Dagur - Tíminn - 21.09.1996, Síða 6

Dagur - Tíminn - 21.09.1996, Síða 6
VI - Laugardagur 21. september 1996 iDagur-Œtirtinn MINNINGARGREINAR Jóakím Pálsson Jóakim Pálsson var fæddur í Hnífsdal hinn 20. júní 1915 sem annað barn hjónanna Páls Pálssonar út- vegsbónda og Guðrúnar Guð- leifsdóttur í Hnífsdal. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á fsafírði 8. september síðastlið- inn. Systkini Jóakims voru: Páll, Helga, Leifur, Kristján og Halldór. Hinn 24. desember 1936 kvæntist Jóakim Gabríellu Jó- hannesdóttur, sem fædd var í Hlíð í Álftafirði 17. júlí 1916. Eignuðust þau hjónin sex börn: Gunnar Pál, f. 27. júní 1936, kvæntan Helgu v. Ki- stowski; Helgu, f. 13. desem- ber 1940; tvíburana Kristján, kvæntan Sigríði Harðardóttur, og Jóhönnu Málfríði, f. 7. mars 1943; Aðalbjörn, f. 12. október 1949, og Hrafnhildi, f. 9. júní 1955, sem gift er Birgi Ómari Haraldssyni. Auk barna og tengdabarna lætur Jóakim eft- ir sig 19 bamabörn og 19 barnabamabörn. GabríeOa Jó- hannesdóttir lést 2. október 1975. Frá 1977 var sambýliskona Jóakims Sigríður Sigurgeirs- dóttir frá Súðavík. Jóakim ólst upp í Hnífsdal, gekk þar í barnaskóla og stundaði sjó með föður sínum frá íjórtán ára aldri til 1939, er hann stofnaði með nokkrum félögum sínum hlutafélagið Hauk til að smíða 15 smálesta bát, sem hlaut nafnið Páll Pálsson og þeir félagar gerðu út til ársins 1949. Þá var smíð- aður nýr bátur, sem hlaut sama nafn og var gerður út fram á árið 1956. Nýtt hlutafé- lag með nafninu Ver var þá stofnað og nýr 56 smálesta bátur smíðaður á ísafírði, sem einnig var nefndur Páll Páls- son. Árið 1960 seldi Ver hf. þann bát og keypti Vin, 100 smálesta stálbát smíðaðan í Austur-Þýskalandi, af bróður Jóakims, Páli Pálssyni skip- stjóra. Sá bátur hlaut einnig nafnið Páll Pálsson. Árið 1964 var smíðaður nýr 264 smálesta stálbátur í Austur-Þýskalandi, sem hlaut nafnið Guðrún Guð- leifsdóttir. Til þess stofnuðu eigendur Hraðfrystihússins og Hraðfrystihúsið hf. hlutafélag- ið Miðfell, sem 1973 lét smíða togarann Pál Pálsson, sem það hlutafélag gerir enn út. Jóa- Elsku litli Leó Freyr! Þá ert þú farinn frá okkur. Það er mjög erfítt að trúa því. Þú sem varst svo hraustlegur strákur með fallega brosið þitt sem alltaf var svo stutt í. Fyrstu fimm mánuði ævi þinnar bjóst þú í íbúðinni við hliðina á okkur í Grundargerð- inu. Eins og ungabörnum er tamt svafst þú mikið, en stutt var að hlaupa yfir til að kíkja á þig- Eftir að þið fluttuð í Eikar- lundinn hittumst við sjaldnar, kim var skipstjóri á öllum bát- um Hauks hf. og Vers hf. til ársins 1968, er hann fór í land og gerðist framkvæmdastjóri útgerðarinnar. Útför Jóakims fór fram laugardaginn 14. sept. s.l. frá kapellunni í Hnífsdal. Ágætur æskufélagi og vinur, Jóakim Pálsson skipstjóri og út- gerðarmaður í Hnífsdal, hefir lagt upp í siglinguna síðustu, sem okkur öllum er búin að líf- inu loknu. Jóakim fæddist í Hnífsdal og þar bjó hann og starfaði til hinsta dags. Mér er ljúft að minnast samferðar sem varað hefir frá barnæsku, er við lék- um okkur í íjörusandinum og horfðum á bátana koma að landi færandi björg í bú. Á þeim