Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Qupperneq 10
10 - Laugardagur 14. september 1996
PJÓÐMÁL
Vandi heilbrigðis
málanna
Sigurðsson
Málefni Lánasjóðs íslenskra náms-
manna hafa verið ofarlega í fjöl-
miðlaumræðu að undanförnu.
Réttmæt gagnrýni hefur komið fram á
óhóflega hátt endurgreiðsluhlutfall auk
annarra þátta sem ég hef ekki hugsað
mér að fara nánar útí. Reyndar hef ég
ekki hugsað mér að blanda mér í þá um-
ræðu sem nú er í gangi, heldur leggja
orð í belg vegna ummæla sem fallið hafa
um meinta gjaldþrotahættu Lánasjóðsins
á sínum tíma.
Varúð - gjaldþrotahætta!
Ýmsir framámenn í stjórnmálum hafa
haldið því fram í umræðunni nú að
breytingar sem gerðar voru á sínum
tíma í Lánasjóðnum, m.a. breytingar á
endurgreiðsluhlutfalli, afnám samtíma-
greiðslna lána o.fl., hafi verið nauðsyn-
legar til að forða Lánasjóði íslenskra
námsmanna frá yfirvofandi gjaldþroti.
Formaður menntamálanefndar Alþingis,
Sigríður Anna Þórðardóttir alþingismað-
ur, hélt þessu t.a.m. fram í útvarpsþætti
á dögunum, og talsmenn Sjálfstæðis-
flokksins hafa mjög haldið þessum
áróðri á lofti á liðnum árum. Þá fór nú-
verandi formaður Alþýðuflokksins, Jón
Baldvin Hannibalsson, leiðtogi samein-
aðra jafnaðarmanna, mjög geyst í þess-
ari umræðu þegar hann var í ríkisstjórn
með Sjálfstæðisflokknum fyrir nokkrum
misserum og hélt þessu statt og stöðugt
fram. Nú vill svo til að þetta er goðsögn
sem því miður hefur fengið að ráða í
umræðu um þessi mál óátalin allt of
lengi.
Sterk staða LÍN
Undirritaður var formaður stjórnar
Lánasjóðs xslenskra námsmanna á árun-
um 1990-1991. Að frumkvæði þeirrar
stjórnar sem þá sat var Ríkisend-
urskoðun fengin til að vinna greinargerð
um fjárhagsstöðu Lánasjóðsins. Sú
greinargerð var lögð fram í apríl 1991.
Megin niðurstaða Ríkisendurskoðunar
um Ijárhagsstöðuna var þessi:
„Lánasjóðurinn getur staðið undir öll-
um núverandi skuldbindingum með eig-
in fé sínu. Ef sjóðnum hefur verið lokað í
árslok 1990 gæti hann staðið við allar
sínar skuldbindingar án þess að þurfa á
frekari ríkisframlögum að halda. Þar að
auki gæti sjóðurixm endurgreitt ríkissjóði
á nafnvirði riíma 9 milljarða af eigin fé
sínu sem var rúmlega 13 milljarðar
króna um síðustu áramót."
Þannig er það alveg ljóst að upphróp-
anir um meinta gjaldþrotahættu Lána-
sjóðsins eru stórlega ýktar og í raun full-
komið kjaftæði svo töluð sé kjarnyrt ís-
lenska. Vandi Lánasjóðsins var fyrst og
fremst sá að ríkisframlögin voru of lág
og sjóðnum gert að taka of mikið af lán-
um með háum vöxtum til sinnar útlána-
starfsemi. Þess vegna fór alltaf nokkur
hluti af ríkisframlögum til að greiða
vexti. og afborganir af lánum sjóðsins í
stað þess að fara í lánveitingar til náms-
manna. Ef fjárþörf sjóðsins hefði verið
að fullu mætt með rfldsframlögum í stað
lána, hefði ijárþöríin farið minnkandi
með árunum, þannig að endurgreiðslur
gætu að mestu staðið undir nýjum lán-
um, en ríkisframlög stóðu undir rekstri
og afföllum.
