Dagur - Tíminn - 17.09.1996, Síða 10
Þriðjudagur 17. september 1996 -10
^Dagur-CEímmn
%
l.deild
Úrslit
West Brom-Wolves 2:4
Barnsley-QPR 1:3
Birmingham-Stoke 3:1
Bolton-Portsmouth 2:0
Charlton-Reading 1:0
C. Palace-Man. City 3:1
Norwich-Southend 0:0
Oxford-Bradford 2:0
Port Vale-Grimsby 1:1
Sheff. Utd.-Ipswich 1:3
Swindon-Tranmere 2:1
Huddersfield-Oldham 3:2
Staðan
Bolton 7 5 11 17:9 16
Barnsley 6 5 0 1 14:6 15
Wolves 7 4 2 1 11:6 14
Norwich 74 2 1 8:4 14
Tranmere 7412 9:6 13
QPR 7 3 2 2 10:9 11
Stoke 7 3 2 2 10:12 11
Huddersf. 6 3 12 10:8 10
C. Palace 7 2 4 1 9:6 10
Swindon 7 3 13 8:8 10
Portsm. 7 3 13 6:8 10
Ipswich 7 2 3 2 13:11 9
Man. City 7 304 8:9 9
West Brom 6 2 2 2 9:9 8
Birming. 5 2 2 1 8:6 8
Sheff. Utd. 5 2 12 10:8 7
Oxford 7 2 14 9:8 7
Reading 7 2 14 9:14 7
Port Vale 7 14 2 6:8 7
Charlton 6 2 13 5:6 7
Bradford 7 2 0 5 4:10 6
Grimsby 7 12 3 8:16 5
Southend 7 124 7:14 5
Oldham 7 0 2 5 7:14 2
Úrslit
Leicester-Liverpool 0:3
(Berger 58,77 Thomas 61)
Man. Utd.-Nottm. Forest 4:1
(Solskjær 22, Giggs 43,
Cantona 82, 90) (Haaland 3)
West Ham-Wimbledon 0:2
(Clarke 59 Ekoku 86)
Everton-Middlesbrough 1:2
(Short 8) (Barmby 61 Junin-
ho 81)
Coventry-Leeds 2:1
(Salako 57 Whelan 65)
(Couzens 1)
Southam.-Tottenham 0:1
(Armstrong víti 66)
Newcastle-Blackburn 2:1
(Shearer víti 45, Ferdinand
61) (Sutton 85)
Chelsea-Aston Villa 1:1
(Leboeuf 45) (Townsend 18)
Derby-Sunderland 1:0
(Asanovic víti 84)
Staðan
Liverpool
Man. United
Chelsea
Sheff. Wed.*
Newcastle
Middlesbr.
Aston Villa
Wimbledon
Derby
Arsenal*
Tottenham
Leeds
Sunderland
Nott. Forest
Everton
Leicester
West Ilam
Coventry
Southampt.
Blackburn
64 2 0 11:4 14
6 3 3 0 16:6 12
63 30 9:4 12
5 40 1 8:5 12
640 2 9:7 12
6 3 2 1 14:7 11
6 3 2 1 8:5 11
6 3 0 3 7:6 9
6 2 3 1 8:8 9
5 2 2 1 9:7 8
6 2 2 2 5:4 8
6 2 1 3 6:11 7
6 1 3 2 5:4 6
6 1 3 2 8:11 6
6 1 2 3 5:9 5
6 1 2 3 3:8 5
6 1 2 3 4:10 5
6 114 3:12 4
602 4 5:9 2
60 1 5 4:10 1
* Leikur Arsenal og Sheff.
Wed. í gærkvöld er ekki inni
í töflunni.
Berger tryggði toppsætíð
Tékkneski landsliðsmaður-
inn Patrick Berger kom in-
ná sem varamaður í leik-
hléi hjá Liverpool gegn Leicester
á sunnudag og tryggði liðinu
toppsæti ensku úrvalsdeildar-
innar með tveimur mörkum.
Með sigrinum komst Liverpool
tveimur stigum upp fyrir erki-
íjendurna í Manchester United,
sem skaust á toppinn með 4:1
sigri á Nottingham Forest á
laugardag.
Liverpool sýndi engan topp-
leik í fyrri hálfleik gegn Leicest-
er. Berger, sem skipt var inná í
hálfleik fyrir Stan Collymore,
var í banastuði. Hann fékk
frjálsa stöðu og var ýmist á
miðju eða í framfínunni og
frammistaða hans bætti Liver-
pooi-liðið til muna. Hann valsaði
í gegnum vörn Leicester að vild
og kláraði tvær sóknir með
firnafóstum og hnitmiðuðinn
skotum í netið. Á milh marka
Tékkans skoraði Michael Thom-
as ódýrt mark. Roy Evans, stjóri
Liverpool, var ánægður með
Berger. „Ég minnist ekki dram-
antískari innkomu í leik. Mörkin
hans voru glæsileg og það verð-
ur alltaf erfltt fyrir andstæðing-
ana að dekka hann því hann er
svo lunkinn að koma sér í réttar
stöður,“ sagði Evans. „Fowler og
Collymore eru ekki eins snarpir
og vanalega og samvinna þeirra
gengur illa en ég er viss um að
það á eftir að smella saman aft-
ur,“ sagði Evans.
