Dagur - Tíminn - 28.09.1996, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn - 28.09.1996, Blaðsíða 11
^Dagur-Œírrrmtt Laugardagur 28. september 1996 -11 PJÓÐMÁL „Þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst“ A Ólafur Þ, % Jónsson Sumir reyndu að heíja sig yf- ir niðurlægingu og niðrun, vega á móti vanmáttar- kennd sinni, en misstu jafnvægið og fylltust sjúku, brjálæðislegu stórlæti. Lífslygin varð svölun þeirra og sjálfsvörn. Þegar best lét lugu þeir sig í sátt við eigið auðnuleysi.“ (Á ströndinni við ysta haf; úr Sólon íslandus eftir Davíð Stef- ánsson) Það var mikili fyrirgangur á stofnfundi Þjóðvakans seint í nóvember árið 1994, eins og margir muna. Þau sem þar voru mætt bæði klöppuðu saman lóf- unum og stöppuðu niður fótun- um af einskærri gleði yfir því að vera svona saman. Hámarki náði auðvitað fögnuðurinn þegar leið- toginn mikli, Jóhanna Sigurðar- dóttir, gekk í salinn og fiutti stefnuræðuna sína. Það var nú fína ræðan. Sín ögnin tekin frá hverjum flokki og öllu blandað saman, svo úr varð eitthvað fyrir alla. Sá samtíning- ur af fólki, sem þarna var saman kominn, varð yfir sig hrifinn. Jó- hanna Sigurðardóttir vissi ná- kvæmlega til hverra hún var að tala. Hún hafði löngu fyrir fund- inn letrað á gunnfána sinn: „Óánægðir með allt og alla sam- einist! “ Og svo ætlaði hún nátt- úrlega að sameina, svona í fram- hjáhlaupi, alla jafnaðarmenn og allt félagshyggjufólk. Og sjá, allt gekk að óskum í fyrstu. Að loknum stofnfundi efldist Þjóðvakinn í hverri skoð- anakönnun og var kominn með fjórðung þeirra kjósenda, sem afstöðu tóku í síðustu könnun ársins (1994). Tími Jóhönnu var sem sagt kominn. Svona var þetta nú fyrir tæp- lega tveimur árum. En þau eru ekki eins gleið núna, sem mest létu þá, og þarf enginn að undr- ast. Hvað veldur? Þjóðvaki tærðist upp á ótrú- lega skömmum tíma. Bakslagið kom fljótt. Fékk aðeins 7,2% at- kvæða og 4 þingsæti í kosning- unum 8. apríl 1995. Og nú er flokkurinn búinn að vera kjós- endalaus að mestu langalengi, ef marka má skoðanakannanir (með 0,6% fylgi í þeirri nýjustu). Jafnaðarmenn og félagshyggju- fólk álíka mikið eða lítið samein- að og fyrir stofnun Þjóðvaka og tími Jóhönnu löngu liðinn og aldrei hann kemur til baka, ekki fremur en Þjóðvakinn sjálfur. Þetta blasir við öllum sem sjá vilja, líka þingmönnum Þjóð- vaka. Ég varð því síður en svo undr- andi, þegar þeir sameinuðust þingmönnum Alþýðufiokksins í einn þingflokk núna á dögunum. Sei, sei, nei. Kannski tekst einhverjum þeirra meira að segja að tryggja sér þingsæti fyr- ir vikið, fyrir náð Álþýðuflokks- ins, hver veit? Ég varð heldur ekkert undrandi á því þótt í sam- komulagsyfirlýsingu þessara þingmanna reyni þeir að gera sér mat úr að nudda sér utan í jafnaðarstefnuna. Það hefur alls kyns fólk gert svo oft áður á und- an þeim. Og ekki varð ég undrandi á því að Jóhanna Sigurðardóttir og Ágúst Einarsson — sem hvað eft- ir annað lýstu því yfir í kosninga- baráttunni fyrir hálfu öðru ári að Alþýðuflokkurinn væri kominn langt til hægri við allt velsæmi, til hægri við sjálft íhaldið, væri raunar ekkert annað en umbúðir án innihalds og íleira í þessum dúr — skuli nú haltra göngumóð úr dauflegri vist hjáleigunnar í opið skaut Jóns Baldvins á höf- uðbólinu. Þau eru bæði svoleiðis jafnaðarmenn. Nei, ekkert af þessu vakti undrun mína, enda allt saman svo sjálfsagt og eðlilegt. Á hinn bóginn varð ég stór- lega undrandi á hve hjálpin var nærri í neyð þeirra, en þannig ber nú oft til í lífinu, eða eins og gamla fólkið sagði: „Þegar neyð- in er stærst, er hjálpin næst.