Dagur - Tíminn - 21.09.1996, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn - 21.09.1996, Blaðsíða 2
II - Laugardagur 21. september 1996 íSLENDINGA5ÆTTIR Jtagur-®tmtrar Freyja Jónsdóttir skrifar Móholt hét áður þar sem nú er Grímsstaðaholt. Talið er að nafnið sé til- komið vegna þess að á holti þessu var þurrkaður mór, sem tekinn var bæði í Kaplaskjóls- mýri og vestast í Vatnsmýrinni. Um 1842 reisti maður er Grímur Egilsson hét sér bæ á „holtinu" og nefndi bæinn Grímsstaði. Holtið dró síðan nafn af bænum. Þarna risu mörg smábýli, misjafnlega byggð, en hafa flest orðið að víkja fyrir nýrri og betur byggð- um húsum. Saga Grímsstaðaholtsins er fróðleg og speglar vel lífskjör fólks fyrir og um aldamótin síð- ustu og fram yfir síðari heims- styrjöld. Mörg reisuleg hús eru nú á Grímsstaðaholti og hafa nokkur þeirra verið byggð í áföngum eftir efnum og aðstæðum hverju sinni. Gott dæmi um þetta er húsið Bjarg við Suðurgötu, sunnarlega á Grímsstaðaholti. Á árunum upp úr 1920 reisti Steindór Guðmundsson sér hús á lóð sem hann hafði fengið bráðabirgðaleyfí fyrir. Lóðin var við enda Fálkagötu á Gríms- staðaholti. Steindór skrifar bæj- arstjórninni í Reykjavík 7. nóv- ember 1926 og fer þess á leit að hún veiti honum leiguréttindi á lóðinni sem hann hefur byrjað að byggja á. í bréfinu segist Steindór þurfa að fá lán út á húsið, en geti ekki fengið það nema hafa lóðarréttindi. Með bréfinu fylgdi uppdráttur af legu lóðarinnar. Ekki líða nema nokkrir dagar frá því að Stein- dór skrifaði bæjarstjórninni þar til hann fékk svarbréf þar sem honum eru veitt lóðarréttindi þau sem hann fór fram á. Steindór Guðmundsson var fæddur 27. desember 1897 að Lónseyri á Snæijallaströnd, N.- ísafjarðarsýslu. Guðmundur, faðir hans, var sonur Engilberts stórbónda á Lónseyri. Móðir Steindórs var Sigríður Helga Jónsdóttir og albræður hans voru Þórður og Halldór. Kona Steindórs var Valgerður Guð- björg Friðriksdóttir, fædd 6. maí 1901 að Munaðarnesi í Ár- nessýslu. Árið 1926 búa á Bjargi við Suðurgötu hjónin Steindór og Valgerður Guðbjörg ásamt syni En þó að mikið væri að gera hjá húsbóndanum á Bjargi, gaf hann sér tíma fyrir áhugamál sitt, sem var tónlistin. Ágúst var aðalstofnandi lúðrasveitarinnar Svans. Um tíma var lítil búð í kjallaranum á Bjargi, þar var verslað með tvinna, tölur og annað smádót; einskonar konu- búð. Hún var kölluð Stellubúð. Síðan var þarna íbúð. Skildinganesskólinn var í Grímsbý, næsta húsi við Bjarg. Þar var börnum kennt þar til Melaskóli var tilbúinn. Um og eftir stríð þrengdu braggabyggingar sér upp að húsunum á Grímsstaðaholtinu, eins og víða annarstaðar x' borg- inni. Þó hefur líklega óvíða ann- arstaðar verið eins stórt sam- hangandi svæði braggabygg- inga og á þessum slóðum. Það voru því ekki nein óbyggð svæði og leiksvæði barna var á milli bragganna. Um 1959 seldi Gunnbjörg Steinsdóttir Bjarg, en hún hafði átt það ein um tíma. í mati 1972 var búið að setja nýja glugga í húsið. Bæta við baðherbergi með kerlaug, vaski og klósetti. Þá var þakhæð irm- réttuð, einangruð