Dagur - Tíminn - 17.09.1996, Síða 8

Dagur - Tíminn - 17.09.1996, Síða 8
8 - Þriðjudagur 17. september 1996 ÞJÓÐMÁL jOagur-®mmn 3Dagur-®ímimt Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Hörður Blöndal Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Brautarholti 1, Reykjavík Simar: 460 6100 og 563 1600 Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuöi Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 462 7639 Vinsælustu liigin í fyrsta lagi Það er örugglega rétt hjá atvinnurekendum í fisk- vinnslu að komandi samningar verði erfiðir. Hér í blaðinu í dag leggur Arnar Sigurmundsson for- maður Samtaka fiskvinnslustöðva út frá þeirri línu að launakostnaður megi ekki aukast. Bætt kjör eigi m.a. að koma með hagræðingu og aukinni framleiðni. Nú er saga fiskvinnslu í landinu löng, en stutt í næstu samninga. Ekki er líklegt að dag- vinnulaun sem nema 50 þúsund krónum muni hækka mikið um áramöt ef sú hækkun á að nást með hagræðingu í haust. Árangur verkalýðsforystunnar fyrir umbjóðendur sína er heldur ekki traustvekjandi. Þeim mun áhugaverðari eru umræður nú um að brjóta upp miðstýringu vinnumarkaðarins. Sú miðstýring hef- ur raunar verið helsta vopn Vinnuveitendasam- bandsins. Launafólk í tilteknum greinum sem standa vel, eða starfsmenn fyrirtækja sem sýna góðan hagnað, ættu nú að fá>að ryðja veginn fyrir hina. Með því að njörva íjöldann niður við meðal- töl allra meðtala tapast tvennt: 1) launahækkun hjá þeim sem vel gætu sótt hana þar sem staða er góð, og 2) aðhald verður lítið sem ekkert á illa rekin fyrirtæki sem njóta skjóls í láglaunastefnu fyrir alla. í þriðja lagi Nú þegar líður að samningum ætti verkalýðshreyf- ingin einmitt að huga að breyttum baráttuaðferð- um. Þar ræður hún alls ekki ein ferðinni. En hún verður að átta sig á því í tíma að þótt svör at- vinnurekenda um að launin megi ekki hækka kunni að hljóma sem gömul plata, þá er þegar tek- ið að bera á því að almennt verkafólk sé orðið þreytt á plötusafni sinni eigin manna. Þar hafa nefnilega öll vinsælustu lögin verið spiluð í drep. Stefán Jón Ilafstein. __________________________/ Sp Uló Er fegurðarsamkeppni karla dæmi um jákvæða þróun í jafnréttisbaráttunni? Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður Nei, einhverra hluta vegna get ég ekki séð að þetta sc beint inn- legg í jafnréttisbaráttuna. Ég held að hún fari fram á öðr- uin vettvangi en sviðinu á Hótel íslandi. Ilins vegar má segja sem svo að þetta setji kynjaímyndina í dálítið skemmtilegt samhengi. Mér þótti t.d. sérstaklega gaman að sjá myndina af piltinum með borðann framan á sér, ég hef alltaf tengt þessa borða við kvenfólk. Mér sem karlmanni á miðjum aldri virðist þetta þó almennt sem blessunarlega saklaus skemmtun. Árni Gunnarsson aösloðarmaður félagsmálaráðherra Já, ég tel það dæmi um já- kvæða þróun að karl- menn vilji keppa á þess- um vettvangi eins og konur. Hins vegar finnst mér heldur lakara að þeir skuli ekki hafa þorað úr buxunum. Menn verða náttúrlega að keppa á jafnréttisgfundvelli. Konurn- ar eru í sundbolum og því væri eðlilegt að karlarnir sýndu sig líka á sundfötunum og létu dæma líkamann en ekki bara framkomuna. ♦ ♦ Elsa Þorkelsdóttir framkvœmdastjóri jafnréttismála Æi, nei. Hins vegar er kannski skárra að halda svona keppni fyrir karla líka fyrst fegurðar- samkeppnir kvenna oru fyrir. En mér finnst ekkert fram- faraspor að draga fram útlit fólks á staðlaðan máta eins og gert er í keppnum af þessu tagi. Við eigum ekki að meta fólk út frá útliti þess. Henny Hermannsdóttir danskennari ogfyrrum ungfrá ísland Eg lít ekki á þetta sem jafnréttisbaráttudæmi en þetta á fullan rétt á sér. l’aö þarf fólk til að aug- lýsa vörur hvort sem það er karl- eða kvenkyns. Karla- keppnin er gott framtak í fyr- irsætubransanum, módelstörf eru mikils metin um allan heim. l'ar vantar ekki síður karlmenn en kvenmenn, það þarf að auglýsa rakspíra, bíla og fleira, auk þess sem karl- menn eru mun langlífari sem fyrirsætur en konur. Mér fannst strákarnir á Hótel ís- landi standa sig mjög vel. I— 1 5 Eru konur í lœknastétt allar einhleypar eða lesbískar? „Ef við erum að ræða mánaðar- launapakkann sem við vorum að semja um fyrir þá lækna sem ekki taka vaktir, þá voru teknar inn greiðslur sem menn höfðu áður fengið fyrir heilsuvernd og einnig fyrir að reka bfl. Bflhnn var auðvitað tekinn til ákveð- innar skattalegrar meðferðar áður og þeir höfðu kannski frá- drátt á rekstri fyrir það. Nú lendir hann inni í þessum mán- aðarlaunum að fullu undir skatti, þannig að þeir fara hugs- anlega með minna heim til kon- unnar af þessum pakka heldur en þeir gerðu áður.