Dagur - Tíminn - 21.09.1996, Page 8

Dagur - Tíminn - 21.09.1996, Page 8
VIII - Laugardagur 21. september 1996 Jlagur-®TOxtmt Andlát Alexíus Lúthersson, Skipasundi 87, Reykjavík, lést í Landspítalanum 1. septem- ber. Arndís M. Þórðardóttir, Granaskjóli 34, andaðist 12. september á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Arnþrúður Jónsdóttir, Melhaga 6, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur aðfaranótt mánu- dagsins 16. september. Árni Jónsson frá Stórhólmi í Leiru andaðist í Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund hinn 11. september. Bergljót Björnsdóttir, dvalarheimilinu Felli, Skip- holti 21, Reykjavík, lést flmmtudaginn 12. september. Eggert Hannesson, Háholti 5, Hafnarflrði, iést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur laug- ardaginn 14. september. Elín Guðbrandsdóttir, Hjúkrunarheimilinu Eir, áður til heimilis í Álfheimum 52, er látin. Erling Peter Hestnes, Sæviðarsundi 35, Reykjavík, lést í Landspítalanum 13. september. Finnbogi Ingólfsson, áður til heimilis á Hlíðarbraut 1, lést á Ilrafnistu í Hafnar- firði 13. september. Guðmundur Jónsson, Skipasundi 52, Reykjavík, andaðist á llrafnistu, Reykja- vík, 12. september. Haukur Guðjónsson, Staðarhrauni 2, Grindavík, lést hinn 12. september. Hreiðar Jónsson, bóndi í Árkvörn, Fljótshlíð, til heimilis að Smáratúni 8, Sel- fossi, andaðist 14. september. ísak Sigurðsson múrarameistari, Jakaseli 30, lést að heimili sínu að morgni 13. september. Jarþrúður Bjarnadóttir, áður Hólmgarði 39, Reykjavík, andaðist í Arnarholti föstu- daginn 13. september. Jón Jónsson, fyrrum bóndi Varmadal, Kjal- arnesi, lést á Elli- og hjúkrun- arheimilinu Grund hinn 11. september. Jónas Björgvin Jónsson, Fífuhvammi 41, Kópavogi, andaðist í Landspítalanum að kvöldi 10. september. Karl H. Gunnlaugsson, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, léLandspítalanum að kvöldi 10. september. Karl H. Gunnlaugsson, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést miðvikudaginn 11. sept- ember. Katrín Kristjánsdóttir lést á Hrafnistu 10. septem- ber. Margrét Árnadóttir, Leirubakka 12, Reykjavík, lést í Landspítalanum laugardag- inn 14. september. María Magnúsdóttir, Hagamel 53, Reykjavík, and- aðist 12. september. Ólafur Ásmundsson trésmíðameistari, Langagerði 78, Reykjavík, lést 12. sept- ember sl. á gjörgæsludeild Landspftalans. Ólafur Unnsteinsson, Safaniýri 52, Reykjavík, er lát- inn. Petrea Jóhannsdóttir, Seljahlíð, áður Gnoðarvogi 38, lést á Uorgarspítalanum þann 14. september. Skafti Bcncdiktsson, Ilraunkoti í I.óni, lauk jarðvist sinni hinn 9. september. Sæmundur Bjarnason andaðist að morgni 7. septem- ber á sjúkrahúsi í Lundúnum. Hreiðar Jónsson Hreiðar Jónsson fæddist í Bollakoti í Fljótshlíð 19. janúar 1918. Hann lést á Selfossi 14. september s.l. For- eldar Hreiðars voru hjónin Jón Björnsson bóndi í Bollakoti og kona hans Arndís Hreiðarsdótt- ir. Systkini hans voru sjö: Halla, dáin, var verkakona í Reykja- vík; Júlíus, dáinn, var trésmiður í Reykjavík, kvæntur Ranveigu Guðjónsdóttur; Helgi var bóndi í Bollakoti, en dvelst nú á Kirkjuhvoli á Hvolsvelli; Ragnar var einnig bóndi í Bollakoti, var hann kvæntur Þorbjörgu Björnsdóttur (dáin), dvelst hann einnig á Kirkjuhvoli; Þor- björn var bóndi á Grjótá í Fljótshlíð, var kvæntur Helgu Sveinsdóttur (dáin), hann dvelst nú á Kirkjuhvoli; Sigurlaug húsmóðir í Reykjavík, gift Hannesi Ágústssyni; Þórunn húsmóðir í Hafnarfirði, gift Sig- urgeiri Guðmundssyni vélstjóra. Árið 1979 kvæntist Hreiðar Guðrúnu Ernu Sæmundsdóttur. Foreldrar hennar voru ’Sæ- mundur Bjarnason (dáinn) og kona hans Kristín Grímsdóttir. Guðrún var áður gift Lúðvík Friðriki Jónssyni, d. 1976, og átti með