Dagur - Tíminn - 03.10.1996, Blaðsíða 4
4 - Fimmtudagur 3. október 1996
ÍOagur-'íHtmmu
Eldgosið í Vatnajökli
Smiðjulykt
í Bárðardal
að var mikill eimur í loft-
inu hér f morgun. Þetta
var líkast því þegar mað-
ur var í skeifnasmíðinni hér í
gamla daga, þegar heitt járnið
var sett í vatn til kælingar og
herðingar. Þetta var alveg sama
lyktin,“ sagði Tryggvi Höskulds-
son, bóndi á Mýri í Bárðardal, í
samtali við Dag-Tímann.
Greinilega mátti ílnna í loft-
inu eim frá eldgosinu í Vatna-
jökli, þegar blaðamenn Dags-
Tímans voru á ferð í Bárðardal
og á Sprengisandsleið síðdegis í
gær. Hinsvegar var byrgt fyrir
alla sýn til jökulsins.
Veðurstofunni höfðu í gær-
kvöldi borist tilkynningar um
öskufall víða landið, svo sem
frá Blönduósi, úr Blöndudal og
innanverðum Skagafirði. Þá
hafði einnig fallið aska á bæn-
um Gróustöðum í Reykhóla-
sveit. „Öskufallið hér var sára-
Iítið, en vel merkjanlegt. Ég
setti hvítt fat út í garð og þegar
ég tók það aftur inn um fjögur-
leytið var aska í því - sem mið-
að við suðaustanáttir dagsins
hér er komin úr gosinu í Vatna-
jökli,“ sagði Bergsveinn Reynis-
son, veðurathugunarmaður á
Gróustöðum.
Snemma í gærmorgun settu
Tryggvi á Mýri og Guðrún
Sveinbjörnsdóttir, eiginkona
hans, hvítan disk út í garð og
athuguðu öskufall með því. Þau
sýndu blaðamönnum Dags-
Tímans öskuna sem á diskinn
hafði fallið og þurfti ekki vitn-
anna við að sjá hvað þar var, -
þó ekki væri kannski mikið.
Með tilliti til öskufalls og
hugsanlegrar flúormengunar af
þeim sökum hafa búvísinda-
menn varað bændur við að hafa
fénað sinn úti, en hann gæti
drepist af hennar völdum. Er
Guðrún Sveinbjörnsdóttir og Tryggvi Höskuldsson á Mýri í Bárðardal með hvítan disk með ösku í. Sending úr
gosinu í Vatnajökli. Myna
skemmst að minnast mikils
Qárskaða sem varð meðal ann-
ars á Norðurlandi í kjölfar goss-
ins í Skjólkvíum við Heklu árið
1970.
Tryggvi á Mýri tók hlutunum
hinsvegar með stóískri ró í gær.
Hann ætlar að smala heimalönd
í dag en þar er hann með á á
fimmta hundrað íjár - sem
skulu á hús að ráðum vísinda-
manna. Tryggvi kvaðst vissu-
lega bera nokkurn kvíðboga
gagnvart miklu öskufalli - sem
allt eins má reikna með - og þá
kvaðst hann, fyrir Bárðdælinga
hönd - sérstaklega óttast suð-
vestlægar áttir í því tilliti. -sbs.
Ríkisstjórnin
Akureyri
Frá fundi ráðherra með embættismönnum í stjórnarráðinu í gær. Myn&. bg
Embættismenn
fáumboð
„Þetta er greinilega
stærri atburður, en
menn höfðu gert
ráð fyrir,“ sagði
Davíð Oddsson,
forsætisráðherra
Forystumenn rikisstjórnar-
innar ræddu náttúrham-
farirnar í Vatnajökli á
fundi með forsvarsmönnum Al-
mannavarna ríkisins í gær.
Ákveðið var að veita embættis-
mönnunum fullt umboð til að
grípa til þeirra ráðstafanna,
sem þeir telja nauðsynlegar,
þar á meðal að rjúfa varnar-
garða á Skeiðarársandi.
„Þetta er greinilega stærri
atburður, en menn höfðu gert
ráð fyrir,“ sagði Davíð Oddsson,
forsætisráðherra að loknum
fundinum Auk hans sátu fund-
inn þeir Halldór Ásgrímsson,
utanríkisráðherra og Halldór
Blöndal, samgönguráðherra.
Davíð sagði að þeir hefðu viljað
fara yfir stöðuna með sérfræð-
ingunum, m.a. til þess að reyna
að átta sig á hversu langan
tíma menn hefðu t.d til að
bregðast við stóru hlaupi á
Skeiðará. „Fólk á ekki að vera í
hættu ef varlega er farið og
mannslífum verður ekki hætt til
þess að bjarga mannvirkjum.
