Dagur - Tíminn - 24.09.1996, Qupperneq 9

Dagur - Tíminn - 24.09.1996, Qupperneq 9
Ikgur-®nmm Þriðjudagur 24. september 1996 - 9 % PJOÐMAL Hugleiðing stöðnun í aTómas Ingi Olrich s grein í Degi-Tímanum fyrir nokkru ritaði Þórarinn E. Sveinsson mjólkursamlags- stjóri pistil um mjólkurmál, þar sem hann lýsti áhyggjum yfir langvarandi stöðnun í mjólkur- framleiðslu. Hann taldi óviss- una um framtíðina valda því að allur atvinnuvegurinn setti í hlutlausan gír og biði átekta. Ég deili með Þórarni áhyggj- um af mjólkuriðnaðinum, eink- um í Eyjafirði, þar sem kvóti er fluttur burt úr einu besta mj ólkurfr amleiðsluhér aði landsins og hver vildarjörðin á fætur annarri er tekin til ann- arra nytja en mjólkurfram- leiðslu. Mér finnst hins vegar að hann eigi að líta sér nær en hann gerir. Ég hef oft rætt þessi mál við hann, en ekki haft er- indi sem erfiði. Nú gefur hann mér tilefni til að ræða þau opin- berlega. Neytandinn og KEA Ég h't reyndar aðallega á málin frá sjónarmiði neytandans, mikils mjólkurneytanda og áhugamanns um mjólkurafurð- ir, sem sameina það að vera hollar og góðar. Sem slíkur get ég fullyrt að vöruþróunarmál og markaðsmál á Akureyri hafa ekki verið í lagi. Skulu nú tekin dæmi um hvort tveggja. Innan veggja Mjólkursam- lags KEA er mikil þekking á mjólkuriðnaði. Hún hefur þó ekki verið virkjuð betur en svo, að unnar ferskmjólkurafurðir frá Suðurlandi hafa jafnt og þétt verið að yfirtaka markað- inn í Eyjafirði. í hverri viku ber- ast miklar sendingar af ýmsum tegundum mjólkurafurða frá öðrum framleiðslusvæðum, sem bera vott um nýsköpun og þró- unarstarf. En frá svæðinu verða sendingar á unnum ferskmjólk- urvörum æ rýrari. Mjólkursam- lag KEA tekur raunar alls ekki þátt í samkeppninni um jógúrt- markaðinn og allan þann íjölda framleiðsluvara, sem þróunar- starf á þessu sviði hefur leitt af sér og allur almenningur hefur kunnað vel að meta. Um þessa tilhögun ríkir reyndar sam- komulag við Mjólkursamsöluna um að Mjólkursamlag KEA haldi að sér höndum og dreifi vörum annarra. Samkomulagið er þannig að Mjólkursamsalan dreifir skyri í dósum fyrir Mjólkursamlag KEA, sem í staðinn dreifir jógúrt, þykkni og súrmjólk frá öðrum fram- leiðslusvæðum. í hillum í Reykjavík finn ég jógúrt frá Húsavík en ekki frá Akureyri. Nú skal fúslega viðurkennt að það er erfitt að keppa við fyrirtæki í Reykjavík. Til þess þurfa fyrirtæki á Akureyri oft- ast að framleiða eða selja betri vöru á lægra verði en fyrirtæki í Reykjavík. Ég vil því ekki draga úr þeim vanda, sem Mjólkur- samlag KEA stendur frammi fyrir í dreifingar- og markaðs- málum. Hins vegar hef ég þá tilfinningu fyrir þessu dreifing- ar- og sölusamkomulagi að það standi aðeins jafn lengi og Mjólkursamsalan sjái sér hag í því. Góður og verri ostur í ferskmjólkurvörum var lengi mikil arðsemi. Nú fer hún minnkandi vegna harðnandi samkeppni. Þar eru því mögu- leikarnir eflaust minni í fram- tíðinni. Arðsemi hefur hins veg- ar farið vaxandi í ostagerð. Þar er hlutur Mjólkursamlags KEA mikill. í Mjólkursamlagi KEA er framleiddur mikill gæðaostur um langvarandi mj ólkuriðnaði sem ber það ágæta nafn óðals- ostur. Sá hængur er þó á fram- leiðslunni að ysti hluti oststykk- isins er ekki eins bragðgóður og innri hlutinn. Osta- og smjör- salan hlutar framleiðslu Mjólk- ursamlags KEA í smærri um- búðir til sölu um allt Iand, þ.