Dagur - Tíminn - 03.10.1996, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn - 03.10.1996, Blaðsíða 9
iDíXgur-ÍEhrmtTt Fimmtudagur 3. október 1996 - 9 ÞJÓÐMÁL Trúi ekki að forystumenn á vinnu markaði vilji innleiða óöld óðaverðbólgu Gera verður ráð fyrir að verkalýðsforingjar og forráðamenn atvinnu- lífsins muni við næstu kjara- samninga ganga fram í senn af sanngirni og ábyrgð. Því verður ekki trúað, fyrr en full- reynt er, að nokkur forystu- maður á vinnumarkaði vilji á ný innleiða óöld óðaverð- bólgu í landinu. Þá yrðu þeir þeim verstir, sem þeir eiga að vinna best,“ sagði Davíð Odd- son, forsætisráðherra, í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöld. Hann boðaði þingi og þjóð engin stórtíðindi, en varð tíð- rætt um hvað gæti gerst ef komandi kjarasamningar yrðu ekki á hóflegu nótunum. „Ár- angri þjóðarinnar yrði í einu vetfangi kippt í burtu og hún kæmist aftur á byrjunarreit í efnhagsmálum og samkeppnis- staða hennar út á við stórskað- aðist. Sú kaupmáttaraukning, sem orðið hefur á undanförnum árum, þurrkaðist fljótlega út. Hitt er jafnljóst og má einnig undirstrika að kaupmáttur verður að aukast, jafnt en ör- ugglega. Það er einnig mikil- vægt að hluta þeirrar kaup- máttaraukningar verði varið til að auka sparnað í landinu, hvort sem er með grynnkun á skuldum einstaklinga, heimila og fyrirtækja, eða öðrum bein- um sparnaði. Kaupmáttur laun- þega hefur vaxið verulega á allra síðustu árum eftir lang- varandi stöðnun og hrap kaup- máttar á árunum þar á undan. Þessi þróun verður að halda áfram svo íslenskir launþegar geti kinnroðalaust borið sfn laun saman við það besta, sem annars staðar gerist.“ Kaflaskil í efnhagsstjórn Það var forgangsmál hjá ríkis- stjórninni að leggja fram halla- laust ijárlagafrumvarp, sagði Davíð í ræðu sinni í gærkvöld, en eins og fram kemur hér ann- ars staðar í blaðinu, er gert ráð fyrir 1 milljarði í afgang. Davíð sagði að þetta hefði ekki verið gert með því að vanáætla gjöld og ofmeta tekjur, eins og stund- um á árum áður. „Öðruvísi er í pottinn búið nú og því hafa orð- ið mikil kaflaskil í íslenskri efn- hagsstjórn við framlagningu þessa ijárlagafrumvarps. Til þess að ná markmiðum þess, hefur verið óhjákvæmilegt að sýna aðhald í rMsrekstrinum á mörgum sviðum.“ Davið boðaði breytingar á bönkum og fjár- festingalánasjóðum, en til stendur að steypa í einn at- vinnuvegasjóð. „í fyrirhugaðri uppstokkun sjóðakerfisins er æskilegt að taka strax verulegt skref í þá átt að draga úr um- svifum ríkisins í lánakerfmu og minnka þannig hlut þess í at- vinnulífmu.“ Nokkra athygli vakti að forsætisráðherra vék ekki einu orði að Evrópusam- bandinu eða tengslum íslands við það í fortíð eða framtíð. Davíð Oddsson forsætisráðherra i ræðustól. Honum varð hins vegar tíðrætt um að íslendingar ættu að standa við bakið á smáþjóðum í Austur Evrópu sem vildu ganga í Nato. Þá ítrekaði hann að stefna íslendinga í úthafsveiði- málum væri ábyrg stefna. „Ásakanir í okkar garð um rán- yrkju og óábyrga stefnu í fisk- veiðum eru ekki á rökum reist- ar og sumir þeirra sem henda ónotum í okkur, hafa engin efni til þess.“ Skattar lækkaðir á næstu árum Forsætisráðherra sagði það áhyggjuefni að innflutningur á íjárfestingarvörum, bflum og öðrum neysluvarningi hefði aukist verulega og meira en út- flutningur. Því væri líklegt að á þessu ári yrði aftur halli á við- skiptum við útlönd, eftir þriggja ára samfelldan afgang. Mikil- vægt væri að snúa þessari þró- un við. Davíð sagði að ef mönn- um tækist að tryggja hallausan rekstur ríkissjóðs væri hægt að setja sér ný markmið. „Ríkis- stjórnin hefur leitast við að lækka jaðarskatta og er þar enn mikið verk fyrir höndum. Ef við náum að standa vörð um trausta stöðu ríkisijármála ætt- um við að geta lækkað skatt- byrði þjóðarinnar á næstu ár- um. Á ég þá bæði við jaðar- skatta og almenna skatta. Þar verður auðvitað að fara með gát, því forsendan verður að vera að rfldssjóður sé framvegis rekinn hallalaus.