Dagur - Tíminn - 21.09.1996, Side 3
jDagmÁHmmm
Laugardagur 21. september 1996 - III
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
HAGYRÐJNGAR
FÖLK í ÆTTUM
Ævintýri á gönguför
Hœringsstaðahjón fóru á göngu,
höfðu reyndar œtlað fyrir löngu.
Þau rákust á ref,
ég reyndar frétt hef
að þau drápu hann með réttu eða röngu.
Tóuvinur.
Guðmundur Arnfmnsson sakaskrárritari setti saman
limrukver, sem hann kallar „Lausar skrúfur". Það varð til
upp úr áramótunum þegar höfundi gekk illa að festa svefn,
að eigin sögn. Þegar náttúruráðin brugðust og vatnsdrykkja,
öndunaræfingar, bakstrar og íleira kom ekki að neinu haldi,
varð honum fyrir að hafa yfir ljóðmæli og sofnaði þá brátt.
Hér á eftir birtast nokkur af þessum góðu ráðum við svefn-
leysi:
Miklihvellur
Þóroddur Þingeyingur
þaninn af lofti syngur,
það verður smellur
og þrumuhvellur,
þegar í loft upp hann springur.
Ofurmenni
Landsbankastjórinn Lundi,
sem löngum á bankaráðsfundi
upptekinn sat,
á einhvern hátt gat
þó samtímis verið í sundi.
Görótt gæðablóð
Hann er mælskur og stígur í stól
og stólrœður heldur um jól,
hann er gœfur sem lamb
og laus við dramb,
þó leynist í honum fól.
Rökfræði rónans
Hann kemst svo að orði hann Keli,
sá kófdrukkni brennivínsdeli:
Dós af bjór
er betri stór
og betri er heilflaska en peli.
Alþýðleiki
Skynsöm og sköpuð í kross,
skylt á hún ekkert við hross,
kindur og kýr
né kattardýr,
því hún er víst ein af oss.
Svona eru þær ágætar Iimrurnar hans Guðmundar Arn-
finnssonar. Þótt honum sé ekki óskað svefntruflana heldur
hann vonandi áfram að yrkja, og ekki væri verra að Hagyrð-
ingaþáttur fái að njóta góðs af þegar skemmtileg limra verð-
ur til.
Að lokum ein frá gömlum og góðum vini þáttarins:
Staka
Ennþá margur orðsins list
oss til gleði brúkar,
þó að allir ólátist
undirheimapúkar.
Búi.
Máverk eftir Gunnlaug Blöndal af þjóðfundinum. þegar Tampe greifi slítur honum. Málverkið er f Alþlingishúsinu.
„Sá hvíti, sá halti
og sá digri“
Dagurinn 10. ágúst 1851,
þegar flestir þingmanna
risu upp sem einn maður
á „Þjóðfundinum" fræga í Lærða
skólanum í Reykjavík og mót-
mæltu löglausu framferði
Trampe greifa með orðunum
„Vér mótmælum allir“, er sjálf-
sagt einn stoltasti dagur ís-
lenskrar sjálfstæðisbaráttu. Sem
kunnugt er var deilt um það á
fundinum hvort ísland ætti að
innlimast að fullu í danska ríkið,
eins og frumvarp Dana gerði ráð
fyrir. Sumarið 1851 hafði 25
manna danskur herflokkur dval-
ið í Reykjavík og
lagðist nærvera hans
illa í menn. Þessi her-
flokkur þótti láta
ófriðlega daginn sem
„Þjóðfundurinn“ var
haldinn og manna á
meðal gekk sá orð-
rómur að hermönn-
unum hefði verið
skipað að skjóta þrjá
af þingmönnum ís-
lendinga: „Þann
hvíta, þann halta og
þann digra.“ Sá hvíti
var Jón Sigurðsson
forseti, sá halti var
Jón Guðmundsson
sýslumaður, en sá
digri séra Hannes
Stephensen. — Nú reynum við
að kanna hverjir komnir eru af
þessum mönnum, sem Danir
virðast hafa óttast mest og þótt
fyrirferðarmestir íslenskra þing-
manna á fundinum.
„Þeim „hvíta", Jóni Sigurðs-
syni, gerðum við skil fyrir
nokkru og staðnæmumst því við
þá Jón Guðmundsson og Hannes
Stephensen.
„Sá halti“ — Jón Guðmunds-
son (1807-1875) — var þingmað-
ur Skaftfellinga á „Þjóðfundin-
um“. Foreldrar hans voru Guð-
mundur Bernharðsson bóndi í
Ölvesholti í Flóa og Ingunn Guð-
mundsdóttir. Hann nam við
Bessastaðaskóla, en vegna
tveggja ára veikinda (sem orsök-
uðu helti hans) lauk hann ekki
stúdentsprófi fyrr en 1832.
