Dagur - Tíminn - 24.09.1996, Side 8
8 - Þriðjudagur 24. september 1996
Ílagur-Hlímmn
PJÓÐMÁL
JDagur-
Útgáfufélag: Dagsprent hf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein
Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson
Framkvæmdastjóri: Hörður Blöndal
Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Brautarholti 1, Reykjavík
Símar: 460 6100 og 563 1600
Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði
Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað
Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja
Grænt númer: 800 70 80
Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 462 7639
Stolið fyrir opnum tjöldum
í fyrsta lagi
Fyrir skömmu var upplýst að hert skattaeftirlit
hefði skilað ríkissjóði 1500 milljónum á tveimur
árum. Gott mál. Skattsvik eru á bilinu 10-15 millj-
arðar árlega að bestu manna yfirsýn. Þau eru
heiðvirðum skattgreiðendum dýrari en grunn-
skólakerfið. Þess vegna heimtar almenningur að
harðar verði gengið fram gegn skattsvikurum. Nú
á almenningur að sýna stjórnvöldum gott fordæmi
og ganga sjálfur hart fram gegn skattsvikum fyrir
opnum tjöldum. Við getum stöðvað þá sem nota
ekki sjóðsvélar.
Nánast allir sem selja vörur og þjónustu eiga að
nota sjóðsvélar. Neytandinn á að vera viss um að
viðskiptin séu skráð rétt til þess að skattur af þeim
skili sér. Á þessu er mikill misbrestur. Ástandið er
sérlega slæmt í margs konar smáverslun og þjón-
ustu þar sem gengið er út frá andvaraleysi hins al-
menna borgara. Almenningur er hér með hvattur
til að fylgjast glöggt með atferli kaupmanna við
kassann. Gerið háværar athugasemdir við búðar-
borðið ef vitnast um tilburði til að skjóta viðskipt-
um undan skatti.
þriðja lagi
Nótulaus viðskipti eru skiljanleg að því leyti að
bæði seljandi og kaupandi „hagnast“. Öðru máli
gegnir um þegar farið er hjá sjóðsvélinni. Neyt-
andinn greiðir fullt verð. Síðan greiðir hann
skólagöngu barna þess sem stelur, sjúkrahúsvist
hans og allt annað sem velferðarkerfið veitir hon-
um. Þess vegna er beinn ávinningur af því að gera
hróp að skattsvikurum af þessu tagi. Þjóðin er
hvött til að byrja strax í dag.
Stefán Jón Hafstein.
V_______________________________________________________)
iagtut*
Voru viðbrögð Seðlabankans nauðsynleg að hækka
vexti vegna þenslunnar í þjóðfélaginu?
Pétur H.
Blöndal
alþingismadur (D)
ú sœti í efnahags- og
viöskiptanefnd Aiþingis
Vegna aukinna fram-
kvæmda er hætta á
verðbólgu. Eitt af' því
sem hægt er að grípa til er
hækkun vaxta en spurning-
in er hve langt er hægt að
ganga þegar efnahagskerf-
ið er orðið jafn opið og nú
er. Það er miklu erfiðara að
hækka vexti núna en var.
Vextir hafa verið hærri á ís-
landi en erlendis þannig að
það er ákveðinn þrýstingur
á fyrirtæki og opinbera að-
ila að taka lán erlendis.
Halldór
Björnsson
J'ormaður
Dagsbrúnar
Nei, það get ég ekki
séð. Það eru ýmis
keðjuverkandi áhrif
sem svona vaxtahækkun
getur haft í för með sér og
sumt eykur beinlínins hætt-
una á aukinni þenslu, sbr.
vaxtahækkun bankanna og
fleira. Ég get ekki lagt
blessun mína yfir þennan
gjörning, nú fara kjara-
samningar að losna og ég
held að það hefði verið
mun skynsamlegra að
halda að sér höndum hvað
svona aðgerðir varðar.
♦
♦
Björn Grétar
Sveinsson
formaður
VMSÍ
s
Eg held að ég geti
svarað því fyrir mig,
að það er engin
þensla hjá mér og ég held
að flest af mínu fólki hafi
ekki orðið vart við þessa
þenslu, a.m.k. ekki þær
þúsundir manna sem
ganga um atvinnlausir.
Ekki vil ég þeim neitt illt
blessuðum en það hrærist í
manni sá grunur að allt sé
þetta einfaldlega undirbún-
ingur fyrir hræðsluáróður
varðandi kjarasamninga.
Ögmundur
Jónasson
alþingismaður
og formaöur
BSRB
Mér finnst alvarlegt
af hálfu Seðla-
banka að setja f
gang vaxtahækkunarrúll-
ettuna. Maður spyr sig
hvort ráðandi öfl í þjóðfé-
laginu séu farin að hafa
áhyggjur af batnandi at-
vinnustigi, þótt þenslan í
samfélaginu sé ótvíræð.
Háir vextir hafa farið illa
með heimilin og atvinnulíf-
ið og ég hélt að menn hefðu
eitthvað lært, auk þess sem
vextir hafa hækkað og ekki
ábætandi í þeim efnum.
Pólitísk hrossakaup
„Meri nær endurkjöri í fimmtu
lotu“
Fyrirsögn Mogga á laugardag. Hér er
reyndar ekkert verið að skrifa um póli-
tiskar hámerar heldur forseta Eistlands.