á m. á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Þegar ég kaupi mér Vandi Mjólkursamlags KEA er fólginn í van- nýtingu mannauðs- ins, og sérkennilegu tómlæti gagnvart þeim sem unna mjólkurvörum. óðalsost í Hagkaupum í Reykja- vík og á Akureyri, eru þar inn- pakkaðir, undir sama vöruheiti og á sama verði, osthlutar sem eru gæðavara og jaðarhlutar sem eru ekki gæðavara. Þegar osturinn hefur legið í hillunni einhvern tíma, hafa kunnáttu- menn hirt alla gæðavöruna, en eftir situr lélegur ostur. Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að ímynda sér hvaða áhrif það hefur á þá viðskiptavini, sem þá hætta á að prófa óðals- ost, að hafa ekki um annað að velja en versta hluta ostsins. Sú ákvörðun að selja besta og lé- legasta hluta framleiðslunnar undir sama vörumerki og á sama verði, er ekki góð fyrir neinn, hvorki fyrir bóndann, Mjólkursamlag KEA né neyt- andann. En svona hefur þetta gengið árum saman, ef ekki áratugum. Besta skyrið? Mjólkursamlag KEA framleiðir besta skyr á landinu. Þar er ég að tala mn gamla góða skyrið, sem er lifandi afurð og hefur takmarkaðan h'ftúna. í sam- bandi við þessa afurð hefur Mjólkursamlag KEA háð stríð við viðskiptavini sína árum saman. Það kemur sjálfsagt að því að þetta stríð vinnst, þótt aðdáendur skyrsins séu þolin- móðir og staðfastir. Skyrið er best nýtt. Á þriðja degi er það farið að missa ferskleikann og fínasta bragðið. Á fimmta degi er það orðið rammt. Það er þó talið söluhæft út vikima. Ef skyrkaupendur leita að skyri í verslunum KEA eða í Hagkaupum, eru yfirgnæf- andi líkur á að í ókræsilegum dalli finnist íjögurra eða fimm daga gamalt skyr. f næsta dalli neðan við þann sem veit að við- skiptavinunum, er hins vegar oftast nýrra skyr. Og nýjasta framleiðslan er geymd á lager og sett fram þegar gamla skyrið er uppselt. Þannig er tryggt að neytandinn fái alltaf vöruna í lélegasta ástandi. Elskulegt starfsfólk verslananna bregst vel við frekjunni í mér og nokkrum sérvitringum, sem enn þráast við, og sækir besta skyrið á lagerinn þegar við biðj- um um það. Stundum geri ég mér ferð í Samlagið mitt til að ná í gott skyr. Fyrir mörgum árum voru til smáar umbúðir, sem hæfðu fá- mennum heimilum. Þær voru svo vinsælar að þær voru af- lagðar. Nú er aðeins hægt að kaupa svo mikið skyr í einu að tryggt sé að helmingurinn eyði- leggist, nema menn borði skyr á hverjum degi. Sumir láta sig hafa það af tryggð við þessa einstöku framleiðsluvöru. Ég hygg að skyrframleiðslan hjá Mjólkursamlagi KEA og smá- sala vörunnar slái öll met í markaðssetningu. Framleið- andinn hefur stefnt að því í mörg ár að ganga svo fram af neytendum að þeir gefist upp og snúi sér að staðlaðri skyr- framleiðslu í plastdósum, sem er nothæf framleiðsla en ekki lifandi gæðaafurð, og allt önnur og lélegri vara en hið hefð- bundna íslenska skyr. Auðvitað er það ekki Mjólkursamlagið sem selur vöruna í smásölu, en góðir framleiðendur fylgja því eftir hvernig vara þeirra er boðin í verslunum. Vandi mjólkuriðnaðarins er margvíslegur, en vandi Mjólkur- samlags KEA er hka inni í fyrir- tækinu. Hann er fólginn í van- nýtingu mannauðsins, minna þróunarstarfi en efni standa til og sérkennilegu tómlæti gagn- vart þeim sem unna mjólkur- vörum og vilja neyta þeirra. Það er ekki heiglum hent að stýra fyrirtæki, sem á í harðri