Dagur - Tíminn - 28.09.1996, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn - 28.09.1996, Blaðsíða 8
8 - Laugardagur 28. september 1996 iDagur-®mtmn PJOÐMAL 3Dagnr-®tmmtt Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Áskriftargjald m. vsk. Lausasöluverð Prentun: Grænt númer: Dagsprent hf. Eyjólfur Sveinsson Stefán Jón Hafstein Birgir Guðmundsson Hörður Blöndal Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Brautarholti 1, Reykjavík 460 6100 og 563 1600 1.600 kr. á mánuði kr. 150 og 200 kr. helgarblað Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 462 7639 Sp uw Með heimasíðu í Lúxemborg í fyrsta lagi Langholtskirkjurifrildið er komið í biblíulegar plágustærðir með því að ríkisstjórnin tekur málið að sér. (Hvers vegna?) Deilan sem byrjaði með því að presturinn skrifaði ekki nafn eiginkonu organ- istans í söngvaskrá jólanna endar nú með maga- lendingu æðstu manna ríkis og kirkju í klassískum íslenskum reddingaforarpolli. Ríkisstjórninni dett- ur það eina í hug sem nokkurri ríkisstjórn getur dottið í hug þegar leysa á „mannavandamál“: ger- um hann að sendiherra! Enginn þekkir mannlegan breyskleika betur en æðstu menn ríkis og kirkju. Svartstakkurinn í hópi presta ætlaði að standa harður á grundvallarregl- um trúboðs og stéttrækni og blöskraði ekki 40 dagar í eyðimörkinni. Birtist þá ekki okkar æðstu andlegu leiðtogum og veraldlegu umsjónarmönn- um sending af himnum (eða var það annars staðar frá?): „Flugmiðar og dagpeningar!" Og sjá, íjár- hirslur rikisins voru opnar. Var óeðlilega staðið að tilraun til breytingar á þingsetningu? ísólfur Gylfi Pálmason alþingismaður (B) Nei! Gamla formið er úrelt í hinu hraða uplýsingaþjóðfélagi okkar. Formið höfðar hvorki til þingmanna né þjóðarinnar. I'að er alveg sjálfsagt að breyta þessu. Pað er eilítið undarlegt og um leið spaugilegt að jafnaðarmannaflokkurinn sem fyrir sameiningu þingflokkanna vildi altént telja sig nútímalegan stjórnmálaflokk, skuli vera svona afturhalds- samur, það lofar ekki góðu. Kristín Halldórsdóttir alþingismaður (V) Við lentum einfald- lega í tímaþröng. Málið var fyrst og fremst inni í forsætis- nefndinni og þingflokk- arnir komu of seint að því. Það er svo margt annað á dagskrá. Við erum öll já- kvæð fyrir einhverjum breytingum og það finnst mór mikilvægast að tryggja beina útsendingu frá öllum umræðum á Al- þingi. Ámi M. Mathiesen alþingismaður (D) Nei. Pað var staðið að henni á fullkomlega eðlilegan hátt. Eg veit ekki hvaða leiðir á að fara ef það er ekki forsæt- isnefndin og forseti þings- ins sem tekur málið upp og ræðir síðan við þing- flokksformenn og forystu- menn flokkanna. Það er hins vegar þeirra sem segja nei, að bera ábyrgð á þvx' að við fáum ekki skemmtilegri, h'flegri og pólitískari þingsetningu en við höfum haft til þessa. Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður (A) Nei. Forsætisnefnd byrjaði að ijalla um þetta í sumar, en þingflokkarnir komu hins vegai; fremur seint að um- fjöllun málsins. hað þarf góðan tíma til að fjalla um ólík viðhorf og þegar ljóst varð í þessu tilfelli að skiptar skoðarúr væru um fyrirhugaðar breytingar sameinaðrar forsætis- nefndar, þá reyndist tím- irm of naumur til að vinna úr þeim athugasemdum sem fram komu. þriðja lagi Sendiherra ríkiskirkjunnar í Lúxemborg og nær- sveitum með aðsetur á íslandi. Hvílíkt nafnspjald. Eitthvað fyrir prestinn á Möðruvöllum. Eða stétt- arforingjann í Reykholti. Áður en haUelújafegins- andvörpin og hósannalofgjörðarópin berst frá Lúx- emborg er þó rétt að taka fram að varla er von á sálusorgun umfram dagpeninga. Nema Flóki fari inn á Internetið. Með heimasíðu í Lúxemborg: httpy/www.Uoki@kristur.is. TvísmelUð á faðirvorið. Stefán Jón Hafstein. 