“ -vj Möðruvellir Sókn og vöm landsbyggðarinnar Einar K.Guð- í dag Landsbyggðin hefur átt undir högg að sækja. í kjölfar útfærslu landhelg- innar á síðari hluta áttunda áratugar ríkti þar hins vegar sókn. Tekjur í sjávarútvegi, höfuðatvinnugrein landsbyggð- arinnar, jukust, skuttogaraöld- in gekk í garð, fólkinu fjölgaði og bæirnir stækkuðu. Þegar því uppbyggingarskeiði lauk, má segja að byggðirnar úti um landið hafi átt í stöðugri vörn. Þetta verða menn að hafa í huga, þegar lesin er umtöluð skýrsla Ríkisendurskoðunar um Byggðastofnun. Menn hafa háð varnarbaráttu til þess að hindra óeðlilega byggðaröskun — eins og raunar er bent á á bls. 49 í skýrslunni. Vakin er athygli á því að fyrirgreiðsla stofnunarinnar hafi mjög beinst að hefðbundnum at- vinnugreinum landsbyggðar- innar, en síður að nýsköpunar- greinum eins og ferðaþjónustu. Ferðaþjónusta Skýringar á þessu eru marg- víslegar. Sjávarútvegur er eðli málsins vegna íjárfrek at- vinnugrein. Fyrirtæki í ferða- þjónustu, jafnt á landsbyggð- inni sem annars staðar, hafa fremur sótt lánsfé sitt til síns eigin stofnlánasjóðs, Ferða- málasjóðs, þó vissulega finnist ýmis dæmi um lánafyrir- greiðslu Byggðastofnunar til ferðamála. Annar hluti ferða- þjónustunnar og sá sem hefur verið í hvað örustum vexti á undanförnum árum, þ.e. ferðaþjónusta bænda, hefur notið fyrirgreiðslu í sjóðum landbúnaðarins, ekki síst Framleiðnisjóðs sem styrkir með beinum íjárframlögum slíka uppbyggingu. Byggðastofnun hefur að undanförnu reynt að beina kröftum sínum að ferðaþjón- ustunni alveg sérstaklega. Bæði með því að lána þangað fé, en ekki síður — og það er einnig afar mikilvægt — að kosta ráðgjöf á sviði ferðamála úti um landið. Sú starfsemi skilar sér ekki síst í skynsam- legri og skipulegri uppbygg- ingu ferðaþjónustunnar. Dæmi um slflct má nefna frá Vest- Jjörðum, þar sem vel heppnuð ferðamálaráðgjöf skilaði lands- hlutanum ómetanlegum ár- angri. Á það er raunar bent í skýrslu Rfldsendurskoðunar. Enn er þess að geta að Byggðastofnun gerði sérstakan samning við Háskólann á Ak- ureyri fyrr á þessu ári um rannsóknarverkefni á sviði ferðamála, en réttilega hefur verið á það bent að slík verk- efni hafi verið afar vanrækt hér á landi. Loks skal getið þátttöku stofnunarinnar í nýju hóteli á Egilsstöðum. Á þessum sviðum hefur Byggðastofnun hins vegar aukið verk að vinna. „Nýsköpun“ síðasta áratugar Svo skulum við ekki gleyma einu. í dag er ferðaþjónusta í hugum flestra nýsköpunar- tækifæri. Á síðasta áratug litu menn hins vegar í aðrar áttir. Þá var „nýsköpunin" meðal annars og ekki síst talin felast í laxeldi. Einstaklingar, fyrirtæki og sjóðir lögðu stórfé í slíka uppbyggingu. Það voru ekki bara opinberir sjóðir sem sköðuðust þegar illa fór. Ein- staklingar og fyrirtæki fóru í mörgum tilvikum herfilega út úr þeim viðskiptum. Sé sér- staklega litið á Byggðastofnun, kemur til dæmis í ljós að hún lánaði tæpan 1,6 milljarð til þessarar „nýsköpunar“. Tæpur 1,5 milljarður glataðist í gegn- um gjaldþrot og aðrar hremm- ingar. Eitthundrað milljónir af sextánhundruð milljónum skil- uðu sér aftur til baka. Búferlaflutningar Á þessu ári hefur verið mörk- uð ný stefna Byggðastofnunar á sviði atvinnuráðgjafar. Gerð- ir voru samningar við atvinnu- þróunarfélög í þremur lands- hlutum og framhalds er að vænta með frekari samningum við aðra landshluta. Þetta mun kalla á endurskoðun starfsemi Byggðastofnunar sjálfrar úti um landið, eins og Rfldsend- urskoðun bendir á. í fyrra ákvað stjórn Byggða- stofnunar að láta fara fram sérstaka athugun á orsökum búferlaflutninga og kalla til hðs við sig sérfróða aðila og aðra þá sem þetta mál láta sig varða. Sú vinna er nú í gangi. Enginn vafi er á því að þetta mun geta skilað árangri. At- hyglisvert er einnig að Rflds- endurskoðun hvetur til verk- efnis af þessu tagi. Aukin samhæfing Byggðastofnun hefur komið mörgu til leiðar, þó benda megi á ýmislegt sem betur hefði mátt fara. Nauðsynlegt er að skoða í heild starfsemi sjóða á borð við Framleiðni- sjóð, Ferðamálasjóð auk Byggðastofnunar, eins og Rík- isendurskoðun bendir á á bls. 86. Þá er eðlilegt að skoða aðr- ar styrkveitingar rfldsins, til dæmis á vegum Félagsmála- og Iðnaðarráðuneytis, í því skyni að bæta samhæfingu og skilvirkni. Það er skylda okkar, sem nú sitjum í stjórn Byggða- stofnunar, að fara skilmerki- lega yfir þessar ábendingar. Markmið okkar er að stofnun- in sé vel rekin, svo að sem mest af ljármunum hennar nýtist til þess að stuðla að þjóðfélagslega hagkvæmri þró- un byggðar í landinu, svo sem lög um stofnunina kveða á um. Stöðugt má gera betur í öllum rekstri. Breyttir tímar kalla á breytt vinnubrögð. Það á við í atvinnulífinu og það verður líka að gilda um opinberan rekstur af öllu tagi.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.