný h'na? „Ég veit það ekki. Jú, það er eitthvað þarna sem ég hef ekki gert áður en þó myndi ég segja að þessi plata væri mjög skyld plötum eins og Dögun, Sögum af landi og Lífið er ljúft. Þetta er einhver hrærigrautur úr Íæim og svo er jafnvel áhrif frá sbj arnarblúsnum. “ - Hvað eru plöturnar orðnar margar? „Það veit ég ekki, hef ekki hugmynd." - Hvað finnst þér annars um það sem unga fólkið er að gera í músíkinni í dag? „Ég er hrifinn af Botnleðju, þetta er helvíti flott band finnst mér, kannski vegna þess að þeir minna svolítið á Utan- garðsmenn. Svo er ég hrifinn af Kolrössunni, hún hefur sótt í sig veðrið. Nú ef það væri aðdá- endaklúbbur í kringum Funk- strasse þá væri ég örugglega í honum. En heilt yfir finnst mér frekar dapurlegt ástand yfir markaðnum. Það vantar veru- lega frumleika og nýtt blóð í þá sem eru að búa til músík. Tökum sem dæmi að það komu tvö ný „öct“ upp undan- farin tvö ár, Emilía og Páll Ósk- ar. En það er erfitt að dæma þau af því að þau eru fyrst og fremst söngvarar. Það getur vel verið að þau eigi eftir að verða svona Raggi Bjarna og Björgvin Halldórs — atvinnusöngvarar sem syngja meira eftir aðra. En það er ekki það sem ég er að leita að. Ég er meira spenntur fyrr krökkum sem koma og búa til sitt eigið efni eins og Kristín Eysteinsdóttir og Orri Harðar." - Vantar kannksi svohtið gagnrýna hugsun á hið við- tekna í íslenskri tónlist? „Já, það er engin spurning. Og ég fer ekkert ofan af því að mér finnst hallærislegt að syngja á ensku hér heima á ís- landi. Það hefur ekkert með þjóernisrembing að gera, ég bara skil ekki að það skuli ekki vera hægt að gera tvær útgáfur ef krakkarnir eru svona hrifnir af enskunni og ætla að sigra heiminn. Ef þeir geta skrifað á ensku þá hljóta þeir að geta sett saman íslenskan texta. Halldór Laxness sigraði heim- inn með íslenskunni. Þessi mál skipta mjög miklu máli vegna þess að heimurinn minnkar með hverjum degi og íjarlægðirnar eru nú mældar í drifstærðinni á tölvunni þinni.“ - Er hugsanlegt að ungt tón- listarfólk ráði sér ekki nógu mikið sjálft? „Nei, það held ég ekki. Það ætti ekki að vera vandamálið." - Hvað með þátt stjórnvalda. Ættu þau að beita sér fyrir auk- inni verndun tungunnar? „Já. Yfirvöld virðast ekki gera sér grein fyrir að hrað- virkasta og öflugasta áróðurs- tækið í nútímaþjóðfélaginu er músík. Hún er það sem hefur mest áhrif á yngri kynslóðina. Ef allir syngja á ensku þá getur maður séð áhrifin fyrir.“ - Stjórnvöld virðast ekki meðvituð um möguleikana sem felast í poppinu? „Nei. Þrátt fyrir að Davíð sé af bítlakynslóðinni þá held ég að það verði ekki fyrr en næsta kynslóð tekur við stjórnartaum- unum sem hlutirnir fara að breytast. Það er ennþá stétta- skipting í listum á Islandi og iðulega litið með hroka og fyrir- litningu á dægurlagaheiminn. En ég held að það sé fyrst og fremst hræðsla og óöryggi og jafnvel öfund.“ - Er kaffið orðið kalt hjá þér? „Búinn með það.“ -BÞ

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.