Dagur - Tíminn - 21.09.1996, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn - 21.09.1996, Blaðsíða 7
|Dagur-®œTmn Laugardagur 21. september 1996 - VII MINNINGARGREINAR Einar Valur Kristjánsson Einar Valur Kristjánsson yfirkennari fæddist á Kirkjubóli í Skutulsfirði 16. ágúst 1934. Hann lést á Sjúkrahúsi ísaijarðar 7. sept- ember síðastliðinn á 63. ald- ursári. Foreldrar hans voru Kristjana Kristjánsdóttir og Kristján Söebeck. Einar Valur fór barn að aldri í fóstur til hjónanna Kristjáns Jónssonar frá Garðsstöðum og Sigríðar Guðmundsdóttur og var ættleiddur af þeim. Árið 1960 gekk Einar Valur að eiga Guð- rúnu Eyþórsdóttur tónskálds á Sauðárkróki Stefánssonar og konu hans Sigríðar Stefáns- dóttur (d. 1992). Þeim varð fjögurra barna auðið. Þau eru: 1) Eyþór Kristján, f. 31. des. 1959, kvæntur Ásgerði Þóreyju Gísladóttur; þau eiga tvö börn: Guðrúnu og Einar Bjarna. 2) Sigríður, f. 16. okt. 1961, gift Óla Páli Engilbertssyni; þau eiga tvö börn: Stefán Atla og Guðrúnu Þóreyju. 3) Atli Stef- án, f. 20. október 1966, býr með Ingunni Helgadóttur; þau eiga einn son: Patrik Snæ. 4) Auðunn, f. 24. nóvember 1975, unnusta hans er Guðrún Arna Valgeirsdóttir. Einar eignaðist son fyrir hjónaband: Kristján Þóri, f. 15. janúar 1954, með Sigríði Huldu KetUsdóttur. Þau Einar Valur og Guðrún Eyþórs- dóttir sUtu samvistir árið 1981. Guðrún lést hinn 17. aprfl 1987. Einar Valur bjó um 12 ára skeið með Valgerði Jónsdóttur frá Vorsabæ á Skeiðmn, kennara á ísafirði. Síðustu árin var sambýliskona hans Gréta Sturludóttir, kenn- ari á Flateyri. Einar Valur lauk p)róttakennaraprófi frá íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni árið 1956, handa- vinnukennaraprófi árið 1957 og sótti ýmis námskeið í íþróttum og handmennt. Hann var kennari við Gagnfræða- skólann við Ilringbraut 1955 tU 1957, Barna- og ungfinga- skóla gbraut 1955 tU 1957, Barna- og ungUngaskóla Ól- afsíjarðar 1957-58, Barna- skóla Ísaíjarðar frá 1958 og yfirkennari frá 1984. Þá kenndi hann á íþróttanám- skeiðum um áratuga skeið og gegndi margvíslegum trúnað- arstörfum fyrir íþróttahreyf- inguna. Einar Valur keppti um ára- bU á skíðum, m.a. á Ólympíu- leikunum í Cortina á Ítalíu ár- ið 1956. Þá keppti hann í knattspyrnu og síðustu árin í golfi, auk þess sem hann starfaði að uppbyggingu golf- vaUar í Tungudal. Einar spUaði brids í áratugi og tók þátt í mörgum bridsmótum heima og heiman. Hann hlaut marg- víslegar viðurkenningar og verðlaun fyrir íþróttaiðkanir sínar. Útför Einars Vals fór fram frá ísafjarðarkirkju þriðjudag- inn 17. september s.l. Andlátsfregn er þess eðlis að hún kemur nánast alltaf á óvart, jafnvel þótt við henni hafi verið búist um sinn. Þessi tíma- mót mannlegrar tilveru hljóta ævinlega að verða til þess að í hugum þeirra er enn halda göngunni áfram leiftra minn- ingarnar, myndir sem lifna og h'ða hjá, hkt og á tjaldi. Þegar samstarfsfólk Einars Vals gegnum ár og áratugi lítur til baka, er sannarlega enginn hörgull á minningum honum tengdum, enda aðeins rúmt ár síðan hann hvarf frá störfum við grunnskólann vegna veik- inda. Við sjáum fyrir okkur vel til hafðan, glaðbeittan mann skunda til starfa árla morguns. Mann sem tók kvabbi og kenj- um „kvennastóttar“ af einstakri ljúfmennsku og var ævinlega tilbúinn að rétta hjálparhönd þar sem hennar var þörf. Mann sem barðist fyrir áhugamálum sínum af ákafa og harðfylgi — stundum svo að ýmsum þótti nóg um. Mann sem greiddi götu ný- liða og var alltaf til staðar, mann sem var á einhvern óskil- greinanlegan hátt svo ótrúlega mikið lifandi. Einar Valur var glaður mað- ur í góðra vina hópi og sann- kallaður höfðingi heim að sækja. Iðulega naut samstarfs- fólkið einnig gestgjafaeðlis hans á vinnustað, því ósjaldan kom það fyrir, einkum í lok vinnu- viku, að Einar Valur þreif bláa kaskeitið „höfuðatriðið" og var horfinn. Innan