Dagur - Tíminn - 28.09.1996, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn - 28.09.1996, Blaðsíða 5
Í0ajgur-®mmm Laugardagur 28. september 1996 - 5 F R É T T I R i | Fjölmiðlar a Skemmtistaðir Stöð 3 tapar 565 imlljónuin Eldvamir óviðunandi Stöð 3 hefur nær engar tekjur haft frá upphafi. í ár er reiknað með að tapið verði 429 milljónir. Stöð 3 reiknar með að tapa rúmlega hálfum millj’arði á árunum 1996-98. í skýrslu stjórnar stöðvarinnar er gert ráð fyrir að tapið i' ár verði 429 milljónir, 128 milljónir á næsta ári og 8 milljónir 1998. Þá verður samanlagt tap stöðvar- innar orðið 565 milljónir, en gert er ráð fyrir að 1999 verði loks farið að vinna upp í þetta gat og hagnaður verði 135 milljónir. í skýrslu stjórnar félagsins sem lögð var fram á aðalfundi í vikunni er vanda félagsins lýst í hnotskurn. Dagur-Tíminn hefur þessa skýrslu ásamt milliupp- gjöri og birtir blaðið hluta úr henni hér: „Sú staðreynd að íslenska sjónvarpið hf. hefur ekki getað læst útsendingum sínum frá upphafi hefur leitt til þess að félagið hefur nær engar tekjur haft frá upphafi. Nú er Qár- hagsleg staða félagsins orðin það slæm að starfsemi þess verður eigi haldið áfram án þess að komið verði inn með nýtt hlutafé. Af þessum sökum var stjórn félagsins veitt heim- ild til að taka ákvörðun um að hækka hlutaféð um allt að 300 milljónir. Einungis hluti af nú- verandi hluthöfum félagsins hafa lýst sig reiðubúna til að taka þátt í viðræðum við nýja aðila um að taka þátt í hluta- íjáraukningunni. Þeir aðilar sem hafa lýst yfir áhuga á því að taka þátt í hlutafjáraukning- unni hafa lagt mikla áherslu á að hlutafé félagsins verði fært niður til jöfnunar þess taps sem hefur myndast í félaginu. Til þess að geta framkvæmt hina fyrirhuguðu hlutaíjárhækkun er því nauðsynlegt að lækka hluta- Félagsmálaráðherra Harkan sex gegn dópi Páll Pétursson félagsmála- ráðherra telur það bæði rétt og eðlilegt að stjórn- völd marki ákveðna pólitíska stefnu sem felur það í sér að ekki verði um neinn undanslátt að ræða í baráttunni við eitur- lyf- „Það sem ég vil gera er að slá því fóstu þar sem allir geta gengið að því vísu að vímuefn- um verður ekki gefin nein grið,“ segir félagsmálaráð- herra. Sérstaklega þegar haft er í huga að vímuefnin eru komin í grunnskólanna þar sem nem- endur eru farnir að selja hvor öðrum vímuefni og þeir eldri íjármagni eigin neyslu með því að selja þeim yngri. Þessvegna sé ekki annað hægt en að taka á þessum vanda í samvinnu við foreldra og opna augu þeirra fyrir þessum staðreyndum. Hann segir það óhugnanleg- ar fréttir sem berast frá sam- félögum úti í heimi þar sem stjórnvöld einstakra ríkja eru farin að útvega neytendum fíkniefni. Hann segir það vera merki upp uppgjöf sem hlýtur að leiða til falls. Ráðherra segir að hérlendis séu aðstæður nokkuð öðruvísi en gengur og gerist meðal ná- grannaþjóðanna sem felast m.a. f landfræðilegri stöðu landsins sem eylands úti í miðju Atlantshafi. Af þeim sökum eigi að vera auðveldara að verjast þessum vágesti sem fíkniefnin eru, en kannski ella. -grh Akureyri Bjarni Haípór skiptir um starf Grafarvogur Ný með- ferðastöð (ýrir ung- linga s AStuðlum í Grafarvogi verður neyðarvistun fyrir unglinga á aldrinum 12- 16 ára í bráðum vanda, auk meðferðar í vímu-og hegðunar- vanda. Meðferðartími verður allt að íjórir mánuðir og 6-8 mánuðir í eftirmeðferð. Nýja meðferðarstöðin var formlega opnuð við hátíðlega athöfn í gær, en Stuðlar koma í staðinn fyrir heimilið að Efsta- sundi og Tinda og er fyrsta ný- byggingin sem sérstaklega er hönnuð sem meðferðarstöð fyr- ir unglinga. Þá er verið að huga að stofn- un hliðstæðrar stöðvar úti á landi sem líklega verður stað- sett í Eyjafirði. -grh Bjarni Ilafþór Helgason hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Útvegs- mannafélags Norðurlands. Um nýja stöðu er að ræða hjá fyrir- tækinu og mun Bjarni sinna innri málefnum útvegsmanna á Norðurlandi og starfa jafnframt í nánum tengslum við Lands- samband íslenskra útvegs- manna. Hann hefur störf 1. október. „Ég varð mjög spenntur þeg- ar mér var boðið staífið, ekki síst þar sem ég er fæddur í fjör- unni á Húsavík og allt sem við- kemur útgerð og veiðum hefur átt sterka