Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Qupperneq 11

Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Qupperneq 11
jDagur-CEímmnt PJÓÐMÁL Laugardagur 14. september 1996 -11 Ósonlagið - breyting til batnaðar fyrirsjáanleg SGuðmundur Bjarnason Umhverjis- ráðherra blá geislun geti skaðað neðstu hlekki fæðukeðjunnar í hafinu með ófyrirsjánlegum afleiðing- um fyrir þá sem byggja afkomu sína á sjávarafla. Samningur sem skilar árangri Eyðing ósoniagsins af mannavöldum hefur verið mikið til umfjöllunar á undanförnum árum. Hinn 16. september 1987 var skrifað undir alþjóðlegan samning um aðgerðir til að draga úr losun ósoneyðandi efna og því hefur sá dagur verið tileinkaður þessu mikilvæga viðfangsefni af Sameinuðu þjóðunum. Af því tilefni er ástæða til að skoða ár- angur alþjóðlegs samstarfs til verndar ósonlaginu og hvað er framundan í þeim efnum. Mælingar á undanförnum ár- um hafa sýnt að þynning óson- lagsins hefur orðið veruleg yfir ákveðnum stöðum á jörðunni. Ósonlagið er einskonar sólhlíf jarðar og þynning þess hefur í för með sér aukna útfjóiubláa geislun sem kann að skaða iíf- ríki jarðarinnar. Meðal annars er talið að of mikil útfjólublá geislun geti v.eikt ónæmiskerfi manna og aukið tíðni augnsjúk- dóma og krabbameins. Þá eru taldar líkur á að aukin útfjólu- Það var mikil gæfa að þjóðum heims lánaðist fyrir tæpum ára- tug að komast að samkomulagi um alþjóðlegar aðgerðir til að draga úr losun efna sem eyða ósonlaginu. Þetta samkomulag, Montreal-bókunin, var tíma- mótasamningur þar sem flest ríki heims einsettu sér í fyrsta sinn að grípa til kostnaðar- samra alþjóðlegra aðgerða tii verndar andrúmslofti jarðar, þrátt fyrir að á þeim tíma lægi ekki fyrir fullkomin vísindaleg vitneskja um ósoneyðinguna eða þann kostnað sem fælist í aðgerðum til að draga úr losun skaðlegra efna. Rannsóknir sem síðan hafa verið gerðar hafa sýnt að aðgerða var vissu- lega þörf og í kjölfarið hafa ým- is ákvæði samningsins verið hert. Það er fagnaðarefni hversu vel hefur tekist til við fram- kvæmd samningsins. Hann hef- ur verið staðfestur af 149 ríkj- um og talið er að sl. 6 ár hafi notkun ósoneyðandi efna í heiminum dregist saman um 75%. Þá hefur einnig komið í ljós að þessi umskipti hafa ekki orðið jafn dýr og margir óttuð- ust. Sérfræðingar telja nú að eyðing ósónlagsins muni stöðv- ast á næstu árum og ef fram- gerða. Fyrst var sett bann við notkun klórflúorkolefnis sem drifefni í úðabrúsum og í kjöl- farið fylgdi bann við notkun þess í kælitækjum. Frá árinu 1994 hafa slík efni ekki verið flutt til íslands. Innflutningi á „Talið er að sl. 6 ár hafi notkun óso- neyðandi efna í heiminum dregist sam an um 75%. Þá hefur einnig komið í Ijós að þessi umskipti hafa ekki orðið jafn dýr og margir óttuðust.