Dagur - Tíminn - 03.10.1996, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn - 03.10.1996, Blaðsíða 7
F R É T T I R Austur og vestur mættust í Höfða. Samtöl þessara manna breyttu mannkynssögunni. achev þorði ekki að taka þá áhættu að segja allt í lagi. Mistök Bandaríkjaforseta voru þau að hann sá ekki sam- hengið x viðræðunum sem höfðu farið úr böndunum fullyrðir Rogov. „Hann vildi semja um afvopnun, en heimtaði geirn- varnir gegn vopnum sem átti að eyða!“ En miðað við andrúms- loftið og hve mikið var í húfi var ef til vill eðlilegt að leiðtogarnir gengju ekki lengra. Sögulegur fundur Allir ræðumenn voru sammála um að Reykjavíkurfundurinn hefði verið sögulegur og lagt grunn að mikilvægum afvopn- unarsamningum á næstu árum; hann hafi verið ákveðið upphaf að endalokum kalda stríðsins. Leiðtogarnir ræddust við í sam- tals 10 klukkustundir og fóru langt út fyrir hefðbundin um- ræðuefni. Að lokum var það ótt- inn sem kom í veg fyrir stór- kostlegt samkomulag. Gorbac- hev gat ekki verið viss um að „stjörnustríðsáætlunin" væri bara draumur. Gagnvart hern- um hefði staða hans verið erfið með svo afgerandi niðurskurð í vopnakerfum, en Bandaríkja- menn hugsanlega að þróa full- komið varnarkerfi. Reagan hafði alltaf trú - kannski barna- lega- á fullkominni vörn fyrir alla. En innra með honurn bjó líka efi, ráðgafar hans höfðu sagt honum að Sovétmenn væru að þróa sitt eigið varnarkerfi. Kannski var það sá efi sem á örlagastundu kom í veg fyrir að forsetinn segði töfraorðið? Það eina sem Gorbachev að um var 10 ára frestur á áætlumnni. Hvað svo? Sovétríkin liðu undir lok og kalda stríðinu er lokið. Reykja- víkurfundurinn markaði upp- hafið að endalokunum, það var þá sem æðstu leiðtogar risa- veldanna brutust úr viðjum vanans. Þeir sýndu að það var hægt að hugsa öðruvísi. Mikið ávannst í afvopnunarmálum eftir fundinn. En eins og einn fundarmanna minnti á þá er óþarft að fagna um of, „við get- um enn gjöreytt mannkyni með kjarnorkuvopnum á 30 mínút- um!“ Reykjavíkurfundurinn mark- aði sannarlega tímamót, því eft- ir hann var Kalda stríðinu lokið og kjarnorkuvánni rutt úr vegi þannig að samskiptin gátu færst yfir á eðlileg viðskipta- tengsl þar sem æðstu ráðamenn bæði Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna og stundum annarra áhrifaríkja á hverjum tíma áttu beinan hlut að. Nú, tíu árum síðar, þegar ég leiði hugann aftur að því sem gerðist í Reykjavík, langar mig til þess að segja þetta: Aðstæður í heiminum hafa breyst svo um munar. Ekki er lengur fyrir hendi bein hætta á altækri kjarnorkustyrjöld. En aðrar hættur hafa komið fram á sjónarsviðið. Og enn er það á dagskrá hvort mannkynið muni lifa af. Fjöldinn allur af nýjum þversögnum og flækjum íþyngja alþjóðasamskiptum. Engin leið er að taka á þeim ef litið er fram hjá því sem áunnist undir lok níunda áratugarins og í upphafi þess tx'unda, ef við leyf- um okkur að hverfa aftur til þess sem við rákum okkur á þá en tókst að finna leið út úr. En meðan þessu fer fram ágerast merki um það að slíkt aftur- hvarf sé í vændum, og þau verða sífellt augljósari. Svo virðist sem við höfum, með hjálp Reykjavíkurfundar- ins og á næstu árum þar á eftir, náð ákveðnum tindi þar sem við blasti útsýni yfir nýtt og friðsamlegt tímabil í mannkyns- sögunni. En síðan hafi okkur miðað niður á við, stórfengleiki hinna nýju markmiða hafí dreg- ið úr okkur kjarkinn og við tap- að áttum. Gamli hugsunarhátturinn, gamalkunnu aðferðirnar við það hvernig staðið er að verki og gamli valdaleikurinn, þar sem öll áherslan er lögð á að vinna sjálfum sér gagn, er aftur farin að ná undirtökunum. Hlutirnir eru gengnir svo langt að kjarnorkustórveldi sem ber gífurlega ábyrgð gagnvart heiminum öllum leggur í utan- ríkisstefnu sinni höfuðáherslu á stundarhagsmum næstu kosn- ingabaráttu og persónulegan metnað eins frambjóðandans. Hagsmunum annarra ríkja er sýnd fullkomin lítilsvirðing á óhátíðlegan og ruddalegan hátt. Og, það sem mestu skiptir, trúnaðartraust í alþjóðasam- skiptum er illa leikið, trúnaðar- traust sem tókst að vekja upp að hluta til vegna Reykjavíkur- fundarins sem gerði það kleift að algeng vandamál væru leyst með því að notast við nýja og friðsamlega mælikvarða og beita nýjum meginreglum: Jafnvægi hagsmuna og sam- vinna á sanngirni- og jafnræðis- grundvelli. Þess vegna hefur sá lærdóm- ur sem draga má af Reykjavík- urfundinum ekki glatað gildi sínu. Ég óska þess að árangur ná- ist af ráðstefnu ykkar og hún njóti þeirrar athylgi sem vert er á alþjóðavettvangi. M. Gorbachev, 10. september 1996. Fimmtudagur 3. október 1996 - 7 AKUREYRARBÆR Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 7. október 1996 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Sigfríður Þorsteinsdóttir og Sigurð- ur J. Sigurðsson til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 462 1000. Bæjarstjóri. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkir til námsefnisgerðar á framhaldsskólastigi Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til námsefnisgerðar í bóklegum og verklegum greinum á framhaldsskólastigi. Heimilt er samkvæmt reglum um úthlutun að verja allt að fimmtungi heildar- úthlutunar til að efla tiltekin svið. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, náms- efnisnefnd, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík fyrir 25. október nk. á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að fá í ráðuneytinu.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.