og máluð. í kjallara var innréttað íbúðar- herbergi og sett klósett, hand- laug og sturta. Edvard Skxxlason og Þuríður Gunnarsdóttir kaupa Bjarg 1979 af Konráði Guðmundssyni og Guðnýju Magnúsdóttxxr. Þau byggðu við húsið 1985 og gerðu ýmsar endurbætur. Þá var önn- ur íbúð í kjallaranum og utan- gengt í hann, gert var gengt á milli íbúða og núna er einbýli á Bjargi. Einnig var sett nýtt þak á húsið. Garðurinn var endur- bættur og lýstur upp með lág- um ljósum, sem fara vel við umhverfi hússins. Ýmislegt hef- ur fundist á milli veggja í hús- inu þegar viðgerðir hafa farið fram. Þar má af mörgu nefna bindisnælu úr silfri með stöfun- um Ó.Á. greyptum í. Næluna hafði Óli Ágústsson fengið í fermingargjöf, þegar hann átti heima á Bjargi. Hann mundi vel hvar hann hafði tapað nælunni og hefur án efa þótt ánægjxxlegt að fá fermingargjöfina sína aft- ur. Enn eru eigendurnir á Bjargi að endurbæta inni í húsinu og meðal annars er verið að setja nýtt eldhús. Þetta fallega hús er eigendum sínum til sóma og augnayndi þeim sem leið eiga um Suðxxrgötuna. Ileimildir £rá Borgarskjalasafni og 1‘jóð- skjalasafni. Bjarg við Suðurgötu sínum Þórði, fæddum 27. júní 1919 að Lónseyri, og meybarn óskírt, fætt 30. ágúst 1926 í Reykjavxk. Einnig er á heimilinu Ingibjörg Magnúsdóttir, fædd 8. desember 1880 að Borgareyri við Hrútafjörð. í brunavirðingu, sem gerð var 21. mars 1928, er Bjarni Sigurðsson orðinn eigandi að húsinu. Þá segir að húsið hafi fyrst verið virt þegar það var í smíðum, 21. nóvember 1926, og er því lýst á eftirfarandi hátt: Húsið sé byggt af bindingi, klætt utan með borðum, pappa, listum og járni á veggjum og þaki. í húsinu eru tvö íbúðar- herbergi, eldhús, geymsluher- bergi og gangur. Allt klætt inn- an með panelborðum og málað. Undir húsinu er geymslukjall- ari. í húsinu er einn ofn og ein eldavél. Kjallarinn var lítill með hlöðnum veggjum og án glugga. Hleri var á eldhúsgólfi og lóð- réttur stigi niður, í kjallara þessum voru kolin geymd. Bjarni Sigurðsson var fædd- ur 9. september 1864 að Arnar- tóft í Stokkseyrarhreppi. Bjarni lést haustið 1935. Kona Bjarna var Þorbjörg Gunnarsdóttir, fædd 20. desem- ber 1860 á Torfastöðum í Fljótshlíð. Hún átti húsið í nokkur ár eftir lát manns síns. Málverk af Bjargi eins og húsið leit út nýbyggt. Þorbjörg lést vorið 1947. Árið 1944 kaupir Ágúst Ól- afsson Bjarg við Suðurgötu. Sama ár byggði hann við húsið. í mati árið á eftir er lýsing þessi: „Viðbygging, byggð á sama hátt og eldra húsið var, sem síðast var metið 21. mars 1928. Innan á binding er trétex og þar yfir hart tex og málað yf- ir. Þar eru fjögur íbúðarher- bergi, eldhús og inngangur. Húsið er hitað frá miöstöð." Árið 1954 eru taldir til heim- ilis á Bjargi: Ágúst Ólafsson, Gunnbjörg Steinsdóttir kona hans og börn þeirra, Steindór, Óli og Sigurbjörg. Ágúst Ólafsson og Gunnbjörg Steinsdóttir létu gera miklar endurbætur á húsinu, meðal annars var húsinu lyft og gerð- ur kjallari undir því öllu. Sér- inngangur var gerður að kjall- aranum og um tíma var Ágúst þar með