“ fylgd Montreal-bókunarinnar gengur eftir þá muni ósónlagið hafa náð fyrri styrkleika um miðbik næstu aldar. Fullur sigur er þó enn ekki unninn. f samræmi við áætlun samningsins, eru það fyrst og fremst Vesturlönd sem hingað til hafa gripið til aðgerða. Á næstu árum er fyrirhugað að þróunarlöndin og ýmis lönd í Austur-Evrópu fylgi í kjölfarið. íslendingar á undan áætlun ísland gerðist aðili að Montreal- bókuninni árið 1989 og var strax gripið til margskonar að- halónum, sem einkum eru not- aðir í slökkvitækjum, var hætt á árinu 1994. Þá hefur verið tekið á ýmsum öðrum efnrnn sem samningurinn nær til og hefur tekist að draga úr eða stöðva notkun þeirra fyrr en gert var ráð fyrir í samningnum. Það má því segja að í þessu máli hafi íslendingar sýnt mjög ábyrga afstöðu og gripið tíman- lega til nauðsynlegra aðgerða. Gott samstarf tókst á milli Holl- ustverndar ríkisins og atvinnu- lífsins um að draga úr notkun ósoneyðandi efna, en slík sam- vinna stjórnvalda og atvinnulífs er afar mikilvæg til að tryggja varanlegan árangur í umhverf- ismálum. Óson-samningurinn vísar leiðina Umhverfisráðuneytið vinnur nú að ýmsum öðrum alþjóðlegum samningum sem varða hags- muni Islands. Nýlega hófust samningaviðræður um að styrkja Rammasamning Sam- einuðu þjóðanna um loftslags- breytingar, en vísindamenn telja nú að talsverðar veður- farsbreytingar geti átt sér stað vegna uppsöfnunar svokallaðra gróðurhúsalofttegunda í and- rúmsloftinu. Þá vinnur ráðu- neytið að því að koma á lagg- irnar alþjóðlegum samningi um aðgerðir til að draga úr meng- un sem stafar af þrávirkum líf- rænum efnum. Þessi efni, sem geta verið mjög hættuleg og berast langa leið, allt frá hita- beltinu til Norðurpólsins, hafa m.a. mælst í sjónum hér við land. Vonandi tekst að ná alþjóð- legri samstöðu um að taka á þessum tveimur vandamálum. Alþjóðlegt samstarf er oft for- senda þess að hægt sé að taka á umhverfismálum á raunhæfan hátt og samningurinn úm óson- eyðandi efni er lifandi dæmi um að það getur skilað árangri. Framtíð í stofnun Arni Finnsson skrifar - Hlutverk íslands Fellibylir ganga nú yfir Karíbahaf og austurströnd Bandaríkjanna í síbylju. Nýlega gat að lesa á heimasíðu bandarísku sjónvarpsstöðvar- innar CNN, að alþjóðleg trygg- ingafyrirtæki hafi stofnað óheil- agt bandalag með samtökum umhverfisverndarsinna, í því augnamiði að forða loftslags- breytingum af völdum gróður- húsaáhrifa. Umhyggja tryggingafélaga fyrir náttúrunni verður auð- skiljanleg þegar haft er í huga að á árunum 1989 til 1994 greiddu opinberir aðilar og tryggingafélög 67 miljarði bandaríkjadala vegna tjóns af völdum ofsaveðurs. Miðað við fimm síðustu ár þar á undan höfðu bótagreiðslur aukist um 20 miljarði bandaríkjadala. Sambandsstjórnin í Washing- ton gegnir nú því hlutverki að bæta eignatjón þeirra sem tryggingafélög telja of áhættu- sama viðskiptavini. Spurningin er: hver vill tryggja íslendinga gegn þeim umhverfísáhrifum sem ógna lífríki sjávar og þar með undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar? Loftslagsbreyting- ar kunna að hafa óafturkallan- leg áhrif á hitastig sjávar og þar með fiskgegnd. Slíkar breytingar gætu gerst tilltölu- um þessa stefnumörkun vita harla fáir. Aðgerðir eru lítt ræddar á opinberum vettvangi, ef frá eru skilin metnaðarfull áform skógræktarmanna, sem hamla vilja gróðurhúsáhrifum með aukinni skógrækt. En hvernig ætla íslensk stjórnvöld að draga úr losun koltvíildis og annara gróðurhúslofttegunda? Hið