honurn átta börn. Þau eru Lovísa Kristín, Erna, Guð- mundur Rúnar, Ægir, Jón, Grímur, Sæunn og Sólveig Frið- rikka. Einn þér sóma og œru gaf sá alla hluti styður, þínum Ijómar augum af yndi, blíða og friður. (Guðm. Torfason) Hreiðar var í foreldrahúsum til fimmtán ára aldurs, þegar hann fór sem vinnumaður í Ár- kvörn til Páls Sigurðssonar bónda og konu hans Höllu Jóns- dóttur. Hreiðar fór á nokkrar vertíðir í Vestmannaeyjum. Þeg- ar Páll hætti búskap árið 1963, tók Hreiðar við búinu. Gekk Hreiðar yngstu systur minni Sól- veigu strax í föðurstað, enda barngóður með eindæmum og tók maður eftir því hvað börn hændust að honum. Árið 1989 hættu þau búskap og fluttu að Smáratúni 8 á Selfossi. Þar kunnu þau vel við sig, enda hest- hús og smiðja í skúr á lóðinni. Smíðaði Hreiðar skeifur í smiðj- unni, eins og hann hafði gert fyr- ir austan. Hafði hann yndi af hestum og hross var hann með fyrsta veturinn í Smáratúninu. Hreiðar hafði mjög gaman af söng og söng hann með kirkju- kór Fljótshlíðar aiia tíð, og einnig með kór eldri borgara á Selfossi eftir að hann flutti á Sel- foss. Þegar ég hugsa til Hreiðars þá kemur ávalit í huga minn kolaofninn í kjallaranum þar sem brenndar voru spýtur sem til féllu, dagblöð og allt rusl sem brennanlegt var. Rauk þá oft mikið úr strompinum. Hreiðar og mamma ferðuðust nokkuð, og sérstaka ánægju höfðu þau af bændaferðunum þar sem þau kynntust mörgu ágætisfólki. Mikið hafði Hreiðar gaman af því, þegar hann fór í siglingu með Gunnari mági mín- um á Stokksey ÁR, er þeir gengu um stræti stórborga og sá Hreið- ar þar ýmislegt sem hann hafði aldrei áður augum litið. Hreiðar hélt alltaf tryggð við sfna heimasveit, Fljótshlíðina, og fór oft austur í hlíð. í dag fer hann í sína síðustu ferð austur í Fljótshlíð, sem hann hafði svo sterkar taugar til. Kæri Hreiðar, við þökkum þér samfylgdina og þá hlýju sem þú barst til okkar alla tíð og þá birtu sem þú gafst börnunum okkar. Elsku mamma, megi Guð styrkja þig í sorg þinni, öðrum aðstandendum sendum við samúðarkveðjur. Vort er líf í Herrans hönd, hvar sem endar dagatal; að láni hafa allir önd, „ungur má, en gamall skal". (Séra Þorlákur Þórarinsson) Ægir, Ásgerður og börn Sigurður Flóvent Gunnlaugsson Sigurður Flóvent Gunn- laugsson var fæddur á Brattavöllum á Árskógs- strönd 1. janúar 1928. Hann lést á Lyfjadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri 9. september 1996. Foreldrar hans voru Gunn- laugur Sigurðsson og Freygerð- ur Guðbrandsdóttir. Systkini hans eru: Kristín, Sigurlaug, Sveinn, Anton og Anna. Hinn 15. september 1956 giftist Sigurður Sofííu Heið- veigu Friðriksdóttur, f. 07.10. 1931. Börn þeirra eru: Frey- gerður, maki Sæmundur H. Andersen; Gunnlaugur, maki Soffía S. Hreinsdóttir; Svanfríð- ur, maki Jón G. Rögnvaldsson; Friðrik, maki Sólveig Rögn- valdsdóttir. Ilver minning dýrmœt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka þér. Þinn kœrleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gœfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku pahbi. Þetta ljóð segir í raun og veru allt sém okkur langar til að segja. Núna, þegar við kveðjum þig, finnum við hversu mikið af góðum minningum við eigum. Góðar minningar eru dýrmæt- ur sjóður og af þeim erum við rik. Þegar við vorum að alast upp heima á Brattavöllum, lærðum við systkinin hversu mikilvægt það er að eiga góðan að. Það lærðurn við hjá þér og systkinum þínum, því alltaf þegar eitthvað bjátaði á þá stóðuð þið saman, öll sem eitt. Við vitum líka hversu mikilvægt þér var öil þeirra aðstoð við ykkur mömmu í sumar og fyrir hana viljum við þakka. Eins á Krabbameinsfélagið heiður skilið fyrir aðstoð sína við krabbameinssjúklinga og þá að- stöðu í Reykjavík fyrir fólk