Dagur - Tíminn - 24.09.1996, Side 5
jDagur-ÍEtmirm
Þriðjudagur 24. september 1996 - 5
F R E T T I R
Akureyri
Tryggingafélög gegn slökkviliði?
kjölfar brunans á skemmti-
staðnum 1929 á Akureyri
um helgina hefur komið f
Ijós að eldvarnakerfið var
ófullnægjandi og hafði
slökkviliðið gert athugasemdir
og krafist úrbóta.
Til stóð að endurnýja kerfið
en því var ekki lokið og telur
slökkviliðsstjóri að húsið hafi
ekki tengst slökkvistöðinni neinu
viðvörunarkerfi. Ef boð um eld
hefðu borist strax þegar eldur-
inn kviknaði telur Tómas Búi að
afstýra hefði mátt miklu tjóni.
„Viðvörunarkerfið var trúlega
ekkert tengt við okkur heldur
aðeins til að vara gesti við. l'að
uppfyllir ekki kröfu um tenging-
ar og við fengum aldrei bruna-
boð. Hefði kerfið
verið beintengt til
okkar fullyrði ég
að þetta hefði far-
ið allt öðruvísi.
Pað er ekkert
sem bendir til að
hlutirnir hafi
gerst snögglega
þarna,“ segir
Tómas Búi.
Hann segir að
forráðamenn
staðarins hefðu
átt að vera búnir
að hlíta tilmælum
frá eldvörnum en því miður sé
það þannig að mönnum finnist
oft nóg að uppfylla aðeins lág-
markskröfurnar. Mannfæð innan
eldvarnaeftirlitsins valdi því að
eftirlit sé ekki sem skyldi. „Við
erum fáliðaðir og getum ekki
eingöngu skoðað húsin sem
brenna, við þurfum að skoða hin
húsin líka. Spurningin er um að-
gangshörku, hvort loka eigi
stöðum þar sem eitthvað at-
hugavert finnst eða gefa mönn-
um tíma til að leysa úr sínum
málum, matið á því hlýtur fyrst
og fremst að felast í því hvort
fólk sé í hættu. Á 1929 eru ijór-
ar greiðar útönguleiðir, fleiri en
lágmarkskröfur gera ráð fyrir.“
En Tómas Búi er harðorður
hvað varðar þátt tryggingafélag-
anna. „Leiðin að mannsins
hjarta í sambandi við eldvarnir
liggur í gegnum pyngjuna. Ef við
eigum að ná fram einhverjum
árangri þá þurfa menn að hafa
hag af því að hlutirnir séu í lagi,
okkar hlutverk er ekki að vera
varðhundar. Það virðist vera
sem tryggingafélögunum sé
Tómas Búi Böðvarsson, slökkvi-
liðssljóri á Akureyri, gagnrýnir
vinnubrögð tryggingafélaga í
tengslum við eldvarnir og bóta-
rétt. Hann telur rétt að auka
kröfur um eldvarnir, núverandi
kerfi valdi því að tryggingafélög-
in eigi í stríði við slökkviliðið.
Skemmtistaðurinn 1929 var illa farinnn að ilnnan eftir brunann um helgina eins og sjá má á myndinni.
Mynd: Tómas Búi
nánast sama um áhættuna, þau
taka bara allt. í sambandi við
bifreiðatryggingar eru menn nú
að velja góða kúnna og veita
þeim iðgjaldaafslátt. Ætti það
sama ekki að eiga við hér?“ spyr
Tómas Búi.
„Auðvitað væri ekki óeðlilegt
að aðili sem þverskallast við
kröfum um lagfæringar á eld-
vörnum ætti ekki vissu um að fá
allt tjón bætt. Það er e.t.v. bóta-
vissan sem kemur í veg fyrir að
menn framkvæmi hlutina. Tök-
um stórbrunann í Kaupfélaginu
á Suðurnesjum sem dæmi. Þar
var margbúið að krefjast úrbóta
en allt fékkst bætt.
Hvað þetta varðar er næstum
því hægt að segja að trygging-
arnar séu að berjast á móti
slökkviliðinu."
í gær var ekki búið að finna
eldsupptök en slökkviliðsstjóri
segir að ekkert bendi sérstak-
Iega til að upptökin hafi verið af
völdum rafmagns. „Við getum
ekki útilokað neitt á þessu stigi,
ekki heldur íkveikju.“
Húsið var tryggt hjá Sjóvá-Al-
mennum og stóð rannsókn yfir í
gær. Oddur Thorarensen, einn
eigenda húsnæðisins, sagði að
hann teldi ótímabært að segja til
um hvort eldvarnabúnaður gæti
haft einhver áhrif á bótarétt.
„Við vorum í millibilsástandi og
vorum að bíða fullkomins bún-
aðar,“ sagði Oddur. -BÞ
Egilsstaðir
Eigendur Miðhúsa-
silfursins fundnir?
