Dagur - Tíminn - 03.10.1996, Blaðsíða 3
|Dagur-®tmirat
Fimmtudagur 3. október 1996 - 15
LÍFIÐ í LANDINU
Heilsurækt Allýjar Aldísar
20 ára
Allý Aldís Lárusdóttir rek-
ur Heilsurækt í kjallar-
anum heima hjá sér að
Munkaþverárstræti 35 á Akur-
eyri . Aldís er dönsk að upp-
runa en kom til Akureyrar árið
1956 löngu áður en heilsurækt-
arsprengjan skall á íslandi.
Hún hafði verið í leikfimi frá
unglingsaldri og fannst skrítið
að llnna enga leikíimistaði fyrir
fólk eftir að grunnskólanum
sleppti. „Vinkona mín, Ingibjörg
Sigfúsdóttir, og ég ákváðum
löngu seinna þegar börnin okk-
ar voru orðin stálpuð að gera
eitthvað í þessu og fórum til
Reykjavíkur og út til Danmerk-
ur að læra nudd og að leiðbeina
fólki í leikfimi. Síðan komum
við heim ári síðar og opnuðum
heilsurækt 15. september árið
1976 í Kaupangi."
Þið voruð fyrstar að auglýsa
líkamsræktarstað á Akureyri,
hvernig voru viðbrögðin?
„Þau voru alveg ótrúleg, ég
hafði verið dálítið smeik því
þetta hafði ekki tíðkast hérna
og fólk var að segja við mig að
þetta myndi ekki ganga. Við
höfðum trú á þessu og héldum
áfram og gekk bærilega. Tveim-
ur árum síðar fóru stöðvarnar
að spretta upp eins og gorkúlur
á Akureyri og samkeppnin varð
til þess að ég ílutti stöðina heim
til mín. Þá var vinkona mín líka
farin að sinna öðru svo það
hentaði ágætlega að vera með
þetta í kjallaranum. Ég kom
mér upp aðstöðu og tók bílskúr-
inn undir leikfimisalinn og síð-
an ég flutti hef ég alltaf haft
nóg að gera.“
Aðallega eldri konur
Aldís segir að til sín komi aðal-
lega konur á aldrinum 45 ára
og upp úr, en karlarnir komi í
nuddið. „Áður fyrr hafði ég ein-
ungis einstaklingsleikflmi en nú
er ég með hópa og þannig get
ég lagt daginn betur niður fyrir
mér. Ég var fyrst með stúlku til
að aðstoða mig við leikfimi-
kennsluna og sá sjálf aðallega
um nuddið en síðan lærði ég
æfingarnar og er með allt sjálf
núna.“ Aldís vinnur fullan
vinnudag og meira til mánu-
daga, miðvikudaga og föstu-
daga en tekur sér frí á milli.
Vinnudagana er hún með
morgunleikfimi, nuddar yfir
daginn og er síðan með kvöld-
leikfimi. „Síðan tek ég mér gott
sumarfrí en er að byrja á fullu
aftur núna.“
Hún segir að það sé stundum
dáh'tið erfitt að vera með leik-
fimina og aðallega nuddið en
hún hlakki samt alltaf til að
fara niður á morgnana og byrja
leikfimitímana með konunum.
„Við eigum ekki að
djöflast"
Hefur margt breyst á 20 ára
leikfimitíð þinni?
„Já mjög mikið, mér finnst of
mikið hopp og lú núna, við eig-
um ekki að djöflast heldur að
vera mjúk og góð við líkamann.
Hopp er slæmt fyrir innyflin og
vöðvana svo maður tah nú ekki
um hnén. Ég er með gamaldags
leikfimi sem minnir kannski á
morgunleikfimi Valdimars Örn-
ólfssonar sem var í útvarpinu.
Hann var með skemmtilegar
hreyfingar við rólega og fína
músík.“
í kjallaranum hjá Allý er lítill
leikfimisalur, tveir ljósabekkir,
gufubað, nuddbekkur og gigtar-
lampar, öllu haganlega fyrir-
komið í litlu plássi. Eitt tæki er
sérstakt en það eru stígvélin
svokölluðu. „Já, ég er með dá-
lítið sérstakt tæki fyrir nuddið,
það virkar eins og punktanudd,
maður setur fótinn í sérstök
stígvél og tæmir síðan allt loft
úr þeim, þá koma fram blettir
sem maður vinnur með. Þetta
hefur reynst mörgum vel og t.d.
