Dagur - Tíminn - 17.09.1996, Page 5
Jlagur-tHhrami
Þriðjudagur 17. september 1996 - 5
F R É T T I R
Loðdýraræktin
Óánægja með skilnings-
leysi Stofiilánadeildar
Hæsta verð á
íslensku refaskinni
sem fengist hefur
síðan á söluárinu
1980/1981.
Loðdýrabændur
vilja uppbyggingu,
en gagnrýna
afstöðu
fjárfestinga-
lánasjóða.
Mikil óánægja ríkir
meðal margra loðdýra-
bænda með þá ákvörð-
un Stofnlánadeildar landbúnað-
arins að lána ekki til breytinga
eða stækkana á loðdýrabúum,
en margir telja að víða megi ná
meiri hagkvæmni með stækkun
búanna til nýtingar vinnukraft-
inum. Margir loðdýrabændur
fullyrða að ekki megi láta góð-
ærið í atvinnugreininni framhjá
sér fara en talið er að þetta
góða verð nú muni vara í a.m.k.
5 ár, jafnvel lengur. Stofnlána-
deildin sé hins vegar pikkföst í
fortíðarvanda loðdýraræktar-
innar og sé dragbítur á endur-
reisnina. Ekki er fjarri að álíta
að um 40% af skinnaverði í dag
fari í fóður, laun og afborganir
lána. Þess má geta að t.d.
Kaupfélag Skagfirðinga og
Byggðastofnun hafa hins vegar
boðið upp á styrk til þeirra loð-
dýrabænda sem vilja stækka við
sig eða hefja loðdýraræktarbú-
skap. Seld voru 22.296 minka-
skinn á uppboði Dansk pelsdyr-
avl (DPA) í Kaupmannahöfn 8.
til 12. september sl. og var
meðalverð 2.288 íslenskar
krónur. Hæsta verð 4.960 krón-
ur en meðaverð á söluárinu
2.605 krónur. Á sama uppboði
voru seld 4.262 refaskinn,
meðaverð 7.314 íslenskar krón-
ur en meðaverð á söluárinu
6.647 krónur. Ilæsta verð sem
fékkst fyrir refaskinn nú var
14.375 krónur sem er 13%
hækkun frá síðasta uppboði og
hæsta verð sem fengist hefur í
16 ár, eða síðan á söluárinu
1980/1981. Verð á undirflokk-
um hækkaði einnig, eða um 12-
15%, sem er bein afleiðing
hækkandi verða á bestu skinn-
unum.
Mikil eftirspurn er nú eftir
skinnum og má búast við að
það aukist enn. Á sama tíma
dregur úr framboði á skinnum
næsta framleiðsluár sem hefst í
haust. Því valda m.a. auknar og
strangari mengunarvarnir og
vaxandi kröfur til þeirra sem
hyggjast stofna ný bú, ekki síst
á hinum Norðurlöndunum. Alls
hafa verið seld skinn frá íslandi
fyrir 254 milljónir króna hjá
DPA á þessu ári, 67.715 minka-
skinn og 11.715 refaskinn, þar
af fyrir 72 milljónir króna í
septembermánuði og er það um
70% allrar skinnaframleiðsl-
unnar á íslandi. Alls voru seld
2,4 milljónir minkaskinna og
135 refaskinn hjá DPA í sept-
ember, víða að úr heiminum,
sem er um 97% þeirra skinna
sem voru í boði, en á yflr-
standandi söluári hafa verið
seld um 10 milljón minkaskinna
og nær 1 milljón refaskinna.
Næsta skinnauppboð DPA er í
desembermánuði, þá verða seld
fyrstu skinnin úr þessa árs goti.
GG
Athugasemd
Ásgeir
Hannes
leiðréttur
Végna laugardagspistils
Ásgeirs Hannesar Eiríks-
sonar hér í blaðinu þar
sem hann íjallar um nafngiftir á
sveitarfélögum og meintar hug-
myndir félagsmálaráðherra og
annarra framsóknarmanna í
þeim efnum, hafði Jón Krist-
jánsson alþingismaður sam-
band við blaðið. Jón er formað-
ur í nefnd sem vinnur að end-
urskoðun sveitarstjórnarlag-
anna og kannast ekkert við þau
sjónarmið sem Ásgeir Hannes
segir framsóknarmenn hafa í
þessum málum.
„Það stendur yfir end-
urskoðun sveitarstjórnarlaga og
sérstök nefnd, sem ég er for-
maður í, vinnur að því máli,“
segir Jón. Hann segir að í
nefndinni eigi sæti fulltrúar
hinna ýmsu aðila sem komi
víða að. Nefndin er í miðjum
klíðum og á að skila frumvarpi í
upphafi næsta árs. „Lagagrein-
in um nafngiftir sveitarfélganna
hefur verið rædd, en ekki hefur
verið gengið frá neinum tillög-
um um breytingar á henni.
Hins vegar held ég að óhætt sé
að segja að í nefndinni sé uppi
það sjónarmið að auka beri
svigrúm sveitarfélaga frá því
sem nú er til að halda sínum
nöfnum og ég veit ekki annað
en að það sjónarmið sé uppi í
ráðuneytinu líka,“ sagði Jón
Kristjánsson.