Eric Cantona fór á kostum í
liði Man. Utd. gegn Forest og
kórónaði frábæran leik með
tveimur mörkum á síðustu tíu
mínútunum auk þess sem hann
átti þátt í hinum tveimur mörk-
unum. Forest tók forustuna
snemma leiks og fékk fleiri færi
í fyrri hálfleik en Peter Schmeic-
hel var vel á verði og Denis Ir-
win bjargaði á marklínu fyrir
United. Heimaliðið tók brátt við
sér og Ole Gunnar Solskjær og
Ryan Giggs komu United í 2:1
fyrir hlé. Norðmaðurinn Solskj-
ær kom inn í lið United fyrir
Jordi Cruyff, sem sat á bekknum
allan leikinn. „United er með
betra lið nú en á sfðasta tímabili
og það gefur okkur hinum ekki
mikla von,“ sagði Frank Clark,
stjóri Forest.
Stóð við loforðið
Alan Shearer lofaði fyrir leikinn
gegn sínum gömlu félögum í
Blackburn að hann ætlaði að
leiða Newcastle til sigurs og
hann stóð við það. Shearer skor-
aði úr vítaspyrnu á lokamínútu
fyrri hálfleiks í 2:1 sigri Newc-
astle og lagði upp síðara markið
fyrir félaga sinn Les Ferdinand.
„Ef við hefðum ekki haft Shearer
og Ferdinand í framlínunni þá
hefðum við tapað,“ sagði Kevin
Keegan, stjóri Newcastle, eftir
leikinn. „Samstarf þeirra geng-
ur vel og á eftir að verða enn
betra." Eini ljósi punkturinn í
tapinu hjá Blackburn var endur-
koma Chris Sutton, sem hefur
misst af undanfórnu ári- vegna
meiðsla. Hann skoraði eina
mark Blackburn. Liðið virðist
betra en staða þess gefur til
kynna og ef Sutton finnur gamla
formið þá gæti liðið unnið sig út
úr vandræðunum.
Franski miðvörðurinn Frank
Leboeuf hefur verið drjúgur
þegar hann bregður sér í sókn-
ina hjá Chelsea og hann skoraði
þriðja mark sitt á tímabilinu
gegn Aston Viiia. Það var fyrr-
um fyrirliði Chelsea, Andy Town-
send, sem skoraði mark Villa í
1:1 jafntefli.
Everton tapaði þriðja leikn-
um í röð þegar Middlesbrough
Eric Cantona lék á alls oddi með
Man. Utd. gegn Forest skoraði tvö
mörk og átti þátt í hinum tveimur í
kom í heimsókn á Goodison
Park. f fyrri hálfleik sótti Ever-
ton mikið og liðið dældi háum
boltum inn í teiginn, sem vörn
Middlesbrough réði ekkert við. í
síðari hálfleik var Boro búið að
læra á háloftaspilið hjá Everton
og beitti vel útfærðum skyndi-
sóknum og hinir smávöxnu en
knáu sóknarmenn Boro, þeir
Nicky Barmby og Juninho
tryggðu sigurinn, 2:1.
Fall er fararheill!
George Graham tók við stjóra-
stöðunni hjá Leeds í síðustu
viku og hans fyrsta verkefni var
gegn botnliði Coventry. Graham
sá fljótt að hans bíður mikið verk
hjá Leeds og Coventry fagnaði
fyrsta sigri sínum á tímabilinu.
Rétt til að nudda salti í sár
Leeds-manna þá var það Noel
Whelan, sem seldur var frá Le-
eds í fyrra, sem tryggði heima-
liðinu sigurinn. Þegar John Sal-
ako skoraði fyrra markið á 57.
mínútu fógnuðu heimamenn óg-
urlega, enda fyrsta mark félags-
ins í 405 mínútur í úrvalsdeild-
inni. Leeds spilaði með fimm í
vörn en aftasta línan var þrátt
fyrir það langt frá því að vera
sannfærandi. Graham var
þekktur fyrir að láta Arsenal
spila þéttan og öruggan varnar-
leik. „Þegar ég kom til Arsenal
lagði ég alla áherslu á að þjálfa
vörnina fyrsta árið og sú vinna
er enn að skila sér hjá Arsenal
tíu árum síðar,“ sagði Graham
stoltur og hann sagðist ætla að
predika sömu leikaðferð hjá
Leeds.
