Dagur - Tíminn - 17.09.1996, Síða 11

Dagur - Tíminn - 17.09.1996, Síða 11
4Dagur-®ímmit Þriöjudagur 17. september 1996 -11 KNATTSPYRNA Sex rauð spjöld og ráðist á dómara á SeHjamamesi GOLF • Stigamót Birgir Leifur sigraði Sex rauð spjöld litu dagsins ljós á Seltjarnarnesinu á laugardaginn þar sem Grótta og Dalvík áttust við í lokaumferð 3. deildarinnar. Pað voru heimamenn sem fengu öll spjöldin sex og eftir 84 mínútna leik þurfti að flauta leikinn af, því Gróttumenn voru aðeins sjö inni á vellinum. „Ég hef aldrei lent í neinu svipuðu á ævinni óg það á við um flesta dómarana sem eru að dæma í dag,“ sagði Garðar Örn Hinriksson sem dæmdi leikinn. Kristján Björgvinsson var fyrstur til að fara af velli fyrir gróft brot á 56. mínútu en stað- an var þá 2:1, Gróttu í hag. Fjórum minútum síðar sýndi Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, Hauki Bragasyni, vara- markverði Seltirninga rauða spjaldið. Páll Líndal fékk að líta rauða spjaldið á 71. mínútu og þá voru Gróttumenn aðeins níu á vellinum. Síðan sauð uppúr á 84. mínútu, þegar Dalvíkingar skoruðu þriðja mark sitt og breyttu stöðunni í 2:3. Heima- menn töldu að flagga hefði átt rangstöðu og dæma markið af og mótmæltu kröftuglega og þrír þeirra fengu að líta rauða spjaldið í kjölfar þess. Börkur Eðvarðsson, Björgvin Finnsson og þjálfarinn, Sverrir Ilerberts- son fengu allir brottvísanir. Þar sem leikmenn Gróttu voru að- eins orðnir sjö inni á vellinum, var leikurinn flautaður af og Dalvík verður þvf dæmdur sig- urinn 3:0. Búast má við því að málið hafl eftirstöðvar fyrir Gróttu, sex leikmenn þurfa að taka út leikbann og einn þeirra sem rekinn var útaf, gerði mis- heppnaða tilraun til að ráðast að áhorfenda á leið sinni til búningsherbergja. Þá blandaði stuðningsmaður Gróttu sér í málin með því að veitast að dómaranum eftir leikinn og hrinda honum um koll. Það er því líklegt að Grótta verði dæmt í fésektir en leikskýrslan verður tekin fyrir hjá Aganefnd KSÍ á fundi hennar í dag. Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbnum Leyni og Ólöf María Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Keili tryggðu sér á laugardaginn stigameistaratitl- ana í golfi, en síðasta stigamót sumarsins var haldið á Grafar- holtsvelhnum á laugardaginn. Birgir Leifur innsiglaði vel heppnað keppnistímabil með yfirburðasigri í karlaflokknum. Hann lék hringina tvo á 141 höggi, einu undir pari vallarins. Þorkell Snorri varð annar, á 148 höggum og Eyjamaðurinn Þor- steinn Hallgrímsson úr GV varð þriðji á 149 höggum. Birgir Leifur 385 stig á mót- unum, 39 stigum fleira en Björg- vin Sigurbergsson, stigameistar- inn frá því í fyrra. Kristinn G. Bjarnason, sem ekki var með um helgina, varð þriðji með 329 stig. Alls voru stigamótin átta í sumar og taldi skor þeirra sex bestu hjá keppendum. Herborg Arnarsdóttir, úr Golf- klúbbi Reykjavíkur, varð sigur- vegari á laugardaginn, en það nægði henni ekki til að komast uppfyrir Ólöfu Maríu Jónsdóttur að stigum. Herborg spilaði fyrri hringinn á 75 höggum og jafnaði vallarmetið af bláum teigum síð- ari daginn, þegar hún lék á 72 höggum. Ólöf María kom inn á 154 höggum og varð stigameist- ari með 286 stig, níu stigum fleira en Herborg sem varð önn- ur. Einvígi hjá Skagamönnum og KR-ingum Topplið 1. deildarinnar í knattspyrnu, ÍA og KR sigruðu bæði í leikjum sínum á sunnudaginn og flest bendir til þess að úrslit 1. deildarinnar ráðist ekki fyrr en annan laugardag, þegar liðin mætast í lokaum- ferðinni á Akranesi. Á myndinni má sjá Hilmar Björnsson, leikmann KR á spretti gegn ÍBV á laugardag- inn. KR vann nauman sigur, 1:0. Myn&.Bc KNATTSPYRNA • íslandsmótið l.deildkarla 2.deildkarla 3. deild karla 1. deild kvenna Staðan ÍA 16 12 1 3 40:15 37 KR 16 11 3 2 36:11 36 Leiftur 16 8 5 3 31:24 29 ÍBV 16 7 1 8 27:30 22 Stjarnan 16 6 3 7 21:28 21 Valur 16 6 2 8 17:22 20 Keflavík 16 3 7 6 15:24 16 Fylkir 16 4 3 9 21:23 15 Breiðablik 16 3 5 8 16:31 14 Grindavík 16 3 4 9 18:34 13 Sunnudagur Keflavík-Fylkir 0:0 Stjarnan-Valur 2:4 