baráttu á óvægnum markaði. Um leið og ég óska Þórarni E. Sveinssyni velgengni í starfi sem framkvæmdastjóri Mjólk- ursamlags KEA, vona ég að honum takist að taka í þá hönd sem neytendur á Akureyri rétta honum. Það kostar alltjent minna að gera þeim til hæfis en amerískum vatnsneytendum. Höfundur er alþingismaður. Möðruvellir Bandaríkjamenn einir í hehninum Steingrímur J. Sigfússon skrifar S Asíðustu vikum og mán- uðum hefur heims- byggðin endurtekið orð- ið vitni að tvískinnungi og hentistefnu Bandaríkjanna og vestrænna fylgifiska þeirra í alþjóðastjórnmálum. Reyndar hefur gengið svo fram af sum- um Evrópubúum að þrátt fyrir venjubundna auðsveipni og fylgispekt við bandarísku lín- una hafa menn aðeins reynt að malda í móinn. Einkum á það við ef valdapólitík Sáms frænda kemur beint við pyngju Evrópuþjóða, eins og hin ill- ræmdu Helms-Burton lög gera: hert viðskiptabann á Kúbu og bann við íjárfesting- um í íran. Yfirgengilegur hroki birtist í þessari lagasetningu á Bandaríkjaþingi og Clinton, sem gerir jú hvað sem er til að ná endurkjöri, lætur stefnu harðlínumanna yfir sig ganga. í hnotskurn snýst málið um það að Bandaríkjamenn ákveða einhliða að taka sér refsivald yfir einstaklingum og fyrirtækjum annarra landa, ef þau eiga samskipti við lönd (Kúba, fran) sem Bandaríkja- menn eru í efnahagslegum og/eða pólitískum hernaði gegn. Hvers vegna nú er hert á áratuga löngu og svívirðilegu viðskiptabanni á Kúbu, þegar málin eru heldur að þróast þar í frjálsræðisátt, er ekkert verið að útskýra. Hvers vegna er sett fjárfestingarbann á íran vegna meints og algerlega ósannaðs stuðnings þeirra við hryðjuverkamenn, en þjóðar- morðingjum eins og harðstjór- um Indónesíu veitt bestu við- skiptakjör, er heldur ekki út- skýrt. Síðasta og stórkostlegasta dæmið um hræsni og tvískinn- ung í framgangi Bandaríkja- manna og margra taglhnýt- inga þeirra eru svo afskiptin af málum Kúrda. Tyrkir hafa herjað miskunnarlaust á Kúrda, hundelt fylgismenn Kúrdiska verkamannaflokks- ins og fangelsað þingmenn hans. Týrkir hafa meira að segja ítrekað ráðist inn í írak til að herja á Kúrda þar, allt með þegjandi samþykki Bandaríkjamanna og ílestra leppa þeirra í NATO (Týrkir eru vestræn lýðræðis- og bræðraþjóð, ekki satt?). Þegar hins vegar frakar liggja undir grun um að veita einni fylking- unni í innbyrðis átökum Kúrda, innan landamæra ír- aks, lið, þá er sprengjum um- svifalaust látið rigna yfir þá. Síðan er reynt að fá öryggis- ráðið til að skrifa uppá árás- irnar eftirá. Framkoma Bandaríkjamanna við Samein- uðu þjóðirnar, sem þeir halda í fjársvelti með því að borga framlag til þeirra seint og illa, er svo kafli útaf fyrir sig. Tilefnið er síðan notað til að framlengja enn viðskiptabann- ið á frak, þar sem hálf milljón barna er soltin í hel, undir sér- stöku eftirliti Sameinuðu þjóð- anna. Hundinginn Saddam sit- ur sem fastast og ólöglegar árásir Bandaríkjamanna á ír- ak, sem hegða sér eins og þeir séu einir í heiminum, eru vatn á myllu hans. Það að utanrík- isráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, Halldór Ás- grímsson, skuli leggja lykkju á leið sína og skrifa í fjölmiðlum uppá framgöngu Bandaríkja- manna er svo tímanna tákn, eða hvað? Steingrímur J. Sigfússon, alþingis- maður skrifar gestaleiðara í dag.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.