Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Qupperneq 7
IDagur-ÍIImrám
Laugardagur 14. september 1996 - 7
Fiskvinnslan
Skuldir í sjávarútvegi
Aðalfundur Samtaka fisk-
vinnslustöðva var haldin
í skíðaskálanum í
Hveradölum í gær. Auk skýrslu
formanns stjórnar, Arnar Sigur-
mundssonar, voru flutt erindi
um laun og launakostnað í fisk-
vinnslu, stöðu fiskvinnslu á ís-
landi og í Noregi, Evrópusam-
bandsmarkaðinn o.fl.
í erindi Arnars kom m.a.
fram að heildaraflinn á nýaf-
stöðnu fiskveiðiári sé áætlaður
rúmlega 1.950 þúsund lestir
sem er mesti afli íslandssög-
unnar. Þrátt fyrir það var
þorskafli í lágmarki, eða 168
þúsund tonn upp úr sjó. Hrá-
efnisverð hafi sveiflast verulega
á árinu, hækkað um 1% í þorski
en lækkað um .8% í ýsu en
hækkað um 12% á. karfa en
minna í öðrum tegundum. Hrá-
efniskostnaður hefur sveiflast
mjög eftir vinnslugreinum, er
50-70% af tekjum.
„Ef marka má yfírlýsingar
nokkurra forystumanna innan
ASI að undanförnu er ljóst að
verkalýðsfélög munu gera kröf-
ur um stórfelldar Iaunahækk-
anir í næstu kjarasamningum,
eða um 20-30% hækkun á
taxtakaup. Aðstæður fyrirtækja
til þess að greiða hærri laun
eru mjög misjafnar og þar hef-
ur fiskyinnslan sérstöðu. Fisk-
vinnslan í heild er rekin með
verulégu tapi og getur ekki tek-
ið á sig hækkun launakostnað-
ar, en hann er nú 10-25% af
tekjum, hæstur í frystingu botn-
fisktegunda og þar er afkoman
lökust. Verði niðurstaða kjara-
samninga miklar launahækkan-
ir er alveg víst að áframhald
verður á þeirri þróun að fryst-
ing botnfisks færist í auknu
mæli yfir á frystitogara og
vinnsla í landi dregst saman,“
sagði Arnar Sigur-
mundsson.
Ileifdarskuldir í
sjávarútvegi er
áætlaðar 107 millj-
arðar króna sam-
kvæmt upplýsing-
um Seðlabankans
og eru um 43 millj-
arðar króna
bundnir í innlend-
um skuldum. Út-
flutningsverðmæti
sjávarafurða á síðasta ári voru
87 milljarðar króna og fyrstu
sex mánuði þessa árs rúmir 56
milljarðar króna og stefnir í 92
milljarða króna á þessu ári að
mati Þjóðhagsstofnunar. Stofn-
unin telur að botnfiskvinnslan,
frysting og söltun, sé nú rekin
með 8,5% halla, frysting með
12,5% halla og saltfiskur með
1,6% halla en veiðar með tæp-
lega 2% hagnaði. 47% af öllum
þorski. x dag fer til söltunar,
35% til landfrystingar, 3% í
flugfisk, 13% eru unnin á
vinnsluskipum og rúmlega 1% í
gáma og siglingar. Töluvert
meira fór af ýsu til landfrysting-
ar, eða 50%.
„Lausnin á vandanum er
ekki fólgin í gengisfellingum
upp á gamla móðinn en hér er
vá fyrir dyrum ef ekkert er að-
hafst. Verði ekki breyting á af-
komu mun frysting botnsfisks í
landi dragast saman á næstu
misserum og atvinna þúsunda
leggjast af með tillieyrandi
byggðaröskun," sagði Arnar
Sigunnundsson. GG
Kostnaðarliðir við botnfiskvinnslu
sem hlutfall af heildartekjum
_. Hráefniskaup
Launa-
kostnaður
1994
1995, áætl.
1996, áætl.
Afskr. og Hagnaður
ijárm.kostn. /l’ap
Arnar Sigurmundsson
form. Samt. fiskvinnslustöðv,
„Efekkert er aðhafst til
lausnar vanda botnfisk-
vinnslunar mun
atvinna þúsunda
leggjast af með tilheyr-
andi byggðaröskun. “
Akureyri
Bærinn greiðir 300
þúsund í bætur
Akureyrarbær hefur fall-
ist á að greiða Hólmfríði
Sveinsdóttur 300 þúsund
krónur í bætur í tengslum við
starf sem auglýst var á vegum
bæjarins og Hólmfríður sótti
um en fékk ekki. Um var að
ræða stöðu starfsmanns fram-
kvæmdanefndar um reynslu-
sveitar félagaverkefnið.