örskotsstundar var hann kominn aftur, glettinn og brosandi með bréfpokann, fiskaði upp úr honum jólaköku, jafnvel eðalbakkelsið vínar- brauð og útdeildi meðal við- staddra, rétt til þess eins að sjá brúnirnar léttast ögn á þreytu- legum samkennurum sínum. Einar var ákafur keppnis- maður og tók þátt í ýmsum íþróttum af lífi og sál og hvatti aðra til hins sama. Hann stund- aði golf og skíði, skotveiðar og bridge um árabil. Álitlegt safn verðlaunagripa prýddi skápa og veggi á heimili hans. En Einar átti einnig annað safn í fórum sínum, sem hann var ósínkur á að veita samferðafólkinu hlut- deild í: ókjör af gamansögum úr ýmsum áttum, um menn og málefni, til þess eins sagðar að létta lund og vekja bros. Einar Valur hafði gaman af ferðalögum og fyrir tveimur ár- um dreif hann sig til Ameríku, þar sem öldruð móðir hans býr. Á því ferðalagi naut hann sam- fylgdar Grétu Sturludóttur, sambýliskonu sinnar. Þessi tími varð honum ógleymanleg upp- lifun, en þegar kom að náms- ferð samstarfsfólksins til Dan- merkur í vor, leyfði heilsa Ein- ars ekki þátttöku hans þótt hugur stæði til. En fyrir tilstuðl- an Grétu, sem var þar sannar- lega verðugur fulltrúi hans, fylgdist hann þó grannt með úr fjarlægð. í veikindum Einars og ekki síst þegar að leikslokum dró, reyndist Gréta Einari, ásamt börnum hans, ómetanlegur bakhjarl. Við sendum þeim öllum, ást- vinum Einars og vandamönn- um, okkar innilegustu samúð- arkveðjur, biðjum Guð að blessa þá og minnumst þess öll að þótt nú sé: — tár í auga, trútt um mál og tregi í okkar hjörtum, þá finna aftur sálir sál á sólarlendum björtum. (Þóra Karlsdóttir) Við þökkum Einari Val sam- fylgdina. Vinir og samstarfsfólk við Grunnskólann á ísafirði Sverrir Runólfsson Sverrir Runólfsson var fæddur í Reykjavík 3. desember 1921. Hann lést í Reykjavík 7. september síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Rimólfur kaupmaður Kjart- ansson frá Skál í Skaftafelis- sýslu, f. 30.11. 1889, d. 23.4. 1961, og Lára Guðmundsdóttir frá Lómatjörn, f. 31.10. 1896, d. 10.1. 1968. Systkini Sverris eru Guðmundur Kjartan, f. 24.4. 1920, búsettur í Banda- ríkjunum, Valgarð, f. 24.4. 1927, búsettur í Hveragerði, og Svana, f. 6.3. 1940, búsett í Reykjavík. Sverrir stundaði nám í Verslunarskólanum og Héraðsskólanum á Laugum og hélt 1945 til söngnáms í Bandaríkjunum fyrir hvatn- ingu söngkennara síns, Péturs Jónssonar óper.usöngvara. Hann hafði sungið með Fóst- bræðrum. Hann settist að í Los Angeles, þar sem hann setti upp söngleiki og söng og lék á sviði. Að aðalstarfi rak hann verktakafyrirtæki fyrir vega- gerð og flugbrautir. í Banda- ríkjunum var hann kvæntur Janet Murhy, söng- og píanó- kennara. Þau skildu. Börn þeirra voru fjögur: Stephen tónlistarmaður, f. 15.10. 1949, d. 1977; Jennifer, fulltrúi hjá BeU-símafélaginu, f. 8.11. 1951, en sonur hennar er Thomas AUan, f. 1969; Suana, f. 3.3. 1953, d. 1986; og Diane HoUand, starfsmaður við kvik- myndir í Santa Barbara, f. 9.12. 1955, en dóttir hennar er lila, f. 1978. TU íslands fluttist Sverrir 1969. Hann hafði mikinn áhuga á að koma hér á fram- færi aðferðum við vegagerð sem hann hafði notað vestra, svonefndri „blöndun á staðn- um“, og vann að því. Seinna keypti hann og rak um árabU innflutningsfyrirtækið Tandur hf. Hann kvæntist Andreu Þor- leifsdóttur fulltrúa, f. 9.1. 1937, sem Ufir mann sinn. Stjúpdóttir hans er Hildur Sig- urðardóttir flugfreyja, f. 27.7. 