Dagur - Tíminn - 24.09.1996, Qupperneq 10
li : .,(lX r' tov ík?. iwwfcriW
10 - Þriðjudagur 24. september 1996
■/ E N S K A KNATTSPYRNán/-
iDagur-SmTOtn
Uverpool trónir á toppnum
Patrik Berger skoraöi tvö mörk í stórsigri Liverpool á Chelsea og fagnar
hér með Robbie Fowler.
Liverpool er í efsta sæti
ensku úrvalsdeildarinnar
eftir stórsigur á Chelsea á
laugardag, 5:1. Newcastle spil-
ar ekki eins vel en nær árangri
og lagði Leeds á útivelli 1:0.
Meistarar Manchester United
lentu í vandræðum gegn Aston
Villa og Arsenal stöðvaði sig-
urgöngu Middlesbrough. Á
sunnudag mættust síðán Tott-
enham og Leicester og þeir síð-
arnefndu tryggðu sér óvæntan sigur á lokamínútunum. Allra augu beindust að leik
H 1. DEILD H
Úrslit
Bradford-Bolton 2:4
Grimsby-Oxford 0:2
Man. City-Birmingham 1:0
Oldham-Barnsley 0:1
Portsmouth-Norwich 0:1
QPR-Swindon 1:1
Reading-C. Palace 1:6
Southend-Port Vale 0:0
Tranmere-West Brom •2:3
Wolves-Sheff. Utd. 1:2
Stoke-Huddersfield 3:2
Staðan
Bolton 8 6 1 1 21:11 19
Barnsley 7 6 0 1 15: 6 18
Norwich 8 5 2 1 9: 4 17
Stoke 8 4 2 2 13:14 14
Wolves 8 4 2 2 12: 8 14
C. Palace 8 3 4 1 15: 7 13
Tranmere 8 4 1 3 11: 9 13
Ipswich 8 3 3 2 15:12 12
QPR 8 3 3 2 11:10 12
Man. City 8 4 0 4 9: 9 12
West Brom 7 3 2 2 12:11 11
Swindon 8 3 2 3 9: 9 11
Sheff. Utd. 6 3 1 2 12: 9 10
Huddersfield 7 3 1 3 12: 11 10
Oxford 8 3 1 4 11: 8 10
Portsmouth 8 3 1 4 6: 9 10
Birmingham 6 2 2 2 8: 7 8
Port Vale 8 1 5 2 6: 8 8
Reading 8 2 1 5 10:20 7
Charlton 7 2 1 4 6: 8 7
Southend 8 1 3 4 7:14 6
Bradford 8 2 0 6 6:14 6
Grimsby 8 1 2 5 8:18 5
Oldham 8 0 2 6 7:15 2
Liverpool og Chelsea enda búist
við jafnri og spennandi viður-
eign liðanna í fyrsta og þriðja
sæti deildarinnar. En raunin
varð önnur. Eftir slaka byrjun
tók Liverpool völdin og hrein-
lega valtaði yfir Chelsea. Sókn-
irnar gengu upp og mörkin
komu á færibandi. Patrik Berg-
er var aftur í aðalhlutverki og
hann hefur nú spilað einn og
hálfan leik með Liverpool og
skorað íjögur mörk. Liverpool
spilaði meistaralega og sigurinn
var öruggur en þetta var fyrsta
tap Chelsea á tímabilinu. Leik-
menn Chelsea auðvelduðu
heimamönnum verkið með því
að skora tvö sjálfsmörk og það
fyrra var með þeim glæsileg-
ustu sem sést hafa í langan
ti'ma. Andy Myers skoraði það á
síðustu sekúndum fyrri hálf-
leiks og honum var kippt útaf í
hléinu. Leikur Liverpool hefur
breyst mikið við tilkomu Berg-
ers. Ilann spilar líkt og Steve
McManaman mitt á milli miðju
og framlínu og stingur sér inn í
glufur í vörn andstæðinganna.
Áhorfendur stóðu á fætur og
fögnuðu Berger þegar hann
gekk af leikvelli. „Mér leið alveg
yndislega og ég vona bara að
það verði áframhald á þessu.
Ég hef aldrei upplifað aðra eins
stemmningu eins og hér á An-
field,“ sagði Berger.
