Dagur - Tíminn - 17.09.1996, Side 2
2 - Þriðjudagur 17. september 1996
Jbtgur-®mrám
Heiti Potturinn
Komin er upp einkennileg
staða í basjarpólitíkinni í
Eyjum. Eftir afhroð V-listans
(eftiröpun á R-listanum) í síð-
ustu bæjarstjórnarkosning-
um þar sem Alþýðuflokkur,
Alþýðubandalag og Fram-
sóknarflokkur buðu fram
saman, náði listinn aðeins
tveimur bæjarfulltrúum, frá
allaböllum og krötum. Nú er
bæjarfulltrúi allaballa á V-list-
anum, Ragnar Óskarsson,
farinn til Danmerkur í nám
næsta árið. Þriðji maður á V-
lista er framsóknarkona og
tekur hún sæti Ragnars í
bæjarstjórn. Alþýðubanda-
lagið í Eyjum er því án bæjar-
fulltrúa í fyrsta skipti síðan
flokkurinn var stofnaður sem
slíkur en iðulega hefur hann
haft einn eða tvo bæjarfull-
trúa...
r
Ípottinum voru menn sam-
mála um að það gæti varla
flokkast undir fagmannleg
vinnubrögð hjá sjónvarpinu
að láta Pál Benediktson
fréttamann flytja landsmönn-
um fréttir af aðalfundi Sam-
taka fiskvinnslustöðva. Ekki
vegna þess Páll hafi ekki
staðið sig heldur vegna þess
að Páll var að vinna fyrir
Samtök fiskvinnslustöðva á
þessum sama fundi sem
pallborðsstjórnandi. Hann
hafi verið þarna sem frétta-
maður í hjáverkum.....
Reykjavík
Sjórinn fái áfram að
móta strönd Viðejjar
„Engin haldbær rök eru
færð fyrir nauðsyn þess
að sjór fái ekki áfram að
móta strönd Viðeyjar eins
og hann hefur gert um
aldir“, segir m.a. í sam-
þykkt Umhverfismálaráðs
Reykjavíkur.
Borgarstjóri hefur óskað
umsagnar Umhverfis-
málaráðs vegna umsókn-
ar Samráðsnefndar um Viðey
um styrk til að vinna gegn land-
broti á þrem stöðum í eynni;
Þórsnesi, Áttæringsvör og Eið-
inu. Umhverfismálaráð bendir
á að Viðey sé á Náttúruminja-
skrá, sem þýðir að stefna ætti
að friðlýsingu hennar. Og í frið-
lýsingu felist að náttúrulegir
ferlar ráði mótun lands og lífs
að svo miklu leyti sem mögulegt
er.
„Það er svolítið ríkt í okkur
mönnunum að vilja eiginlega
h'ta á náttúruna svipað og bygg-
ingar sem þurfi að halda við og
mega ekki breytast“, sagði Sig-
rún Helgadóttir varaform. Um-
hverfismálaráðs. Einungis
vegna þess að einhver skörð
hafi myndast í vonda veðrinu í
vetur hafi menn viljað verja
milljónum í grjótflutninga. „En
okkur fannst allavega að það
væri annað þarflegra að gera
við peningana en að berjast við
sjóinn".
Af greinargerð má ráða að
slíkir grjótflutningar gætu jafn-
vel orðið til meira tjóns en
gagns, bæði á Eiðinu og á fugla-
lífi í Áttæringsvör. Jaðlagastafl-
inn við Þórsnes og suðurströnd
Viðeyjar sé sömuleiðis of merki-
legur til þess að réttlætanlegt
væri að flytja í hann annars
konar grjót og jarðefni. „Þarna
er stór eldstöð, askja, fyrir
tveimur milljónum ára. í Viðey
er áberandi móberg og kubba-
berg sem hefur myndast við gos
í öskjuvatni og á Þórsnesi hefur
vatnaset lagst ofan á móbergið.