taug í mér. Annars mun ég sakna fréttamanns- starfsins og þess frábæra starfsfólks sem unnið hefur með mér,“ segir Bjarni. Bjarni Hafþór lauk prófi frá MA árið 1978 og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá HÍ árið 1983. Síðustu 10 ár hefur hann stafrað við fjölmiðla, fyrst sem sjónvarpsstjóri Eyfirska sjónvarpsfélagsins en seinni ár sem fréttamaður fyrir Stöð 2 og Bylgjuna. Eiginkona hans er Laufey Sigurðardóttir og eiga þau tvö börn. -BÞ féð í félaginu. Hinir fyrirhuguðu nýju hluthafar hafa á hinn bóg- inn samþykkt að núverandi hluthafar félagsins geti náð hlutafjáreign sinni til baka (að hluta til), ef rekstur félagsins gengur vel á árunum 1996, 1997 og 1998. Gangi reksturinn á hinn bóginn verr en menn gera ráð fyrir, mun hlutaíjár- eign núverandi hluthafa skerð- ast enn frekar. Drög að sam- komulagi við hina fyrirhuguðu nýju hluthafa liggja fyrir á hlut- hafafundinum til kynningar.“ í þeim drögum að samkomu- lagi við nýja hluthafa sem hér er vísað til kemur fram að reiknað er með að skuldir stöðvarinnar verði samtals 565 milljónir eftir þrjú fyrstu árin. Þar kemur og fram að núver- andi hlutafé verði fært niður um 60% til að laða að nýja ljár- festa. S Vaðalfundi veitinga- og gistihúsa er haldinn var á Hótel Húsavík hefur komið fram samkvæmt könnun Brunamálastofnunar að um 40% veitingahúsa í 32 skemmti- staða úrtaki standast ekki kröf- ur um eldvarnaeftirlit. Árni Árnason, verkfræðingur hjá Brunamálastofnun, upplýsir þó að ef þessi niðurstaða sé borin saman við ástand opinberra bygginga komi í ljós að mun betri eldvarnir væri að finna á veitingahúsum. Einnig var kannað hvort hús- næðið væri í samræmi við teikningar og reyndist svo vera í aðeins 40% tilvika. í 16% til- vika var ekki um neinar teikn- ingar að ræða. Niðurstaða könnunarinnar var að herða beri eftirlit með því að sam- þykktum teikningum sé fylgt eftir í hvívetna ekki síst við end- urbætur. -GKJ fReykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki til verk- efna um jafna stöðu karla og kvenna á fjárhagsárinu 1997 Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar auglýsir eftir um- sóknum um styrki til verkefna á sviði jafnréttisfræðslu í skólum og á öðrum uppeldisstofnunum og til annarra sérstakra þróunarverkefna sem hafa það að markmiði að jafna stöðu kynjanna. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem liggja frammi í upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavík- ur. Umsóknir skulu sendar Hildi Jónsdóttur jafnréttis- ráðgjafa, Ráðhúsi Reykjavíkur, 101 Reykjavík, fyrir 15. nóvember 1996. Hægt er að fá umsóknareyðublöð send ef óskað er. Nánari upplýsingar veitir jafnréttisráðgjafi í síma 563 2000. Borgarstjórinn í Reykjavík, 26. september 1996. m Reykjavíkurborg auglýsir eftir | E | umsóknum um almenna styrki til menningar,- félags- og upp- eldismála á fjárhagsárinu 1997 Félagsmálaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til fé- lags- og heilbrigðismála í Reykjavík. íþrótta- og tómstundaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfa í Reykjavík. Menningarmálanefnd auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarstarfs í borginni. Fræðsluráð auglýsir eftir umsóknum um styrki á sviði grunnskólastarfs. Stjórn Dagvistar barna auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarstarfsemi fyrir leikskólabörn. Auk þess auglýsir stjóm Dagvistar barna eftir umsókn- um um styrki til þróunarverkefna í leikskólum borgar- innar og geta umsækjendur verið leikskólar, starfs- mannahópar eða einstaka leikskólakennarar og fag- menn á sviði leikskólamála. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem liggja frammi í upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavík- ur. Umsóknir skulu sendar Halldóru Gunnarsdóttur Ráð- húsi Reykjavíkur, 101 Reykjavík, fyrir 15. nóvember 1996. Hægt er að fá umsóknareyðublöð send ef óskað er. Þeir umsækjendur sem fengu styrk á síðasta ári þurfa að skila inn greinargerð um ráðstöfun þess fjár. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 563 2000 alla virka daga milli kl. 10 og 12. Borgarstjórinn í Reykjavík, 26. september 1996.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.