Dagur - Tíminn - 10.09.1996, Side 11

Dagur - Tíminn - 10.09.1996, Side 11
JDagur-'ðKmom Þriðjudagur 10. september 1996 - 23 FÍNA FRÆGA FÓLKIÐ Rekur afbrýði- semin Pitt upp að altarinu? Brad Pitt og Gwyneth Paltrow hafa verið undir smásjá blaðasnápa síðan þau byrjuðu saman fyrir rúmu ári og með reglulegu millibih birtast fréttir með flennifyrir- sögnum um að parið ætb að ganga í það heilaga. Sú frétt birtist enn einu sinni á dögun- um og ástæðan var sögð sú að John F. Kennedy yngri væri farinn að sýna Gwyneth mikinn áhuga og Brad væri farinn að ókyrrast. JFK hefur sent henni blómvendi og skilið eftir ótal skilaboð á símsvaranum við litla hrifningu leikarans en þrátt fyrir að Gwyneth haf! út- skýrt fyrir honum að JFK vilji bara fá hana til að prýða for- síðu tímarits sem JFK ritstýrir þá hugsar Brad piparsveinin- um JFK þegjandi þörfina. Gwy- neth varð að lofa kærastanum bráðlynda að hitta aðdáandann aldrei og ekki svara skilaboð- unum. Annars er það af parinu að frétta að Gwyneth, sem loksins er farin að vekja athygli fyrir leikhæfileika sína en ekki bara fyrir að vera kærastan hans Pitt, var ekki par ánægð með framleiðendur væntan- legrar myndar með henni í að- alhlutverki. Myndin átti upp- haflega að heita Sydney en nú hefur nafninu verið breytt í Hard Eight og finnst henni nýja nafnið hljóma eins og nafn á klámmynd og vill hún síður vera kennd við slíkar myndir. Gwyneth Paltrow og Brad Pitt fá engan frið fyrir nærgöngulum Ijósmynd- urum og eru stöðugt undir smásjá fréttamanna. Cindy stendur í ströngu Teitur Þorkelsson skrifar Kvennabúr Soldánsins úsund og eina nótt las ég í fyrsta skipti þegar ég var lítill. Æ síðan hef ég verið hálf veikur fyrir hugmyndinni um að eiga kvennabúr. Marmaraklæddur súlnasalur, fylltur legubekkjum, silkipúðum og flauelsvoðum, þar sem tugir og hundruðir kvenna af öllum stærðum og gerðum baðast, núa á sig ilmolíum og bíða eftir mér. Þessi íburður, mýktin og ilmandi kvennahópurinn virð- ast eiga í fleiri sálir að venda því langflestir karlmenn sem ég þekki hafa látið í ljósi einhvers- konar drauma um að sofa hjá fleiri en einni konu í einu. Fyrir þeim flestum virðist þetta liggja í hlutarins eðli, „Auðvitað, hver vill það ekki“ eða „Pað er nokk- uð sem ég verð að prófa áður en ég dey“ er mér svarað þegar ég spyr hvort menn eigi sér slíkan draum. Að vísu þekki ég nokkra sem neita því alfarið, segja að þeir gætu ekki einbeitt sér ef þeir væru með mörgum konum, ein kona sé nóg fyrir þá. En það virðist vera hörgull á konum sem hafa áhuga á að vera í kvennabúrinu. Og það er ekki fyrr en karlmaðurinn lítur í eigin barm að hann kemst að því hvers vegna. Að veltast um með ótal öðrum karlmönnum sem alhr eru að reyna að þókn- ast einu og sömu konunni er nefnilega ekki alveg eins spenn- andi og að vera í sporum soldánsins. Ástarkveðja, Teitur. Langar upp að altarinu. Ofurfyrirsætan Cindy Crawford hefur í nógu að snúast. Auk þess sem hún er eftirsóttasta og dýrasta fyrir- sæta heims hefur hún reynt fyr- ir sér í kvikmyndaleik, gefið út líkamsræktarmyndbönd og stjórnað sjónvarpsþáttum. Nú ætlar hún að reyna fyrir sér á enn einum vettvangnum því fréttir herma að hún hafi gert risasamning um að skrifa bók. Þetta er þó enginn spennutryllir heldur fræðirit um andlitsfarða. Bókin er væntanlega í október og ber heitið Cindy