sama gildir um mark- Hver bætir íslendingum tjónið ef ekki tekst að stöðva útbreiðslu lífrænna og þrávirkra eiturefna á borð PCB og díoxín-efni? lega hratt. Hugsanlega ekki meira en txu ár. Hver bætir fslendingum tjón- ið ef ekki tekst að stöðva út- breiðslu lífrænna og þrávirkra eiturefna á borð PCB og díoxín- efrú? íslensk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að leggja ríka áherslu á að fylgja eftir fram- kvæmdaáætlun Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar og samþykkt var á ráðstefnu þeirra unx um- hverfi og þróur í Ríó árið 1992. Vandamálið er hins vegar að visst starf íslenskra stjórnvalda til að ná fram alþjóðlegum samningi til að stöðva mengun af völdum þrávirkra eiturefna. Vitneskja almennings um það mál er takmörkuð. Hversu margir vita, til dæmis, að þýsk heilbrigðisyfirvöld bönnuðu innflutning á lýsi frá Islandi í desember s.l. vegna þess að magn eiturefna mældist yfir viðmiðunarmörkum þeirra? Hlutverk og - ekki síður - ímynd íslands á alþjóðavett- vangi hefur verið til umræðu af og til urn árabil. f mars 1990 skipaði Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra, nefnd fimm manna til að kanna möguleika á kynningu íslands á erlendum á vettvangi og efla já- kvæða ímynd þess. Eitt af meg- inmarkmiðum nefndarirmar var „að kanna hvort ísland gæti orðið ímynd gæða, hreinleika og heilbrigðis." Nefndin skilaði skýrslu, en næsta ríkisstjórn lét málið niður falla. En Steingrímur lét sér ekki segjast. Nú hefur hann í félagi við annað málsmetandi fólk kynnt Framtíðarstofnun, sem þessa helgi gengst fyrir merki- legri ráðstefnu á hótel Sögu um sjálfbæra þróun á næstu öld og hvert hlutverk íslands gæti orð- ið. Hér eru mikil tíðindi að ger- ast. Umræða um sjálfbæra þró- un hér á landi hefur oftar en ekki takmarkast við sjálfum- glaðar fullyrðingar ráðamanna og hagsmunaaðila þess efnis að í raun séu hvalveiðar eitt besta dæmið um sjálfbæra þróun. Frekari skilgreiningar gerist vart þörf. Væri ekki nær að ræða hvernig skipuleggja og þróa beri fiskveiðar hér við land með sjálfbærum hætti og hvernig stöðva megi mengun sem berst langvega að? Hugmynd aðstandenda Framtíðarstofnunar, um að haldinn verði alþjóðlegur fund- ur um framtíð mannkyns á Þingvöllum árið 2000, er góðra gjalda verð. Til að vel takist þarf að leysa það vandamál sem tæpt var á í skýrslu nefnd- ar þeirrar sem Steingrímur Hermannsson skipaði 1990. Nefrúlega það, að „Umhverfis- þekking stjórnmálamanna, framkvæmdaaðila og almenn- ings er [...] mjög léleg.“ Umræða um sjálfbæra þróun er ósjaldan klisjukennd. Oftast nær takmarkast hún af hags- munum sjávarútvegs, ferða- mannaiðnaðar eða stóriðju. Framtíðarstofnun er ætað að vera vettvangur slíkrar um- ræðu. Hvað þurfum við að gera til að geta búið þetta land án þess að íþyngja komandi kyn- slóðum? Hver er ábyrgð íslend- inga í umhverfismálum gagn- vart umheiminum? Það for- dæmi sem íslendingar gefa hlýtur að vera sú lausn sem við bendum á. Annars er hætt við að Þingvallafundur árið 2000 verði ekki annað en innihalds- laust orðagjálfur.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.