árum var ríkt í huga ungra drengja að feta í fótspor feðr- anna, fara á sjóinn og takast á við óblíð náttúruöfl. Jóakim var heldur aldrei í neinum vafa um á hvaða vettvangi hann vildi láta að sér kveða, er til þess kom að lífsbaráttan var hafin. Faðir hans og afi voru út- vegsbændur frá Heimabæ í Hnífsdal, stunduðu sjósókn á eigin útgerð af kappi og for- sjálni. Strax og Jóakim varð lið- tækur til þeirra starfa er sjó- róðrum tilheyrðu, var hafist handa og ekkert gefið eftir. Páll Pálsson, faðir Jóakims, var mikill sjósóknari, aðgætinn sjó- maður og aflasæll. Hann var góður leiðbeinandi fyrir unga menn, sem áttu þess kost að heíja sjómennsku undir hand- leiðslu hans. Undirritaður var þeirra á meðal, er ég unglingur var há- seti á bát hans, Helgu, á sumar- vertíð fyrir 66 árum. Aðrir skip- verjar voru Jóakim og eldri bróðir hans Páll. Jóakim byrjaði mjög ungur á sjónum hjá föður sínum og gekk þar í þann skóla er dugði honum vel síðar. Þar var ekkert gefið eftir og drengnum varð ljóst að til nokkurs var ætlast af honum. Hann gerði hlé á sjó- mennskunni er hann fór til náms í Héraðsskólanum á Laugarvatni í einn vetur, en hann fann sig ekki á þeim vett- vangi, hefir sennilega haft í huga hið forna orðtak að bók- vitið yrði ekki í askana látið. Síðar, er hann hafði aldur til, en áttum þó oft saman góðar stundir. Ánægjulegt var að fá ykkur í heimsókn eftir dvölina á fæð- ingardeildinni s.l. vor. Eins er okkur það minnisstætt hvað þú og Viktor bróðir þinn voruð fín- ir og sætir í eins fötum, þegar þið hélduð upp á afmælið ykkar saman í júlí s.l. Svo sportlegir og pattaralegir. Þá var sól og gott veður og grillað úti. Allir skemmtu sér mjög vel. Alltaf var glatt á hjalla þegar þið Karen voruð í leik saman, aflaði hann sér réttinda til skip- stjórnar. Mörgum vöskum Hnífsdæl- ingum hafði þá tekist að vinna sig upp til mannaforráða á tog- araflotanum og mun Jóakim hafa haft hug á að reyna sig á þeim vettvangi, er hann gerðist háseti á bv. Tryggva gamla, þar sem landsþekktur aflamaður, Snæbjörn Ólafsson, stóð við stjórnvöiinn. Ekki varð sú raun- in á að Jóakim hefði áhuga á að vinna sér frama á þeim sfóðum. Ilugurinn leitaði til heimahag- anna og var stofnað til útgerðar í Hnífsdaf ásamt fleirum, er skipasmíðastöð M. Bernharðs- sonar á ísafirði var falið að byggja 15 rúml. fiskibát árið 1939. Bátnum var gefið nafnið Pálf Pálsson. Þar með hóf Jóa- kim skipstjórnar- og útgerðar- feril er hann starfaði að í nær- fellt sextíu ár. Það var mikið lán fyrir byggð og búendur í Hnífsdal að Jóa- kim skyldi taka þá ákvörðun að eiga samleið með öðrum at- hafnamönnum í Dalnum við uppbyggingu atvinnutækja í byggðarlaginu. Skipin, sem Jóakim og félag- ar hans létu byggja, stækkuðu eitt af öðru og skipstjórn ann- aðist hann með farsælum hætti, var síðast skipstjóri á mb. Guð- rúnu Guðleifsdóttur er Miðfell hf. lét byggja í Austur-Þýska- landi. Hann hætti skipstjórn ár- ið 1966 og tók þá við fram- kvæmdastjórn útgerðarinnar. Skipstjórnarferill Jóakims var farsæll og brást honum sjaldan afli. Hann sigldi skipi sínu ávallt heilu í höfn. Eftir að hann gerðist