Crawford’s Basic Face: A Makeup Work- book. Ég hef verið svo heppin að vinna með færasta förðunar- fólki tískubransans og ég hef safnað saman ýmsu fróðlegu, segir Cindy. Fyrirsætan stendur einnig í ströngu í einkalífinu og vinir hennar segja að stúlkan sé far- in að þrá að eignast eiginmann og barn. Nýjustu fréttir herma að hún sé búin að taka saman við gamlan kærasta, kráareig- andann Randy Gerber, og ekki sé langt að bíða þar til þau haldi upp að altarinu. Cindy sleit sambandi sínu við leikar- ann Val Kilmer eftir að í ljós kom að kauði hafði engan áhuga á að ganga í það heilaga. Kilmer hefur undanfarið sést í fylgd með leikkonunni Eliza- beth Shue, sem leikur á móti honum í væntanlegri mynd, The Saint, og Cindy ber ekki mjög hlýjan hug til Shue. Hún hefin- gert tískuhönnuðum það full- ljóst að ef þeir bjóða Shue á tískusýningar sínar í framtíð- inni mun Cindy ekki sýna föt þeirra. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík Sími 552 5800 - Bréfsími 562 2616 ÚTBOÐ F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tiiboðum í verkið „Mælaskipti". Verkið felst í því að skipta um mæla í Reykjavík. Alls er um að ræða um 13.200 mæla. Verkinu skal lokið fyrir 15. desember 1998. Útboðið er opið fyrir alla pípulagningameistara, sem Iðggildingu hafa í Reykjavík. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri. Opnun tilboða: Þriðjud. 17. sept. nk. kl. 14.00 á sama stað. Nnr. 125/6. Fundarboð M Sjálfstæðisfélag Akureyrar heldur fund í Kaupangi v/Mýrarveg miðvikudaginn 11. sept. 1996 kl. 20.30. Dagskiá: Kjör fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins 10.-13. okt. 1996. Stjórnin. Fundarboð Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri heldur fund í Kaupangi v/Mýrarveg miðvikudaginn 11. sept. 1996 kl. 21.00. Dagskrá: Kjör fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins 10.-13. okt. 1996. Stjórnin. Fræðslumiðstöð Reykjavíkur auglýsir lausar stöður við grunnskóla Reykjavíkur Álftamýrarskóli - tónmenntakennari. Tónmenntakennara vantar í 'A stöðu. Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskólastjóri í síma 568 6588. Árbæjarskóli - sérkennari. í Árbæjarskóla vantar sérkennara í fullt starf við nýtt sérkennsluúrræði. Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskólastjóri í síma 567 2555. Foldaskóli - smíðakennari. í Foldaskóla vantar smíðakennara í fullt starf vegna skyndilegra forfalla. Reynsla af nýsköpunarstarfi æski- leg. Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskólastjóri í síma 567 2222. Hamraskóli - sérdeild fyrir einhverfa. í sérdeild Hamraskóla vantar þroskaþjálfa í fuilt starf. Þar vantar einnig stuðningsfulltrúa í hálft starf. Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskólastjóri í síma 567 6300. Starfsfólk skóla vantar í eftirtalda skóla borgarinnar: Árbæjarskóla, Engjaskóla, Hlíðaskóla og Voga- skóla. Störfin eru meðal annars fólgin í gangavörslu, gang- brautarvörslu og stuðningi við nemendur. Upplýsingar veita skólastjórar og aðstoðarskólastjórar viðkomandi skóla. Umsóknir berist skólastjórum eða Ingunni Gísladóttur, deildarstjóra starfsmannadeildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, Tjarnargötu 12. Umsóknarfrestur er til 13. september. 6. september 1996. Fræðslustjórinn í Reykjavík.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.