Hólmfríður taldi fram hjá sér
gengið, m.a. vegna þess að
hennar menntun félli betur að
þeirn kröfum sem fram voru
settar í auglýsingu. Ilún kærði
ráðninguna til jafnréttisráðs og
vann málið. Taldi kærunefnd
jafnréttismála að ákvæði jafn-
réttislaga hefðu augljóslega
verið brotin. Mæltist nefndin til
þess að fundin yrði lausn sem
Hólmfríður sætti sig við.
Nú meira en ári eftir að ráð-
ið var í starfið hefur sátt náðst í
málinu. Bærinn greiðir Hólm-
fríði 300 þúsund krónur, „fyrir
fjárhagslegt og ófjárhagslegt
tjón sem hún kann að hafa orð-
ið fyrir er hún varð af fyrr-
greindu starfi." Bærinn telur að
þrátt fyrir þetta sé hann ekki að
viðurkenna að hafa sýnt af sér
sök við ráðninguna og sé þ.a.l.
ekki að viðurkenna bótaskyfdu
með gerð sáttarinnar.
Hólmfríður Sveinsdóttir
sagðist eftir atvikum vera sátt
við þessa niðurstöðu. Mat lög-
fræðings hennar, Þorbjargar
Jónsdóttur, hafi verið að lengra
væri vart hægt að komast án
þess að höfða dómsmál og því
hafi þetta orðið nið-
urstaðan. Mestu
máli skipti að hafa
fengið viðurkenn-
ingu á því að hafa
farið með rétt mál.
„Ég skif raunar ekki
af hverju forsvars-
menn bæjarins eru
að greiða mér þessa
peninga ef þeir telja
sig ekki hafa sýnt af
sér sök. Eins finnst
mér að bærinn
standi vart undir nafni sem
bæjarfélag þar sem jafnróttis-
nxál eru í hávegum höfð, þrátt
fyrir af hafa sérstaka jafnréttis-
áætlun, jafnréttisfulltrúa og
hafa hlotið viðurkenningar á
þessu sviði,“ sagði Hólmfríður.
' HA
Bœrinn greiðir Hólmfríði
300 þúsund krónur, „fyrir fjár-
hagslegt og ófjárhagslegt tjón
sem hún kann að liafa orðið
fyrir er hún varð af fyrrgreindu
starfi“ og telur að þráttfyrir
þetta sé hann ekki að
viðurkenna sök
107 milljarðar
INNKAUPASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3-101 Fteykjavík
Sími 552 5800 - Bréfsími 562 2616
UTBOÐ
F.h. Húsnæðisnefndar Reykjavíkur, er óskað eftir tilboðum í:
1. Gler
2. Blikksmiði
í 102 íbúðir við Álfaborgir/Dísaborgir í Reykjavík.
Útboðsgögn eru afhent á skrifst. vorri gegn kr. 10.000,- skil-
atr. fyrir hvort verk.
Opnun tilboða: Miðvikud, 2. okt. nk. kl. 11.00 á sama stað.
Augl. nr. hnr 126/6
INNKAUPASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - 101 Reykjavík
Sími 552 5800 - Bréfsími 562 2616
ÚTBOÐ
F.h. Borgarverkfræðingsins í Reykjavík, er hér með óskað
eftir tilboðum í verkið:
Borgarholt II - Spöngin og Vættarborgir.
Helstu magntölur eru:
- Götur, breidd 5-6 m 370 m
- Götur, breidd 7-7,5 m 560 m
- Bílastæði 2.100 m2
- Holræsi 2.140 m
- Púkk 3.500 m2
- Mulin grús 7.400 m2
- Losun klappar 3.500 m3
Hluta verksins skal skila fyrir 1. des. 1996, en því skal að
fullu lokið fyrir 1. júlí 1997.
Útboðsgögn eru afhent á skrifst. vorri frá þriðjud. 17. sept.
nk. gegn kr. 10.000,- skilatr.
Opnun tilboða: Fimmtud. 26. sept. nk. kl. 11.00 á sama
stað.
Augl. nr. gat 128/6.
INNKAUPASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3- 101 Reykjavík
Sími 552 5800 - Bréfsími 562 2616
UTBOÐ
F.h. sjálfseignarstofnunarinnar Skógarbæjar, óskað eftir
tilboðum í múrverk innanhúss fyrir hjúkrunarheimilið Skógar-
bæ að Árskógum 2 í Reykjavík. Helstu verkþættir eru gólf-
lögn, hlaðnir innveggir og múrhúðun hlaðinna veggja.
Útboðsgögn eru hafhent á skrifst. vorri frá miðvikud. 18.
sept. nk. gegn kr. 15.000,- skilatr.
Opnun tilboða: Fimmtud. 10. okt. nk. kl. 11.00 á sama stað.
Augl. nr. bgd 127/6.