þegar fólk misstígur sig getur
það átt í erfiðleikum í hálft ár á
eftir en ef það kemur til mín og
fer í stígvélin er það orðið gott
eftir nokkur skipti."
Allý segir að eldra fólk geri
ekki nærri nógu mikið af því að
hreyfa sig og segir að í raun
ætti það að vera skylda þegar
fók hefur náð 60 ára aldri að
fara í leikfimi. „Það er alveg
frábært að hreyfa sig og ef
læknarnir gerðu meira af því að
hvetja fólk til þess myndi ríkið
spara verulega og fólkinu
myndi líða miklu betur.“ mgh
Aidís leikfimisleiðbeinandi ásamt konum frá ÚA sem koma til hennar tvisvar í viku.
Mynd. JHF
Kjötiðnaðarmenn
í fremstu röð
Nei, við áttum ekki von á
að ná þessum árangri.
Kannski má orða þetta
sem svo að við höfum ekki vitað
hvað við vorum góðir,“ segir
Björn Ingi Björnsson hjá Kjöt-
vinnslunni Krás á Selfossi, sem
náði góðum árangri í alþjóð-
legri fagkeppni í kjötiðnaði sem
haldin var í Ilerning í Dan-
mörku á dögunum. Fjölmargir
íslenskir kjötiðnaðarmenn tóku
þátt í keppninni - og hefur ár-
angur íslendinga aldrei verið
betri, en þeir fengu verðlaun
fyrir 57 vörur af þeim 58 sem
þeir sendu inn.
Það voru kjötiðnaðarmenn
frá fyrirtækjum um allt land
sem unnu til verðlauna í keppni
þessari. Fern verðlaun fóru til
Kjötiðju KÞ og jafnmörg til
Krásar á Selfossi, þrenn til SS á
Hvolsvelli, tvenn til Ilafnar hf. á
Selfossi, ein til Reykjagarðs á
Ilellu, ein til SS kjötvara í Hafn-
arfirði og Eiríks Jensen á Akur-
eyri. Landsmeistari íslands
varð, sem áður segir, Björn Ingi
Björnsson en einnig náði Krist-
ján Arnarson hjá Kjötiðju KÞ á
Kristján Arnarson og Gyða Evertsdóttir hjá Kjötiðju KÞ með þær fram-
leiðsluvörur fyrirtækisins sem verðlaunaðar voru. -gkj.
Guðmundur Geirmundsson og Björn Ingi Björnsson, landsmeistari ís-
lands í kjötiðn, hjá Krás á Selfossi, með vörur þær sem þeir fengu verð-
launfyrir. M,r& -hþ.
Húsavík mjög góðum árangri.
Þeir Björn voru í 3.-4. sæti í
keppni þessari, sem þykir und-
irstrika og sýna að á Islandi séu
fagmenn í kjötiðnaði á heims-
mælikvarða.
Á hinni alþjóðlegu fagkeppni
í Herning er keppt í sex vöru-
flokkum; þ.e. hráum og soðnum
kjötvörum, hrápylsum, soðnum
pylsum, kæfum og pate, blóð-
pylsum og sultum og sérvörum
og nýjungum. Unnu fulltrúar ís-
lands þarna til gull, silfur og
bronsverðlauna og samanlagt
unnu þeir til 57 verðlauna, sem
áður segir.
Á sýningunni í Herning var
kynning á úrbeiningu og fram-
setningu á lambakjöti. Tveir
ungir kjötiðnaðarmenn, þau
Sigfríður Halldórsdóttir hjá
Býja bautabúrinu á Akureyri og
Friðrik Þór Erlingsson hjá
Meistaranum í Reykjavík, tóku
þátt í þeim lið kepppninnar og
náðu þau góðum árangri.
Kynning þessi var í þeim til-
gangi að auka áhuga danskra
kjötiðarmanna á íslensku
Iainbakjöti. -sbs.