Baldur Bjarnason 2 - Guðmundur Brynjólfsson 2, Salili Heimir Porca vsp., Antony Karl Gregory. Leiftur-Breiðablik 3:1 Pétur Björn Jónsson, Gunnar Már Másson, Sverrir Sverrisson, - Kristófer Sigurgeirsson. ÍA-Grindavík 6:3 Haraldur Hinriksson 2, Ólafur Adolfsson, Alexander Högnason, Gunnlaugur Jónsson, Haraldur lngólfsson, - Óli Flóventsson, Kekic Siusa, Zoran Ljubicic. KR-ÍBV 1:0 Ríkharður Daðason. Markahæstir: Ríkhaður Daðason, KR 12 Bjarni Guðjónsson, ÍA 11 Staðan Fram 17 11 5 1 55:16 38 Skallagrímur 17 10 4 3 30:15 34 Þróttur R. 17 9 6 2 36:21 33 FH 17 7 4 6 26:21 25 KA 17 7 4 6 34:31 25 Þór 17 7 4 6 28:29 25 Víkingur R. 17 5 3 9 20:31 18 ÍR 17 5 3 9 20:37 18 Völsungur 17 4 3 10 23:39 15 Leiknir R. 17 1 2 14 17:49 5 Laugardagur Þór-Völsungur 4:1 Birgir Þór Karlsson 2, Páll Gíslason, Ilreinn Hringsson - Hjörtur Hjartarson. Skallagrímur-KA 1:1 Sindri Grétarsson - Steinn V. Gunnarsson. ÍR-Þróttur 2:2 Kristján Brooks 2 - Heiðar Sigurjönsson, Sigurður Hallvarðsson. Fram-Leiknir 2:0 Hólmsteinn Jónasson, Þorbjörn A. Sveinsson Víkingur-FH 0:1 - Davíð Ólafsson. Markahæstir: Þorbjörn Atli Sveinsson, Fram 15 Ágúst Ólafsson Fram 15 Þorvaldur M. Sigbjörnsson, KA 12 Sindri Þór Grótarsson, Skaílagr. 11 Hreinn Hringsson, Þór 10 Heiðar Sigurjónssou, Þrótti 8 Lokastaðan Dalvík 18 Reynir S. 18 Víðir 18 Þróttur N. 18 HK 18 Selfoss 18 Fjölnir 18 Ægir 18 Höttur 18 Grótta 18 11 4 3 47:30 37 10 4 4 45:26 34 10 2 6 43:32 32 8 6 4 39:27 30 8 3 7 38:36 27 5 6 6 39:46 24 5 3 10 28:39 18 4 5 9 33:36 17 3 6 9 26:47 15 3 5 10 34:53 14 Dalvík og Reynir leika í 2. deild næsta sumar, en Höttur og Grótta færast niður í 4. déild. KVA frá Norðfirði og Sindri frá Hornafirði komust upp úr 4. deildinni. Laugardagur Fjölnir-HK 2:0 Grótta-Dalvík 0:3 Leikurinn var ílautaður af í stöðunni 2:3 þegar Gróttumenn voru orðnir sjö inná vellinum. Þróttur N-Seifoss 3:0 Reynir-Víðir 3:0 Ægir-Höttur 1:1 Staðan Breiðablik 14 KR 14 ÍA 14 Valur 13 Stjarnan 14 ÍBV 13 ÍBA 14 Afturelding 14 14 0 0 79: 3 42 10 2 2 49:16 32 9 2 3 41:13 29 7 2 4 31:18 23 5 0 9 20:42 15 3 1 9 13:35 10 2 11112:51 7 1 0 13 8:75 3 Föstudagskvöld: KR-ÍBA 5:0 fA- Aftur elding 11:0 Br eiðablik- Stj ar nan 11:0 Leik ÍBV og Vals var frestað þar sem ekki var flugfært til Eyja. Leikurinn hefur verið settur á n.k. föstudag kl. 17:30 Fyrri leikur um sæti í 1. deild: Reynir-ÍBA 2:2 Síðari leikur liðanna fer fram n.k. laugardag á Akureyrarvellinum. Markahæstar: Ásthildur Helgadóttir, UBK 17 Stojanka Nicolic, UBK 16 Áslaug Ákadóttir, ÍA 15 Kristrún Lilja Daðad., UBK 14 Björgvin Björgvinsson. X. • Björgvin Björgvinsson hafði nóg að gera um helgina. Hann lék með handknattleiksliði KA gegn Val á föstudagskvöldið og klukkan 14 daginn eftir stóð hann í marki Völsungs, sem mætti Þór á Akureyrarvellinum. Björgvin mun klára tímabilið með Völsungum hann mun þó ekki mæta á æfingar með Hús- avíkurliðinu. • Arnar Bragason, leikmaður Völsunga slapp með skrekkinn í leiknum gegn Þór á laugar- daginn. Arnar fékk að líta gula spjaldið tvívegis hjá Gísla Guð- mundssyni dómara, en slapp við útafrekstur. Arnar fékk fyrra spjald sitt í fyrri hálfleikn- um, fyrir kjafthátt. Gísli skráði spjaldið, vitlausu megin á kort sitt, á leikmann númer fimm hjá Þór, Þorstein Sveinsson. Gísli lét vita af mistökum sínum í leikslok og Arnar verður því væntanlega í leikbanni í lokal- eik Völsunga. • Stefán Arnaldsson og Rögn- vald Erlingsson, handknatt- leiksdómarar, dæmdu sinn fyrsta leik saman í fimm mán- uði á föstudagskvöldið. Þeir blésu í flautur sínar á leik KA og Vals. • Tveir leikmenn íslands- meistara Þórs í 3. flokki, fengu eldskírn sína með meist- araflokki félagsins gegn Völs- ungi á laugardaginn. Það voru þeir Orri Freyr Óskarsson og Ingi Hrannar Heimisson sem báðum var skipt inná í síðari hálfleiknum. Hamar félagsheimili Þórs: Líkamsrækt og tækjasalur Ljósabekkir Vatnsgufubað Nuddpottur Salir til leigu Beinar útsendingar Getraunaþjónusta Hamar sími 461 2080

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.