Hvergi eru þessi jarðlög eins
heilleg og á suðurströnd Viðeyj-
ar. Auk þess að segja merka
sögu eru þessir klettar form-
fagrir“, segir í greinargerðinni.
Reykjavík
Þór Jósefsson
krýndur feg-
urðarkóngur
Þór Jósefsson, 23 ára Reyk-
víkingur, var krýndur feg-
urðarkóngur í keppninni
um Herra ísland á Hótel Islandi
síðasta föstudagskvöld og bar
þar sigurorð af m'tján karl-
mönnum. Þór mun taka þátt í
Herra Evrópa í Kaupmanna-
höfn 26. október næstkomandi í
framhaldi af krýningunni.
Mynd: Hari
Akureyri
Slippstöðin fær
stórt verkefni
fyrir MHF
Áramótin verða sem
fyrr mikill álagstími fyrir
Slippstöðina,
segir Ingi Björnsson
framkvæmdastjóri.
Verkefnastaða Slippstöðv-
arinnar hf. á Akureyri er
mjög góð, mikið um al-
mennar „skveringar" á skipum
af ýmsum stærðum og gerðum,
og í stöðunni í dag nægir það
fram á fyrri hluta vetrar.
Ingi Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Slippstöðvarinnar
hf., segir að engin erlend verk-
efni séu framundan hjá stöðinni
annað en stórt verkefni fyrir
þýska útgerðarfyrirtækið Meck-
lenburger Hochseefischerei
(MHF), dótturfyrirtæki Útgerð-
arfélags Akureyringa hf., en
Slippstöðin hefur fyrr á árinu
haft ýmis verkefni á hendi fyrir
MHF.
Ingi segir að vandlega sé
fylgst með erlenda markaðnum
sem og hinum innlenda, það sé
hluti af markaðsstarfinu. Samið
hefur verið um breytingar á
vinnsludekki, stækkun lestar og
stækkun fiskmóttöku MHF-tog-
arans og er áætlað að verkið
taki allt að 9 vikur en skipið
kemur til Akureyrar síðar í
haust. Ingi segir að eins og fyrr
verði tíminn um jól og áramót
mikill álagstími hjá Slippstöð-
inni þar sem fiskiflotinn er þá í
höfn. GG
FRÉTTAVIÐTALIÐ
Menn verða að halda fjárlög
Halldór Jónsson
settur tilsjónarmaður við
Sjúkrahúsið á PatreksfirðL
Heilbrigðisráðherra skipaði á
dögunum Halidór Jónsson,
tilsjónarmann með rekstri
sjúkrahússins á Patreksfirði.
Halldór er framkvæmdastjóri
Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri þar sem góður
árangur í rekstri hefur náðst.
að er heilbrigðisráðuneytið sem
tekur ákvörðun um að skipa til-
sjónarmann og óskaði eftir því
við mig að ég tæki þetta að mér,“ sagði
Halldór um tildrög þessa nýja starfs.
Skipanabréf hans nær til áramóta og
verður hann í leyfi frá FSA meðan á
þessu stendur. Vignir Sveinsson, skrif-
stofustjóri FSA, gegnir starfi Halldórs á
meðan hann er í burtu. „Ég geri ráð
fyrir að vera að mestu í burtu a.m.k.
fyrsta mánuðinn, en auðvitað eru viss
verkefni í gangi hjá FSA sem ekki er
ólíklegt að maður komi eitthvað að.“
En hvað er tilsjónarmaður? í lögum
um þetta segir að starfssvið tilsjónar-
manna sé að skipuleggja og hafa eftir-
lit með reikningshaldi og gerð íjár-
hagsáætlana stofnana og taka ákvarð-
anir um fjárskuldbyndingar, þar á
meðal um umfang starfsmannahalds, í
samráði við ráðherra, eftir því sem
nánar er lýst í erindisbréfi hverju
sinni.
