Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Side 3

Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Side 3
|Dagur-'3Imtttm Laugardagur 14. september 1996 - 3 F R É T T I R 1 1 Heilsugæslustöðvar Eðlilegt ástand eftir 1-2 vikur Landsbyggðin fór mun verr út úr deilunni. Bróðurparturinn af heilsu- gæslulæknum á landinu mætti til sinna gömlu starfa í gær eftir sex vikna kjaradeilu. Víða var mikið að gera þennan fyrsta dag en fólk á þeim heilsugæslustöðvum sem haft var samband við bar sig þó vel. Flestir töldu að eina til tvær vikur mundu líða þar til eðilegt ástand kemst á aftur. „Hér er allt komið á fulla ferð og margir sem leitað hafa til okkar í dag. Einn læknir er enn við störf erlendis en í hans stað er aíleysingalæknir. En það munu allir skila sér inn og hér verður engin breyting á starfs- liði, sagði Konný Kristjánsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Heilsu- gæslustöðinni á Akureyri. í gær voru læknar eingöngu í að sinna sjúklingum sem komu á staðinn en hjúkrunarfræðingar sáu um það sem afgreiða þurfti í gegnum síma. Halla Eiríksdóttir, hjúkrunar- forstjóri á Egilsstöðum, sagði þennan fyrsta dag ganga vel. Allir ijórir læknar stöðvarinnar voru mættir til starfa og höfðu mikið að gera. Austfirðir voru það hérað þar sem ástandið var hvað verst meðan á deilunni stóð. „Landsbyggðin fór auðvit- að mun verr út úr þessari deilu en höfuðborgarsvæðið," sagði Halla. „Það eru allir voðalega ánægðir að sjá mann aftur og bjóða okkur velkomna til starfa," sagði Gylfi Haraldsson, heilsugæslulæknir á Selfossi. Hann sagði hlutina ganga nokk- uð vel en ekki færi hjá því að læknar verði varir við að fólk hafi beðið lengur að leita læknis með ýmsa hluti en æskilegt hafi verið. Halldór Jóns- son, héraðslæknir á Vesturlandi, sagði ástand mála all þokkalegt í íjórðungnum. Ekki er þó fullmannað á öllum stöðum en úr því mun vænt- anlega rætast innan tíðar. Því er þó ekki að heilsa á öllum stöðum á landinu og hafa menn áhyggjur af að illa muni ganga að manna lausar stöður. Það á t.d. við um Sigluijörð þar sem árangurslaust hefur verið aug- lýst eftir lækni og svipaða sögu er að segja af nokkrum stöðum á Vestíjöröum. Þetta eru þó engin ný tíðindi. Þannig segir héraðslæknirinn á Vesturlandi að iðulega hafi þurft að leysa læknisleysi á Grundarfirði með sameiginlegu vaktsvæði við Ól- afsvík. Til svipaðra ráða verður væntanlega gripið á öðrum stöðum ef þörf krefur. HA Konný K. Kristjánsdóttir hjúkrunarforstjóri „Hér er allt komið á fulla ferð og margir sem leitað hafa til okkar Alþýðubandalagið Einar Karl útlægur Margrét Frímannsdóttir formaður Alþýðubandalagsins „ Okkur fannst það óeðlilegt að við vcer- um þarna með mann, sem hefur ráðið sig í vinnu hjá öðrum flokkum. “ Arthúr Mortens hefur tekið við af Einari Karh Haraldssyni, sem fulltrúi Alþýðubanda- lagsins í nefnd um fjármál stjórnarmálaflokkanna. Væntanlega verður einnig skipt um mann í útvarps- réttarnefnd, þar sem Einar situr einnig fyrir Alþýðu- bandalagið, þegar þing kemur saman í haust. Nefndin um íjármál stjórnarmálaflokkanna var skipuð í september í fyrra og í henni eru fulltrúar allra ilokka. Mar- grét Frí- mannsdóttir, formaður Al- þýðubanda- lagsins segir að ákveðið hafi verið á sameiginleg- um fundi þingflokks og framkvæmda- stjórnar í vik- unni að skipa Arthúr Morteins í stað Ein- ars. „Fulltrúi flokksins í nefndinni þarf að vinna ná- ið með mér og formanni þingflokksins og okkur fannst það óeðlilegt að við værum þarna með mann, sem hefur ráðið sig í vinnu Einar Karl Haraldsson verkefnisstjóri „Ég œtla ekki að hœtta af sjálfsdáð- um í Útvarpsréttar- nefnd. “ hjá öðrum flokkum." Al- þýðuflokkur og Þjóðvaki hafa sem kunnugt er ráðið Einar Karl til að vinna að sameiningu jafnaðarmanna. Einar sagði í samtali við Dag Tímann að hann teldi eðlilegt að skipta á manni í þessari nefnd. Hann hafi einnig þegar ákveðið að hætta í starfshópi Alþýðu- bandalagsins um utanríkis- mál, sem hann hefur veitt fyrstu, enda væri annað óviðeigandi. Einar Karl hyggst hins vegar ekki segja af sér í útvarpsréttarnefnd. Hún er kosin af alþingi til íjögurra ára í senn og á nú- verandi stjórn eftir rúmt ár af kjörtímabili sínu. „Yfir- leitt sitja menn nú til loka þess tímabils sem þeir eru kjörnir til og ég ætla ekki að hætta af sjálfsdáðum í Út- varpsréttarnefnd, segir Ein- ar Karl. Hann verður hins vegar látinn hætta, ef for- maður flokksins fær ein- hverju ráðið. Margrét segir þetta ekki hafa verið rætt innan flokksins, en hún vilji skipta Einari út í haust. „Hann er tilnefndur af Alþýðubandalaginu, þótt út- varpssréttar- nefnd sé kosin á alþingi. í mínum huga er það alveg ljóst að hver sá maður sem gegnir trúnað- arstörfum fyrir stjórnmála- ílokk, verður að geta mætt á fundi og rætt þau mál sem hann á að fjalla um af full- komnum trúnaði um við flokksmenn. Við ætlumst að sjálfsögðu til þess að okkar maður í Útvarpsréttarnefnd vinni í samræmi við stefnu Alþýðubandalagsins og ég tel ekki rétt að hann vinni einnig fyrir aðra stjórn- málaflokka.