1957. Börn hennar eru Andri Þór, f. 1980, og tvíburarnir HUdur Sif og Helga Snót, f. 1983. Elskulegur bróðir minn hann Sverrir, eða Bóbó eins og hann var kallaður í gamla daga, er látinn. Hann hafði átt erfitt í nokkur ár vegna nýrnasjúk- dóms sem eyddi kröftum hans smám saman, en að kvarta og kenna einhverjum eða einhverju um, það hvarflaði ekki að honum. Hann var í raun sá allra skapbesti maður sem ég hef kynnst, gerði gott úr öllu og hló bara að manni ef honum fannst maður ganga of langt. Hann var góður drengur, þótti vænt um samferðafólk sitt á lífsleiðinni og elskaði konu sína og börnin sín, bæði sín eig- in börn og stjúpbörnin, að ekki sé minnst á barnabörnin sem hann sá ekki sólina fyrir. Ég er tæpum sex árum yngri en Sverrir og frá því ég fyrst man eftir mér var þessi ljúfi drengur fastur punktur í tilver- unni, og einnig eldri bróðir okk- ar, hann Kjartan eða Lilh Run. Þeir voru mjög samrýndir, enda aðeins rúmlega eitt ár á milii þeirra, og mér er það minnis- stætt hvernig þeir stóðu saman eins og klettur úr hafinu þegar eitthvað bjátaði á eða hallaði á litla bróður, hann Denga. Stundum gat þó sá yngsti komið þeim úr jafnvægi, sem gat leitt til eltingarleiks yfir lóðir og garða, en á eftir var svo hlegið að öllu saman. Svo fæddist Utla systir okkar, hún Svana, vorið 1940, og ég man að þeir bræð- urnir voru hálf-hneykslaðir á að hún mamma þeirra, 43 ára gömul manneskjan, væri að eignast barn. En það viðhorf þeirra hvarf þegar litla systir fór að brosa framan í þá og toga í puttana á þeim. Þá breyttist forvitni þeirra í hrifn- ingu og ástúð sem aldrei síðan hefur borið skugga á. Núna er Svana stödd hjá Kjartani, bróð- ur okkar, í S.-Kaliforníu. En þau eru með okkur í anda og komu ásamt frændfólki okkar þar ytra saman jarðarfarardag Sverris til að minnast hans og kveðja góðan vin. Móðurfólkið okkar er frá Lómatjörn í Höfðahverfi í S.- Þing. Þau eru ófá sumrin, já ár- in, sem við dvöldum þar, hver í sínu lagi eða allir saman, hjá frændfólki okkar. Sverrir var þar einna lengst okkar bræðra, ýmist hjá afa og Sverri móður- bróður á Lómatjörn eða Sæ- mundi móðurbróður í Litlagerði og síðar Fagrabæ. Á þessum ár- um drakk hann í sig ást á sveitalífinu, náttúrunni og öllu sem íslenskt var. Og þótt hann hafi verið fæddur í Reykjavík og síðar á ævinni dvaUð langdvöl- um í Los Angeles, var hann í raun sveitamaður í sér með hinn brennandi hugsjónaeld ungmennafélagans í brjósti sér. Þess vegna þarf ákafi hans ekki að koma neinum á óvart, þegar hann fyrir nokkrum árum barð- ist hart fyrir að innleiða nýja aðferð í vegagerð, svokallaða „blöndun á staðnum“-aðferð, og fékk loks einn kílómetra hjá Vegagerðinni tU að spreyta sig á (Mér er sagt að það sé einn besti og sléttasti kílómetrinn á öllu Kjalarnesinu!). Og ekki síð- ur birtist hugsjónaeldur Sverris í því þegar hann kynnti þjóðinni hugmyndir sínar í sambandi við bætt lýðræði með því að skrifa bæklinginn „Valfrelsi" og halda opinbera fundi um málefnið. Þar kynnti hann hugmyndir sín- ar um rétt kjósenda til að láta álit sitt í Ijós á hinum ýmsu málum sem sveitarstjórnir eða ríkisvaldið vildu hrinda í fram- kvæmd, með því að kjósa um málefnin á lýðræðislegan hátt og kallaði „kosningar um mál- efni“, að kjósendur eigi að hafa „frelsi til að velja“. Mér er ekki grunlaust um að þetta orð, val- frelsi, sé komið inn í íslenskuna fyrir málflutning Sverris. Á þessum tíma fengu hugmyndir hans dræmar undirtektir hjá ráðamönnum, en nú er svo komið að ýmsar stjórnmála- hreyfingar hafa imprað á nauð- syn þess að taka slíka lýðræðis- lega aðferð upp í stjórnkerfínu. í þessum efnum var Sverrir langt á undan sinni samtíð. Við hlið Sverris hefur elsku- leg eiginkona hans staðið og verið stoð hans og stytta frá þeirra fyrstu kynnum. Þau Andrea byggðu upp fallegt heimili, sem gott var að koma á og eiga með þeim skemmtilega stund. Og það var alltaf jafn ánægjulegt að finna hve Sverri þótti vænt um Andreu og börn- in og hve innilegt samband þeirra allra var. Sverrir var elskulegur dreng- ur, góðgjarn og traustur og ég mun sakna hans. Við hjónin og börnin sendum Andreu og fjöl- skyldu hennar okkar innileg- ustu samúðarkveðjur ásamt þökk fyrir áralanga vináttu. Valgarð

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.