Dagur - Tíminn - 03.10.1996, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn - 03.10.1996, Blaðsíða 7
Jtagur-'ffittrám Fimmtudagur 3. október 1996 -19 MENNING O G LISTIR LEIKFÉLAG AKUREYRAR Sigrún Astrós 3. sýning föstud. 4. okt. kL 20.30. 4. sýning laugard. 5. okt. kl. 20.30. 5. sýning föstud. 11. okt. kl. 20.30. 6. sýning laugard. 12. okt. kl. 20.30. Munið kortasöluna okkar Verð áskriftarkorta: 5. sýninga kort 5.850. 4 sýninga kort 5.040. 3 sýninga kort 4.050. Verð frumsýningakorta: 5. sýninga kort 6.500. 4 sýninga kort 5.600. 3 sýninga kort 4.500. Leikhúskortin eru nýiung sem hentar vel klúbbum og tyrirtækjum. Kynnið ykkur kjörin. Miðasalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00-17.00 og fram að sýningu sýningardaga. Sími í miðasölu: 462 1400. Svartklædda konan Þing Bandalags íslenskra leikfélaga var haldið á Sauðárkróki um síðustu helgi. I tengslum við þingið frumsýndi Leikfélag Sauðár- króks Svartklæddu konuna þam 29. september. Verkið er leikgerð Stephens Mallatratts við sögu eftir Susan Hill. íslensk þýðing er eftir Einar Þorbergs- son, og er hún fallega unnin. Einar er leikstjóri uppsetning- arinnar. Svartklædda konan er draugasaga í hinni ensku hefð, þar sem mikið er um þoku og dularfull hljóð. Sagan hverfist um draugalegt hús látinnar konu, sem var einbúi. Lögfræð- ingur, ungur að árum, er send- ur á staðinn. Hann segir söguna - orðinn aldraður - en kemur einnig fram ungur að árum. Einar Þorbergsson fer með hlutverk lögfræðingsins í eldra gerfi hans, en auk þess er hann í íjölda smærri hlutverka. Ein- ari tekst vel að fara á milli hlut- verka sinna og á marga skemmtilega spretti, ekki síst í þeim atriðum þar sem kómík Sigríður Ella syngur spænska skapheita söngva í Kaffileikhúsinu næstu vikur en gítarieikararnir Pétur Jónasson og Einar Kristján Einarsson sveifla strengjum. aldeilis óbærilegt að syngja á málum sem ég ekki kann eitt- hvað í, ég syng t.d. ekki á rúss- nesku, og ég skil nóg í spænsku til að hafa a.m.k. á tilfinning- unni hvað er nafnorð og hvað sagnorð. Það er ágætt að geta sungið spænsk ljóð svo maður sé ekki alltaf að hjakka á þess- um sömu þýsku ljóðum." Spænsk tónlist Uggur vel fyr- ir dekkri röddum, eins og Sig- ríðar, og skaphitinn í þeim heillar hana. „Svo er hún rytm- ískt spennandi, hljómfalllið er agaðra en t.d. í ítalskri tónlist þar sem allt fær að flæða.“ Tónlistin á spænsku kvöldun- um spannar margar aldir en er ekki ferðamannatónlist að sögn Sigríðar heldur blanda af ýmsu og þar gætir áhrifa frá Márum, gyðingum, sígaunum, Kúbu og flamenco. LÓA Feðgarnar Kristinn Einarsson og Einar Þorbergsson í hlutverkum sínum í Svarklæddu konunni. kemur fram, en það er víða í stykkinu. Kristinn Einarsson leikur lögfræðinginn yngri að árum, sem slíkur fer um hið yfirgefna og draugalega hús, þar sem hann upplifir ógn hins óþekkta. Kristinn nær all góðum tökum á hlutverkinu, einkum framan af, en tekst ekki er á líður sem skyldi að skapa þá ógn, sem kringumstæðunum og sögunni ættu að fylgja. Þriðja hlutverkið er í hönd- um Stefamu Ásgeirsdóttur, en hún leikur Svartklæddu kon- una. Hlutverkið er þögult fyrir utan nokkur hljóð, sem ná því miður ekki því að verða nógu draugaleg. Svartklædda konan er smell- ið og forvitnilegt stykki, sem í gerð sinni gæti verið vel til þess fallið að vekja ljúfan hroll í hugum áhorfenda. Haukur Ágústsson. ÞJÓÐLEIKHÚSID Stóra sviðið kl. 20.00: Nanna systir eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson 5. sýn. fimmtud. 3. okt. Órfá sæti laus. 6. sýn. laugard. 5. okt. Uppselt. 7. sýn. fimmtud. 10. okt. Örfá sæti laus. 8. sýn. sunnud. 13. okt. Örfá sæti laus. Söngleikurinn Hamingjuránið eftir Bengt Ahlfors Föstud. 