Dagur - Tíminn - 21.09.1996, Síða 4
IV- Laugardagur 21. september 1996
ÍDagnr-tEmmtiT
Náttúruvísindi og lax-
veiðisögur
Loki Laufeyjarson
er hér með netið
sem hann reið og
Snorri segir frá. Á
myndinni heldur
hann um netháls-
inn, eins og hann
er kallaður í Eddu.
Laxinn er oft nefndur kon-
ungur fiska, enda fiska
glæsilegastur og ekkert
fiskakyn leikur eftir að stikla
fossa með þvílíkum glæsi-
brag sem laxinn leikur.
Að veiða lax er talin göfug
iðja og hælast menn mjög um
af viðureign sinni við þennan
spræka fisk, sem lifir bæði f
sjó og í ám og vötnum og
syndir fiska best og svífur
jafnvel um loftin blá þegar
hann mætir torfærum í ánum.
Laxveiðisögur eru margar og
miklar og þarf maður ekki að
hafa krækt í nema einn lax
um ævina til að geta gortað
af viðureign við konung fisk-
anna í löngu máli með ótrú-
legustu útúrdúrum. Til eru
skemmtilegar laxveiðisögur
og ber þar hátt frásagnir
Björns Blöndals, bónda og
ríthöfundar, sem skrifaði
nokkrar bækur um efnið og
fatast hvergi frásagnaríistin.
Fjölmiðlar nútímans flytja
miklar sögur af laxveiðí og
eru þær fréttir eins daufar og
leiðinlegar sem fátæklegt
ímyndunaraflið frekast leyfir.
Tegundirn-
ar tvær
Fiskifræðingar kunna að
segja ýmis tíðindi af lifn-
aðarháttum laxa, en fátt
segir af sálrænum eiginleikum
fisksins. En vísindin eru ekki ný
af nálinni og verður hér vitnað í
17. aldar heimild um laxinn:
„Hér koma á eftir vatnafisk-
ar, sem nálega allir lældr og
tjarnir eru svo full af, að furðu
sætir og svo ég byrji á þeim
merkustu og ágætustu, þá eru
það þeir sem á vora tungu heita
laxar, stórir vexti og eigi allfáir.
Þeir eru af tveim tegundum og
ganga annaðhvort úr úthafinu
eða koma upp úr dýpstu botn-
leysum stöðuvatna. Fyrri teg-
undin verður þriggja álna löng
og yfir það, en hin sem kölluð
er berglax, verður að vísu yfir
tvær álnir á lengd, en oftast
ekki nema ein.“
Þessi tilvitnun er úr vísinda-
riti Gísla biskups Oddssonar,
þar sem margt er sagt frá
landsins aðskiljanlegu náttúr-
um.
Þórstak á
laxi
Laxinn kemur víða við í
sögum og hér skal tilfærð
ein, sem séra Jón Norð-
mann setti á blað.
„Þegar Loki var að flýja und-
an Ásum, brá hann sér í laxlíki.
Náði þá Þór utan um stirtluna
og kreisti svo fast, að inn
klemmdust geislungarnir við
sporðinn. Síðan stendur fyrir á
sporðinum, sé gripið utan um
stirtluna á laxinum, og heitir
það Þórstak. En á urriðum og
silungum er stirtlan afslepp, því
þar er ekkert Þórstakið (Þetta
heyrði ég Jóhann á Hamri í
Barðssókn minnast á hérum ár-
ið 1856. Hann kom til mín þar
sem ég var að veiða lax, og
nefndi hann þá Þórstakið á lax-
inum og sagði mér svona frá.
Hvort hér er nokkuð á minnst í
Eddu veit ég ekki, því ég hefi
hana ekki).“
Aðdragandi
veiðisögu
En mikið rétt. Snorri til-
greinir í Eddu sinni hvers
vegna laxinn er afturmjór
eftir handtak Þórs.
Frásögnin af þeirri laxveiði
er ein sú æsilegasta sem um
getur í gjörvöllum bókmenntum
og samanlögðum lygasögum
laxveiðimanna nútímans.
í Eddu Snorra Sturlusonar er
tilgreindur aðdragandi þess að
Æsir fóru til laxveiða. En það
var ekki hungrið sem rak þá til
þess, heldur hefnigirnin.
Svo var mál með vexti að
Loki Laufeyjarson hafði narrað
Höð hinn blinda Ás að varpa
mistilteini að Baldri, hinum
hvíta og mjúklynda, og varð
prakkarastrikið honum að
bana.
Síðan beit Loki höfuðið af
skömminni með því að þykjast
vera kerlingin Þökk og neitaði
að gráta Baldur úr Ilelju, eins
og öll kvikindi jarðar voru búin
að gera.
Þar með fóru þær Iífgunartil-
raunir í vaskinn, þar sem Þökk
skarst úr leik, en alla lifandi
skepnu þurfti til að ná Baldri úr
dánarheimum. Er hann því þar
enn.
Veiðisaga
Óðins
Nú kemur þar sögunni að
Ganglera langar að frétta
hvort þessa mikla ódæðis
væri ekki hefnt, en Hárr var
sögumaður. Sá var enginn ann-
ar en Óðinn alfaðir, sem vissi
allt og er trygging fyrir því að
eftirfarandi laxveiðisaga er
dagsönn:
„Goldið var honum þetta, svo
að hann mun lengi kennast. Þá
er goðin voru orðin honum svo
reið, sem von var, hljóp hann á
braut og faldi sig á fjalh
nokkru, gerði þar hús og fernar
dyr, að hann mátti sjá úr hús-
inu í allar áttir, en oft um daga
brá hann sér í laxlíki og faldist
þá þar sem heitir Fránangurs-
foss. Þá hugsaði hann fyrir sér,
hverja vél Æsir mundu til finna,
að taka hann í fossinum. En er
hann sat í húsinu tók hann h'n-
garn og reið á ræksna, sem net
er síðan gjört, en eldur brann
fyrir honum.