framkvæmdastjóri út- gerðarinnar var ekki síður haldið vel utan um hlutina. Miðfell hf. var eitt þeirra fyr- irtækja er létu byggja skuttog- ara í Japan árið 1972. Skipið, sem hlaut nafnið Páll Pálsson, hefir nú verið lengt, sett í það ný aðalvél og tekið allt í gegn. Skipið hefir alla tíð verið eingöngu nýtt til þess að afla hráefnis fyrir hraðfrystihúsið. Samhliða sjómennskunni stóð Jóakim að uppbyggingu at- vinnutækjanna í landi. Hann var einn af stofnendum hrað- frystihúss í Hnífsdal árið 1941, var í stjórn fyrirtækisins og stjórnarformaður í 44 ár. Mjöl- vinnslan hf. var stofnuð 1970 í sameign Hraðfrystihússins hf. þegar litið var inn í kaffi á ann- an hvorn staðinn. Elsku Leó. Fleiri verða stundirnar með þér víst ekki og verður þeirra sárt saknað. Minningin um þig lifir í hjörtum okkar. Far þú í friði, elsku litli vin- ur. Elsku Elli, Sigga, Viktor og Árni, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Arna, Sigurbjörn. Karen og ívar og íshúsfélags ísfirðinga hf. að jöfnu. Var Jóakim fram- kvæmdastjóri þess fyrirtækis í tuttugu og fimm ár. Þar áttum við mjög ánægjulegt samstarf þann tíma. Þeir sem stóðu að stofnun Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal byrjuðu smátt, en fyrirtækið hefir stækkað með árunum. Húsakynni og öll aðstaða er nú mjög til fyrirmyndar. Þar hefir ávallt ríkt varfærni í meðferð fjármuna og þess gætt að eiga helst eitthvað í varasjóðnum, þegar teknar voru ákvarðanir um íjárfestingar hvort sem var á sjó eða í landi. Á þeim bæ hefir ekki verið ástundað að safna skuldum, en þess í stað reynt að ná endum saman með því að fyrirtækið skifaði eigend- um hóflegum arði. Jóakim var afla jafna áhrifa- mikill innan fyrirtækjanna, þeg- ar teknar voru ákvarðanir um eitt eða annað, og hlustað var með athygli á það sem hann lagði til málanna. Á síðastliðnu ári lét hann af allri umsýslu varðandi fyrirtækin og lagði stjórnarforræðið í hendur yngri manna í ættinni. Þeirra bíður nú það hlutverk að ávaxta pundið. Því fer Qarri að í minningar- grein um Jóakim Pálsson sé honum einum eignuð uppbygg- ing og vefgengni fyrirtækjanna er hann átti hlut að. Við hhð hans voru traustir aðilar sem ekki lágu á liði sínu og íbúar þorpsins studdu við bakið á þeim. Vert er að minnast þeirra sem síðast og lengst stóðu með honum í amstri dagsins. Einar Steindórsson var framkvæmda- stjóri og einn af eigendum Hraðfrystihússins í þrjátíu ár þar til hann lét af störfum átt- ræður árið 1976. Hann sá um bókhaldið og gætti þess að fjár- málin væru í lagi og gerði það á þann veg af orð fór af fyrir reglusemi og áreiðanlegheit. Ingimar Finnbjörnsson, skip- stjóri og útgerðarmaður, og Jóakim áttu raunar frumkvæði að stofnun Hraðfrystihússins. Þeir höfðu orðið að gera báta sína út frá Þingeyri á vetrarver- tíð árið 1940, þar sem ekki var fyrir hendi aðstaða í Hnífsdal til þess að losna við aflann. Eftir að Ingimar hætti skipstjórn gerðist hann verkstjóri hjá fyr- irtækinu og vann við það með- an heifsan leyfði. Honum var ávallt annt um hag fyrirtækisins og fylgdist með rekstri þess til hins síðasta er hann lést 24. október 1991, níutíu og