Sterkar varnir
Manchester United og Aston
Villa eiga bæði erfiða Evrópu-
leiki fyrir höndum í vikunni og
liðin verða að gera betur en á
laugardag ef þau ætla sér langt
í keppninni. Petta var leikur
hinna sterku varna og færin
voru fá. Tvisvar skutu leikmenn
United þó í marksúlurnar en
inn vildi boltinn ekki. Þetta var
íjórða jafntefli United á tímabil-
inu og liðið hefur misst mikil-
væg stig í baráttunni á toppn-
um. Roy Keane kom aftur inn í
United liðið eftir meiðsl og hol-
lenski markvörðurinn Raimond
van der Gouw stóð á milli
stanganna í stað Peter Schmei-
chel, sem er með magapínu.
Andy Cole kom inná fyrir Ole
Gunnar Solskjær í hléinu og var
nálægt því að skora sigurmark-
ið en skalli hans fór í þverslána.
Sheffield Wednesday er farið
að gefa eftir og Iiðið náði aðeins
markalausu jalntefli á heima-
velli gegn Derby, sem hefur
ekki sigrað á Ilillsborough síð-
an 1936. Leikurinn stóð ekki
undir væntingum en dómarinn
þótti slá slæmum leikmönnum
út með hrikalegum mistökum.
Leeds í lægð
Dýrasti knattspyrnumaður
heims, Alan Shearer, skoraði
sigurmark Newcastle gegn
Leeds og er það fyrsta markið
sem hann skorar fyrir félagið
sem ekki kemur úr vítaspyrnu.
Shearer kann vel við að mæta
Leeds og hefur nú skorað 10
mörk í síðustu 11 leikjum sem
hann hefur mætt liðinu. Carlton
Palmer var rekinn útaf í fyrri
hálfleik eftir brot á Asprilla og
Shearer með fjögurra mínútna
millibili. Svo virtist sem hann
myndi sleppa með skrekkinn en
eftir að Shearer suðaði í dóm-
aranum ákvað hann að reka
Palmer útaf. Asprilla kom inn í
byrjunarlið Newcastle að nýju í
stað Les Ferdinand, sem var
með flensu og gat ekki leikið.
Adams snýr aftur
Arsenal stöðvaði hraðför Midd-
lesbrough upp töfluna með
sannfærandi sigri á útivelli.
Franski miðjumaðurinn Patrick
Vieira var í byrjunarliði Arsenal
í fyrsta sinn og vandræðagems-
inn Tony Adams kom inná sem
varamaður í fyrri hálfleik.
Markahæsti leikmaður úrvals-
deildarinnar, Fabrizio Ravanelli
hjá Boro, hafði ekki heppnina
með sér og átti skot í þverslá og
stöng en veikleiki liðsins kom
berlega í ljós í þessum leik -
hriplek vörn, sem gæti orðið
liðinu fjötur um fót rétt eins og
á síðasta tímabili.
Spurs í vanda
Skallamark frá Ian Marshall
íjórum mínútum fyrir leikslok
tryggði Leicester sigurinn.
Fyrsti útisigur Leicester í úr-
valsdeildinni en Tottenharn hef-
ur ekki unnið heimaleik í deild-
inni f sex mánuði. Pað var ungl-
ingurinn Emile Heskey, 18 ára,
sem tætti vörn Tottenham í sig
hvað eftir annað. Hann lagði
upp fyrra mark Leicester, fisk-
aði víti sem samherji hans mis-
notaði og átti skot í stöng. Steve
Claridge skoraði fyrra mark
gestanna en meiddist í þann
mund sem hann spyrnti í netið
og í hans stað kom Marshall,
sem síðar skoraði sigurmarkið.
í lið Tottenham vantaði fyrirlið-
ann Gary Mabbutt og framherj-
ana Teddy Sheringham og Chris
Armstrong, sem allir eru
meiddir og framlínan var skip-
uð unglingnum Rory AUen og
varnarmanninum Sol Campbell.