Enn taparSouness
Southampton hefur verið undan-
farin 18 ár í efstu deild en ef lið-
ið spilar eins og það hefur gert
að undanfórnu liggur leiðin
beint niður í 1. deild. Liðið hefur
verið að skapa ágæt færi en
klúðrað þeim öllum og klaufa-
skapur einkennir varnarleikinn.
Liðið hefur enn ekki unnið leik
undir stjórn Graeme Souness og
eru stuðningsmenn félagsins
farnir að efast um ágæti hans
sem framkvæmdastjóra.
Southampton sótti grimmt en
sókn Tottenham var bitlaus. Ian
Walker var í stuði í marki Tot-
tenham og varði hvað eftir ann-
að meistaralega. Ein varnarmis-
tök í síðari hálfleik urðu til þess
að Tottenham hélt heim með öll
stigin. Chris Armstrong skoraði
markið úr vítaspyrnu.
Wimbledon er komið á skrið
og tryggði sér þriðja sigurinn í
röð á útivelli gegn West Ham,
sem spilaði betur úti á vellinum
en Wimbledon með Chris Perry
öruggan í vörninni og Robbie
Earle ráðrikan á miðjunni, tóku
yflrhödina. West Ham varð fyrir
áfalli í fyrri hálfleik þegar Paulo
Futre fór útaf meiddur en Rúm-
eniim Florin Raducioiu lék ekki
með liðinu vegna meiðsla.
Michael Thomas skoraði eitt af þremur mörkum Liverpool gegn Leicest-
er. Hér er hann í baráttu við Mustafa Izzet, miðjumann Leicester.
HANDBOLTI • Þýskaland
Patrekur með niu mörk
Patrekur Jóhannesson lék
stórt hlutverk með Tusem
Essen í sigri liðsins á Min-
den, 24:28 í fyrstu umferð
þýsku úrvalsdeildarinnar á
sunnudaginn. Patrekur var
markahæstur sínu liði með m'u
mörk úr tólf skotum, en Hvít-
rússinn Alexander Tutskin
skoraði sjö marka Essen. Sig-
urður Bjarnason skoraði fjögur
mörk fyrir Minden.
„Þetta var hörkuleikur. Við
vorum undir mest allan tímann
og segja má að þeir hafi haft
frumkvæðið, allt þar til staðan
var 24:24. Þá varði Stefan Hec-
ker, hinn 37 ára gamli mark-
vörður allt sem á markið kom.
Ég var ánægður með minn leik,
þetta er besti leikur minn fyrir
liðið og það verður gaman að
mæta Wallau Massenheim, sem
spáð er sigri í deildinni í næstu
umferð. Þeir eru búnir að
kaupa mikið af leikmönnum, en
mér fannst þeir ekkert vera
betri en Magdeburg í sjón-
varpsleiknum á laugardaginn,“
sagði Patrekur.
Patrekur sagði að reiknað
væri með fullri höll, fimm þús-
und áhorfendum á leiknum við
Massenheim á miðvikudags-
kvöld. Með liðinu leika margir
heimsfrægir leikmenn, en
þekktastir eru rússneski línu-
maðurinn Dmitri Torgovanov
og Frakkinn Fréderic Volle,
sem lék stórt hlutverk í sigri
Frakka á HM á íslandi í fyrra.
Róbert lék með
Samningar náðust á milli Aftur-
eldingar og Schuttervald á
föstudaginn um kaupverð á Ró-
berti Sighvatssyni og Róbert gat
því leikið með liði sínu gegn
Patrekur Jóhannesson byrjar vel
með Tusem Essen.
Fredenbeck á laugardaginn.
Hann skoraði fimm marka
Schuttervald en heimamenn í
Fredenbeck sigruðu 26:23 og
skoraði Héðinn Gilsson, fjögur
af mörkum Fredenbeck. Meist-
arar síðasta ár, THW Kiel sigr-
uðu Hameln, 29:21 og leik
Massenheim og Magdeburg
lyktaði með naumum sigri
Massenheim, 30:29.
Dagur handarbrotinn
Dagur Sigurðsson, leikmaður
með 1. deildarliðinu Wuppert-
hal, handarbrotnaði á æfingu
liðsins sl. föstudag. Dagur var
að spila vörn þegar fingur hans
flæktist f treyju annars leik-
manns með þeim afleiðingum
að hann brotnaði. Hann mun
verða frá í nokkrar vikur. Ann-
ar leikmaður liðsins brotnaði
einnig á sömu æfingu, en
Wupperthal hóf engu að síður
keppnistímabilið með sigri
25:23.