Listin orðin að aðskotahlvt
„Við getum því miður einnig
nefnt ýmis innlend dæmi um
hvar illa hefur tekist til, vegna
þess að rýmið hefur reynst ætl-
að öðru, og listin orðið sem að-
skotahlutur. Stytta Einars Jóns-
sonar af Jónasi Hallgrímssyni
er nánast falin í Hljómskála-
garðinum, Landbanki íslands
hefur framið illvirki á verki
Jóns Gunnars Árnasonar, „Sól-
arauga“, með því að setja það
upp á bílastæði í úthverfi
Reykjavíkur þar sem það húkir
í skugga grárra bygginga, og
höggmyndasýning í Austur-
stræti á Listahátíð fyrir rúmum
tveimur áratugum mistókst
hrapallega þar sem verk voru
jafnvel eyðilögð listin reyndist
vera truflun á staðnum.“
Svo ritar myndlistargagnrýnandi Morg-
unblaðsins, Eiríkur Þorláksson.
Komu verri til baka
„Það voru einu sinni einhverjir
úr Háskólanum með fund uppi í
Hvalfirði og tóku alla verkstjór-
ana þangað til að messa yfir
þeim og kenna þeim að koma
fram við fólk. Ég sendi þangað
eina þrjá eða ijóra en ég held
að þeir hafi verið verri þegar
þeir komu til baka.“
Sá sem þetta mælir svo hraustlega er
Alli ríki í yfirheyrslu í DV.
Fiskurinn á enga möguleika
Mikið er búið að dásama glæsi-
lega sjávarútvegssýningu í fjöl-
miðlum. Hún var sú stærsta
sem haldin hefur verið hérlendis og
dró að þúsundir útlendinga, sem
ferðamálastjóri bókar nú sem túrista
og þakkar öflugri kynningarstarfsemi
að þeir hafi borgað hótelreikninga í
nokkrar nætur hérlendis.
Margt var fallega sagt um þær
miklu tækninýjungar sem kynntar
voru á sýningunni og eiga framleið-
endur og sölumenn veiðitækja og
vinnslubúnaðar bjarta framtíð fyrir
höndum. Það var til að mynda mjög
tilkomumikið og hrífandi að fylgjast
með því hvernig hægt er að miðstýra
frystihúsi í Hnífsdal úr Laugardalshöll-
inni.
Þetta gefur fögur fyrirheit um að
hægt verði að stjórna Granda frá
Ilraðfrystihúsi Eskifjarðar og að Horn-
firðingar taki að sér daglega stjórn og
rekstur á fiskvinnslu UA. Gjaldþrota
menntakerfi á Kópaskeri getur svo
hæglega séð um sýningar í Sambíóun-
um í Mjódd og við Snorrabraut.
Vígbúnaðarkapphlaup
Einn var sá sýningargestur sem sá
tækniframfarirnar frá dálítið öðru
sjónarhorni en öll hagsmunahjörðin
sem að sýningunni stóð. Það var sjáv-
arútvegsráðherra Nýfundnalands, sem
hér var staddur í opinberri heimsókn.
Þegar fréttamaður
spurði hvort hann
væri ekki hrifinn var
svarið: „The fish has
not got a chance.“
Fiskurinn á enga
möguleika.
Maðurinn gat trútt um talað af bit-
urri reynslu. Fiskimið Nýfundnalands
uppurin og lífinu haldið í landsmönn-
um með ölmusu frá alríkisstjórninni í
Ottawa.
Veiðitæknin er fyrir löngu komin á
það stig að hún getur hæglega útrýmt
öllu kviku í sjónum og nú beinist þró-
unin öll að því að það verði hægt á
sem skemmstum tíma og með sem
minnstum mannafla.
Ein af stórfréttum vikunnar var að
nú kváðu Norsarar vera búnir að finna
upp fiff til að setja á troll sem eykur
veiðigetuna um þriðjung.
Hugsunin er eitthvað svipuð og hjá
methöfum vígbúnaðarkapphlaupsins.
Þegar þeir voru búnir að framleiða at-
ómbombur sem gátu
eytt öllu lífi á jörð-
inni fimmtíu sinnum,
héldu þeir áfram að
fullkomna tól sín þar
til eyðileggingar-
mátturinn var orð-
inn hundrað sinnum
meiri en þörf var á til að fullnægja
þeim tilgangi að sprengja upp allt sem
lífsanda dregur í okkar þekkta al-
heimi.
Áfallahjálp
Fiskmarkaðir byggjast á öflugu upplýs-
ingastreymi og svo náttúrle'ga gegnd-
arlausum akstri með fisk landshorna á
milli. Á uppboðunum hleypur kaup-
endum kapp í kinn og þar ríkir marg-
rómaður og tæknivæddur samkeppnis-
andinn.
Eitt smáatriði er þó ekki inni í
tölvukerfunum. Það er á hvaða verði
fyrirtækin þola að kaupa fiskinn. Fisk-
vinnslan er rekin með rjúkandi tapi og
verið er að skrúfa fyrir alla atvinnu í
heilu byggðarlögunum, þrátt fyrir allar
tölvustýrðu vinnslulínurnar og ofboðs-
lega upplýsingamöguleika.
Og öll nýja veiðitæknin eykur ekki
aflann um eina stirtlu, þar sem kvót-
inn bannar að veiðigetan sé nýtt.
Rányrkja í Barentshafi og á
Flæmska hattinum eru aðalsmerki ís-
lensks sjávarútvegs og réttlætir ofljár-
festingu. Það er kannski von að ráð-
herrann frá Nýfundnalandi sé ekkert
yfir sig hrifmn af hinum miklu fram-
förum í sjávarútvegi og fiskvinnslu til
að veiða og vinna sífellt minna og
minna.
Það er von að sjómenn kveini eftir
sálfræðingum og áfallahjálp mitt í allri
framfaradýrðinni. oó