skósmíðaverkstæði. Hann var þekktur fyrir smíði sín á Texasklossum, sem á þessum tíma fengust ekki fluttir inn, en voru mjög eftirsótt tískuvara. Ágúst ðlafsson var einnig pípulagningameistari. Ú R HANDRAÐANUM Austfírsku bræðumir Snemma á 18. öld voru uppi einhvers staðar fyrir aust- an þrír bræður. Hét sá elsti Hinrik, en annar hinna hét Her- mann. Einu sinni fóru allir bræð- urnir einn sunnudag að reyna að veiða silung, en höfðu engan fyrr en seinast, að sá yngsti náði laxi. Beiddu þá bræður hans hann að gefa sér laxinn, en hann vildi ekki gjöra það. Deildu þeir þá herfilega og flugust á og drápu yngsta bróð- ur sinn. En hann gekk aftur og vann strax á miðaldra bróðurn- um, en sá elsti komst undan. Hafðist hann nokkurn tíma við á Hofi í Öræfum og var þar sjálfs sín. Þótti hann guðlaus maður og aldrei vildi hairn hlýða lestri. Hann hafði eina kú og mjólk- aði nábúakona hans, er Mar- grét hét, hana fyrir hann og færði honum mjólkina í kofa nokkurn, sem hann átti. Eitt kvöld koma hann inn til Margrétar og bónda hennar, er Gísli hét, og sagði, að nú gengi bróðir sinn fyrir austan Lóns- heiði, og bæri fljótt yfir, og mundi hann nú bráðum finna sig. Bóndi bauð honum að vera við lestur hjá sér og sagði, að það ætti að fara til. Hinrik kvaðst ekki geta verið að bíða og ætla til kofa síns. Fór hann svo út, en bóndinn að lesa, og er það var búið, heyrðu þau há- reysti og flangs mikið. Litlu síðar fór konan að mjólka. Er hún ætlaði með mjólkina til kofa Hinriks, var henni fleygt fram á hlað með mjólkurskjóluna og snéri hún þá aftur. En bóndi fór upp í heygarð og voru þá báðir bræðurnir að berjast þar afturgengnir. Dóttir þessara hjóna hét Guðríður og var hún blind, en sýslaði þó við börn og lést vita hverjum þau væru lík og hvort þau yrðu skammlíf eða ekki. Kvaðst hún fara eftir því hvað þau væru þung. Hún dó 1880. (Úr þjóðsagnakveri Magnúsar á Hnappavöllum) Sagan af PáJi og Kjartani Maður reri suður, Kjartan að nafni. Formaður hans hét Páll. Þess urðu menn varir, að endur og sinn- um að næturþeli var gengið um sjóbúðina, en Páll bannaði að hafa orð á því. Á sumardags- nóttina fyrstu vakti Kjartan í rúmi sínu. Varð hann þess þá var, að kvenmaður bláklæddur gekk að rúmi Páls. Spurði Páll hana þá, hvort allir mundu sofa. Hún kvað þá eina vaka, er sig gilti einu um. Töluðust þau síðan nokkuð við, síðan gekk hún út aftur. Að morgni lagði Páll undir við Kjartan, að tala ekki um, hvað hann hafði séð, né gera leit né eftirgrennslan, hvað sem í kynni að skerast. Nokkru síðar hvarf Páll og spurðist ekkert til hans. Nú hðu þrjú ár, sem Kjartan alltaf reri suður, og sást þá oft ókenndur bátxxr róa í verstöðinni. Þriðja árið gekk Kjartan eitt kvöld sem oftar seinastur heim frá báti. Kom þá Páll til hans og sagðist nú vera giftur huldu- konu, höfðingsmanns ekkju, og vera búinn að eignast tvö börn. Sagði hann fólk þetta vera kristið, og hafði það líka búnað- arháttu og aðrir menn. Sagðist hann nú ekki mundu framar koma í manna augsýn.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.