Samfélagið á að fjárfesta í
menntun
Eitt af því sem formaður menntamála-
nefndar taldi sem sérstök rök fyrir
breyttum reglum sjóðsins var að ein-
stakir lánþegar skulduðu allt upp undir
14 milljónir króna í námslán og það yrði
að taka á því. Samkvæmt skýrslu Ríkis-
endurskoðunar skulduðu um 60% lán-
takenda innan við 1 milljón króna og að-
eins um 1% skuldaði 5 milljónir eða
meira. Hér er því um blekkingarleik að
ræða af hálfu formanns menntamála-
nefndar sem lýsir ekki vönduðum mál-
flutningi.
Þegar öllu er á botninn hvolft verða
menn að svara þeirri spurningu hvort
samfélagið eigi að fjárfesta í menntun og
hvaða kostnað ríkissjóður á að bera af
þeirri Ijárfestingu. Þó ríkið taki á sig há-
ar fjárhæðir við námslánakerfið skiptir
þó mestu hver ávinningur þjóðfélagsins
af aðstoð við námsmenn er í hlutfalli við
kostnað þess við að veita aðstoðina.
Þeirri spurningu er í raun enn ósvarað
en þó dylst sá ávinningur ekki þjóðar-
leiðtogum í hástemmdum ræðum á tylli-
dögum.
Árni Þór Sigurðsson.
Ilöfundur er borgarfulltrúi og fyrrv. stjórnarfor-
maður I.ÍN.
Heilbrigðismál hafa verið í stöðugri
umræðu í þjóðfélaginu og kemur
þar margt til. Þessi málaflokkur
er flókinn og frekur á útgjöld og þarna
er verið að fjalla um misjafnlega veikt
fólk sem þarf á þjónustunni að halda.
Heilbrigðismál eru því viðkvæmari mála-
flokkur en margir aðrir sem verið er að
Qalla um í stjórnmálaþrætum dagsins,
og það er styttra í tilfinningarnar í heil-
brigðisumræðunni sem eðlilegt er.
Góð þjónusta og traust
Það blandast engum hugur um það að
heilbrigðisþjónustan á íslandi er góð og
nýtur í það heila tekið mikils trausts not-
enda. Stóru sjúkrahúsin hafa tekið upp
flóknustu aðgerðir, og er nægilegt að
benda á það að hjartaaðgerðir hafa nú
flust inn í landið og nú nýverið var tekin
í noktun deild á Landspítalanum sem
framkvæmir hjartaskurðlækningar á
börnum. Fleiri nýjungar mætti telja, en
það er ekki ætlunin hér. Sú hátækni sem
til þessa þarf kostar auðvitað mikla fjár-
mxmi, en staðreyndin er að heilbrigðis-
þjónustan er að miklum hluta til per-
sónuleg þjónusta og laun eru um 70% af
útgjöldum heilbrigðisstofnana víðast
hvar.
Útgjaldahliðin
Heilbrigðisráðherrar á hverjum tíma
hafa reynt að halda útgjöldum í skefjum
í þessum málaflokki, en þar er við
ramman reip að draga. Þrátt fyrir að-
hald og aukna þátttöku notenda fer
lyfjakostnaður vaxandi og þar eru
þyngstar á metunum dýrar nýjungar
sem koma á markaðinn og gera alltaf
betur en að upphefja sparnaðinn. Svo
mun verða í ár eins og áður. Álagning á
lyf hefur farið lækkandi. Án aðgerða
væri þessi málaflokkur í hæstu hæðum
hvað útgjöld snertir.
Mörg sjúkrahúsin eiga við rekstrar-
vanda að etja. Forsvarsmenn þeirra
kalla gjarnan á skilgreiningu verkefna
og halda því fram að það sé vitlaust gef-
ið og fjárveitingar fylgi ekki verkefnum
sem ætlast er til af viðkomandi stofnun.