Nú er hugsanlegt að fund-
inn sé bústaður eigenda
Miðhúsasilfursins fræga.
Á fimmtudag fundust mannvist-
arleifar um 20 m frá staðnum
þar sem margumræddur silfur-
sjóður fannst á sínum tíma.
Edda Bjnrnsdóttir, húsfreyja
með meiru í Miðhúsum, segir
það mjög ólíklegt að engin
tenging sé á milli silfursjóðsins
og þessa fundar. Áburður vissra
manna um að silfursjóðurinn
hafi verið falsaður hefur legið á
Miðhúsafólki, en þau hafa alla
tíð haldið fram sakleysi sínu.
„Það er allavega ljóst að það
eru ekki bara smiðir hér í nú-
tímanum, þeir hafa verið hér á
fyrstu öldum,“ segir Edda. Ver-
ið var að byggja upp heimreið
að bænum og skipta um jarðveg
skammt frá húsi Eddu og
manns hennar, Hlyns Halldórs-
sonar. Edda fór til að skoða
framkvæmdir og þar sem verið
var að grafa og sá strax að
þarna var ekki hefðbundið
öskulag. Mikið af gjalli, kolum
og járnmolum var í holunni og
hringdi Edda strax í Guðrúnu
Kristinsdóttur safnvörð, sem
kom og kannaði staðinn. Auk
gjallsteinanna fannst torf-
hleðsla og virtist öskulag frá
1362 vera þar ofaná. Það bend-
ir til að rústir sem þarna eru
séu frá allra fyrstu öldum ís-
landsbyggðar.
Nú er búið að moka yfir
fundarstaðinn og þar kominn
vegur, en ljóst er að þarna þarf
að framkvæma frekari rann-
sóknir í framtíðinni. Einnig eru
þarna fleiri rústir sem þarf að
skoða.
Mjög líklegt þykir að
kveikt hafi verið í dag-
heimili að Suðurhólum
23 á sunnudagsmorgun.
Slökkviliðinu barst tilkynning
kl. 05.59 um eldinn frá íbúum í
Krummahólum 2 og skömmu
síðar kváðu við sprengingar frá
dagheimilinu, sem hugsanlega
hafa verið af völdum bensíns.
Mikinn reyk lagði frá húsinu
þegar slökkviliðið kom á stað-
inn og fóru fjórir reykkafarar
inn í húsið. Það reyndist mann-
laust og gekk greiðlega að
slökkva eldinn. „Húsið er illa
farið, allar innréttingar meira
og minna ónýtar og allt illa far-
ið af reyk og sóti. Það er tæp-
lega tilbúið undir tréverk," seg-
„Það eru svo margar rústir
hér sem virðist þurfa að skoða
og kíkja á, að það liggur við að
maður megi ekki stinga niður
skóflu, þá fer allt á annan end-
ann,“ segir Edda.
SBB
ir Gunnar Örn Pétursson, varð-
stjóri hjá slökkviliðinu.
Að sögn Harðar Jóhannes-
sonar, hjá RLR, sást til manns
inni í húsinu skömmu fyrir
brunann en sú lýsing er óljós og
hefur enginn verið handtekinn
vegna málsins.
Slökkviliðið í Reykjavík var
einnig kallað að lagerdyrum
IKEA í Iloltagörðum í fyrrinótt.
„Því betur hafði ekki annað
gerst en að hleðslutæki fyrir
gólfhreinsivél hafði brunnið yfir
og olli miklum reyk, en þetta er
húsnæði sem við erum mjög
hræddir við. Rosalegur geymur
með óhemju eldmat, en bruna-
varnakerfið er ágætt," segir
Gunnar Örn.
Reykjavfk
Grimiir um íkveíkju
á dagheimili
Til söiu er
býlið Tjarnaland
á besta stað í Eyjafjarðarsveit 10 mín. akstur frá
Akureyri.
Enginn framleiðsluréttur.
Nánari upplýsingar hjá Ólafi í síma 463 1195 eftir kl.
17.00.
PÓSTUR OG SÍMI
ÚTBOÐ
Múlastöð,
Suðurlandsbraut 28, Reykjavík,
3. hæð - stækkun
Póst- og símamálastofnunin óskar eftir tiiboðum í
byggingu og fullnaðarfrágang á 3. hæð ofan á Suður-
landsbraut 28 í Reykjavík.
Hæðin er um 426 fm að flatarmáli. Verk það sem hér
um ræðir nær til að fjarlægja núverandi þak af húsinu
og byggja eina hæð ofan á húsið. Útvegginn skal
steypa. Nýtt þak verður hefðbundið timburþak. Full-
gera skal hæðina að innan sem utan.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu fasteignadeildar
Pósts og síma, Pósthússtræti 3-5, Reykjavík, á kr.
8.000,- frá og með þriðjudeginum 24. september 1996.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 15.
október 1996 kl. 11.00.