ÚRVALSDEILD
Úrslit
Aston Villa-Man. Utd. 0:0
Blackburn-Everton 1:1
Leeds-Newcastle 0:1
Liverpool-Chelsea 5:1
Middlesbrough-Arsenal 0:2
Nottm. Forest-West Ham 0:2
Sheff. Wed.-Derby 0:0
Sunderland-Coventry 1:0
Tottenham-Leicéster 1:2
Staðan
Liverpool 7 5 2 0 16: 5 17
Newcastle 7 5 0 2 10: 7 15
Arsenal 7 4 2 1 15: 8 14
Man. Utd. 7 3 4 0 16: 6 13
Sheff. Wed. 7 4 12 9: 9 13
Aston ViUa 7 3 3 1 8: 5 12
Chelsea 7 3 3 1 10: 9 12
Middlesbr. 7 3 2 2 14: 9 11
Derby 7 2 4 1 8: 8 10
Sunderland 7 2 3 2 6: 4 9
Wimbledon 6 3 0 3 7: 6 9
Tottenham 7 2 2 3 6: 6 8
West Ham 7 2 2 3 6:10 8
Leicester 7 2 2 3 5: 9 8
Leeds 7 2 14 6:12 7
Everton 7 13 3 6:10 6
Nottm. Forest 7 13 3 8:13 6
Coventry 7 115 3:13 4
Southampton 6 0 2 4 5: 9 2
Blackburn 702 5 5:11 2
GOLF
Birgir Leifur
féll út í 8-manna
úrslitum
BLAK
Tvöfaldur
sigur ÍS
á Haustmótinu
Birgir Leifur Hafþórsson,
kylfingur úr Keili, náði
alla leið í átta manna úr-
slit á Opna ítalska mótinu í
golfi, sem fram fór á Circolo
golfvellinum á Ítalíu. Leikinn
var höggleikur fyrstu tvo dag-
ana og var Birgir Leifur í hópi
þeirra 32 sem spiluðu sig inn í
úrslitin, en Björgvin Þorsteins-
son náði ekki svo langt.
Leikin var holukeppni í úr-
slitunum. Birgir lagði Hollend-
ing að velli x 32-manna úrslit-
unum og Þjóðverja í sextán
manna úrslitunum. Hann féll
síðan út fyrir Svía í átta manna
úrslitunum, en viðureign þeirra
var mjög spennandi. Leikar
stóðu jafnir eftir sextán holur
en á þeirri sautjándu, par fimm
holu, lék Svíinn á þremur högg-
um en Birgir á íjórum. Svíanum
dugði því jafntefli á síðustu hol-
unni og það gekk eftir. Sænski
spilarinn fór alla leið í úrslita-
leikinn en ekki hafa borist nein-
ar fregnir af úrslitum mótsins.
Þetta er síðasta mótið sem
íslenskir kylfingar taka þátt í
erlendis á þessu keppnistíma-
bili, en fyrir dvrum stendur æf-
ingaferð til Irlands þar sem
leikið verður á hinum þekkta
Portmanrock velli, en á þeim
velli verður Evrópumót karla-
liða haldið næsta sumar.
A
S byrjar keppmstímabilið
vel í blakinu, en um síð-
ustu helgi sigraði karla-
og kvennalið félagsins á
Haustmótinu sem haldið var í
íþróttahúsinu í Austurbergi.
Öll fimm liðin í 1. deild
voru með lið í karlaflokknum
þar sem fS hreppti 1. sætið,
Þróttur Neskaupstað varð í 2.
sæti, íslandsmeistarar Þrótt-
ar í 3. sætinu, KA í því íjórða
og Stjarnan í 5. sæti.
Úrslit urðu þessi:
Þróttur-Þróttur N 0-2
KA-Þróttur N. 0-2
ÍS-KA 2-1
Stjarnan-ÍS 0-2
Þróttur-Stjarnan 1-2
Þróttur N-Stjarnan 2-0
Þróttur-ÍS 1-2
Stjarnan-KA 1-2
KA-Þróttur 0-2
Þróttur N-ÍS 0-2
Úrslit urðu eftirfarandi í
kvennaflokknum. Þrjú lið
með í flokknum og leikin var
tvöföld umferð.
Víkingur-ÍS 1-2/1-2
Þróttur N-ÍS 1-2/2-0
Víkingur-Þróttur N 2-1 / 0-2
ÍS hafnaði í 1. sæti, Þróttur
Neskaupstað í 2. sæti og Vík-
ingur í því þriðja.
KÖRFUBOLTI
Islenskir
dómarar
erlendis
rír íslenskir körfuknatt-
leiksdómarar hafa fengið
verkefni erlendis á leikj-
um í Evrópumótunum.
Kristinn Albertsson mun
dæma viðureign Sunair BCO frá
Belgíu og Budivelnik-Honda frá
Úkram'u en leikur liðanna fer
fram 1. október og leik Go Pass
Pepinster frá Belgíu og Nikol
Fert frá Makedóníu sem fram
daginn eftir.
Leifur Garðarsson mun
dæma leik Real Madrid Teka
frá Spáni og Benfica sem fram
fer 8. næsta mánaðar og daginn
eftir leik Turismo Andaluz frá
Spáni og Albacomp frá Ung-
verjalandi.
Helgi Bragason mun dæma
leik Plannja Basket frá Svíþjóð
gegn CSC, liði rússneska flug-
hersins.