1 1 5 fPI Hvers eiga íslendingar erlend- is að gjalda? „Séra Flóki Kristinsson, sóknar- prestur í Langholtssókn, mun nú um mánaðamótin taka við stöðu prests er þjóxú íslending- um á meginlandi Evróu, eink- um í Lúxemborg og Brussel. Dagur Tíminn í gær. Emma fiskur „Sú staðreynd að Bonino er fædd í fiskamerkinu réð því tæpast að henni var úthlutað sjávarútvegsmálum en sjálf hefur hún sagt það vera örlög sín.“ Morgunblaðið í gær um Emmu Bonino, sem fer með sjávarútvegsmái í fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins. Það cetti kannski að vera öfugt „Með allt þetta í huga er það nánast óskiljanlegt hvers vegna 14 ára unglingar á ís- landi eru taldir hafa þroska og skilning til að velja sér Jesúm Krist að leiðtoga fyrir lífstíð, en þurfa að vera orðnir fuUra 18 ára til að teljast nógu þroskað- ir og klárir til að kjósa sér Dav- íð Oddson og HaUdór Ásgríms- son að leiðtogum - og það að- eins til 4 ára!“ Jóhannes Sigurjónsson í Degi-Tímanum í gær. Laugardagspistill Málflutnuigsmeim á villigötum Að rukka vanskilaskuldir er há- skólagrein á íslandi og því er innheimta mun dýrari en hún þarf að vera. Að vísu er rukkun ekki ennþá löggUt deild í Háskólanum og nemendur fá ekki leiðsögn prófessora við að skrifa kvittanir. En hitt er víst að gjaldskrá rukkara er samin fyrir vinnu á háskólastigi. Við seinni tíma upphaf vanskila á íslandi var lögfræðingum falið að rukka skuldir. Ekki er þó að fullu ljóst af hverju þeir urðu fyrir valinu frekar en verkfræðingar eða guðfræðingar. Prestar eru til að mynda mun betur undir það búnir að umgangast fólk sem hart er leikið vegna vanskila. Rukkunin féll líklega í hlut lögfræð- inga af því sumar skuldir fara fyrir dómstóla. Þá kemur til kasta málflutn- ingsmanna með fullnaðarpróf frá laga- deild Háskólans. Flestar skuldir eru þó greiddar áður en leitað er á náðir dómstóla og ekki er þörf á málílutningi í því sambandi. Samt sem áður er inn- heimtukostnaður ákveðinn í gjaldskrá Lögmannafélags ís- lands, eins og lög- fræðingurinn vinni allt verkið sjálfur. Innheimtulög- menn boða til sín skuldugt fólk sem þeim er falið að rukka og gefa fólkinu frest til að greiða skuldina á skrifstofu sinni. Hins vegar hefur skuldurum oft reynst erfitt og jafnvel útilokað að ná í lögfræðingana sjálfa, því þeir tala ekki allir við segl- skip. Skuldurum er þá vísað á skrif- stofufólk sem ekki hefur lesið lög og fyrir þá þjónustu er rukkað eftir gjald- r CLðgelt skrá Lögmannafélagsins. Lögfræðingar mega vel semja gjald- skrá fyrir málflutning sinn fyrir dóm- stólum með hliðsjón af laganámi og er það heldur léngra en iðnnám. En sjálft handverkið á stofum þeirra er oftast unn- -jg ið af skrifstofufólki í Jr/IMMPA Verzlunarmannafé- 'S'aMUJ&O laginu og kemur taxta málflutnings- manna ekki við. Innheimtur hafa líka þá sérstöðu í viðskiptum að lánar- drottnar semja við rukkara um að inn- heimta kröfu og skuldunautar borga svo brúsann án þess að geta haft áhrif á gjaldskrána. Málflutningsmenn eiga ekki að standa í því að rukka fólk um peninga. Auðvitað eiga að vera til sérstakar inn- heimtustofur sem rukka eftir annarri og lægri gjaldskrá en lærðir málflytj- endur nota. Stofurnar ieggi fram tryggingar vegna viðskiptavina á sama hátt og ferðaskrifstofur gera fyrir far- þega. Ef allt kemur fyrir ekki, geta rukkarar falið lögfræðingum sínum að reka innheimtuna fyrir dómstólum eins og önnur mál. Þá fyrst kemur röð- in að sögufrægum taxta málflutnings- manna og ekki fyrr. Málflutningur er gömul og virðuleg starfsgrein og mikil ábyrgð hvílir á málflytjendum. Málflutningur og inn- heimtur fara ekki saman og ekki er á innheimtukostnað skuldara bætandi. Stjórnvöld verða að losa skuldugt fólk úr viðjum gjaldskrár Lögmannafélags- ins og peningar skuldara eiga ekki að vera atvinnuleysisbætur fyrir verk- efnalausa málflytjendur. .

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.