Lagaprófi frá Kaupmannahöfn
lauk hann 1851. Ilann var settur
sýslumaður í Skaftafellssýslu
1849, en þegar hann fór til
Hafnar árið 1851 í erindum
„Þjóðfundar" í banni stiftamt-
manns missti hann sýsluna. Rit-
stjóri „Þjóðólfs" var haim 1852-
1874 og málaflutningsmaður við
landsyfirréttinn frá 1858 til ævi-
loka. Hann var fulltrúi á stjórn-
lagaþingi Dana 1848-1849. —
Kona hans var Hólmfríður Þor-
valdsdóttir prests og skálds í
Holti undir Eyjaijöllum.
Börn þeirra voru:
1) Þorvaldur f. 1837, síðar
héraðslæknir á fsafirði og kunn-
ur vegna andstöðu sinnar við
Skúla Thoroddsen í „Skúlamál-
unum“ alræmdu. Meðal sjö
barna Þorvaldar var Gy(ð)ríður
sem giftist Birni Bjarnasyni frá
Viðfirði, kennara við Kennara-
skólann í Reykjavík sem kunnur
er fyrir doktorsritgerð sína um
„íþróttir fornmanna". Þau Björn
áttu íjögur börn og var Högni
læknir þeirra elstur. Næstelst er
Sigríður, sem gift var Árna
Björnssyni tryggingastærðfræð-
ingi. Þeirra sonur er Ómar Árna-
son, frkvstj. Hins ísl. kennarafé-
lags og faðir Kristínar rithöfund-
ar. Þriðja barn Björns og Gyðríð-
ar var Þórunn og yngst Kristín,
sem dó um tvítugsaldur.
Annað barn Þorvaldar læknis
sem við nefnum hér var Helga,
sem giftist séra Páli Stephensen í
Holti. Dóttir þeirra, Anna Steph-
ensen, starfaði mjög lengi í
sendiráði íslands í Kaupmanna-
höfn.
Þriðja barn Þorvaldar sem við
getum um er Sigríður, sem giftist
Thorvald Krabbe vitamálastjóra.
2) Sigurður f. 1839, fanga-
vörður í Reykjavík. Dóttir hans
var Kristín, gift Helga Helgasyni
verslunarmanni í Reykjavík og
áttu þau Qögur börn: Jón, Maríu,
Rannveigu og Sigríði.
3) Kristín f. 1841, sfðar hús-
freyja í Kaupmannahöfn, gift dr.
med. prófessor Harald Krabbe.
Sonur þeirra var Jón Krabbe,
sem löngum veitti íslensku
stjórnardeildinni í Kaupmanna-
höfn forstöðu, eða til 1918, en
starfaði eftir það í sendiráði ís-
lands. Hann ritaði bókina „Frá
Hafnarstjórn til lýðveldis".
„Sá digri“ — Ilannes Stephen-
sen (1799-1856) — var þingmað-
ur fyrir Borgfirðinga á „Þjóð-
fundinum“. Hann fæddist á
Hvanneyri í Borgarfirði og voru
foreldrar hans Stefán Stephen-
sen amtmaður á Hvanneyri og
síðar á Hvítárvöll-
um (sonur Ólafs
Stephensens stift-
amtmanns í Við-
ey) og fyrri konu
hans Mörtu Maríu
Diðriksdóttur
Hölter. Hannes
lauk stúdentsprófi
frá Bessastöðum
1818 og guðfræði-
prófi við Kaup-
mannahafnarhá-
skóla 1824. llann
gerðist prestur í
Görðum á Akra-
nesi og bjó þar til
æviloka og þar
hefur nú verið
reistur um hann minnisvarði.
Um hann segir Páll Eggert Óla-
son að hann hafi verið manna
mikilhæfastur og þjóðræknastur
og „málsnjallasti maður á Al-
þingi um sína daga“.
Kona hans var Þórunn Magn-
úsdóttir konferensráðs Stephen-
sens í Viðey og því frænka hans.
Tvö barna þeirra komust til full-
orðinsára:
1) Guðrún, sem var fyrsta eig-
inkona Péturs Hafsteins amt-
manns, en hann var sem menn
vita faðir Hannesar ráðherra
(átti hann með þriðju konu sinni,
Kristjönu Gunnarsdóttur). Þau
Guðrún og Pótur áttu tvö börn,
Þórunni og Hannes. Hannes dó
tveggja ára gamall og móðir
hans mánuði síðar. Þórunn giftist
Jónasi Jónassen landlækni og
eignuðust þau dótturina Sofíu,
sem varð fyrri kona Eggerts Cla-
essens hrl. Þau skildu barnlaus.
2) Magnús stúdent.
Engir afkomendur Hannesar
og Þórunnar munu nú á lífi.