fjög- urra ára að aldri. Jóakim er sxðastur frumherj- anna í Hnffsdal er fellur frá. Hann var eiim af þeirri kynslóð er tók við arfi feðranna, sem börðu sjóinn með árinni við upphaf vélbátaútgerðar á ís- landi á árdögum þeirrar aldar, sem nú er serm til enda runnin. Hann fékk ungur það vega- nesti, sem dugði honum til átaka í h'fsbaráttunni. Hann var „athafnaskáld", svo sem mælt hefir verið um marga hans líka. Það félf dimmur skuggi yfir fjölskylduna í Heimabæ þegar hún varð fyrir þeirri mikfu sorg að húsmóðirin, Guðrún Guð- leifsdóttir, féll frá 3. mars 1923, tuttugu og átta ára að aldri. í níu ára hjónabandi höfðu þeim Guðrúnu og Páli fæðst sjö börn. Þar af voru þá sex á lífi á aldr- inum eins til níu ára. Jóakim var næstelstur þeirra systkina, þá á áttunda ári. Barnssálin er viðkvæm og móðurmissi í frum- bernsku er erfitt að yfirstíga. Það er sagt að tíminn lækni öll sorgarsár. Samt er það einstak- lingsbundið hve langan tíma það tekur. Mér er ekki grun- laust um að innra með Jóakim hafi þá opnast und sem lengi blæddi og markaði djúp spor í lífi hans. Það var lærdómsríkt og gef- andi að eiga samleið með Jóa- kim. Hann var ekki allra, en tryggðin var ómæld þar sem hún var látin í té og við henni var tekið. Hann var fastur fyrir í skoðimum og lét ekki sinn hlut ef haim taldi sig fara með rétt mál. Einhverjum kann að hafa fundist hann hrjúfur í viðmóti, en við nánari kynni kom hið gagnstæða í ljós. Fyrir innan skelina sló viðkvæmt og hlýtt hjarta, er lét sig eitt og annað varða er augað sá án þess að þess væri getið. Þær tilfinningar voru ekki bornar á torg. Jóakim naut hamingju í einkahfinu. Hann kvæntist æskuástinni, Gabríelu Jóhann- esdóttur, á jóladag 1936. Þau eignuðust sex börn. Barnabörn- in eru orðin nítján og barnabarnabörnin eru einnig nítján, allt myndarfólk svo sem þau eiga kyn til. Gabríela lést langt um aldur fram 2. október 1972. Sambýliskona Jóakims hin síðari ár, Sigríður Sigur- geirsdóttir, hefir verið honum tryggur förunautur. Mér finnst að Jóakim hefði átt það inni hjá forsjóninni að fá að njóta lífsins nokkur ár í viðbót við friðsæld ellinnar í ná- lægð ástvina. Tímaglasið var útrunnið og fyrst heilsa gaf sig með svo alvarlegum hætti sem raun varð á, var hvíldin honum kærkomin. Útför Jóakims var gerð frá kapellunni í Hnífsdal. Þar eru htfl, vinaleg húsakynni, sem hæfa umhverfinu. Þar innan veggja hefir nafn Jóakims fyrir löngu verið skráð á spjöld sög- unnar. Jarðsett var í kirkju- garðinum í Hmfsdal, sem stað- settur er á sjávarkambinum rétt innan við byggðina. Þaðan sér vítt til hafs. Þaðan gefur að líta miðnætursólina við hafs- brúp er hún gyllir himinhvolfið á afmæhsdag Jóakims, 20. júní. Þegar stormar ganga yfir að vetrarlagi, brotnar úthafsaldan við Qöruborðið með hávaða og krafti svo að jörðin skelfur. Þessi hvílustaður hæfir þeim vel sem á langri ævi hafa háð bar- áttu við vestfirsk náttúruöfl. Hvfl í friði, kæri vinur. Sam- úðarkveðjur eru sendar öllum aðstandendum. Guðmundur Guðmundsson Leó Freyr Elísson Fœddur 27. júlí 1994 — Dáinn 13. september 1996

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.