Vegamálastjóri sagði okkar að
ekki væri tryggt að neitt þess-
ara mannvirkja héldi, ef hlaup-
ið verður stórt. Það eru yfignæf-
andi líkur á að það verði miklu
stærra, en þessi venjulegu
hlaup, sem við höfum séð. Áætl-
að er að mannvirkin á sandin-
um kosta öll á núvirði 1,3 til 1,5
milljarða, en ef á þarf að halda
verður byrjað á að ijúfa varn-
argarðana, til reyna að verja
brýrnar. Þetta verða embættis-
mennirnir að meta í samráði
við vísindamenn og þeir hafa
fullt umboð ríkisstjórnarinar til
að gera það sem þeir telja
nauðsynlegt.“
Beint flug með rútu
kkerl verður af beinu
flugi Samvinnuferða-
Landsýnar frá Akureyri
til Dyflinnar í dag vegna eld-
gossins í Vatnajökli. Til stóð
að 260 manns færu í Tristar
breiðþotu Atlanta sem tekur
360 manns í sæti, en um
miðjan dag í gær var Ijóst að
hætta yrði við vegna hættu á
gosösku á flugleiðinni.
Á ferðaskrifstofu Samvinnu-
ferða-Landsýnar á Akureyri var
í gær mikið annríki við að
hringja í ferðalangana og segja
þeim ótíðindin. Ásdís Árnadótt-
ir sagði að farþegarnir 260
yrðu keyrðir í 5 rútum til Kefla-
víkur klukkan 23.00 í gærkvöld.
„Yfirleitt hafa menn tekið þessu
vel en þó hafa verið brögð að
því að eldra fólkið hefur ekki
treyst sér til að fara þessa
löngu leið í bíl og hætt við. Við
höfum einnig fengið eitt eða tvö
tilfelli þar sem fólk hefur orðið
brjálað og kennt okkur um gos-
ið,“ sagði Ásdís.
Ef flugið hefði orðið sam-
kvæmt áætlun hefði sögulegur
viðburður átt sér stað því aldrei
hefur jafnstórt áætlunarflug
verið fyrirhugað frá Akureyri.
„Þeir komu hingað og æfðu
lendingar og allt gekk mjög vel.
Að eldgos gæti sett strik í reikn-
inginn datt okkur hins vegar
aldrei í hug! Hópar frá Siglu-
firði, Neskaupstað og fleiri stöð-
um þurfa að keyra óhemju
vegalengd og þetta er ömurlegt
ástand. Við höldum þó í vonina
um að fólkið geti lent hérna á
sunnudagskvöldið. Það yrði
strax til einhverra bóta,“ sagði
Ásdís. -BÞ
Akureyri og Dalvík
Uppsagnir vegna
lækkandi afurðaverðs
Verð á rækju fór of
hátt í fyrra og
neysla dróst
saman. í ár hefur
veiði verið allt of
mikil, segir
Aðalsteinn Helga-
son, framkvæmda-
stjóri Strýtu hf.
Rækjuverksmiðjurnar Sölt-
unarfélag Dalvíkur hf. og
Strýta hf. á Akureyri hafa
sagt upp 25 starfsmönnum
vegna lækkandi afurðaverðs og
samdráttar á erlendum mörk-
uðum. Um helmingur fólksins
býr á Akureyri, hinn hlutinn á
Dalvík eða nágrenni en hjá
verksmiðjunum starfa um 140
manns, 95 manns hjá Strýtu hf.
og 45 manns hjá Söltunarfélag-
inu. Uppsagnafrestur er mis-
jafnlega langur, frá þremur upp
í sex mánuði. Frá 1. nóvember
nk. verður aðeins unnið á einni
vakt í stað tveggja því nauðsyn-
legt er að minnka framboð á
rækju á erlendum mörkuðum
með því að draga úr fram-
leiðslu.
Hráefnið hefur að undan-
förnu aðallega verið ferskrækja
frá bátum sem gerðir eru út frá
Dalvík og Grenivík og auk þess
eru tvö frystiskip á sjó, Margrét
EA frá Samherja hf. og Hákon
ÞH frá Gjögri ehf., og kemur
iðnaðarrækjan af skipunum til
vinnslu hjá verksmiðjunum.
„Það eru tvær meginástæður
fyrir verðfalli. Fyrri ástæðan er
,sú að verð á rækju fór of hátt í
fyrra og neyslan dróst þá sam-
an og hin ástæðan er sú að
veiði á þessu ári er allt of mikil.
Hráefnisverðið hefur lækkað
mjög mikið að undanförnu en
við viljum draga úr áhættuþætt-
inum meðan verð er enn að
lækka og kaupa það magn sem
nægir til vinnslu á einni vakt. Ef
verðfallið yrði enn mjög mikið
yrði iðngreinin mjög lengi að ná
sér upp úr þeim öldudal. Sam-
anlagt mynda þessar tvær verk-
smiðjur stærstu vinnslueiningu
landsins," sagði Aðalsteinn
Helgason, framkvæmdastjóri.
Aðalsteinn sagðist vona að
aftur yrði tekið upp vaktafyrir-
komulag í verksmiðjunum, það
byggðist þó á hækkandi heims-
markaðsverði. GG