Mun koma með tillögur
„Mér er ætlað að fara ofan í þessa
hluti hér en það er reyndar þegar búið
að vinna ákveðna vinnu í því sam-
bandi. Við getum sagt að ég muni gera
það enn frekar og koma fram með til-
lögur um hvernig hægt sé að haga
þessum rekstri þannig að allir geti ver-
ið sáttir. Það gildir þá bæði um heima-
menn og aðra. Það er auðvitað alþekkt
að víða er tekist á um bæði fjárveiting-
ar og starfsemi. Allir eru meira og
minna að leita sér leiða til að fram-
kvæma hluti ódýrar en áður hefur ver-
ið gert því í lengstu lög reyna menn að
verja þjónustu sem er til staðar. Það
liggur fyrir að það er alþingi á hverjum
tíma sem ákveður íjárveitingar til
stofnana og það er sá ijárhagsrammi
sem hver stofnun hefur. Ég hef alla tíð
sagt að það er eitthvað sem okkur ber
að fara eftir. Hitt er annað mál að
menn reyna auðvitað að færa rök fyrir
sínum beiðnum ef menn telja sig þurfa
meiri peninga.
Hafa ráðstafað meiri
peningum en úthlutað var
Þessi stofnun hór eins og sumar aðrar
hafa átt við fjárhagsvanda að stríða,
eða hefur ráðstafað meiri peningum en
hún hefur fengið og það segir sig sjálft
að til lengri tíma litið gengur shkt ekki
upp. Á þessu ári hefur bæði verið í
gangi athugun á þessari stofnun og
einnig aðgerðir til þess að breyta út-
gjöldum, sem mér virðist að hafi leitt
til sparnaðar á vissum sviðum. Slíkt er
mjög ánægjulegt og ánægjulegast auð-
vitað fyrir fólkið sjálft þegar það nær
svona árangri með sínum gerðum. Það
er líka það eina sem heldur til lengdar,
þ.e. fólkið sem vinnur við þetta verður
að vera tilbúið í svona aðgerðir. Æski-
legasta lausnin er að stjórnendur og
starfsfólk finni sér einhvern farveg í að
láta hlutina ganga upp.
- Telurðu að þér hafl verið falið
þetta verkefni vegna þess góða ár-
angurs sem náðst hefur í rekstri
FSA?
„Því get ég ekki svarað í sjálfu sér.
Vissulega er það rétt að Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið
rekið í samræmi við fjárveitingar
nokkuð mörg undanfarin ár. En það er
auðvitað ekki verk eins eða örfárra
manna. í reynd er það fólkið okkar,
starfsmenn allir, sem gera þetta mögu-
legt. Það á alls ekki við rök að styðjast
að eigna mér persónulega þennan ár-
angur, t.d. var ég í burtu í fjögur ár og
allan þann tíma var spítalinn rekinn
innan íjárlaga. Það hefur einfaldlega
náðst sá andi, að þrátt fyrir mikinn
niðurskurð hafa menn náð að setja
upp nýjar áætlanir og vinna eftir
þeim.“
Vel tekið af fólkinu
- Hvernig hefur þér verið tekið fyrir
vestan?
„Mér hefur verið ágætlega tekið og
fólk haft jákvæð orð við mig um komu
mína þannig að ég vonast til þess að
eiga gott samstarf við fólk hér eins og
ég hef sem betur fer vanist á mínum
aðal vinnustað. Auðvitað þarf oft að
taka erfiðar ákvarðanir, sem bæði
manni sjálfum og öðrum líkar ekki við,
en slíkt fylgir einfaldlega stjórnunar-
störfum."
- Þannig að þetta leggst bara vel í
þig?
„Já, það þýðir ekkert annað en að
vera jákvæður og óg mun gera allt til
að láta þetta takast. Auðvitað er
spennandi að fá tækifæri til að kynnast
rekstrinum og öllum aðstæðum hér,
sem vissulega eru nokkuð aðrar en
fyrir norðan.“ HA
í