“ Vinnuféiagi minn af Þjóðvilj- anum sálaða, Einar Karl Ilar- aldsson, hefur verið ráðinn „... til að laða til samstarfs þá sem aðhyllast jafnaðarstefnuna og vilja vinna að nýsköpun í ís- lenskri pólitík, sem gæti falist í uppstokkun flokkakerfisins eða víðtæku kosningasamstarfi", eins og segir í svokallaðri samkomu- lagsyfirlýsingu hinna cllefu þing- manna. Þvflíkt plagg. Testimoni- um paupertatis (fátæktarvottorð) þingmannajafnaðarstefnunnar, sagði kunningi minn sem slettir stundum latínu. Þetta finnst mér réttnefni. Hins vegar fannst mér fallega gert af þingmönnunum að ráða hann Einar Karl í þetta. Hann hefur haft lítið fyrir sig að leggja, svo þetta kom honum vel. Það er von mín að ekki verði við hann sparður áburður, ljós né önnur virkt í hinni nýju vist. Eitthvað er hann nú samt óöruggur með sig, hann ætlar að vera áfram í Al- þýðubandalaginu, bera kápuna á báðum öxlum, karlinn. Það hanga líka einhverjar nefndar- sporslur á spýtunni, sem hann vill ekki missa. En nóg um það að sinni. „Ferskleiki hugmyndarinnar við að ráða Einar Karl til þessa verkefnis er augljós. Það eru skýr skilaboð um alvöru málsins og að forsvarsmenn hins nýja þingflokks nálgast það með opn- um huga.“ Þannig ritar jafnaðar- maðurinn Ágúst Einarsson í þetta blað (Dag-Tímann) 10. sept. s.l. Ætli nokkur sé mannin- um sammála? Ferskleiki, eitt- hvað nýtt, væri það ef honum Einari Karli tækist „að laða til samstarfs" einhverja „þá sem aðhyllast jafnaðarstefnuna". Mér vitanlega hefur slíkt aldrei gerst fram til þessa. En hvað um það. Einar Karl Haraldsson er kominn til starfa og ritar gesta- leiðara í þetta blað 12. sept. s.l.: „Það er að koma til mín fólk og spyrja: Ilvar er hægt að ganga í nýja flokkinn? Við viljum vera með í nýrri hreyfingu jafnaðar- manna fyrir næstu kosningar." Svona spyr fólkið hann Einar Karl. Hann þegir hins vegar al- veg um það hvernig hann svarar þessu flokksþyrsta fólki. Ætli hann segi því harmsögu Þjóðvaka, sem hér hefur verið rakin að nokkru? Ætli hann segi því frá Bandalagi jafnaðar- manna, „bandalaginu gegn flokkunum", sem stofnað var snemma árs 1983? Leiðtogi þess var Vilmundur Gylfason. Hann gerði virðingarverða tilraun til að stía sauðunum frá höfrunum í Alþýðuílokknum og náði nokkr- um árangri, því bandalagið hlaut 7,3% atkvæða og 4 þingsæti í kosningunum 23. aprfl 1983. Vil- mundar naut ekki lengi við, en hvað varð um hina? Áður en haninn gól einu sinni var einn þeirra búinn að afneita banda- lagi þessu þrisvar og genginn í Sjálfstæðisflokkinn. Hinir þrír, hvað um þá? Ilaustið 1986 leystu þeir bandalagið upp og fóru rakleitt, mismunandi þurft- arfrekir þó, að gömlu jötunni sinni hjá höfrunum og var vel fagnað. Og kjósendurnir, sem studdu þá til valda í góðri trú, hvað um þá? Flestir hurfu