“ Sigurbjörn Sveinsson, varaformaður samninganefndar lækna, um nýjan kjarasamning lækna, í viðtali við Stöð 2 á fóstudagskvöldið. Mörg er búmannsraunin „Stundum er þetta lýjandi starf. Það líkist dálítið því að vaska upp á stóru heimili á hverjum degi. Manni finnst stundum eins og maður sé alltaf að taka til eftir aðra.“ Friðrik Sóphusson, Ijármálaráðherra í Tíund, fréttablaði ríkisskattstjóra. Er Ólafur Ragnar frambjóð- andi og Ólafur Ragnar forseti ekki einn og sami maðurinn? „Það er ekki verið að selja nein- ar eigur sem forsetaembættið á, né er verið að selja myndir af forsetanum sem slíkum." Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður, í DV á föstudag, uin áritaðar myndir af Ólafi Ragnari Grímssyni, sem er verið að selja til að greiða skuldir framboðsins. Þegnréttur útlenskunnar Margar og mikið stórkostulegar bíómyndir eru sýndar í kvik- myndahúsum þessa dagana. Ekki eru til orð á íslensku til að lýsa þeim fádæmum sem fyrir augu ber á hvíta tjaldinu og í Ijósvakamiðlum tek- ur fólk andköf þegar burðast er við að lýsa þeim feiknum sem fram fara í bíó- unum. Og það eru heldur ekki til orð á íslensku til að þýða heiti myndanna yf- ir á ástkæra ylhýra máhð. í auglýsingum blaða og sjónvarpa bera margar bíómyndanna heitin sem markaðsstjórarnir vestur í Hollywood gefa þeim. Enda eru það miklu ílottari og auðskiljanlegri nöfn en þegar verið er að þýða bíómyndaheitin yfir á óþjála og púkalega íslensku. Þannig gefst fólki nú kostur á að sjá eftirtaldar kvikmyndir í bíóum á Akur- eyri og í Reykjavík: „The Quest“, „Independence Day“, „Mulholland Falls“, „Twister", „Sgt. Bilko“, „The Truth about Cats and Dogs“, „Dia- bolique", „Eraser", „Flipper", „Train- spotting“, „Babe“, „Phenomenon“. í einstaka auglýsingum af þeim sem hér eru taldar bera myndirnar einnig íslenskt heiti, en flestar þeirra skarta aðeins því nafni sem þeim var gefið á frummálinu. Engin lagafyrirmæli Eigi maður að vera smámunasamur, má bæta við bíó- myndunum „Strip- tease“, „The Great White Hope“ og „Courage under Fire“, en allt það úr- val kvikmynda sem hér er minnst á er auglýst í sjónvörpum og dagblöðum helgarinnar sem nýliðin er inn í ald- anna skaut. Nú munu engin lög í gildi sem skylda bíóhúsaeigendur til að þýða heiti kvikmynda, enda eiga slík laga- fyrirmæli að vera óþörf og íslensku máli enginn greiði gerður með því að beita þvingunaraðgerðum til að viðhalda tungunni. En ekki væri til mikils ætlast ef bíóstjórar sæju sjálfir sóma sinn í að gefa kvikmyndum ís- lensk heiti. Þeir eru að láta þýða texta mynd- anna, þótt áhöld séu um hvort efni sumra þeirra verður skiljanlegra fyrir því, og ætti að vera hægur vandinn að íslenska myndaheitin einnig. Sjónvörpin eru skyldug að láta þýða erlenda texta, nema kvikmyndaheiti, eins og hlustendur heyra mæta vel, það er að segja ef nokkur manneskja hlustar á sjónvarp. Ekki slettur Kvikmyndaheitin hljóta þegnrétt í ís- lensku máli, eða hver segir ekki eða skilur ekki setningar eins og: Ertu bú- inn að sjá The Quest? Eða: Fannst þér Independence Day rosalega stórkost- leg? Og svo framvegis. Það besta er að Hollywoodheitin falla ágætlega að ís- lensku máli og ef manni verður á að kveða ekki rétt að ensku heitunum, eru ávallt einhverjir nærstaddir sem eru meira en boðnir og búnir að leið- rétta og kenna hver er hinn eini rétti og sanni enski framburður. En það er meira en enskumælandi menn eru al- mennt færir um. Óþýdd bíómyndaheiti eru ekki slett- ur. Þau eru kórrétt enska, sem svo er gerð að kórréttri íslensku sem fellur á eðlilegan hátt að daglegu máli. Enginn íslendingur gerir það gott á íslensku í útlöndum, en hins vegar má vel gera það gott á útlensku á Islandi. Dægurlagahetjurnar okkar eru glöggt dæmi um það og bíóburgeisarnir vita sem er að erlendu heitin gefa söluvöru þeirra þann svip sem dugir til aðsókn- ar. Málvernd og vönduð meðferð tung- unnar er aðeins fyrir þjóðernissinnaða sérvitringa, sem ekki skilja hágöfuga alheimssál skemmtanaauðvaldsins, sem tekur börnin okkar til uppeldis um það bil sem þau læra að kveða að. Hvað er þá eðlilegra en að ala þau upp á alþjóðamáli markaðssnilling- anna í Hollywood? OÓ

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.