Reykjavík
Hafnarfjörður
Sjúkrahústengd
heimahlynning
Sjúkrahústengdri heima-
hlynningu fyrir sjúklinga
sem geta vegna eðli sinna
sjúkdóma notið
meðferðar í heimahúsum
verður komið á í haust.
Með sjúkrahústengdu
heim ahlynningunni
verður hægt að stytta
legutíma sjúklinga, t.d. eftir
skurðaðgerðir, og jafnvel sleppa
innlögn, s.s. þegar um lyQa-
meðferðir er að ræða. Heima-
hlynningunni verður komið á
undir stjórn Sjúkrahúss Reykja-
víkur fyrir 24 sjúklinga sam-
kvæmt samkomulagi því sem
gert var um aðgerðir í rekstri
Sjúkrahúss Reykjavíkur og Rík-
isspítala. „Sú þjónusta mun
m.a. styðja aldraða einstaklinga
í því að búa heima eins lengi og
kostur er,“ segir Anna Birna
Jensdóttir, hjúkrunarforstjóri
öldrunarsviðs Sjúkrahúss
Reykjavíkur. „Heimahlynningin
mun þannig stuðla að því að
fólk geti haldið sjálfstæði sínu í
þjóðfélaginu sem lengst og þar
með auknum lífsgæðum.
„Kostnaður við heimhlynning-
una er minni en sjúkrakostnað-
ur á spítölum. Anna segir að
varlega áætlað kosti sjúkradeild
um 54 m.kr. á ári en jafnmargir
sjúklingar í heimahlynningu
myndu kosta frá 30 til 50 m.kr.
Sjúkrahústengd heimhlynn-
ing byggist á teymisvinnu heil-
brigðisstéttanna, þ.e. lækna,
hjúkrunarfræðinga og sjúkra-
liða og eftir atvikum sjúkra-
þjálfa, iðjuþjálfa og félagsráð-
gjafa. Slík teymi munu vinna
sem einn hópur að því gera við-
komandi sjúklingi kleift að vera
heima þrátt fyrir sjúkdóma og
mikla umönnunarþörf.
Anna telur að þeir sem eigi
þess kost muni kjósa að fá
sjúkraþjónustuna heim til sín
frekar en að leggjast inn á spít-
ala. -gos
Starfsnámskeið sem gaf starf
Fyrir helgina voru veittar viðurkenningar fyrir námskeið sem haldin voru á vegum félagsmálaráðuneytisins og
fræðsluaðila í sjávarútvegi fyrir atvinnulaust fólk. Námskeiðin miðuðu að því að gera fólk að hæfari og eftirsókn-
arverðari starfskrafti í fiskvinnsiu og sjávarútvegi. Það virðist hafa tekist og greinilegt að atvinnulífið hefur trú á
málinu því þegar nemarnir auglýstu eftir störfum fengu nánast allir vinnu strax. Á myndinni hér að ofan má sjá
forsprakka þessa framtaks veita nemum viðurkenningarskjöl í Fiskvinnsluskólanumí Hafnarfirði. Myn&.Pök
Akureyri
Vilja tíðari áhafnaskipti
Kjarasamningar sjómanna
eru lausir um næstu ára-
mót og segir Konráð Al-
freðsson, formaður Sjómannafé-
lags Eyjafjarðar og varaformað-
ur Sjómannasambands íslands,
að þegar sé farið að huga að
kröfugerð, hvernig standa eigi
að einstaka málum og á hvaða
mál megináhersla verði lögð.
- En hver verða helstu málin
í kjarabaráttu sjómanna?
„Það verða tvímælalaust út-
hafsveiðarnar, þessi geysilangi
útiverutími og þau mýmörgu
vandamál sem því fylgja, ekki
síst félagslegs eðlis. Ekki síst er
þetta vandamál
gagnvart þeim
skipum sem eru á
úthafsveiðum og
landa í erlendri
höfn, t.d. á Flæm-
ingjagrunni. Einnig
þarf að skoða
lengd túra í Smug-
unni og aðbúnað
manna um borð.
Ég vildi einnig sjá
tíðari áhafnaskipti.
Við hljótum að kreíjast ákveð-
lágmarks aðbúnaðar um
ms
Konráð Alfreðsson
Félagsleg vandamál
sjómanna á úthafs-
veiðum verða á
oddinum í komandi
kjarabaráttu
borð, og þá kemur það af sjálfu
sér að það fara ekki öll þau
skip á úthafsveiðar sem þar eru
í dag. Koma þarf í veg fyrir að
til úthafsveiða fari skip sem eru
svo lítil að ekki eru kojur fyrir
allan mannskapinn og tví-
menna þurfi í kojur og engin
aðstaða fyrir mannskapinn,
hvorki setustofur með því sem
þeim fylgir eins og sjónvarp,
myndband, útvörp, hljóinflutn-
ingstæki o.fi., né boðleg aðstaða
í eldhúsi til að snæða.
GG