4. okt., sunnud. 6. okt., laugard. 12. okt., föstud. 18. okt. Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson. Föstud. 11. okt., laugard. 19. okt. Kardemommubærinn eftir Thorbjörn Egner Sunnud. 6. okt. kl. 14.00. Örfá sæti laus. Sunnud. 13. okt. kl. 14.00. Ath. takmarkaður sýningafjöldi. Litla sviðið kl. 20.30: í hvítu myrkri eftir Karl Ágúst Úlfsson Föstud. 4. okt. Uppselt. Laugard. 5. okt. Uppselt. Sunnud. 6. okt. Uppselt. Föstud. 11. okt. Uppselt. Laugard. 12. okt. Uppselt. Sunnud. 13. okt. Föstud. 18. okt. Uppselt. Laugard. 19. okt. Uppselt. Fimmtud. 24. okt. ★ ★ ★ Sölu áskriftarkorta lýkur í dag. Óbreytt verð frá síðasta leikári, 6 leiksýningar kr. 7.840. ★ ★ ★ Miðasalan verður opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig er tekið á móti símapöntunum frá kl. 10.00 virka daga. Sími 551 1200. Upp úr íj ör unni Grísku kvöldin í Kaffileik- húsinu í fyrra fengu fantagóða aðsókn. Nú er það spænskur flamenco með taktföstum slætti og tilheyrandi stappi sem kippa á gestum Kaffileikhússins stundarkorn úr slabbinu og í suðræna stemmn- ingu. Spænsku kvöldin í Kaffi- leikhúsinu heíja göngu sína annað kvöld með tónlist, flam- encodansi og sögumanni sem hyggst færa sögu og menningu Spánar nær íslendingum. Dag- skráin gengur undir nafninu: La vida no es bacalao... Þ.e. Líf- ið er ekki saltfiskur. Saltfiskurinn, matreiddur af spænska kokkinum Eduardo Perez, verður þó á borðum matargesta og honum sporð- rennt með spænsku víni. Það verður nýstárleg reynsla fyrir íslendinga að njóta saltfisks á veitingastað og ekld ólíklegt að saltfiskssala á innanlandsmark- aði aukist í kjölfarið. Tveir gítarleikarar, Pétur Jónasson og Einar Kristján Ein- arsson, og Lára Stefánsdóttir dansari við íslenska dansflokkinn, hafa undanfarið lotið leikstjórn Þórunnar Sig- urðardóttur við undirbúning dagskrárinnar auk tveggja ís- lendinga sem kallaðir voru heim, þeirra Kristins R. Ólafs- sonar frá Madrid og Sigríðar Ellu Magnúsdóttur söngkonu frá London. Skáldar í skörðin Kristinn fer í gervi sögumanns en er hógvær þegar talið berst að hlutverkinu. „Þetta er aðal- lega sviðsverk fyrir augu og eyru. í sögumannshlutverkinu er ég fyrst og fremst að skálda í skörðin á milli þessara fallegu laga og reyna að vera ekkert mjög leiðinlegur. Ég stikla á stóru í sögu og menningu Spán- verja. Reyni að færa þetta örlít- ið nær gestum og bregða kannski upp annarri mynd en bara þessari sól og þessum sandi sem íslendingar þekkja. Komast aðeins upp úr fjörunni." Boldangskerling kölluð heim Sigríður Ella er búin að vera „lengi í útlandinu", eða í tæp 30 ár. Síðastliðin 16 ár hefur hún búið í London ásamt breskum eiginmanni sínum, Simon Vaug- han, sem einnig er söngvari og heldur raunar tónleika hér inn- an tíðar, og þremur börnum þeirra sem hún átti á 15 mán- uðum! „Þetta er breskur imper- íalismi eða íslensk frekja, ég veit ekki hvort heldur er.“ Líf hennar „eftir börn“ eins og hún orðar það, hefur breyst töluvert og síðustu árin hefur hún ekki verið langdvölum frá heimilinu og aðallega sungið í London og grennd - og hefur nú sungið í flestum tónleikasölum Lund- úna. Hún þarf heldur ekki að kvíða verkefnaskorti. „Það er til heifmiMð af hlutverkum fyrir mína tegund raddar. T.d. í þess- um dramatísku Verdi-óperum þar sem maður þarf vera orðin svona boldangskerling til að geta sungið. Nú er ég komin á þann aldur.“ Sigríður hefur tvisvar sungið hér í Carmen og gerir ráð fyrir að þess vegna setji menn tengsl milli hennar og Spánar. „Ég hef líka sungið spænska tónlist víða um lönd. Mér finnst nefnilega

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.