Það hefur verið unnið að því að skoða
rekstrarvanda sjúkrahúsanna sérstak-
lega, með það í huga að nýta þá fjár-
muni sem best sem til þeirra fara. Nú
liggur fyrir samkomulag heilbrigðisráð-
herra, fjármálaráðherra og borgarstjór-
ans í Reykjavík um samstarf og verka-
skiptingu sjúkrahúsanna í Reykjavík, og
við framkvæmd þess eru bundnar vonir
um hagkvæmni í þeim stórrekstri sem
þarna er staðreynd án þess að það bitni
á sjúklingum sem leita til þessara stofn-
ana.
Sjúkrahúsin á landsbyggðinni sinna
miklu þjónustu- og öryggishlutverki á
sínum svæðum. Það liggur nú fyrir að
skoða verkaskiptingu þeirra og hvernig
þau geta á sem hagkvæmastan hátt
þjónað þessu hlutverki. Þar skiptir
mestu máli hverrng hægt er að sam-
ræma á sem hagkvæmastan hátt það
hlutverk sem þau hafa að vera langlegu-
deildir eða hjúkrunarheimili fyrir aldr-
aða og veita bráðaþjónustu.
Skiptar skoðanir meðal
lækna
Það fer enginn í grafgötur með að það
eru átök innan heilbrigðisstétta um
skipulag heilbrigðisþjónustunnar. Sam-
komulag heilbrigðisráðherra við heilsu-
gæslulækna frá síðasta sumri hefur ekki
hlotið samþykki hjá Læknafélagi íslands.
Ég er þess þó fullviss að það er farsælt
skref í heilbrigðismálum að efla heilsu-
gæsluna og byggi það á þeirri reynslu
sem ég hef af skiptum við heilsugæslu-
stöðvar bæði í mínu heimahéraði á
Egilsstöðum og á höfuðborgarsvæðinu,
nánar tiltekið á Seltjarnarnesi. Ég hef þá
sannfæringu að þetta sé ódýr og per-
sónuleg þjónusta sem þarf ekki að neinu
leyti að rekast á við þjónustu sérfræð-
inga ef samstarf og samskipti innan
læknastéttarinnar eru í lagi.
Þegar þetta er ritað eru vonir til þess
að deila heilsugæslulækna við ríkið leys-
ist. Vonandi verður sú lausn til þess að
efla heilsugæsluna í landinu.
Stefna og starf heilbrigðis-
ráðherra
Núverandi heilbrigðisráðherra hefur
lagt á það áherslu í stefnumótun sinni
að auka samstarf og yfirfara verkaskipt-
ingu sjúkrahúsanna í landinu, efla
heilsugæsluna og endurskoða stjórnkerf-
ið í heilbrigðisþjónustunni, m.a. með það
í huga að auka hagkvæmni í yfirstjórn-
inni. Heilbrigðismál eru og verða for-
gangsmál í íslenska velferðarkerfinu, en
það er jafnljóst að ef allt er látið reka á
reiðanum og útgjöldin látin vaxa án að-
gerða, þá fer illa að lokum. Breytingar
eru því til þess að tryggja þjónustuna
þegar til lengdar lætur.
Starf heilbrigðisráðherra er eitt það
erfiðasta í stjórnkerfinu, og ekki bætir úr
skák þegar hluti stjórnarandstöðunnar
með aðstoð fjölmiðla á við Stöð 2, leggur
metnað sinn í það að ráðast persónulega
á viðkomandi eins og raunin er á með
núverandi heilbrigðisráðherra. Er það
tilfellið að einmitt hann sé valinn úr ráð-
herrahópnum til árása vegna þess hve
viðkvæmur málaflokkurinn er og auðvelt
að höfða til tilfinninganna varðandi
hann? Ef svo er eru stjórnmálin jafnvel
meiri ormagryfla heldur en ég hélt, og
hef ég þó orðið vitni að ýmsu á þeim
vettvangi á þeim tíma sem ég hef lifað
og hrærst í stjórnmálum.