utan af landi sem félagið býður upp á, því sú aðstaða er fólki ómetan- leg. Með þessum orðum viljum við þakka fyrir allt sem gert vár fyr- ir ykkur mömmu á meðan á meðferð þinni stóð á Landspítal- anum. Fyrir hönd mömmu þökkum við starfsfólki Lyfjadeildar FSA fyrir góða umönnun og hlýhug í þinn garð. Við þökkum þér fyrir sam- fylgdina, pabbi, og biðjum Guð að geyma þig. Elsku mamma, vertu sterk. Þú ert ekki ein. Freyja, Gulli, Svana og Friðrik Kæri Siggi. Ég veit þú fékkst engu, vinur, ráðið um það, en vissulega hefði það komið sér betur, að lát þitt hefði ekki borið svo bráðan að. Við bjuggumst við að hitta þig oft í vetur, og nú var um seinan að sýna þér allt það traust, sem samferðafólki þínu hingað tiljáðist, að votta þér. Það var svo ástœðulaust, að vera að slíku fyrst daglega til þín náðist. (Tómas Guðmundsson) Já, við bjuggumst við að hitta þig oft í vetur við batnandi heilsu og betri líðan. Það var tilhlökk- unarefni fyrir alla eftir veikindi sumarsins og miklar fjarvistir undanfarin ár við sjómennsku, bæði frá Höfn og Raufarhöfn og reyndar þar áður Dalvík. Þar sem þú hófst þína sjó- mennsku sem atvinnu þá kom- inn á sjötugsaldur, eftir ríflega tíu ára starf' hjá KEA á Dalvík, og lést engan bilbug á þér finna þrátt fyrir mikla og oft erfiða vinnu. Það sýnir kannski betur en margt annað álit yfirmanna þinna á þér að þú vannst hjá þremur útgerðum, en alltaf á sama skipi með sama skipstjóra. Frá Raufarhöfn komstu síðan í aprflbyrjun til að vera við ferm- ingu Iluldu barnabarns þíns og leita læknis vegna óþæginda í hálsi sem höfðu angrað þig um tíma. Þar fannst mein það er síð- an hafði náð að dreifa sér víðar, með þeim afleiðingum sem við nú þekkjum. Eftir erfiða geisiameðferð komstu heim í lok júlí, nokkuð bjartsýnn á framtíðina. Kraftar jukust með hverjum degi, en því miður var það aðeins stutt stund á milli stríða og í lok ágúst fór aftur að syrta í álinn. Eftir tuttugu ára samfylgd er margs að minnast og þakka. Við Svana dóttir þín vorum nánast börn er við hófum sam- búð, nýorðin 17 ára, en aldrei var orði að því hallað að þú hefðir ótrú á tiltækinu. Lagðir meira að segja upp í ferð með okkur utan frá Brattavöllum í stórhríð, svo við gætum flutt inn í okkar fyrstu íbúð á fyrirfram ákveðnum degi. Síðan er mikið vatn til sjávar runnið og samverustundirnar orðnar margar, fyrst heima á Brattavöllum, síðan á Dalvík. Alltaf var stutt í góða sögu, ann- að hvort af einhverju sem hent hafði frá því síðast við hittumst eða fyrri atburðum, og fylgdi oft- ast góður hlátur. Allar voru sög- ur þessar græskulausar og sagð- ar sem krydd í tilveruna. Einnig eru ógleymanlegar margar sjó- ferðir á trillunni með þér á stillt- um vor- og sumarkvöldum, þeg- ar dólað var austur með Sandi eða farið inn í Sund þar sem þú þekktir að rnanni fannst hvern lófastóran blett og naust þess að renna færi. Veiðimennskan var meðfædd- ur eiginleiki og ekki gefist upp þó ekki hlypi á færið í hverju rennsli. En þegar upp var staðið var aflinn oft býsna mikill. Eins var laxveiði mikið áhugamál, en seinni ár stóð þó steinasöfnunin uppúr og varla tii sá steinmoli sem þú kunnir ekki skil á, bæði um tilurð og efnasamsetningu. Því það var eitt þinna einkenna að kryfja hvert mál til mergjar og dáðist ég oft að því hversu glögg skil þú gast gert hlutum, - hvort sem var úti í náttúrunni eða í heimilisbflnum ef því var að skipta. En þú varst ekki maður hinna mörgu orða, svo ég er hræddur um að þetta sé orðið lengra en þú vildir, en márgt er ósagt og verður það víst úr þessu. Góða ferð og þökk fyrir mig og mína. Kæra Heiða og aðrir ástvinir, innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Jónsi

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.