“ Flæmingjagrunn Rækjukvótí á íslensk skip íslensk stjórnvöld telja hættu á ofveiði. ✓ Aársfundi Norðvestur-Atl- antshafsfiskveiðistofnun- arinnar sem lauk í Pét- ursborg í gær, lýstu íslensk stjórnvöld yfir andstöðu við þá ákvörðun stofnunarinnar að stjórna rækjuveiðum á Flæm- ingjagrunni með sóknarstýr- ingu eins og verið hefur. Þá Borgarstjóri Fram- kvæmdir að þeirra eigin ósk essar framkvæmdir eru til komnar vegna óska þeirra sjálfra í Grímsbæ. Það var Steingrímur heitinn kaupmaður og eigandi Grímsbæjar, sem óskaði eftir framkvæmdunum árið 1982. Óskað var eftir að- gerðum til að auðvelda aðkom- una og bæta bílastæðin. Það var farið í þetta núna og gerður var samningur við, verslanamið- stöðina um framkvæmdina," sagði Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, borgarstjóri í Reykjavík, í gær um kaupmanninn á eyði- eyjunni, sem greint var frá í blaðinu í gær. „Menn verða að gera sér grein fyrir að þegar ráðist er í framkvæmdir á svona stað, þá þýðir það ákveðna truflun í ein- hvern tíma,“ sagði borgarstjór- inn. -JBP hyggjast stjórnvöld mótmæla formlega þessari ákvörðun NAFO eins og þau gerðu einnig í fyrra. Jafnframt var því lýst yfir af hálfu stjórnvalda að þau myndu taka einhliða ákvörðun um kvóta fyrir íslensk skip á svæð- inu á næsta ári. Gangi það eftir mun það hafa í för með sér verulega takmörkun veiða hjá íslenskum skip- um frá því sem nú er. Hinsvegar er ekki vitað hvort sá kvóti verður fram- seljanlegur eða ekki. Aftur á móti mun ákvörðun um kvóta taka mið af veiðiþoli rækju- stofnsins og veiði- reynslu skipanna á svæðinu. Þessi andstaða íslenskra stjórnvalda gegn sóknarstýr- ingu rækjaveiða á Flæmingja- grunni byggist m.a. á þeirri skoðun að það geti leitt til þess að veitt verði umfram það sem rækjustofninn þolir. Aftur á móti mundi heildarkvóti sem skipt yrði á milli ríkja, tryggja bæði framtíð rækjustofnsins og fjárhagslega hagkvæmni veið- anna að mati stjórnvalda. Samkvæmt upplýsingum sem fram komu á ársfundinum um ástand rækjustofnsins á Flæm- ingjagrunni og m.a. um afla á togtíma, benda til þess að stunda verði áframhaldandi veiðar með mikilli varúð ef ekki á illa að fara. Heildarafli úr rækjustofninum stefnir í að verða vel yfir 40 þúsund tonn í ár. Þar af er áætlað að afli ís- lenskra skipa verði um 20 þús- und tonn. I fyrra nam heildar- afli íslensku skipanna um 7.500 tonnum. Útgerðarmenn á móti Snorri Snorrason, útgerðar- maður á Dalvík og formaður Félags úthafsútgerða, gerir út tvo togara á Flæmingjagrunni, Dalborgu og Arnarborg. Hann segir að félagið hafi ekki fengið að hafa fulltrúa í sendinefnd- inni, en þeir hefðu lagt til frjáls- ræði í veiðunum en ekki kvóta- eða sóknarstýringu, það sé ekki tímabært. „Það er mjög óvenjulegt eftir þriggja ára veiðireynslu að taka upp stýringar. Það er mjög sér- kennilegt og vekur grunsemdir að ekki er hægt að fá gefna upp nýtta veiðidaga né afla hjá öðr- um þjóðmn og segir mér að eitthvað sé brogað við fyrri skýrslugerðir. Það er engin hætta á því að verið sé að of- veiða rækjustofninn þarna vest- ur frá. Eg hef oft bent að reynsluna frá íslandi í þessu sambandi en árið 1986 lagði Hafrannsóknastofnun til að ekki yrði leyft að veiða nema 10 þúsund tonn af rækju á úthaf- inu við ísland en nú hafa verið veidd um 70 þúsund tonn í nokkur ár og aflinn fer stöðugt vaxandi. Tíminn vinnur með okkur, hlutur okkar eykst, og ekki verður um ofveiði að ræða nema þarna komi upp fiski- stofnar sem draga úr magni rækju. Bæði þorskur og grálúða hurfu af þessu svæði undir vís- indalegu eftirliti, og kannski koma þeir sömu leið, þ.e. undir vísindalegu eftirliti," sagði Snorri Snorrason. GG/gh Snorri Snorrason formaður Félags úthafsútgerða „Það er engin hœtta á því að verið sé að ofveiða rœkjustofn- inn þarna vestur frá. “

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.