hljóðlega til íyrri heimahaga, því ekkert hafði í rauninni gerst. Nokkrir stofn- uðu samt nýtt félag, Félag frjáls- lyndra jafnaðarmanna, sem síð- ar gekk í Alþýðuflokkinn. Svona fór nú um sjóferð þá. Ætli hann segi því líka frá Borgaraflokknum sáluga? Stofn- aður fyrir kosningar 1987 með brauki og bramli. Kominn til að vera, að því er forustusveit hans sagði. Þótt flokkurinn stæði fyrir fátt annað en persónu leiðtoga síns, stjórnmálamannsins Al- berts Guðmundssonar, og stefnu- mál flokksins væru einungis nýj- ar útsetningar á gömlum stefjum Sjálfstæðisflokksins, hlaut hann 10,9% atkvæða og 7 þingsæti í kosningunum 25. aprfl 1987. En fljótlega dró til tíðinda innan flokksins. Síðla árs 1988 gerðist Albert Guðmundsson sendiherra í París og lét þau orð falla í framhjáhlaupi, að ef til kosninga kæmi myndi hann kjósa sinn gamla flokk, Sjálfstæðisflokkinn. Svoleiðis fór nú það, og nokkrum mánuðum síðar leystist þessi höfuðlausi her upp í frumparta sína. Óþarft er að rekja útfarar- sögu hans hér, aðeins vakin at- hygli á að í kosningunum vorið 1991 kom flokkurinn engum manni á þing í eigin nafni. Ætli hann hafi vakið athygli þess fólks, sem vill ganga í nýja flokkinn hans, og hinna ellefu á örlögum þessara þriggja stjórn- málahreyfinga sem hér hefur verið lýst? Allar þrjár áttu það sameiginlegt að þær snerust fyrst og fremst um eina persónu, einstaklinga sem hrökkluðust úr flokki sínum. Iljá öllum þrem skiptu málefni og markmið sára- litlu, hvorki í bráð né lengd. Hjá öllum þrem valdist til forustu fólk, sem átti það helst sameigin- legt að langa heil ósköp á þing, en hlaut ekki stuðning til þess í öðrum flokkum. Og allar áttu þessar stjórnmálahreyfingar það einnig sameiginlegt að þær fengu blásandi byr í skoðana- könnunum framan af. Eftir því sem nálgaðist kosningar dró síð- an verulega úr fylgi þeirra. Lognuðust síðan út af, allar þrjár, á fyrsta kjörtímabili. Að- eins mismunandi snemma. Dapurlega sögu Bandalags jafnaðarmanna, Borgaraflokks og Þjóðvaka þekkir Einar Karl auðvitað mætavel. Spurningin er bara hvort hann segir hana því fólki, sem vill stofna einn svona máttleysisflokk enn. Þótt Einar Karl sé „sérdeilis frómur herra“, held ég að svarið sé nei, því spor hinna þriggja myndu án efa hræða. Að lokum þetta, Einar Karl, svona til uppriíjunar: Jafnaðarstefnann, sósíalism- inn, er annað og meira en fáein- ar umbótatillögur, sem breyta í litlu þjóðfélagsgerðinni, jafnvel þó að þær nái fram að ganga. Jafnaðarmaður, sósíahsti, er ekki maður sem vinnur að því sem ráðherra að taka frá fólkinu þær réttarbætur, sem hann átti hlut í að færa því sem þingmað- ur. Þú ert kominn í svona frekar vafasaman félagsskap. Staðnœmstu, maður, myrkrið dettur á, þótt marklaus tyllivon þitt hjarta blekki. (Úr Heimferð e. Stein Steinarr) Höfundur er vitavörður. Testimonium paupertatis (fátæktarvottorð) þingmannajafnaðarstefnunnar, sagði kunningi minn sem slettir stundum latínu. Þetta finnst mér réttnefni. Jafnaðarmaður, sósíalisti, er ekki maður sem vinnur að því sem ráðherra að taka frá fólkinu þær réttarbætur, sem hann átti hlut í að færa því sem þingmaður.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.